Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 41
menning
Þ
að munu teljast tíðindi að tvö
stærstu myndlistarsöfn New
York-borgar, sem jafnframt
eru einhver virtustu söfn heims,
opnuðu á haustmánuðum yfirlits-
sýningar hvort á sínum núlifandi
abstraktmálaranum. Í september
síðastliðnum var opnuð sýning á
verkum eftir Sean Scully undir yf-
irskriftinni ?Walls of light? (Veggir
ljóssins) í Metropolitan-safninu og í
október var opnuð sýningin ?A
retrospective of paintings and
drawings? (Yfirlitssýning á mál-
verkum og teikningum) í MoMa
sem spannar feril Bandaríkja-
mannsins Brices Mardens.
L50098L50098L50098
S
ean Scully fæddist í Dublin á Ír-
landi árið 1945 en ólst upp í
Lundúnum og er nú búsettur í New
York auk þess sem hann eyðir dá-
góðum tíma í Þýskalandi þar sem
hann er prófessor við Listaakadem-
íuna í München. Scully er einn allra
besti abstraktmálari samtímans og
tekur málverkið heldur engum
vettlingatökum. Sækir í efnistök og
yfirstærðir abstrakt-expressjón-
isma eftirstríðsáranna en í stað
þess að opna myndflötinn með litaf-
læmi líkt og var algengt í þá daga
hleður hann flötinn líkt og vegg
þannig að maður rekst á hann af
afli og er umsvifalaust kýldur til
baka, langt inn í algleymi.
L50098L50098L50098
B
rice Marden fæddist í New
York árið 1938. Hann vakti
fyrst athygli á sjöunda áratug síð-
ustu aldar fyrir vaxkennd mónók-
róm-málverk sem hann raðaði sam-
an í litafleti. Á tíunda áratugnum
skipti hann svo um gír og hóf að
einblína á form og hreyfingu þar
sem maður er leiddur eftir laus-
dregnum línum sem skerast þvers
og kruss ? einna líkast því að maður
sé fastur í abstrakt rússíbana. 
Báðir eru þessir málarar þekktir
fyrir áþreifanleg og efnismikil mál-
verk og þegar þetta áþekkar
áherslur eru hjá tveimur áhrifa-
miklum söfnum í senn hljóta ein-
hver galleríin að bregðast við þeim.
Við þekkjum það í litlum mæli hér á
landi að þegar einn af frumherj-
unum er sýndur í einu safnanna má
vænta þess að sjá mynd eftir þann
sama á trönum í glugga Gallerís
Foldar. Einnig má oft sjá sam-
svörun á milli þess sem er sýnt í
Safni við Laugaveg og í Galleríi i8. 
L50098L50098L50098
Í
eins stórri galleríflóru og New
York er auðvitað allt að gerast í
einu en sveiflur fylgja samt árstíð-
um líkt og hjá tískuvöruverslunum.
Hvað varðar uppgang þessa efnis-
kennda abstraktmálverks þá gaf
Gallery Peter Blum okkur smjör-
þefinn með alveg magnaðri sýningu
á nýjum verkum eftir Joseph Mar-
ioni; risastórir flekar með lag-
skiptri lekandi málningu sem
gleypa mann um leið og maður
sviptir af hverri efnishulunni á eftir
annarri og hverfur inn í óravíddir.
Og nú síðast var það Belginn Raoul
de Keyser sem opnaði í Gallery
David Zwirner. En de Keyser, sem
er 76 ára gamall, er alveg fantagóð-
ur málari og með þeim ferskari sem
fyrirfinnast í abstraktmálverki í
dag. 
Er því ráð fyrir áhugasama að
halda vestur um haf, eigi síðar en
fyrir áramót, því ég sé ekki í hendi
mér að íslensk myndlistarsena fylgi
þessari haustsveiflu heimsborg-
arinnar með því að leggja sérstaka
áherslu á miðaldra og aldraða ab-
straktmálara á næstu misserum.
Abstrakt í uppsveiflu
Án titils Belginn Raoul de Keyser sem opnaði í Gallery David Zwirner er alveg fantagóður málari.
Uriel Scully er einn allra besti abstraktmálari samtímans og tekur málverkið engum vettlingatökum.
AF LISTUM
Jón B.K. Ransu
»
Í eins stórri gall-
eríflóru og New York
er auðvitað allt að ger-
ast í einu en sveiflur
fylgja samt árstíðum
líkt og hjá tískuvöru-
verslunum. 
ransu@mbl.is
SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír
í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar
21. aldarinnar
FIMMTUDAGINN 7. DESEMBER KL. 19.30 ? UPPSELT
LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 ? LAUS SÆTI
Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber 
Einsöngvari ::: Denyce Graves
hátíðartónleikar í háskólabíói
Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi 
söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið 
fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- 
leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá 
tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi,
enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi.
Söngstjarna
ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari nýtur
mikillar velgengni á Englandi um þessar mundir og síð-
asta vika var sérstaklega viðburðarík. 
Í vikubyrjun var hann útnefndur Best performer 2006,
eða besti flytjandi ársins, hjá Opera Holland Park þar
sem hann vann stórsigra í sumar.
Þá gerðist það að Ólafur fékk boð með stuttum fyr-
irvara um að hlaupa í skarðið fyrir heimsþekktan barí-
tón, Alan Opie, í hlutverki Rigolettos við Opera North í
Newcastle.
Sýningin var mikill sigur fyrir Ólaf Kjartan.
Í dómi í Theatre Revew, sem birtist fyrir helgi, segir
gagnrýnandinn, Peter Lathan meðal annars:
?Okkur hafði verið lofað að Alan Opie syngi Rigoletto
en þegar tilkynnt var rétt áður en tjöldin voru dregin
upp að hann hefði veikst og að Ólafur Sigurðarson, vara-
maður hans í hlutverkið, ætti að syngja voru það mikil
vonbrigði. Við lok fyrsta þáttar voru vonbrigðin löngu
fokin út í veður og vind og við lok sýningarinnar varð
maður ekki var við annað en gríðarlegan fögnuð og gleði
andspænis kraftmiklum og aldeilis frábærum perform-
ans hjá þessum íslenska barítónsöngvara.
Söngur hans og leikur voru sterk heild í túlkun hans
og hann náði að skapa ? ef ekki hinn fullkomna Rigoletto,
þá næstum fullkomna. 
Þarna upplifðu gestir augnablik þar sem hnakkahárin
bókstaflega risu. Dauðdagi Gildu í lok sýningarinnar var
nánast óbærilegur.?
Boðin fleiri stór hlutverk
Þess má geta að Rigoletto er faðir Gildu og í lok verks-
ins tekst hann á við þann harm að hafa sjálfur verið vald-
ur að dauða hennar í átakamikilli senu föður og dóttur.
Lathan lofar sýninguna í heild sinni og segir að þar
hafi tónlistin, söngur og leikur skapað hrífandi upp-
færslu sem snart djúpt. Opera North hefur boðið Ólafi
Kjartani fleiri stór hlutverk í vetur og næsta haust eftir
frammistöðuna í Rigoletto en hann mun einnig syngja í
Þýskalandi í vor.
Þess má til gaman geta að Rigoletto var eitt stærsta
hlutverk Guðmundar Jónssonar sem var kennari Ólafs
Kjartans á Íslandi.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Bariton Ólafur Kjartan Sigurðarson gerir það gott um
þessar mundir í óperuheiminum.
Stórsigur Ólafs Kjartans 
Tónlist | Slær í gegn í London sem Rigoletto

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52