Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 43
menning
BARNABÓKAVEISLA!
Búkolla
Glæsilegar myndir
Kristins G. Jóhannssonar prýða
Búkollu og gera hana að sannkallaðri
listaverkabókfyrir börnin.
Ævintýri Nonna
Æsispennandi Nonnaævintýri
prýtt fallegum myndum
Kristins G. Jóhannssonar.
Bestu
barnabrandararnir
Bestu barnabrandararnir - að
sjálfsögðu bók fyrir börn á öllum
aldri, enda hafa allir gott af því að
skellihlæja.
Spurningabókin 2006
Er hægt að hnerra með opin augu?
Ómissandi bók við öll tækifæri.
ÉG VIL byrja á því að biðjast afsök-
unar. Annarsvegar fyrir að koma ör-
lítið of seint á tónleika Steingríms
Þórhallssonar organista, en þeir
voru haldnir í Neskirkju á sunnu-
daginn var. Hinsvegar fyrir villu
sem læddist inn í grein sem ég skrif-
aði um síðustu tónleika Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands, en greinin
hófst á þessum orðum: ?Wagner á
sín góðu augnablik, en slæmu stund-
arfjórðunga.? Ég hafði þessi orð eft-
ir Oscar Wilde, sem er rangt; það
mun hafa verið sjálfur Rossini er
mælti þessa fleygu setningu.
Hafi þeir verið margir slæmu
stundarfjórðungarnir á tónleikum
Sinfóníunnar, voru góðu augnablikin
mun fleiri á tónleikum Steingríms. Í
rauninni var þar enginn slæmur
stundarfjórðungur! Þvert á móti var
leikur organistans í hvívetna glæsi-
legur. Í fyrra kvartaði ég undan
nokkuð dauflegri barokktúlkun hans
og er ljúft að segja frá því að nú var
allt annað uppi á teningnum. Passa-
caglia eftir hinn sikileyska Bernardo
Storace var einstaklega lífleg og
skemmtileg; samnefnt verk eftir
Bach var sömuleiðis sérlega vel
byggt upp og með mögnuðum há-
punktum, auk þess sem raddval var
sannfærandi og litríkt. 
Tilbrigði og fúga yfir Stabat Ma-
ter eftir Alexander Guilmant, sem er
undarlega glaðleg hugleiðing um
það þegar María mey horfði á son
sinn krossfestan, var jafnframt
glæsilega leikin; túlkunin var mark-
viss og áhrifamikil, enda gætti Stein-
grímur sín á að missa sig ekki út í of
mikla glaðværð. 
Lokaverkið á dagskránni var svo
Finale eftir Cesar Franc, en það var
fullkominn endir á tónleikunum.
Dulúðin sem einkennir tónlist
Francs var að öllu leyti til staðar í
mjúkum og áferðarfallegum leik
Steingríms, og heitu tilfinningarnar
líka, auk þess sem tæknilegar hliðar
flutningsins voru eins og best verður
á kosið. Óneitanlega var þetta
skemmtileg byrjun á aðventunni!
Skemmtilegir 
stundarfjórðungar
TÓNLIST
Orgeltónleikar
Steingrímur Þórhallsson organisti flutti
verk eftir Frescobaldi, Storace, Bach,
Guilmant og Franc. Sunnudagur 26. nóv-
ember. 
Neskirkja
Jónas Sen
SÝNINGAR á sjötugu er titill
tveggja sýninga Kristins G. Jó-
hannssonar sem lauk nýlega á Ak-
ureyri. Í Jónas Viðar galleríi mátti
sjá svarthvít dúkristu-klippiverk
sem voru fyrst sýnd í Rauða hús-
inu árið 1982. Kristinn leitar fanga
í gömlum útskurðar- og útsaums-
mynstrum þar sem átta blaða rós-
ir og spírallaga form eru end-
urtekin í mismunandi útfærslu á
litlar pappírsarkir sem síðan er
raðað og klipptar saman í mynd-
rænar heildir. Dúkristan er vissu-
lega ein tegund af útskurði og
verkin bera sterkan keim af hug-
myndafræðilegum áherslum ní-
unda áratugarins um leið og þau
byggjast á gömlu skreyti sem vísa
mun lengra aftur í tíma menning-
arinnar. Myndunum var á sínum
tíma raðað þétt saman í Rauða
húsinu svo að úr varð eins konar
veggfóður en eru hér fallega
hengdar upp í römmum og undir
gleri. Það virðist rökrétt ferli sem
gefur tilfinningu fyrir bæði við-
kvæmni pappírsverkanna og aldri
þeirra en innrömmun verka snýst
fyrst og fremst um varðveislu
þeirra. 
Í Ketilhúsi sýndi Kristinn ný
málverk þar sem litur, form og
áferð eru í aðalhlutverki. Flest
verkin leita í sama mótívið sem á
sér rætur í Búðargili og brekk-
unum. Brekkumyndirnar eru allar
þrískiptar þar sem efst í myndinni
má sjá rönd af himni, í miðjunni
er stór flötur sem er skipt upp í
(oftast) lóðréttar ræmur brekkn-
anna og neðst í myndinni er rönd
sem sýnir speglun á Pollinum. Á
skilunum milli himins og lands er
oft sólarslæðingur í ýmsum tónum
sem gefa tilfinningu fyrir ann-
aðhvort dögun eða dagslokum.
Litir Kristins í brekkunum bera
einnig vitni ljósaskipta þegar litir
á yfirborðinu verða dýpri og and-
stæðir litir spretta upp og spegla
hver annan eins og að hausti.
Grænt verður appelsínugult og
brúni liturinn sem aldrei er langt
undan ber í sér þunga jarðar og
ljósbrot af öllum hinum litunum.
Kristinn málar með þunnum olíu-
litum og í mörgum lögum ásamt
því að fara með sandpappír yfir
yfirborð myndarinnar að lokum.
Þetta dregur fram textíláferð
strigans og gerir myndirnar mýkri
og loðnari en um leið lífrænni. Það
virðist sem Kristinn sé í mismun-
andi ham eftir því hvaða hluta
myndarinnar hann er að vinna.
Útfærslan á brekkunum gefur til-
finningu fyrir gegnheilli andlegri
og upphafinni skynjun á landinu
sem er allt að því líkamleg á með-
an speglunin í Pollinum neðst í
myndunum virðist hafa allt aðra
eiginleika. Þar speglast fjörugir
litir á glansandi yfirborðinu, hug-
mynd sem gæti vísað til ímynd-
unaraflsins og hins fljótandi huga
gegnt hugmyndinni um upplifun
líkamans. Þessi samsláttur ólíkra
efnislegra yfirborða í myndunum
er kannski áhugaverðari í hug-
myndinni en í útfærslunni. Hins
vegar eru þetta sterk persónuleg
einkenni listamannsins og aðal
verkanna er einmitt sú persónu-
lega nálgun sem í þeim býr, sú
sálræna dýpt sem birtist í síend-
urteknu samtali listamannsins við
átthagabrekkur sem voru og eru.
En ekki síst fyrir þær persónu-
legu tiktúrur listamannsins neðst í
myndunum þar sem hann speglar
sjálfsmynd sína bókstaflega í Poll-
inum með því að láta undirskrift
sína leika afgerandi þátt innan um
óhlutbundnar fantasíur ímynd-
unaraflsins. Höfundurinn er því
meðvitað merkingarbær hluti
verkanna sem í þessu tilfelli skap-
ar tilfinningu fyrir persónulegri
samræðu við áhorfandann sem
gerir ekki neinar kröfur um hlut-
laust algildi fagurfræðilegrar sjón-
rænnar upplifunar.
Litgrös og svartlist
MYNDLIST
Ketilshús og Jónas Viðar
gallerí Akureyri
Sýningum er lokið
Málverk og dúkristur/
Kristinn G. Jóhannsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Persónulegur Í Ketilhúsi sýndi Kristinn G. Jóhannsson ný málverk þar
sem litur, form og áferð eru í aðalhlutverki.
Þóra Þórisdóttir
TÓNLIST
Neskirkja
Kórtónleikar 
Háskólakórinn flutti tónlist eftir Atla
Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson,
de Victoria og Vivaldi. Stjórnandi: Hákon
Leifsson. Einsöngvarar: Gunnhildur Halla
Baldursdóttir alt og Lilja Eggertsdóttir
sópran. Hljómsveit: Jón Leifs Camerata.
Organisti: Steingrímur Þórhallsson. 
Laugardaginn 25. nóvember
HÁSKÓLAKÓRINN hélt sína ár-
lega vetrartónleika í Neskirkju á
laugardaginn var, en stjórnandi
kórsins er Hákon Leifsson. Dag-
skráin var býsna metnaðarfull, því
þótt kórinn byði upp á ?standarda? á
borð við Maríukvæði Atla Heimis
Sveinssonar og Heyr Himnasmiður
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, var
einnig flutt Gloría í D-dúr eftir Vi-
valdi, sem er ekkert smáræði.
Auðheyrt var að Glorían var sú
tónsmíð sem mest vinna hafði verið
lögð í. Sennilega á kostnað fyrstu
verkanna á efnisskránni, eftir þá
Atla Heimi og Þorkel, auk T.L. de
Victoria (O Magnum Mysterium), en
þau voru ekki alltaf nægilega vel
sungin til að skapa teljandi áhrif.
Vissulega var flutningurinn litaður
einlægri innlifun, sem alltaf er
sjarmerandi, en vandamálið var að
tenórarnir voru svo sterkir að það
bjagaði verulega heildarhljóminn.
Þótt söngurinn væri í sjálfu sér
hreinn voru bjartari karlaraddirnar
svo öflugar að útkoman virkaði gróf,
en það fór tónlistinni ekki vel. 
Svipaða sögu er að segja um Mag-
nificat Anima Mea eftir Buxtehude,
nema þar var ónákvæmni í raddhæð
talsvert áberandi, og því var heild-
armyndin ekki sérlega sannfærandi. 
Langbest var tónsmíð Vivaldis,
sem fyrr var nefnd. Bæði lék hljóm-
sveitin, Jón Leifs Camerata, firnavel
og meira að segja þótt hraðinn væri
stundum í glannalegri kantinum,
virtust hljóðfæraleikararnir ekkert
hafa fyrir honum. 
Kórinn söng líka mun betur og var
gaman að hlýða á hann. Áferðin var
yfirleitt þétt og styrkleikajafnvægið
oftast gott. 
Tveir einsöngvarar komu fram
með kórnum, þær Gunnhildur Halla
Baldursdóttir alt og Lilja Eggerts-
dóttir sópran. Þær stóðu sig prýði-
lega og eru auðheyrilega efnilegir
söngvarar. 
Talsvert ónæði skapaðist á tón-
leikunum vegna órólegs barns, sem
auðvitað hafði enga getu til að njóta
tónlistar af því tagi sem hér var flutt.
Einnig var mikið tekið af myndum,
en það var sömuleiðis nokkuð trufl-
andi. Á undan tónleikum er algengt
að tónleikagestir séu minntir að að
slökkva á GSM-símum; væri ekki
hægt í leiðinni að biðja fólk um að
stilla myndatökum í hóf? 
Jónas Sen
Vivaldi var bestur
Antonio Vivaldi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52