Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 49
eeee
Kvikmyndir.is
BARÁTTAN 
UM JÓLIN 
ER HAFIN
NÚNA ÞARF JÓLASVEINNINN (T. ALLEN) AÐ TAKA Á STÓRA SÍNUM ENDA HYGGST
JACK FROST (M. SHORT) EIGNA SÉR JÓLIN OG VERÐA NÝR OG BETRI JÓLASVEINN!
JÓLASVEININN 3
Martin ShortTim Allen
eee
Þ.D.B.KVIKMYNDIR.IS
STÓRAR
HUGMYNDIR
EINGÖNGU SÝND
MEÐ ÍSLENSKU TALI
eee
S.V. MBL
THE GRUDGE 2
ÚR SMIÐJU SAM RAIMI (Spider-Man myndirnar)
BÖLVUNIN 2
NÚ ER KOMIÐ AÐ 
FRAMHALDI BÖLVUNARINNAR?
ÞORIR ÞÚ AFTUR?
FLUSHED AWAY
Frá framleiðendum
og
SÝND BÆÐI MEÐ 
ÍSKLENSKU OG ENSKU TALI
Frábær 
skemmtun 
fyrir alla 
fjölskylduna
flugstrákar
eee
V.J.V.   Topp5.is
FRÁFÖLLNU
HINIR
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
/ ÁLFABAKKA
SAW 3 kl.5:50-8-10:30 B.i.16 ára
SAW 3 VIP kl. 8 - 10:30
SANTA CLAUSE 3 kl.3:40-5:50-8-10:10 LEYFÐ
THE GRUDGE 2 kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.16 ára
FLY BOYS kl. 8 - 10:30 B.I. 12 ára
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl.3:40-5:50-8-10:10 LEYFÐ 
JÓNAS: SAGA UM GRÆ... m/ísl. tali kl. 3.40 LEYFÐ
THE DEPARTED VIP kl. 5 B.i. 16 ára
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 6 - 8:10 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL
SANTA CLAUSE 3 kl. 6 - 8:10 LEYFÐ
THE GRUDGE 2 kl. 10:20 B.i. 16
THE DEPARTED kl. 8:10 B.I. 16 DIGITAL
02.12.2006
17 22 33 34 37
78993
29582
4
29.11.2006
2 3031384345
4318 42
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) L48506
Hrúturinn hefur tilfinningu fyrir tölum
og fær snilldarlega hugdettu sem bætir
nokkrum aukastöfum við tekjurnar. Ef
hann á að velja á milli vinsælda og hrein-
skilni, væri millivegurinn kannski sá að
forðast missætti.
Naut
(20. apríl - 20. maí) L48507
Nautið heldur áfram uppteknum hætti
við að einbeita sér að því sem það nýtur.
Frábært. Haltu þínu striki - áður en þú
veist af gætir þú komist í ástand sem er
eins og að vera frá sér numinn af ham-
ingju.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) L65168
Tvíburinn einbeitir sér að því að ná
stjórn á smávægilegum hlutum í lífi sínu
og nær frábærum árangri. Sannur
meistari hefur ekki bara tök á kunnáttu,
tækni eða tungumáli. Sannur meistari
hefur tök á sjálfum sér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) L65169
Krabbinn er uppreisnargjarn og hættir
til þess að framkvæma þvert á það sem
hann er beðinn um bara til þess að koma
þeim sem er að reyna að stjórna honum í
upppnám. Þetta illviðri er ómótstæðilegt
í augum þeirra sem eru of hræddir til
þess að segja eitthvað.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) L48510
Ljónið hefur vanið sig á að dreyma og
það kemur að góðum notum núna. Ef
það tæki aðstæður of bókstaflega væri
það hreinlega niðurdrepandi. En ef mað-
ur fyllist ímyndunarafli felur dagurinn í
sér vonarneista.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) L65171
Meyjan er til í að elta einhvern eftir
spennandi hlykkjum og bugðum ef von
er á einhverju óvæntu. Ófyrirséð enda-
lok og faldir fjársjóðir og verðlaun lokka
hana og laða.
Vog
(23. sept. - 22. okt.) L65172
Vogin verður að viðurkenna, þótt ekki
væri nema fyrir sjálfri sér, að það er eitt-
hvað heillandi við núverandi vandamál
hennar, ef ekki hreinlega aðlaðandi.
Þessi viðurkenning færir hana skrefi
nær lausninni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.) L65173
Að þurfa að útskýra eitthvað aftur og
aftur er kannski merki um að maður sé
ekki að tala við rétta manneskju eða
hreinlega á röngum stað. Skiptu um um-
hverfi þar til þú finnur flæ´ ðið sem þú ert
vanur.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) L65174
Að hafa ráð á einhverju er túlkunar-
atriði. Það er alltaf hægt að komast í
kringum takmörkuð fjárráð. Haltu þig
við það sem þú vilt og ekki hlusta á neinn
sem segir að þú getir ekki fengið það.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) L65162
Fjárhagsaðstæður sem hafa dregið þig
niður lagast umtalsvert. Kannski færðu
loksins ávísunina sem þú hefur beðið eft-
ir. Eða brjálað peningastreymi ratar
loks til þín, alveg upp úr þurri.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.) L65163
Vatnsberinn er afslappaður og öruggur
og þetta er því hinn fullkomni dagur til
þess að koma sjálfum sér á framfæri.
Skýrðu frá þínum bestu eiginleikum á
beinskeyttan hátt og leyfðu þínum með-
fædda þokka að heilla hjörtu viðstaddra.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) L65164
Allir hafa sitt yfirborð. Áttaðu þig á því
að sterkar og stjórnsamar týpur eru
brothættar og viðkvæmar undir niðri.
Það hjálpar þér við að sýna samúð. Við-
kvæmni þín gerir þig að eftirlæti ann-
arra.
stjörnuspá 
Holiday Mathis
Skapandi viðfangsefni eru
í brennidepli um þessar
mundir? Hvað hefur geng-
ið vel og af hverju getum
við lært? Hugmynd sem
einhver hefur haldið út af
fyrir sig blómstrar með athygli heildar-
innar. Tungl í tvíbura tryggir að samræð-
urnar eru á léttum nótum, sem er mik-
ilvægt, því neikvæðar athugasemdir geta
stöðvað framkvæmdir áður en þær byrja.
en Bandaríkjamenn. Leikkonan,
sem er gift breska Coldplay-
söngvaranum Chris Martin, sagðist
frekar kjósa að búa á Englandi þar
sem það væri ekki eins kapítalískt
og Bandaríkin. ?Fólk talar um eitt-
hvað áhugavert við matarborðið,
ekki um vinnu og peninga.?
Hún sagði það einnig kost að búa í
London þar sem hún byggi við hlið-
ina á Madonnu. ?Madonna er eins og
eldri systir. Allt sem ég hef gengið í
gegnum hefur hún upplifað tíu sinn-
um verra og tíu sinnum lengur,?
sagði Paltrow sem sagði Madonnu
hafa gefið sér mörg góð ráð um
hvernig á að segja nei og fara vel
með sjálfan sig.
?Það hljómar eins og hún telji sig
vera betri en okkur hin,? kvartaði
ónefndur Bandaríkjamaður í þar-
lendu útvarpi. ?Ef henni finnst þetta
erum við mun betur sett án hennar,?
fullyrti annar.
L50098L50098L50098
O
furfyrirsætan Kate Moss hefur
verið gagnrýnd af dýrarétt-
indasamtökum fyrir að klæðast að
því er virðist alvöru loðfeldi. Hin 32
ára gamla Moss hefur áður látið
mynda sig nakta fyrir auglýsinga-
herferð gegn notkun loðfelda og
því skýtur skökku við að hún láti
sjá sig í slíkum klæðnaði. Moss hef-
ur einnig verið gagnrýnd fyrir að
koma fram í auglýsingum fyrir
tískufyrirtækið Burberry sem
framleiðir föt úr alvöru loðfeldi á
sama tíma og hún hefur skrifað
undir hönnunarsamning við tísku-
verslunarkeðjuna TopShop sem
hefur talað gegn notkun loðfelds.
Talsmaður dýraverndunarsam-
takanna PETA sagði: ?Þetta sýnir
að hún hefur engin siðferðileg gildi
í hávegum. Öllu heldur afhjúpar
þetta að hún gerir hvað sem er fyr-
ir peninga.? Eftir öðrum talsmanni
samtakanna er haft: ?Við trúum því
að ef Moss vissi hvers konar að-
ferðum er beitt við framleiðslu loð-
felds myndi hún aldrei klæðast
honum.?
STEVE (Matthew Broderick) er
hefðbundinn bandarískur jólakarl,
týpa sem sést eiginlega hvergi nema
í bandarískum bíómyndum en dúkk-
ar ansi oft upp þar. Hann er sem
sagt upptekinn af hinum árlega við-
burði, sumir myndu segja of upptek-
inn, en ákefð hans bliknar í sam-
anburði við nýja nágrannann, Buddy
(Danny DeVito), sem er ákveðinn í
því að setja eins konar heimsmet í
jólaskreytingum utandyra. Í hönd
fer samkeppni milli þeirra um hvor
geti heiðrað jólasveininn á stórtæk-
ari hátt, en þar sem hér er um gam-
anmynd að ræða, verða ýmiss konar
skakkaföll til þess að hrista upp í
framvindunni. Söguþráðurinn er
langsóttur en það þyrfti svo sem
ekki að koma að sök ef myndinni
tækist að halda sér á floti með kímn-
inni en brandararnir snúast flestir
um það að magna upp nokkurs kon-
ar skrípaleik með áherslu á almenn-
an aulahúmor. 
Ef ljósan flöt er að sjá í myndinni
(fyrir utan öll jólaljósin) þá er það
frammistaða Danny DeVito í hlut-
verki Buddy. Mikilmennskubrjálæði
hins frekar ólukkulega meðalmanns
brýst fram á svo sérkennilegan hátt
að stundum lyftir maður annarri
augnbrúninni og brosir kannski í
kampinn. Broderick stefnir hins
vegar óðfluga í að festast í hlutverki
hins samankreppta smáborgara og
reynist dragbítur á hverri myndinni
á fætur annarri.
Eitt af því sem myndin kemur
ágætlega á framfæri er hið stórkost-
lega úrval jólaskrauts sem nú virðist
framleitt í Bandaríkjunum, en ann-
ars hefur hún lítið til málanna að
leggja varðandi almennt jólahald.
Bandarískir kvikmyndagerðarmenn
sem ráðast í gerð jólamynda myndu
gera sjálfum sér og öðrum greiða ef
þeir stöldruðu við í smástund, litu
um öxl, og gerðu sér grein fyrir því
að bestu jólamyndir þeirra eigin
kvikmyndahefðar, allt frá It?s a
Wonderful Life til Bad Santa, eiga
það sameiginlegt að blanda ákveðnu
myrkri og depurð saman við jóla-
ljósin. Hér er hins vegar á ferðinni
bitlaus upphafning á markaðs-
væðingu hátíðarinnar. 
Jólin koma
KVIKMYNDIR
Hátíð í bæ (Deck the Halls)
Leikstjórn: John Whitesell. Aðalhlutverk:
Danny DeVito, Matthew Broderick, Krist-
in Davis, Kristin Chenowith, Alia Shaw-
kat. Bandaríkin, 95 mín.
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó 
L50546L50546L50545L50545L50545
Heiða Jóhannsdóttir
Samkeppni ?Eitt af því sem myndin kemur ágætlega á framfæri er hið
stórkostlega úrval jólaskrauts sem nú virðist framleitt í Bandaríkjunum.? 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52