Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heldur liðunum liðugum!
Í Lið-Aktín Extra eru 666 mg af Glúkósamíni sem tryggir
líkamanum upptöku á a.m.k. 500 mg.
Gar?atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni
Egilsstö?um - Höfn - Fáskrú?sfir?i - Sey?isfir?i - Neskaupsta? - Eskifir?i - Rey?arfir?i - Ísafir?i - Bolungarvík
Patreksfir?i - Borgarnesi - Grundarfir?i - Stykkishólmi - Bú?ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn
KRAFTAVERK
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
S
töðugt berast fréttir af
láti fólks í umferðinni á
Íslandi. Minna fer fyr-
ir fregnum af þeim
sem komast lífs af í bíl-
slysum, margir við illan leik. Sum-
ir þeirra eiga aldrei eftir að ná
sér. Útlitið er ekki bjart hjá Jó-
hanni Frey Jóhannssyni eftir að
hafa lent í bílslysi ásamt konu
sinni, dóttur og ófæddum syni, en
þrátt fyrir mótlætið eru þau já-
kvæð og þakka fyrir að ekki fór
verr.
Mikið hefur gengið á hjá ungu
fjölskyldunni í Kópavoginum á
liðnum mánuðum. Jóhann Freyr
Jóhannsson útskrifaðist sem
húsasmíðameistari skömmu fyrir
jól í fyrra. Hrönn Veronika Run-
ólfsdóttir útskrifaðist sem við-
skiptafræðingur í vor. Þau gengu
í hjónaband og fluttu í nýtt hús-
næði í maí. Um mitt sumar, nánar
tiltekið föstudaginn 21. júlí, rann
langþráð helgi upp. Hrönn var
komin sjö mánuði á leið og hjónin
ásamt 18 mánaða dótturinni
Veroniku voru á leið í sumarbú-
staðinn til foreldra Hrannar, sem
biðu eftir þeim með heitan mat.
Sú máltíð varð aldrei að veruleika
og á nokkrum sekúndubrotum
breyttust öll framtíðaráform ungu
hjónanna. Ökumaður bifreiðar
sem kom á móti þeim á Suður-
landsvegi við Hólmsá dottaði við
stýrið, ók yfir á rangan veg-
arhelming og á hinn bílinn.
Mæðgurnar sluppu ótrúlega vel
og Hrönn fæddi heilbrigðan son-
inn Grétar Jóhann 7. október. Jó-
hann slasaðist hins vegar alvar-
lega og allt útlit er fyrir að hann
geti ekki í framtíðinni starfað við
það sem hann lærði. Hann gerir
ráð fyrir að þurfa að fara í annað
nám, byrja upp á nýtt. Jafnvel í
byggingarfræði í Danmörku.
Breytt líf
?Það er ómögulegt að segja til
um hvernig þetta fer,? segir Jó-
hann. Hann getur ekki enn rétt úr
vinstri handleggnum, en olnbog-
inn brotnaði mjög illa í slysinu. 
Hjónin segjast hugsa um slysið
á hverjum degi. ?Þegar við kom-
um upp að beygjunni við Hólmsá
kom bíll yfir á okkar vegarhelm-
ing og ég reyndi að sveigja frá,?
segir Jóhann. ?Í stað þess að fá
hann beint framan á okkur kom
hann í hliðina mín megin og það
bjargaði okkur öllum.?
?Ég sá hinn bílinn koma á móti
okkur og svo kom hvellurinn,?
bætir Hrönn við. ?Síðan velt-
urnar. Þetta gerðist allt svo hratt.
Eftir að bíllinn stöðvaðist á hvolfi
sá ég Veroniku hágrátandi hang-
andi í öryggisbeltunum. Hún virt-
ist vera í lagi og það kom á dag-
inn, hún hafði bara bitið í tunguna
og marist eftir öryggisbeltin. Ég
vissi ekkert um ófædda barnið en
fann að ég hafði ekki fengið þungt
högg á bumbuna. Ég náði að losa
mig úr beltinu og fólk hjálpaði
okkur mæðgunum út en Jóhann
var fastur í bílnum í einn og hálf-
an tíma. Ég var hrædd um hann,
sérstaklega eftir að ég sá opna
beinbrotið, og biðin var erfið.?
Jóhann segir að biðin í bílnum
hafi verið skelfileg og á tímabili
hafi hann talið að þetta væri búið.
?Ég náði að losa mig úr beltinu en
var samt illa fastur á hvolfi. Ég
fann strax að olnboginn var ekki í
lagi en það leið nær klukkutími
þar til ég fann að vinstri fóturinn
var líka út og suður.?
Foreldrar Hrannar eiga sum-
arbústað í Grímsnesinu og fyrir
slysið höfðu ungu hjónin margoft
ekið Suðurlandsveginn. Þau segj-
ast ekki hafa litið á veginn sem
slysagildru fyrr en þau upplifðu
það sjálf. ?Þetta var eins og í bíó-
mynd,? segir Hrönn. ?Þetta var
fyrsta sólarhelgin í sumar. Jó-
hann hætti fyrr í vinnunni þennan
dag enda helgarferðin löngu
ákveðin. Við fórum og keyptum
nesti, lögðum af stað allt að því
syngjandi og allt í einu bang.? 
?Það var bara kippt undan okk-
ur fótunum á svipstundu,? heldur
Jóhann áfram, ?og sú tilfinning er
frekar slæm. Ég hafði lagt mikla
vinnu og tíma í að mennta mig og
það er mjög líklegt að ég geti
aldrei unnið við þetta framar. Ég
er óvinnufær með öllu og verð það
örugglega fram á næsta sumar.?
Tvöfaldur vegur eina leiðin
Slysið hefur haft mikil áhrif á
hjónin. Þau segjast vera mjög bíl-
hrædd og hafi ekki treyst sér út
úr bænum síðan ekið var á þau.
?Ég treysti engum í umferðinni,?
segir Hrönn og Jóhann tekur í
sama streng. ?Það var greinilega
einhver verndarengill yfir okkur.
Við vorum ótrúlega heppin og við
erum fegin að ekki fór verr. Hins
vegar er ekki spurning að þetta
slys hefði ekki orðið á tvöföldum
vegi og ljóst er að það verður að
tvöfalda alla vegi út frá höf-
uðborgarsvæðinu. Framtak Ey-
þórs Arnalds með áskorun þess
efnis er því mjög þörf til að vekja
athygli á mikilvægi málsins. Tvö-
faldur vegur er eina leiðin til að
koma í veg fyrir svona slys.?
Hjónin segja erfitt að heyra
stöðugt um alvarleg slys á þjóð-
vegunum. ?Það er alltaf talað um
þá sem deyja en ekki um alla þá
sem lifa af en jafnvel sem ör-
yrkjar,? segir Hrönn. ?Við erum
mjög þakklát fyrir að ekki fór
verr í okkar tilviki og við hugsum
stöðugt um það við fréttir af öllum
þessum slysum. Við höfum gengið
í gegnum mjög erfitt tímabil en
verið jákvæð og fengið góða og
ómetanlega aðstoð frá fjölskyldu
og vinum. Fyrir það viljum við
þakka.?
?Greinilega einhver
verndarengill yfir okkur?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á svipstundu ?Það var bara kippt undan okkur fótunum á svip-
stundu, og sú tilfinning er frekar slæm,? segir Jóhann F. Jóhannsson. 
Ung fjölskylda þakkar fyrir að ekki fór verr í slysi á Suðurlandsvegi 
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hræðilegt slys Aðkoman að slysinu sem fjölskyldan lenti í var hræði-
leg og Jóhann sat fastur í bílnum í um eina og hálfa klukkustund.
Í HÉRAÐSDÓMI Reykjavíkur í
gær var þess krafist að ríkislög-
reglustjóri og yfirmaður efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra
gæfu skýrslu fyrir dómi vegna orða
sem höfð eru eftir þeim opinberlega
um rannsókn embættisins á meint-
um skattalagabrotum fimm einstak-
linga sem tengjast Baugi Group ehf.
Því höfnuðu þeir og verður málið
tekið fyrir í dag.
Framlagning gagna fór fram í
máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
Jóhannesar Jónssonar, Kristínar Jó-
hannesdóttur, Tryggva Jónssonar
og Stefáns Hilmarssonar gegn emb-
ætti ríkislögreglustjóra en þau hafa
krafist þess að Haraldi Johannessen
ríkislögreglustjóra, Jóni H.B.
Snorrasyni, yfirmanni efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra, og
öllum starfsmönnum embættisins
verði skylt að víkja sæti við rann-
sókn á meintum skattalagabrotum
þeirra. Rökstuðningur þeirra er m.a.
að brotið hafi verið gegn reglu um að
sakborningar teljist saklausir þar til
sekt er sönnuð ? vegna yfirlýsinga
yfirmanna embættis ríkislögreglu-
stjóra opinberlega séu þeir því van-
hæfir til að fara með málið.
Jón lagði fram greinargerð vegna
kærunnar en þar kemur fram að orð
sem höfð voru eftir Haraldi í Blaðinu
12. október 2005 séu ekki hans. Þar
segir m.a.: ?Ríkislögreglustjóri
bendir á að framsetning blaðamanns
Blaðsins á því sem fram fór á um-
ræddum fréttamannafundi og það
hvernig hann túlkar það sem þar fór
fram er á hans ábyrgð og hans upp-
lifun á því sem fram fór.?
Einnig kemur fram að orð Jóns
H.B. í Blaðinu 14. nóvember sl. séu
tekin úr samhengi en þar segir Jón
m.a.: ?Ef einhver brýtur af sér á
þessu sviði þá lendir hann hjá okkur
til rannsóknar.? Segir í greinargerð-
inni að þegar orðin séu skoðuð í sam-
hengi við greinina í heild sinni sé
ekki verið taka afstöðu til sektar.
Verjendur fimmmenninganna
fóru fram á að Haraldur, Jón H.B. og
Andrés Magnússon, blaðamaður á
Blaðinu, gæfu skýrslu fyrir dómi
vegna málsins. Eftir að hafa ráðfært
sig við ríkislögreglustjóra neitaði
Jón að yfirmenn embættisins myndu
gefa skýrslu. Sagði hann ekki eðli-
legt að handhafar ákæruvalds í
Baugsmálinu bæru vitni á meðan
málið er enn rekið fyrir dómi.
Gestur Jónsson hrl., verjandi Jóns
Ásgeirs, sagðist hins vegar telja að
þeim bæri skylda til að mæta fyrir
dóm.
Bera yfirmenn embættis 
ríkislögreglustjóra vitni?
Tekist á um vanhæfi vegna ummæla yfirmanna í fjölmiðlum
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
VEGAGERÐIN hefur lagt í töluverðan kostn-
að við undirbúning á breikkun Suðurlandsveg-
ar í 2+1-veg með aðskildum akstursstefnum.
Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri sagðist ekki
vera með nákvæma upphæð
sem eytt hefði verið í verkið,
en það hlypi á tugum millj-
óna króna. Ekkert hefur ver-
ið unnið í undirbúningi fyrir
tvöfaldan veg, 2+2-útfærslu,
hjá Vegagerðinni nema á
þeim hluta sem liggur milli
Vesturlandsvegar og Hólms-
ár.
Nú virðast flestir komnir á
þá skoðun að tvöfalda eigi
Suðurlandsveginn, og því í raun beðið eftir
grænu ljósi fyrir Vegagerðina í endurskoðaðri
samgönguáætlun sem lögð verður fram í jan-
úar. 
Jón bendir á að þótt lagt hafi verið í kostnað
við útfærslu á 2+1-vegi sé sá kostnaður hverf-
andi þegar litið sé til heildarkostnaðar við
verkefni eins og breikkun Suðurlandsvegar
svo ekki megi horfa of mikið í það.
Hann segir þó að hluti þess undirbúnings
sem unninn hafi verið geti nýst. ?Það má segja
að kaflinn hérna næst borginni, frá Vestur-
landsvegi upp að Hólmsá, geti nýst, við höfum
alltaf gert ráð fyrir því að hann yrði 2+2. Þar
er um að ræða skipulagsmál vegna þess að það
þarf að fækka tengingum og gatnamótum og
það á í raun við alveg upp að Lækjarbotnum.?
Mikilvægast fyrir öryggi á vegunum er að
aðskilja akstursstefnur og bendir Jón á að ekki
náist miklu meiri árangur við að tvöfalda en við
að leggja 2+1-veg með vegriði á milli. Kostn-
aðurinn við að leggja tvöfaldan veg sé um 70%
meiri en við 2+1-veg. Slysatíðnin lækki ekki í
neinu hlutfalli við þá auknu fjárfestingu.
Þarf að breikka og styrkja vegi
Kominn er tími til að breikka og styrkja
marga af þjóðvegum landsins, sem sumir hverj-
ir eru aðeins 6,5 metrar á breidd, samanborið
við vegi sem lagðir eru í dag sem eru að lág-
marki 8,5 metrar, segir Jón. Þetta á t.d. við
kafla á veginum milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar.
Ráðist var í miklar vegaframkvæmdir á átt-
unda áratugnum og nú er að koma tími á alla
þá vegi sem þá voru lagðir. Jón staðfestir að
burðarlag veganna þurfi að styrkja á um
tveggja áratuga fresti. Þá þarf annaðhvort að
fræsa upp vegina, bæta í burðarlagið og leggja
slitlag ofan á það eða bæta burðarlagi ofan á
veginn og hækka hann sem því nemur. Kostn-
aður við slíka endurnýjun er um tvöfalt hærri
en kostnaður við endurnýjun á slitlaginu einu.
Tugmilljóna
kostnaður
vegna 2+1
Jón Rögnvaldsson
Vegagerðin hefur ekki hafið
undirbúning fyrir tvöföldun

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52