Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
ÍBÚAR á Svalbarðseyri geta loks átt
von á því á næstunni að komast í al-
mennilegt netsamband, eftir að ljós-
leiðari verður lagður í sveitarfélagið.
Fólk þar er orðið langþreytt á lélegu
netsambandi, að sögn sveitarstjór-
ans. Fyrirtækið Tengir á Akureyri
hefst senn handa við verkefnið, og
sama fyrirtæki vinnur nú að því að
tengja skíðasvæðið í Hlíðarfjalli með
ljósleiðara við Akureyri.
Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri
Svalbarðsstrandarhrepps, segir
hreppinn hafa gefist upp á því að bíða
án þess að fá svar frá Símanum við
fyrirspurnum um hugsanlegar teng-
ingar og því samið við Tengi. Fyr-
irtækið hefði verið að leggja ljósleið-
ara að bænum Hallanda, sem er
skammt innan Svalbarðseyrar, og
sveitarfélagið því samið um að það
héldi áfram.
Samhliða því að hitaveita var lögð
frá Akureyri að Svalbarðseyri 2004
var lagt rör með nettengingu í huga.
?Tengir leggur til stofnsamband en
svo geta aðrir nýtt sér það; við getum
keypt þjónustu af hverjum sem hana
vilja veita. Við erum ekki að semja
umþjónustu inn á kerfið, bara að
tryggja að það standi fólki til boða að
geta náð ADSL,? sagði Árni. ?Aðal-
málið er að tryggja að fólk getið
fengið öflugri gagnaflutning en til
þessa.? Hann segir kröfur sam-
félagsins orðnar þessar, og sveitarfé-
lagið hafi því lagt fjármuni til þessa.
Gunnar Björn Þórhallsson er aðal-
eigandi og framkvæmdastjóri Teng-
is. ?Við höfum eiginlega læðupokast
undanfarið. Það hefur spurst út að
við séum að leggja ljósleiðara út á
Svalbarðseyri, fólk sem býr á leiðinni
þangað hefur óskað eftir því að fá
tengingu ? en við megum varla vera
að því! En auðvitað er þetta
skemmtilegt vandamál og ég vona að
við getum bjargað öllum,? sagði
Gunnar við Morgunblaðið.
Fyrirtækið Tengir var stofnað
2002 með það að markmiði að auka
framboð á háhraða nettengingum á
Akureyri. Landsvirkjun, Norður-
orka og Orkuveita Reykjavíkur áttu
upphaflega stærstan hlut í fyrirtæk-
inu en Gunnar Björn er nú aðaleig-
andi. ?Markmið okkar er að ljósleið-
aravæða allan Eyjafjörðinn hægt og
rólega,? segir hann.
Gunnar segir að þegar grafið var
fyrir lögnum vegna snjófram-
leiðslukerfis í Hlíðarfjalli fyrir
nokkrum misserum, hafi verið settir
þar kaplar með ljósleiðara í huga,
síðan þá hafi öll svæði í fjallinu verið
tengd innbyrðis og nú ákveðið að
klára dæmið og tengja skíðasvæðið
inn á ljósleiðarakerfið, t.d. með það í
huga fólk geti notað þráðlaust net á
svæðinu og að þaðan verði hægt að
vera með beinar útsendingar í sjón-
varpi án þess mikla tilstands sem
slíkt krefst nú.
Svalbarðseyri og Hlíðarfjall
komast í ljósleiðarasamband
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Í samband Sigurjón Sveinbjörnsson og Halldór Baldursson plægja niður ljósleiðarastreng úr Hlíðarfjalli í bæinn.
?Markmiðið er að
ljósleiðaravæða 
allan Eyjafjörðinn? 
GÍSLI Ólafsson, fyrrverandi yfirlög-
regluþjónn á Akureyri, er látinn, 96
ára, en hann fæddist 23. júní 1910 á
Sandhólum í Saurbæjarhreppi For-
eldrar Gísla voru hjónin Ólafur Gísla-
son bóndi og Sigríður Jónsdóttir. 
Gísli missti föður sinn 11 ára gamall
og fluttist með móður sinni til Akur-
eyrar á unglingsárum. Þar starfaði
hann fyrst sem bílstjóri og var braut-
ryðjandi í fólksflutningum á milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur.
Gísli hóf störf í lögreglunni um
1940, varð yfirlögregluþjónn 1959 og
gegndi því embætti þar til hann lét af
starfi fyrir aldurs sakir. Gísli lærði
ungur svifflug og stofnaði Flugskóla
Akureyrar í félagi við annan mann.
Hann tók virkan þátt í félagsstörfum
og var sæmdur heiðursmerkjum af
ýmsu tagi. Gísli tók ljósmyndir í ára-
tugi, safn hans er varðveitt á Minja-
safninu á Akureyri þar sem myndir
hans voru sýndar fyrir fáum misser-
um. Eiginkona Gísla var Eva Hjálm-
arsdóttir. Þau giftust 1949 en hún lést
1980. Gísli og Eva áttu eina dóttur,
Sigríði, sem er gift Einari S. Bjarna-
syni. Þau eiga tvær dætur.
Gísli 
Ólafsson
Andlát
AKUREYRI
HREGGVIÐUR Jónsson, fyrrver-
andi alþingismaður, hefur sent borg-
arstjóranum í Reykjavík bréf þar
sem hann óskar eftir því að nýtt
hringtorg á Víkurvegi skammt frá
Egilshöll verði fjarlægt áður en slys
hlýst af.
Hreggviður segir fáránlegt að
svona hættulegur umferðartálmi
skuli settur 100 metra frá næstu um-
ferðarljósum. ?Þetta er mjög óeðli-
leg staðsetning og á skipulagi hefur
aldrei verið gert ráð fyrir hringtorgi
þarna,? segir hann.
Í Blaðinu í gær er meðal annars
haft eftir deildarstjóra hjá fram-
kvæmdasviði Reykjavíkurborgar að
börn muni eflaust ganga þarna yfir
eftir að kvikmyndahús verði byggt á
svæðinu. Hreggviður segir þetta
undarlega skýringu. ?Hingað til hef
ég ekki heyrt að börn gangi eftir ak-
vegum og þetta eru sérkennileg
rök,? bendir hann á.
Að sögn Hreggviðs ekur hann
daglega um Víkurveginn. Hann seg-
ir að hringtorgið sé aðeins fyrir
smæstu bíla og stórir bílar eigi í erf-
iðleikum með að fara um það. ?Ég
fullyrði það að stór bíll með tengi-
vagn fer ekki um þetta torg öðruvísi
en að keyra yfir það,? segir hann.
Hreggviður segir að íbúar sem
hann hafi rætt við séu alfarið á móti
hringtorginu. ?Þetta er greinilega
sérstaklega gert fyrir Egilshöll en
hvorki fyrir íbúana né umferðina.?
Hann bætir við að göngubraut sé á
ljósunum í 100 metra fjarlægð og í
150 til 200 m fjarlægð séu undirgöng
inn á göngustíga og því sé ljóst að
torgið sé ekki gert fyrir fólkið.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hringtorg Hreggviður Jónsson segir torgið á Víkurvegi hættulegt.
Mótmælir hring-
torgi á Víkurvegi
STARFSEMI svonefndrar kvöld-
kirkju hefst í Dómkirkjunni í
Reykjavík annað kvöld, en að sögn
Hjálmars Jóns-
sonar dóm-
kirkjuprests er
kvöldkirkjan
nýjung sem mið-
ar að því að opna
nýja leið inn í
kirkjuna og veita
fólki skjól, at-
hvarf og kyrrð.
Kvöldkirkjan
verður starfrækt
á fimmtudagskvöldum eftirleiðis,
segir Hjálmar.
Hann segir kvöldkirkjuna eiga
sér danska fyrirmynd, en í Dóm-
kirkjunni í Kaupmannahöfn hafi
slík kirkja verið starfrækt með góð-
um árangri um sjö ára skeið. 
?Kvöldkirkjan er hugsuð þannig
að starfsfólk er til staðar í kirkj-
unni en hver og einn kemur til þess
að vera svo langan tíma sem við-
komandi vill,? segir Hjálmar. Fólk
geti staldrað við í fimm mínútur
eða hálftíma, allt eftir eigin óskum
og vilja. 
Allajafna sé engin sérstök dag-
skrá í gangi. Við púlt í kirkjunni er
hægt að nema staðar og skrifa bæn-
arefni sín sem svo eru flutt á bæna-
stund. 
Gott að eiga kyrrðarstund
Hjálmar segir að á aðventunni
séu margir sem minnist liðinna
tíma og hugsi til þeirra sem voru
þátttakendur í undirbúningi
jólanna, en séu ekki lengur til stað-
ar. ?Þá getur verið ágætt að setjast
inn í kyrrð og frið í kirkjunni frá
öðrum jólaundirbúningi,? segir
Hjálmar. Ein hugsunin á bak við
kvöldkirkjuna sé sú að gefa fólki
möguleika á að eiga þar kyrrð-
arstund. ?Miðað við það sem ég
heyri í fólki er mikil þörf á því,?
segir Hjálmar. Auk þess að bjóða
upp á kyrrð og bænastund geti þeir
sem þess óska fengið viðtal við
prest í kirkjunni. 
?Fólk sem kemur hefur örugg-
lega líka frá mörgu að segja sjálft.
Það er vel þegið ef fólk skrifar nið-
ur gullkorn eða lífsmottó sitt eða
eitthvað sem það vill koma á fram-
færi til að miðla öðrum. Við sem
vinnum við kirkjuna og göngum
þar um dagsdaglega ætlum ekki að
stýra fólki og ekki að vera fyrir,?
segir Hjálmar, en einn prestur
verður í kirkjunni þegar kvöld-
kirkjan starfar þar hverju sinni. 
Stutt guðsþjónusta
Hjálmar segir að í kvöldkirkjunni
verði gestabók þar sem fólk sem
hana sæki skrifi nöfnin sín og
merki við hvort það vilji láta lesa
þau upp eða ekki. Stutt guðsþjón-
usta verði klukkan 22 í kirkjunni. 
Þeir sem standa að verkefninu
auk Hjálmars eru sr. Þorvaldur
Víðisson miðborgarprestur, Marinó
Þorsteinsson, formaður sókn-
arnefndar, Ástbjörn Egilsson og
María Björk Traustadóttir. 
Kvöldkirkja er nýjung
Morgunblaðið/Jim Smart
Nýjung Dómkirkjan mun frá og með morgundegi bjóða upp á kvöldkirkju.
Hjálmar Jónsson
Í HNOTSKURN
»
Í dómkirkjunni í Kaup-
mannahöfn hefur kvöld-
kirkja verið starfrækt í sjö ár
og hefur verið í þróun.
»
Fyrsta árið komu 3.000?
4.000 manns í kvöldkirkj-
una þar, en núna koma þangað
á bilinu 40.000?50.000 manns
á ári.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52