Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						hönnun
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 23
L
istakonurnar fimm, sem nú reka
Listaselið, eiga húsnæðið og reka
það í sameiningu og skiptast á um
að vera á búðarvaktinni á milli
þess sem þær búa til fagra listmuni heima
hjá sér.
Nokkrar mannabreytingar hafa átt sér
stað í hópnum síðan stofnað var til þessarar
ágætu listasamvinnu árið 2000.
Listakonurnar fimm, sem nú bera hita og
þunga af Listaselinu, þær Helena, Þóra,
Harpa, Ólöf og Guðbjörg, hafa nú tekið búð-
ina í gegn til að skapa réttu stemninguna og
ætla að vera með kaffi og piparkökur á
borðum út aðventuna.
Þóra Einarsdóttir var í fjögur ár í
Myndlistarskólanum í Reykjavík og lærði
auk þess hjá myndlistarmanninum Þorra
Hringssyni. Nú er Þóra aðallega að mála ol-
íu- og vatnslitamyndir auk þess sem hún
málar á silki. Verkin sín selur hún einnig í
Listfléttunni og Gallerý Thors í Hafnarfirði.
Guðbjörg Magnúsdóttir var í síðasta
árganginum sem útskrifaðist úr Myndlista-
og handíðaskóla Íslands árið 1999 sem nú er
orðinn Listaháskólinn. Hún er nú á kafi í
keramikinu og selur verkin sín einnig í Gall-
ery Fold.
Helena Sólbrá Kristinsdóttir er textíl-
listakona fram í fingurgóma. Hún fór á
listabraut Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
og er nú að búa til nytjahluti á borð við
peysur, trefla, púða og síðast en ekki síst
töskur úr fiskroði, leðri og skinni.
Harpa María Gunnlaugsdóttir smíðar
skartgripi eftir eigin hönnun úr messing og
silfri og notar perlur og steina í bland. Hún
segist hafa lært iðnina með því að sækja
nokkur námskeið, en síðan hafi þetta
skemmtilega áhugamál bólgnað út í bíl-
skúrnum heima. Skartgripirnir hennar
Hörpu eru líka til í Norska húsinu í Stykk-
ishólmi og svo fer hún á hverju sumri hlaðin
skartgripum á handverkssýninguna að
Hrafnagili í Eyjafirði.
Ólöf Sæmundsdóttir vinnur í gler. Tólf ár
eru liðin síðan hún fór að prófa sig áfram,
en er nú að útskrifast af listabraut FB auk
þess sem hún hefur sótt glerlistanámskeið
til Danmerkur og hefur auk þess sjálf haldið
slík námskeið hér heima. 
Líf og fjör í miðborginni
Listakonurnar fimm sjá ekkert nema já-
kvætt við það að sameinast í versl-
unarrekstrinum en skilyrði sé að þær komi
hver úr sinni áttinni svo að vöruúrvalið sé
sem fjölbreyttast. 
?Það er líka fínt að vera í miðbænum.
Hérna er hringiðan og hérna eru túristarnir
þó segja megi að Íslendingar séu okkar
stærsti viðskiptamannahópur. Það er mikil
stemning hér í kringum alls konar viðburði,
t.d. á menningarnótt, fyrsta vetrardag, kjöt-
súpudaginn og á aðventunni. Skólavörðu-
stígurinn er að verða svo skemmtilega
menningarlegur. Hér eru gallerí, hönnuðir
og handverksfólk allt í kring. Miðbærinn er
svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum
því hér er oft mikið líf og fjör,? segja þær
stöllur og bæta við að verslunarsamvinnan
sé með ágætum. Þær setji bara pening í
krús fyrir sameiginlegum rekstri.
join@mbl.is
Ólíkar listakonur saman í rekstri
Morgunblaðið/Ásdís
Listakonur og verslunareigendur Harpa María Gunnlaugsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir,
Helena Sólbrá Kristinsdóttir, Ólöf Sæmundsdóttir og Þóra Einarsdóttir.
Leir Keramikverk eftir Guðbjörgu.
Í litlu vinalegu rauðu húsi á
miðjum Skólavörðustígnum er
lítil og krúttleg búð í aðeins fjöru-
tíu fermetra rými þar sem allt úir
og grúir í list. Jóhanna Ingv-
arsdóttir brá sér í heimsókn.
Gagnsætt Glerlist eftir Ólöfu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52