Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 29
Á FUNDI, sem Félag forstöðu-
manna ríkisstofnana og stjórnsýslu-
stofnun HÍ héldu á Grand hóteli hinn
23. október flutti ég ræðu um ?op-
inber fyrirtæki og stofnanir í orra-
hríð fjölmiðla?. Í ræðu minni var víða
komið við. Stuðst var við 24 glærur,
sem dreift var til fundarmanna. Á
einni glærunni, sem hér fylgir, var
fjallað um áhrif frjálsra félagasam-
taka (NGOs). Eins og oftast þegar
glærur eru notaðar sem kynning-
arefni er glærutextinn ekki allur les-
inn heldur vísað til hans í ræðunni.
Fyrir slysni var tveimur setningum
slegið saman í frásögn Morgunblaðs-
ins af fundinum. Þessi samsláttur
breytti merkingu text-
ans. Annars vegar var
setning, sem vísar til
síðari hluta textans á
glærunni og fjallar um
ástæður áhrifa og trú-
verðugleika frjálsra fé-
lagasamtaka og hins
vegar sjálfstæð setning
um slíka aðila eins og
ég lýsti í blaðagrein í
Morgunblaðinu 29.
nóvember.
Árni Finnsson skrif-
ar í Morgunblaðið laug-
ardaginn 25. nóvember
og segir: ?? draga verður í efa þau
ummæli hans að ?Ástæðurnar [fyrir
trúverðugleika frjálsra félagasam-
taka] eru þær að það veit enginn
hver kýs þá, það veit enginn hver
fjármagnar þá ?? Hvaðan hefur
Friðrik Sophusson slíkar skýringar?
Er um að ræða ódýrt áróðursbragð
hans sjálfs sem helgast af fjandskap
hans í garð náttúruverndarsam-
taka??
Árni var ekki á fundinum og áttaði
sig þess vegna ekki á því að glærum
ræðumannanna hafði verið dreift og
til þeirra vísað í ræðum
þeirra. Þess vegna
reyndi ég að skýra mál-
ið út fyrir Árna í fyrr-
greindri blaðagrein
hinn 29. nóvember.
Ekki gekk það betur en
svo að Árni ítrekar fyrri
ummæli sín í Morg-
unblaðinu 2. desember
og herðir á þeim: ?Ég
verð því miður að ítreka
að þessi skýring Frið-
riks Sophusson er ódýrt
áróðursbragð hans
sjálfs sem fremur helgast af fjand-
skap hans í garð náttúruvernd-
arsamtaka en nokkru öðru.?
Eins og sést á meðfylgjandi glæru
er kristaltært hvaða atriði voru
nefnd til sögunnar sem skýring á
áhrifum og trúverðugleika frjálsra
baráttusamtaka (NGOs), en vísað
var til alþjóðlegrar skoðanakönn-
unar. Ekkert var minnst á Nátt-
úruverndarsamtök Íslands enda ekk-
ert tilefni til þess í þessu sambandi.
Vonandi dugar þessi birting til að
skýra málið fyrir Árna Finnssyni og
hjálpa honum til að draga réttar
ályktanir. Við hljótum að geta orðið
sammála um að hafa beri það sem
sannara reynist.
Það er svo kaldhæðni örlaganna að
meginboðskapur minn í áðurnefndri
ræðu var að benda stjórnendum í op-
inberum rekstri á nauðsyn þess að
upplýsa fjölmiðla, félagasamtök,
starfsfólk og fleiri til að koma í veg
fyrir misskilning og rangar álykt-
anir. Orðaskipti okkar Árna Finns-
sonar eru skólabókardæmi um að
það er ekki alltaf einfalt og auðvelt.
Hafa ber það sem sannara reynist
Friðrik Sophusson útskýrir fyr-
irlestur sinn á fundi, sem Félag
forstöðumanna ríkisstofnana
og stjórnsýslustofnun HÍ héldu
á Grand hóteli 23. október sl.
»
Fyrir slysni var
tveimur setningum
slegið saman í frásögn
Morgunblaðsins af
fundinum. Þessi sam-
sláttur breytti merk-
ingu textans.
Friðrik Sophusson
Höfundur er forstjóri 
Landsvirkjunar.
Ég settist inn á Alþingi í hálfan
mánuð. Notaði tækifærið og lagði
fram tillögu til þingsályktunar um
breytingar á skattlagningu lífeyr-
isgreiðslna. 
Hún er í því fólgin
að allar greiðslur sem
fólk, 67 ára og eldra,
fær frá sínum lífeyr-
issjóðum beri fjár-
magnsskatt. Ekki
tekjuskatt. Með öðr-
um orðum, að lífeyrir
sé skattlagður með
10% skatti í stað 38%
skatts eins og nú tíðk-
ast.
Rökin eru þessi:
Um sína starfsævi er
launafólk lögþvingað
til að leggja 4% af
launum sínum í viðkomandi lífeyr-
isjóð á móti 6% greiðslu atvinnu-
rekenda. Lífeyrissjóðirnir ávaxta
þetta fé með ýmsum hætti og
greiða lífeyri út, miðað við laun og
lengd starfsævinnar. Lífeyrisþeg-
inn nýtur góðs af þeirri ávöxtun ef
vel tekst til. Illa ef verr tekst til.
Hér er um að ræða áhættubundinn
sparnað, sem er sama marki
brenndur og annarskonar sparn-
aður. Það á ekki að mismuna fólki,
eftir því hvernig sparnaður er
framkvæmdur, allra síst ef hann er
lögbundinn. Annað er félagslegt
óréttlæti.
Maðurinn, sem hefur lagt sitt
sjálfsaflafé inn á bankabók og nýt-
ur góðs af vöxtum af þeirri banka-
innistæðu, sem hann á, við 67 ár
aldur, greiðir 10% af vaxtatekjum.
Maðurinn sem hefur notað sparnað
sinn til að eignast íbúðarhúsnæði
og leigir það út, þegar hann eldist
greiðir af leigutekjunum 10% í
fjármagnstekjuskatt. En sá, sem er
gert skylt að greiða hlut af launum
sínum inn í lífeyrissjóð og fær
greiddan lífeyri þegar hann er
kominn á aldur, hann þarf að
greiða 38% skatt. 
Í þessu felst mikið óréttlæti,
ekki síst í ljósi þess að
nær 90% ellilifeyr-
isþega fá greiddan líf-
eyri sem nemur 114
þús kr til 180 þús kr.
á mánuði. Þær upp-
hæðir gera ekki meir
en að duga fyrir nauð-
þurftum. Samt þarf
þessi sami ein-
staklingur að greiða
fullan tekjuskatt af
þessu fé, sem hugsað
er til að sá hinn sami
geti framfleytt sér eft-
ir að hann lýkur störf-
um sínum. 
Tekjutapið sem þessi tillaga hef-
ur í för með sér fyrir ríkissjóð
nemur um 3 milljörðum kr. á ári.
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta
ár, er gert ráð fyrir níu milljarða
króna afgangi. Manni sýnist að
blessaður ríkissjóðurinn sé vel af-
lögufær til að eyða þessu ranglæti
og koma þannig til móts við þá
kynslóð, þá Íslendinga sem hafa
lagt grunninn að velferð nútímans
og ríkidæmi ungu kynslóðarinnar. 
Ætla mætti að þessari hugsun
og þessari tillögu væri vel tekið.
Því miður reyndist ekki vera svo,
þegar ég fékk tækifæri til að fylgja
þessu máli úr hlaði. Fulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins fann þessari hug-
mynd flest til foráttu. Hugmyndin
slæm og útfærslan vitlaus. Ég úti-
loka ekki, að sitthvað megi finna að
þessari tillögu, í tæknilegri út-
færslu, en hugsunin er ljós og tak-
markið skýrt. Hér er verið að
leggja til að allir lífeyrisþegar sitji
við sama borð, hér er verið að
rétta hjálparhönd til 25000 eldri
borgara og til ykkar allra, sem
vonandi eigið eftir að eldast og
endast til að njóta ævikvölda án
þess að skera útgjöldin og fram-
færsluna við nögl.
Miðað við undirtektir og fálæti
stjórnarflokkanna má gera ráð fyr-
ir að þingsályktunartillöguna eigi
eftir að daga uppi á þessu þingi.
En koma dagar, koma ráð. Með
mér á tillögunni sem meðflutnings-
menn eru Ágúst Ólafur Ágústsson,
varaformaður Samfylkingarinnar
og Jóhanna Sigurðarsdóttir, sem
seint verður sökuð um að bera ekki
hag hins almenna launamanns fyrir
brjósti. Bæði tvö þungarvigtarfólk
á Alþingi og í Samfylkingunni.
Hvað sem líður minni framtíð í
henni pólitíkinni, get ég fullyrt að
þessi tillaga mín verður ekki
svæfð, ef við og þau fá nokkru ráð-
ið. Hún verður borin fram af full-
um þunga í kosningabaráttunni í
vor og hún verður að veruleika ef
afturhaldsmenn fá að horfa upp á
sitt Waterloo í kosningunum sjálf-
um. Það er undir ykkur komið.
Lífeyrir er fjármagnstekjur
Ellert B. Schram
fjallar um lífeyri
»
Það á ekki að mis-
muna fólki, eftir því
hvernig sparnaður er
framkvæmdur, allra síst
ef hann er lögbundinn.
Annað er félagslegt
óréttlæti.
Ellert B. Schram
Höfundur er varamaður á þingi.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík L50237 Bréf til blaðsins | mbl.is
ÞEIR eru líflegir viðtalsþættirnir
hennar Evu Maríu Jónsdóttur í
Kastljósinu á sunndagskvöldum.
Hún er ófeimin og frí af sér þegar
hún ræðir við viðmælendur sína, sem
yfirleitt eru áhugaverðir og hafa frá
ýmsu að segja.
Um daginn ræddi hún við Ólaf Jó-
hann Ólafsson, rithöfund og forstjóra
hjá Time Warner samsteypunni, áð-
ur hjá Sony, þar sem hann sér m.a.
um að dreifa svokölluðu afþreying-
arefni um alla heimsbyggðina. Ólafur
er gott dæmi um hve Íslendingar eru
hæfileikaríkt fólk og hve víða þeir
koma við.
Að því kom hjá Evu Maríu að hún
spurði hinn íslenska rithöfund hvern-
ig honum litist nú á sig hér í heima-
landinu eftir langdvalir hjá erlendum
þjóðum, eða eitthvað í þá áttina. Þá
svaraði hinn geðþekki Ólafur Jóhann
því til að hér væri auðvitað margt
gott og allt það. En hann hafði tekið
eftir því að ofbeldi hefði aukist hér
hröðum skrefum, nauðganir og hvers
konar skelfilegir atburðir daglegt
brauð hjá þjóð hans. Þetta var alla
vega inntakið í svari forstjórans.
Ja, bragð er að þá barnið finnur!
Og er nú fullt tilefni til að spyrja
hvort það sé kannski aðallega efni-
viður eins og Mjallhvít og dvergarnir
sjö eða Bambi litli sem hinn íslenski
rithöfundur fæst við að dreifa um
gjörvalla heimsbyggðina. Eða á mað-
ur að trúa því að Ólafur Jóhann hafi
ekki heyrt um hin skaðvænlegu
áhrif, sem stór hluti af þessu drasli
sem hann og vinnumenn hans eru að
höndla með, hefur á alla, börn, ung-
linga og þar með fullorðið fólk?
Sífellt koma fréttir frá sérfræð-
ingum og öðrum þar sem þeir vara
við geigvænlegum áhrifum ofbeldis í
sjónvarpi, svo dæmi sé nefnt. Hér á
landi eru ómálga börn sett fyrir
framan sjónvarpið svo fljótt sem
kostur er. Þannig meðtaka þau of-
beldisáhrifin með móðurmjólkinni, ef
svo mætti segja. Sjónvarp og kvik-
myndir eru einhverjir áhrifaríkustu
kennarar sem völ er á. Hvenær
skyldum við átta okkur á þessari
staðreynd? 
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Brekku, Dýrafirði.
Mjallhvít og Bambi litli?
Frá Hallgrími Sveinssyni: 
Heyrst hefur: Hann sagði, að við ramman reip væri þar að draga.
RÉTT VÆRI: Hann sagði að þar væri við ramman reip að draga.
(Ath.: ? að þar væri við ramman (sterkan mann) að draga reip(i). 
Að draga reip við einhvern er að vera í reiptogi við hann.)
Gætum tungunnar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52