Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.12.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FÉLAG einstæðra foreldra hefur nýverið flutt skrifstofu sína í hjarta gamla miðbæjarins, Aðalstræti 9, 2. hæð. Víðáttumikið svæði er fyrir framan bygginguna ásamt breiðum bakhluta Skúla fógeta. Öðrum megin við inn- gang hússins er stjórn- málaflokkur með aðset- ur en hinum megin skína skær neonljós spilakassanna. Hverjir leita til Félags einstæðra foreldra? Til félagsins leita mestmegnis einstæðar mæður eftir sambúð- arslit eða skilnað. Einnig koma for- eldrar sem hafa tekið ákvörðun um skilnað og leita ráð- gjafar. Síðan eru það foreldrar sem hafa stofnað til nýrrar sambúðar. Þeir koma vegna ágreinings varð- andi umgengni við börn úr fyrri sam- búð. Mæður af erlendum uppruna leita í vaxandi mæli, oft fyrir milli- göngu félagsráðgjafa hjá nærliggj- andi sveitarfélögum. Aukningu má merkja hjá feðrum, sem taka frumkvæði og leita að- stoðar. Margt er ólíkt með ofangreindum fjölskyldugerðum svo sem aðstæður og aldur foreldranna, lífsviðurværi, menntun og barnafjöldi. Það sem fyrrnefndar fjölskyldur eiga sameig- inlegt eru oftast einar tekjur. Í mörg- um tilfellum lágar tekjur sem duga skammt. Ungar og ómenntaðar mæður, í fullri vinnu, ná sjaldnast endum saman sem er umhugs- unarvert. Hvers vegna er leitað til FEF? Margir af einstæðu foreldrunum sem leita eftir aðstoð eru að berjast í lífsins ólgusjó með kornabörn, smá- börn, grunnskólabörn og unglinga. Sumir eru svo lánsamir að eiga stór- fjölskyldu, sem veitir tilfinninga- legan og fjárhagslegan stuðning. Aðrir hafa lítinn stuðning sem öllum er nauðsynlegur þegar á móti blæs. Töluvert er leitað til félagsins vegna umgengnisréttarmála, ýmist vegna almennrar fræðslu um hefðbundna umgengni eða vegna ágreinings for- eldra um hvernig umgengni skuli háttað. Stundum er ágreiningurinn vegna óuppgerðra tilfinninga hjá for- eldrum. Sú hætta er þá fyrir hendi að börnin verði bitbein milli foreldra sem veld- ur börnum oft vanlíðan. Oft er hægt með sam- tölum við foreldrana að leysa slík mál á farsæl- an hátt. Til félagsins leita foreldrar vegna fyrirhugaðs skilnaðar til að fá ráðgjöf, oft áð- ur en farið er til sýslu- manns. Börnin liggja í sumum tilfellum þungt á foreldrum í skiln- aðarmálum. Fé- lagsmönnum stendur til boða ráðgjöf hjá lög- fræðingi og félagsráðgjafa samtímis. Einstæðir foreldrar leita í vaxandi mæli vegna félagslegra erfiðleika. Má þar nefna fjárhags- og húsnæð- isvanda, sem brennur á mörgum. Foreldrar snúa sér einnig til félags- ins vegna áhyggna af börnum sínum og vilja fá mat á líðan barnsins. Rannsóknir, bæði innlendar og er- lendar, sýna að börn hafa áhyggjur af fjárhagserfiðleikum foreldra sinna. Börn, sem búa við kröpp kjör, segja gjarnan frá því í viðtölum að þau ætli að kaupa hús handa mömmu og pabba líka, þegar þau verði stór og rík. Börn og unglingar bera sig saman við jafnaldra á mörgum svið- um, það getur einnig átt við um bú- setu. Það er erfitt fyrir stálpaðan krakka að bjóða leikfélaga heim í pínulítið rými, þar sem foreldri býr með tvö börn í tuttugu fermetra bráðabirgðahúsnæði. Flest láta það ógert enda ekki aðstaða til leiks né heldur hagstæður samanburður. Það sem alvarlegast er að hluti einstæðra foreldra leitar til FEF vegna þess að grunnþörfum fjölskyldunnar er ekki fullnægt. Þeir foreldrar sem eru að berjast fyrir því að fá öruggt húsnæði eru undir stöðugu álagi. Fjárhagurinn leyfir sjaldnast það sem frjálsi leigu- markaðurinn setur upp þrátt fyrir húsaleigubætur sem hjálpa mörg- um. Börn spyrja í sífellu hvenær flytjum við í okkar húsnæði? Margir foreldranna sitja uppi með sam- viskubit yfir því að geta ekki gert betur. Streitan og áhyggjurnar eru viðbót við samviskubitið. Börn og unglingar, sem eru að mótast og þroskast, eru oft viðkvæm fyrir erf- iðleikum í félagslegu umhverfi. Sum börn virðast samt komast vel frá erfiðleikunum. Persónuleiki barna spilar þar stóran þátt ásamt léttri lund. Öll börn skynja samt vel þegar streita er í nánasta umhverfi. Birt- ingarmyndin hjá sumum börnum getur til að mynda komið fram í breyttri hegðun eða tilfinninga- legum vanda. Sum börn verða pirr- uð og erfiðari í samskiptum en önn- ur sýna merki um óyndi. Langvarandi erfiðleikar í um- hverfi barna geta haft áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu þeirra. Grunnþarfir mannsins Abraham Maslow var bandarísk- ur sálfræðingur. Hann er einna þekktastur fyrir líkan þar sem grunnþörfum mannsins er raðað í píramída. Í kenningu hans kemur fram að sé grunnþörfum mannsins ekki fullnægt hafi það alvarlegar af- leiðingar á andlega og líkamlega heilsu viðkomandi. Maslow- píramídinn samanstendur af fimm grunnþörfum mannsins sem eru: 1) öndun, matur, vatn 2) öryggi 3) vin- átta og ást 4) sjálfsvirðing og sjálfs- traust 5) möguleikinn til frekari þroska. Allir þarfnast öryggis og fastrar búsetu fyrir sig og börnin sín. Margir einstæðu foreldranna eru að bíða eftir úrlausn í húsnæðis- málum og halda ótrauðir áfram lífs- baráttunni. Seiglan sem þeir búa yf- ir er aðdáunarverð þrátt fyrir skort á grunnþörfum mannsins. Hver er raunveruleikinn hjá einstæðum foreldrum í dag? Oktavia Guðmundsdóttir fjallar um aðstæður einstæðra foreldra » Allir þarfnast örygg-is og fastrar búsetu fyrir sig og börnin sín. Oktovía Guðmundsdóttir Félagsráðgjafi (MSW) hjá Félagi einstæðra foreldra. HÖRMULEG slys á fólki hafa orðið nýlega sem endranær við hús- bruna. Það kvikna eldar í innbúi í steinsteyptum húsum, sem verða fólki að fjörtjóni eða örkumlum. Ekkert af þessu þarf að verða. Í bænum Scottsdale í Arizona stóðu yfirvöld frammi fyrir því fyrir nokkrum áratugum að fjárfesta gríðarlega í slökkviliði bæjarins. Bæjarfeðurnir brugðu á það ráð, að tillögu slökkviliðsstjóra, að vísa mál- inu beint til húseigenda. Þeir settu í lög 1986 að í hvert nýtt hús skyldi lagt vatnsúðakerfi eða sprinkler eins og fólk kallar það. Þeir sem bjuggu í eldra húsnæði fengu styrk frá sveit- arfélaginu til að setja upp slíkt kerfi. Kostnaður reyndist innan við 1% af byggingarkostnaði og trygging- arfélög veittu verulegan afslátt af húsa- og innbústryggingum. Að liðnum 15 árum gerðu þeir upp dæmið. Þá voru úðakerfi á 41.408 heimilum, yfir 50% heimila í bænum. Á tímabilinu áttu sér stað 598 brun- ar í heimahúsum. Engin dauðsföll áttu sér stað í húsum með úðakerfi. En 13 manns létust í húsum án úða- kerfis. Meðalbrunatjón í óvörðu íbúðarhúsnæði reyndist vera 45.019 dollarar á tímabilinu en í húsnæði með úðakerfi var meðaltjónið 2.166 dollarar. Að mati slökkviliðsins er talið að úðakerfin hafi bjargað 13 mannslífum og yfir 20 milljóna doll- ara eignatjóni hafi verið afstýrt á fyrstu 15 árunum. Getum við „hlut- fallað“ þetta til Íslands? Við undirritaðir teljum að vilji húseigandi leggja úðakerfi í sína íbúð þurfi það ekki að kosta nema 1– 200.000 kr. eftir útfærslu. Hver get- ur sniðið kerfi sitt að sínum smekk. Efni fæst á markaði og nægt framboð er á ráðgjöfum ef svo ber undir. Íhlutir úða- kerfa til heimilisnota eru mun ódýrari og einfaldari heldur en í kerfum sem notuð eru í iðnaðar- og verslunarhúsnæði. Á svæðum þar sem langt er í slökkvilið t.d. 20 til 30 mín. væri ekki óeðlilegt að sveitarfélagið kæmi til móts við húseigendur við að koma sér upp úðakerfi, því þeir njóta alls ekki sömu brunaverndar og þeir sem nær búa. Ekki er að efa að tryggingafélög myndu liðka til við svona verkefni, með lækkun iðgjalda og hugsanlega lánveitingum vegna stofnkostnaðar. Úðakerfi er rétt að yfirfara árlega til að sannprófa ástand þess. Það er lítið verk á litlu kerfi. Öryggi fjöl- skyldunnar er hinsvegar ekki hægt að meta til fjár. Upp með úðakerfin og björgum mannslífum. Upp með úðakerfin Halldór Jónsson og Ástvaldur Eiríksson fjalla um varnir gegn brunatjónum og slysum. »Ekki er að efa aðtryggingafélög myndu liðka til við svona verkefni, með lækkun iðgjalda og hugsanlega lánveit- ingum vegna stofn- kostnaðar. Ástvaldur Eiríksson Halldór er ráðgefandi verkfræðingur og Ástvaldur er framkvæmdastjóri Eldvarnaþjónustunnar. Halldór Jónsson TENGLAR .............................................. http://www.homefiresprinkler.org/ hfsc.html UNG kona, blaðamaður Ísafoldar, réðst til starfa á elli- og hjúkr- unarheimili í höfuðborginni þar sem blaðamaðurinn „fékk innsýn í lífið og sam- félagið á elliheimilinu eins og það er í raun.“ Konan skráði sig til starfs án þess að nefna raunverulegt markmið sitt og tengsl við tíma- ritið og hvarf af vett- vangi innan viku. Hálf- ur afraksturinn hefur nú birst í Ísafold og lofað er framhaldi. Ég ætla ekki að fjöl- yrða um þá blaða- mennsku þegar ráðist er inn í einkalíf fólks sem að vísu er flest orðið ófært um að skynja slíka innrás en lýsingar á vanmætti þess koma illa við ætt- ingja og vini. Við, sem dveljumst á Grund, misvel á okkur komin til sálar og líkama, lít- um á stofnunina sem heimili okkar og ég mótmæli fyrir hönd okkar allra þegar rofin er – á upplognum forsendum – frið- helgi einkalífs okkar. Þótt nöfnum hafi verið breytt, á það ekki við um „kennileiti“, þótt svo sé skráð í upphafi greinarinnar. Ekki verður um villst hvaða deild er verið að lýsa og þeir sem skil kunna á heimilismönnum munu í greininni þekkja vini eða frændur. Skyldu t.d. fleiri en ein „þekkt ljósmóðir í bæn- um“ hafa verið sendar beinbrotnar á Grund í sumar? „Hún bíður þess að komast aftur heim og er þess fullviss að á næstu dögum fái hún að fara heim. Þegar ég nefndi þetta við starfsfólkið yppti það öxlum og gaf þannig til kynna að hún væri ekki á leiðinni neitt.“ Varla er uppörvandi fyrir ljósmóðurina að lesa þetta. Í þeim hluta greinarinnar, sem þegar er birtur, eru ófagrar og nær- göngular lýsingar á gamalmennum sem mörg geta ekki sinnt lík- amlegum þörfum sínum hjálp- arlaust: „Hann virtist ekki blygðast sín vitund fyrir nekt sína … Þegar hann stóð loksins upp fór Alda með höndina á sér á milli læra hans með þvottaklút og þreif hann að neðan. Að því loknu hysjaði hún upp um hann buxurnar og kom honum í hjólastólinn, bjó um hann og fór með hlandflöskuna fram.“ Við hverju bjóst blaðakonan? Þetta hefur frá örófi alda verið nauð- synlegur þáttur í umönnun hjálp- arvana öldunga, yfirleitt á heimilum en í seinni tíð líka á stofnunum. Orðalag eins og „hysja upp“ og „hlandflaska“ lýsir hugarfari skrá- setjara betur en lífinu á Grund. Sumir sem hér búa eru orðnir laus- tengdir við þennan heim sakir heila- bilunar sem gætir í fasi þeirra og klæðaburði. En á lýsing á þannig sjúklingum erindi fyrir augu al- þjóðar? Varla gleðjast aðstandendur „Hrafns“ við að lesa það sem um hann er skráð: „Ætli hann sé ekki gamall sjómaður sem er nú orðinn veikur og safnar síðum nærbuxum. Yfirleitt er hann í fimm nærbuxum í einu auk þess sem hann treður fleiri nærbuxum og jafnvel brjóstahöld- urum ofan í buxurnar. Þegar ég leit inn til hans lá hann í rúminu með þvagpokann og óhreinar nærbuxur á gólfinu við hliðina á sér.“ Svo eru það útlend- ingarnir: „Það var sama hvern ég bað um aðstoð við að komast á réttan stað, það skildi mig enginn og ég velti því fyrir mér hvort þetta væri fólkið sem væri að sinna gamla fólkinu …“ Vissulega starfa hér útlendingar sem tala og skilja misvel íslensku og nokkrir alls ekki. Án þeirra yrði heimilið ekki rekið fremur en önnur hérlend hjúkr- unar- eða öldr- unarheimili eða sjúkra- hús. Allt erlent starfsfólk sem ég hef kynnst hér er – eins og það sem er af íslensku bergi brotið – sómafólk sem sinnir sínum störf- um vel og með góðum vilja er oftast hægt að leysa tungumálavand- ann. En það sem lak- asta hefur íslensku- kunnáttuna vinnur helst þar sem minnst þörf er fyrir tjáskipti við heimafólk – við ræst- ingar. Blaðakonan þarf því ekki að vera hissa á því þótt henni gengi illa að ná sambandi við starfsfólk á göngum heimilisins. Að sjálfsögðu er ekki allt full- komið á Grund. Húsakynni eru göm- ul og fullnægja ekki kröfum sem gerðar eru til nýrra íbúðarhúsa. Á sjúkradeild eru víða tveir eða fleiri óvenslaðir saman í herbergi og una því sumir vel, aðrir miður. Á móti kemur að starfsliðið leggur sig fram við að sinna þörfum íbúanna eftir því sem við verður ráðið. Ég hygg að flestir þeir sem hér búa þrautalausir við sæmilega heilsu séu sáttir við vistina. Við hjónin, sem fluttumst hingað fyrir nærri þremur árum, eftir að venjulegur heimilisrekstur í stóru húsi varð okkur ofviða, erum mjög sátt við að vera komin á þessa „endastöð“. Þeir sem verst eru farnir eru margir ósáttir við tilveruna eins og kemur fram í frásögn Ingibjargar. Skýringar mun oftast að leita í ástandi þessara einstaklinga sem erfitt mun að bæta með ytri að- stæðum. Auk nærgöngulla lýsinga á atvik- um í einkalífi sjúkra gamalmenna sé ég í greininni viðbrögð ungrar konu við veruleika sem hún er ekki tilbúin að fást við: „Ég gat ekki gengið um gangana án þess að eiga það á hættu að þurfa að skipta á einhverjum eða hjálpa einhverjum á klósettinu. Það var fyrirfram vitað að ég yrði að sinna þessum þáttum en ég verð að viðurkenna að ég var ekki undir þetta búin.“ Með Ísafoldargreininni hefur ekki tekist að veita innsýn í lífið á elli- heimili og ég á ekki von á því að úr því verði bætt í seinni hlutanum. Endastöð við Hringbraut Örnólfur Thorlacius skrifar um umfjöllun tímaritsins Ísafoldar um Elliheimilið Grund Örnólfur Thorlacius »… og égmótmæli fyrir hönd okk- ar allra, þegar rofin er – á upp- lognum for- sendum – frið- helgi einkalífs okkar. Höfundur er kominn sáttur á enda- stöð að Grund við Hringbraut. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 577 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.