Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Egill Egilson
fæddist í
Reykjavík 22. ágúst
1944. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut aðfara-
nótt miðvikudagsins
29. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valborg
Júlíusdóttir, f. í
Kaupmannahöfn ár-
ið 1918, og Egill Eg-
ilson, f. í Reykjavík
árið 1917. Þau eru
bæði látin.
Sambýliskona Egils var Helga
Marinósdóttir frá Skáney í Reyk-
holtsdal, f. 9. maí 1946. Hún lést í
Reykjavík 21. október 1982. Þau
voru barnlaus.
Bróðir Egils er Júlíus, f. 6. jan-
úar 1938, kvæntur Margréti
Helgu Halldórsdóttur og eiga þau
þrjú börn. Systir
Egils er Arndís, f. 3.
apríl 1942, d. 14.
júní 2005. Hún var
gift Kjartani Berg-
steinssyni og áttu
þau fjögur börn en
áður hafði Arndís
eignast tvö börn.
Egill vann við
verslunarstörf hjá
1jósmynda- og gler-
augnaversluninni
Týli og herrafata-
versluninni P og Ó.
um árabil. Síðan
starfaði hann hjá Gjaldheimtunni
í Reykjavík og fluttist þaðan til
Tollstjóraembættisins þar sem
hann starfaði til ársins 2005 en þá
varð hann að láta af störfum sök-
um veikinda.
Útför Egils verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Frændi minn, Egill Egilson, er nú
látinn langt fyrir aldur fram. Systir
hans, Arndís, tveimur árum eldri, lést
í júní sl. og dóu bæði úr illkynja sjúk-
dómum. Er nú bara Júlíus bróðir
þeirra lifandi, elstur þeirra systkina.
Egill ólst upp hjá foreldrum sínum en
síðar með móður sinni og systur eftir
að foreldrar hans skildu. Hann var
grannur og lipur hrokkinkollur sem
ungur drengur, einlægur, kátur og
glaðvær. Hann var gjarnan kallaður
Plummi í nánustu fjölskyldu en fjöl-
skylda okkar var mjög hugmyndarík
á gælunöfn, kynslóð eftir kynslóð, oft
ekkert lík skírnarnafni viðkomandi.
Plummi lauk gagnfræðaprófi frá
Hagaskóla og fór svo að vinna, fyrst
hjá Týli í Austurstræti í nokkur ár,
sem seldi gleraugu og ljósmyndavör-
ur og þar lærði hann ýmis handbrögð
og tækni varðandi gleraugnagerð,
enda nákvæmur og samviskusamur.
Hann fór síðan að vinna hjá herra-
fataverslun P&Ó við Austurvöll þar
sem snyrtimennska hans og glaðlegt
og kurteislegt viðmót nutu sín. Þar
tileinkaði hann sér látlausan en vand-
aðan smekk í fatavali. Eftir að sú
verslun hætti fór hann að vinna á
Gjaldheimtunni í Reykjavík í
Tryggvagötu og síðar hjá Tollstjóra-
skrifstofunni þar til hann hætti störf-
um vegna veikinda á árinu 2005.
Plummi var trygglyndur og frænd-
rækinn. Hann liðsinnti fjölskyldu
sinni og var traustur og raungóður.
Hann var sómakær og lagði metnað
sinn í að standa vel í skilum, skulda
engum neitt og var áreiðanlegur.
Hann hafði ungur drengur mikinn
áhuga á skák og gekk í Taflfélag
Reykjavíkur. Þar eignaðist hann
trygga vini og félaga sem reyndust
honum vel, eins og aðrir bernskuvin-
ir, ekki síst í veikindum hans. Árið
1970 kynntist hann Helgu Marinós-
dóttur sem var fóstra og bjuggu þau
saman frá árinu 1976. Þau eignuðust
ekki börn, en bróðursonur Helgu,
Sigurður, dvaldi stundum hjá þeim og
höfðu þau mikla ánægju af því að ann-
ast hann. Helga veiktist og dó 1982 og
varð Plumma mikill harmdauði. Bjó
hann einn eftir það en hefur haldið
tryggð við Jakob bróður Helgu og
fjölskyldu hans síðan.
Móðir Plumma og faðir minn fædd-
ust í Kaupmannahöfn þar sem faðir
þeirra vann um tíma og ólust þar upp
fyrstu æviár sín en fluttu til Íslands
börn að aldri. Síðar fluttu þrjár syst-
ur þeirra til Danmerkur, giftust þar
dönskum mönnum og bjuggu lengst-
an hluta ævinnar. Plummi hafði yndi
af því að ferðast og fór gjarnan í
heimsókn til frændfólksins í Dan-
mörku en þar búa sumir afkomendur
þeirra systra. Hélt hann góðu sam-
bandi við frændfólk sitt og tók vel á
móti því þegar það heimsótti Ísland,
var gestrisinn og gekk jafnvel úr íbúð
sinni til að rýma fyrir gestum. Hann
var matmaður og naut þess að borða
góðan mat, bæði heima og heiman.
Fótbolti var honum hugleikinn og
varð heimsmeistarakeppnin honum
mikil dægrastytting í veikindum á sl.
sumri. Hann fór meira að segja til
Englands á fótboltaleik með vinum
sínum fyrri hluta nóvember sl. þótt
hann væri orðinn mjög veikur en naut
ferðarinnar mikið. Það er stórt skarð
höggvið í fjölskyldu okkar við lát
Plumma og þeirra systkina beggja.
Það þykir ekki hár aldur nú á dögum
að verða rúmlega sextugur og finnst
manni margt ólifað þeim sem deyja
þá. Plummi var vænn og velviljaður
maður. 
Hans verður saknað. Blessuð sé
minning hans.Við systkinin, Guðrún,
Hans, Elín, Júlíus og fjölskyldur
okkar sendum Júlíusi og fjölskyldu
hans og Arndísar og öðrum ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Guðrún Agnarsdóttir.
Góður drengur er fallinn frá á
besta aldri eftir erfið veikindi.
Egill vinur okkar var einstakur öð-
lingur sem gaf en var oft tregur til að
þiggja. Hann var hrókur alls fagn-
aðar og hló hátt og innilega.
Í kringum hann var aldrei nein
lognmolla enda hafði hann sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum og
fylgdist vel með því sem var að ger-
ast í þjóðfélaginu. Var þá oft ekkert
verið að skafa utan af hlutunum ef
því var að skipta og lét hann þá
gjarnan hátt í sér heyra.
Hann var vinmargur og þekkti
ótrúlegan fjölda fólks enda mikið á
ferðinni í miðbænum en þar starfaði
hann alla tíð við verslunar- og skrif-
stofustörf allt fram til ársins 2005 er
hann varð að hætta störfum vegna
veikinda sinna. Við undirrituð sem
erum í fjölskyldu Egils höfum séð í
kringum hann vinahóp sem hnýttur
er slíkum vináttuböndum að aðdáun
sætir en vinirnir hafa haldið hópinn
allt frá barnæsku og unglingsárum.
Orð fá ekki lýst aðdáun okkar á þeim
drengskap og kærleika sem þessir
félagar hafa sýnt honum í hvívetna.
Egill var mikill áhugamaður um
knattspyrnu og var nýkominn frá
London af stórleik ársins ásamt vin-
um sínum er hann varð að leggjast á
spítala í baráttuna við krabbameinið
sem reyndist hans síðasta. Hann var
ákveðinn í að vinna þessa orustu því
hann ætlaði fyrst á jólahlaðborð með
vinnufélögunum og síðan til Kaup-
mannahafnar með æskuvinunum í
stutta heimsókn fyrir jól eins og
hann hafði svo oft gert á þessum
tíma árs. Hann hafði alltaf fyrir sér
ákveðin markmið að stefna að og
hlakka til.
Egill var í mjög ástríkri sambúð
með Helgu Marinósdóttur sem lést
langt um aldur fram árið 1982 sem
varð honum mikill missir. En lífið
hélt áfram og hann naut þess sér-
staklega að umgangast ungviðið í
fjölskyldunum sem dáði hann enda
óspar á hrós og hvatningu þeim til
handa í leik og starfi.
Við erum einstaklega þakklát Agli
fyrir þá hlýju og gleði sem hann gaf
okkur, börnum okkar og barnabörn-
um í gegnum tíðina og ljóst að hans
verður mikið saknað og lengi. Nú
kveðjum við og segjum
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Snorri og Þórunn.
Hjartkær föðurbróðir okkar,
Plummi, er látinn eftir erfið veikindi.
Hann tók veikindum sínum af miklu
æðruleysi, meira jafnaðargeði en
hægt er að ímynda sér að altítt sé
undir slíkum kringumstæðum. Að lík-
indum hefur honum sjálfum fyrstum
orðið fyllilega ljóst hvert stefndi eftir
að hann greindist með illvígan sjúk-
dóm, en aldrei var á honum að finna
biturleika yfir orðnum hlut.
Þrátt fyrir að hafa verið jarðbund-
inn og raunveruleikatengdur ber ekki
svo að skilja að Plummi hafi með öllu
verið niðurnjörvaður í hugsun, síður
en svo. Hann hafði til að bera ríka
kímnigáfu og var hrókur alls fagnað-
ar á fjölskyldusamkundum, enda fé-
lagslyndur, þótt lengst af okkar til-
veru hafi hann búið einn. 
Plummi var mikill matgæðingur,
hafði unun af því að borða góðan mat
og vel af honum. Okkur frændunum
bauð hann stundum í svokölluð ?ham-
mapartí? þar sem hamborgarar voru
framreiddir og var þá ekki verið að
skera þá við nögl. Hamborgari hjá
honum var það vel útilátinn að yfir-
leitt varð að borða sig lóðrétt niður úr
honum heldur en lárétt í gegnum
hann. Átti hann sér enda það orða-
tiltæki við slík tækifæri, að ?ét meðan
ég þoli, segir boli?.
Plummi átti vanda til og hafði yndi
af að sækja heim hinar helstu vest-
rænu heimsborgir, njóta þar lífsins,
skoða sig um, já, bara einfaldlega
vera til á sinn hátt. 
Harmur var að Plumma kveðinn
þegar sambýliskona hans til nokk-
urra ára, Helga Marinósdóttir, lést úr
meini því sem átti eftir að reynast
sjálfum honum um megn að sigrast á
nú hartnær 25 árum síðar. Þótt ung
hefðum við systkinin þá verið að ár-
um, fundum við glöggt fyrir þeim
missi sem Plummi varð þá fyrir, þótt
borið hafi hann harm sinn í hljóði.
Það er með miklum trega sem við
kveðjum frænda okkar og vin, hann
Plumma. Þó er það í þeirri fullvissu
að hann hvíli nú í góðum höndum al-
mættisins þar sem fundum okkar
mun að endingu bera saman aftur.
Guð blessi minningu þína.
Halldór, Egill og Elín Guðríður.
Hinn 29. nóvember síðastliðinn lést
Egill Egilson sem búinn er að vera
stór póstur í mínu lífi í rúm 30 ár.
Okkar kynni hófust þegar Egill og
systir mín, Helga Marinósdóttir,
rugluðu saman reytum og hófu síðar
sambúð á Kaplaskjólsvegi 39 árið
1976. Þeirra sambúð varði ekki nema
í sex ár því árið 1982 lést Helga langt
fyrir aldur fram úr krabbameini. Það
voru Agli þung spor sem aldrei
gleymdust. 
Egill hélt heimili á Kaplaskjólsveg-
inum til dauðadags. 
Agli og Helgu varð ekki barna auð-
ið en tóku þess í stað ástfóstri við
elsta son okkar hjóna, Sigurð Val,
sem var augasteinn þeirra og naut
ómældrar athygli. Oft á tíðum var
maður ekki viss hvor var pabbinn eða
frændinn. 
Egill var vanafastur og eftir að
Helga lést héldust áfram tryggða-
bönd við fjölskylduna. Hann leit
reglulega við og spjallaði yfir kaffi-
bolla eða grautarskál svo ekki sé
minnst á hátíðis- og merkisdaga þar
sem hann var oftast fyrstur á svæðið
og hrókur alls fagnaðar. 
Egill hafði ávallt ákveðnar skoðan-
ir á hlutunum og lét það berlega í ljós
og átti oft hnyttin tilsvör sem munu
lifa í minningunni. 
Egill var borgabarn í húð og hár
sem ólst upp í Vesturbænum og vann
alla sína tíð við hin ýmsu störf í mið-
borg Reykjavíkur. Týli, Austur-
stræti, Herradeild P.Ó., Gjaldheimt-
an og Tollurinn nutu hans
starfskrafta þar sem mikil nákvæmni
og heiðarleiki voru hans einkenni sem
margir gætu lært af. 
Egill var mikill áhugamaður um
skák, ásamt því að vera liðtækur
briddsspilari en fótboltinn átti samt
huga hans og hjarta og það því ekki
úr vegi að hans lokautanlandsferð var
einmitt á stórleik í London í október
síðastliðnum. 
Í 23 ár hefur fjölskyldan notið sam-
vista hans á aðfangadagskvöld, en í ár
er hætt við tómleika. Enginn Egill
með bingókúlur, rúsínur, lakkrís og
stórgjafir.
Ég kveð mág minn og vin til
margra ára með söknuði og þakklæti
og vona að þú hittir Helgu okkar hin-
um megin.
Jakob Marinósson.
Elsku Egill. Það er alltaf erfitt að
kveðja og einkum þá sem hverfa af
braut á besta aldri, aðeins 62 ára og
sérstaklega þar sem þú varst stór
hluti af framtíðaráformum. Mann ór-
aði ekki fyrir að þú hyrfir svo skyndi-
lega. Þú hefur verið mér til taks allt
frá því ég fæddist og þrátt fyrir að
Helga heitin hafi kvatt okkur á sorg-
legan hátt fyrir 24 árum einkenndu
ávallt traust vinabönd samlíf okkar. 
Í æsku naut ég ávallt þess að vera
sá litli sem dekrað var við og ég minn-
ist heimsókna þinna á hverjum
fimmtudegi þar sem oftar en ekki var
eitthvert góðgæti eða annar glaðn-
ingur með í för. Þetta var rútína sem
stóð í fjölda ára og ég veit að við bið-
um þess báðir í ofvæni að þú mættir á
svæðið. Ef þú varst ekki mættur á
réttum tíma var ég vís til þess að
hringja og reka á eftir þér og síma-
númerið þitt var það fyrsta sem ég
kunni að hringja í. Jóla- og afmæl-
isgjafir voru heldur aldrei af skornum
skammti og eftir þessum merkisdög-
um beið ég með óþreyju því stærstu
og merkilegustu pakkarnir voru allt-
af frá þér. Þú varst mér alltaf til taks
og ég gat hringt í þig hvenær sem er
og beðið um aðstoð af einhverju tagi. 
Það var líka þér að þakka eða
kenna að ég fór að halda með Liver-
pool í enska boltanum því einhverra
hluta vegna tók ég það þannig að þú
héldir með þeim og hvað átti ég að
halda þegar maður fékk allan Liver-
pool-skrúðann um hver jól, mörg ár í
röð þegar þú komst úr þinni árlegu
haustferð til Englands. En mörgum
árum seinna sagðistu svo halda með
Man. United.
Nú seinni ár hefur Dagur Logi son-
ur minn tekið við því hlutverki sem ég
gegndi á hans aldri og hann á svo
sannarlega eftir að sakna hláturs þíns
og athyglinnar sem þú veittir honum.
Það er margt sem lifir í minning-
unni og þín verður sárt saknað þar
sem margar breytingar verða á lífi
okkar með þessari skyndilegu brott-
för þinni. Til dæmis verða jólin ekki
eins þar sem þú varst alltaf hjá okkur
á aðfangadagskvöld og heimsókn
okkar í kirkjugarðinn var ómissandi
hluti af þeirri hátíð. Nú er það okkar
viðhalda þeirri hefð. 
Elsku Egill, ég kveð þig með mikl-
um söknuði og ég trúi því að þú sért á
góðum stað og að þið Helga hafið
sameinast á ný. 
Ég vil votta nánustu aðstandend-
um alla mína samúð um leið og ég
kveð yndislegan mann og vin. Hans
verður sárt saknað. 
Kveðja.
Sigurður Valur.
Í dag kveð ég góðan vin, einn þann
besta sem ég hef átt.
Egill var mjög stór hluti af fjöl-
skyldunni og var hann alltaf hjá okk-
ur á aðfangadag. Það er erfitt að
hugsa til þess, þar sem jólin eru fram-
undan, að hann verði ekki hjá okkur.
Jólin voru Agli mikill gleðitími en þá
naut skipulagshæfni hans sem og ná-
kvæmni einna mest við undirbúning.
Það var mikill heiður að fá kynnast
honum og njóta samvista hans.
Sárt er að sjá á eftir svona góðum
manni sem fór alltof fljótt. 
Minningarnar um hann eru marg-
ar og mun ég geyma þær í hjarta
mínu. Ég veit að Agli líður vel núna
og eru hann og Helga frænka sam-
einuð á ný.
Ég votta öllum ættingjum og vin-
um Egils samúð mína er ég kveð með
þessari bæn:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Kveðja.
Helga.
Æskuvinur minn, Egill Egilson, er
fallinn frá, langt um aldur fram. Egill
var alinn upp á Melunum og þegar ég
flutti á Grenimelinn, árið 1954, bjó á
Reynimel, hinum megin við girð-
inguna, hress og skemmtilegur strák-
ur, á sama aldri. Þar var Egill kominn
og tókst strax með okkur mikil vin-
átta, sem haldist hefur síðan, án þess
að nokkurn tímann bæri skugga á.
Egill fór ungur að vinna fyrir sér,
fyrst í Gleraugnaversluninni Týli, þar
sem hann vann í fjöldamörg ár. Næsti
vinnustaður var Herradeild P&Ó, þá
Gjaldheimtan og loks Tollstjóraemb-
ættið. Egill var vel liðinn á vinnustað
þar sem heiðarleiki, nákvæmni og
samviskusemi hans naut sín vel.
Egill var mikið snyrtimenni sem
ávallt passaði upp á að vera vel til
fara. Hann var kátur og líflegur, með
gamanyrði og smellnar athugasemdir
á vörum. Egill var mikill vinur vinna
sinna og bar umhyggju fyrir velferð
þeirra. Hann hafði alltaf af þeim mikl-
ar áhyggjur og var stöðugt að benda
þeim á hvað betur mætti fara. Egill
var mjög nákvæmur með alla hluti og
skipulagði allt í smáatriðum með góð-
um fyrirvara. 
Egill varð fyrir miklu áfalli þegar
hann missti sambýliskonu sína,
Helgu Marinósdóttur, úr krabba-
meini fyrir tæpum aldarfjórungi.
Hann jafnaði sig aldrei almennilega á
því en gott samband hans við Jakob,
bróður Helgu, og fjölskyldu hans, var
Agli mikils virði. Börn Jakobs og
Önnu voru sem hans eigin og hann
var sömuleiðis alltaf góður við dætur
undirritaðs. Eftir lát Helgu skipti
Egill samverustundum á stórhátíðum
með fjölskyldum Júlíusar, bróður
síns, og Jakobs.
Egill var alla tíð mikill KR-ingur
þótt keppnisferillinn yrði ekki langur,
veikur fótur olli því. Um tæpt 20 ára
skeið spilaði vinahópurinn innanhús-
fótbolta í KR-heimilinu á sunnudags-
morgnum. Þar lét Egill ekki sitt eftir
liggja og tók þátt í leiknum af lífi og
sál.
Samverustundirnar við sjónvarpið
urðu margar þegar stórmót voru í
gangi erlendis, heimsmeistara-, Evr-
ópumót og meistaradeild Evrópu. 
Undirritaður og Egill fóru í tvær
fótboltaferðir saman. Fyrri ferðin var
til Englands 1966 til að horfa á heims-
meistarakeppni. Síðari ferðin var til
London fyrir sjö vikum til að horfa á
stórleik Chelsea-Barcelona í Evrópu-
keppni. Egill var þá orðinn fársjúkur
en var alveg ótrúlega hress og dug-
legur í ferðinni. 
Egill fór í hinsta sinn inn á spítala
20. nóvember sl. Örlögin höguðu því
þannig að þann dag voru nákvæm-
lega 30 ár liðin frá því að Egill og
Helga fluttu inn í íbúðina við Kapla-
skjólsveginn.
Fyrir tæpum þremur árum bank-
aði vágestur að dyrum hjá Agli, sá
sami og lagði Helgu hans að velli.
Baráttan var oft erfið og lauk henni
aðfaranótt 29. nóvember sl.
Það er stórt skarð höggvið í vina-
hópinn og verður Egils sárt saknað.
Ég votta Júlíusi, bróður Egils, og
fjölskyldu hans, Jakobi og fjölskyldu,
og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Ég þakka langa og trausta vináttu,
fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar.
Blessuð sé minning Egils og megi
hann hvíla í friði.
Bragi.
Minn góði vinur Egill Egilson er
látinn eftir rúmlega tveggja ára bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm. Vel man ég
eftir því þegar ég hitti hann fyrst. Við
bjuggum báðir á Reynimelnum en
mörg hús voru samt á milli okkar.
Einn daginn árið 1956 var ég ásamt
öðrum í fimm aura harki sem þá var
vinsæll leikur. Kom þá Egill aðvífandi
og bauðst til að sýna okkur hvernig
best væri að kasta peningunum. Síð-
an liðu um það bil tvö til þrjú ár. Þá
gekk ég í Taflfélag Reykjavíkur. Þar
hitti ég Egil aftur, ásamt besta vini
hans, sem var Bragi Kristjánsson.
Upp úr þessu tókst með okkur öllum
vinátta sem aldrei bar skugga á.
Fljótlega bættust í hópinn Jörundur
heitinn Hilmarsson og Karl Þor-
steins. Nokkru síðar komu inn í þenn-
an hóp Benedikt Þórðarson og Gunn-
ar Antonsson. Oft var líka Harvey
Georgsson með okkur í skákinni.
Sameiginleg áhugamál voru skák,
knattspyrna og brids. Mest var teflt
Egill Egilson

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52