Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						og á árunum 1960?1970 var ég fjögur
til fimm kvöld í viku með einhverjum
úr þessum hópi. Egill var nánast allt-
af með. Egill var þéttingssterkur í
hraðskák. Kom það fyrir að hann
landaði sigrum gegn Braga sem ára-
tugum saman var í hópi tíu sterkustu
skákmanna á Íslandi. Sjálfur tefldi ég
gegnum árin mörg þúsund skákir við
Egil. Þótt ég væri mun hærri í skák-
stigum en hann kom það ekki sjaldan
fyrir að ég tapaði tveimur til þremur
skákum í röð. Ég hafði ekki gaman af
ósigrunum en Egill skemmti sér vel
yfir þeim. Á unglingsárunum var Eg-
ill hálfgerður heimagangur hjá fjöl-
skyldu Kristjáns Þorvarðarsonar og
Jóhönnu, foreldrum Braga. Sömu
sögu var að segja um fjölskyldu
Hilmars Garðars og Þorgerðar, for-
eldra Jörundar. Á báðum þessum
stöðum var hann eins og einn úr fjöl-
skyldunni og honum var jafnvel tekið,
hvort sem vinir hans voru heima eða
ekki. Þegar Egill þurfti að taka stórar
ákvarðanir í fjármálum sótti hann
ávallt ráð til Hilmars. Foreldrar Eg-
ils skildu þegar hann var unglingur
og þekkti ég föður hans frekar lítið,
því Egill bjó hjá móður sinni á Lauf-
ásveginum. Þar kom ég oft og þetta
var fallegt heimili sem gott var að
koma á. Á áttunda áratugnum var
Egill um nokkurra ára skeið í sambúð
með Helgu Marínósdóttur. Helga var
mikil sómakona. Helga veiktist alvar-
lega og lést langt fyrir aldur fram.
Egill syrgði hana mikið.
Egill hafði allt til dauðadags mikið
samband við Jakob, bróður Helgu, og
Önnu, konu hans. Sjálfur átti Egill
engin börn en hann hélt mikið upp á
börn Jakobs og Önnu.
Egill hafði mjög skemmtilega
kímnigáfu og var alltaf til í glens og
glettur. En eftir fráfall Helgu fannst
mér hann verða alvarlegri en áður.
Hann var sérstaklega skilvís og heið-
arlegur og hann var ekki einn af þeim
sem lifðu um efni fram eða keypti í
stórum stíl á afborgunarkjörum.
Hann hafði aldrei sérlega miklar
tekjur en hann fór vel með þær. Alla
sína starfsævi starfaði Egill í miðbæ
Reykjavíkur. Sem unglingur vann
hann í gleraugna- og ljósmyndunar-
vöruversluninni Týli í Austurstræti,
þar sem hann síðar varð verslunar-
stjóri. Síðan starfaði hann í herra-
fataverslun P & O í Pósthússtræti.
Þegar sú verslun var lögð niður stóð
Egill uppi án atvinnu. Þótt hann hefði
litla menntun var hann seigur að
bjarga sér og talaði þokkalega ensku
og dönsku. Nú var hann skyndilega
atvinnulaus og á þessum tíma var erf-
itt að fá vinnu. Hilmar Garðars, sem
alltaf hafði verið Agli hliðhollur, var á
þessum tíma skrifstofustjóri hjá
Gjaldheimtunni. Hann útvegaði Agli
þar vinnu. Síðar var Gjaldheimtan
sameinuð Tollstjóraembættinu og
starfaði Egill þar uns hann veiktist.
Egill nefndi það oft við mig hve sann-
gjarn tollstjóri var við hann og reynt
var að halda stöðu hans opinni í lang-
an tíma uns ljóst var að hann gæti
ekki komið til vinnu aftur. Samstarfs-
fólk hans í tollinum var líka reiðubúið
að hjálpa honum ef á þurfti að halda.
Egill hafði, eins og margir aðrir á
eyjunni, gaman af því að koma til út-
landa. Sérstaklega var honum Kaup-
mannahöfn hugleikin. Þar átti hann
mörg skyldmenni enda höfðu tvær
móðursystur hans gifst þangað. Ég
var oft með Agli í Kaupmannahöfn og
var okkur ávallt vel tekið af ættingj-
um hans þar. Síðast var ég með Agli í
Kaupmannahöfn 2004. Hann var þá
orðinn veikur. Á þessu ári varð hann
sextugur. Bauð hann af því tilefni hin-
um dönsku ættingjum sínum og mér
á uppáhaldsveitingahúsið sitt, ?Co-
penhagen Corner?. Komu mörg
frændsystkini hans og stóð Egill í
þeirri trú að hann væri gestgjafinn.
Reikningurinn var ekki smár enda
maturinn bæði mikill og góður. Ætt-
ingjar hans tóku ekki í mál að hann
greiddi fyrir matinn og sneru dæm-
inu við. Þetta fannst okkur Agli mjög
höfðinglegt.
Egill hafði pantað ferð til Kaup-
mannahafnar 7.?11. des. nk. Benni og
undirritaður ætluðu að vera þarna
með honum þennan tíma, honum til
styrktar. Hann hlakkaði mikið til
þessarar ferðar sem hann sagði
myndi verða sína 50. Danmerkurferð.
Því miður verður ekki úr þessari ferð.
Eftir 26 ára búsetu í útlöndum gat ég
ekki nema takmarkað hjálpað honum
í veikindum hans. Við töluðum mjög
oft saman í síma og fannst mér hann
gleðjast yfir þessum samtölum. Er ég
var á Íslandi fyrir rúmum tveimur
vikum hitti ég hann alla dagana. Dag-
inn sem ég flaug út bauð Egill mér í
morgunmat á Hótel Sögu. Er ég
kvaddi hann var ég sannfærður um
að við myndum hittast í Kaupmanna-
höfn. Vinir Egils hittust reglulega
heima hjá honum á Kaplaskjólsveg-
inum til að horfa á fótboltaleiki eða til
að aðstoða hann við eitt eða annað.
Benni vinur hans heimsótti hann nán-
ast daglega mánuðum saman. Þær
verða því miður ekki fleiri skákirnar
okkar Egils og það verður tómlegra
að koma til Íslands í framtíðinni þeg-
ar minn góði vinur er ekki lengur til
staðar. Við Eva vottum Júlíusi, bróð-
ur Egils, og konu hans Helgu og öðr-
um skyldmennum innilega samúð
okkar. Blessuð sé minning Egils Eg-
ilsonar.
Andrés.
Egill Egilson hefur tengst mér og
fjölskyldu minni vináttu- og tryggða-
böndum frá því ég man eftir mér. Ég
hygg að það hafi verið á unglingsár-
um hans og bróður míns, Jörundar
heitins, sem Egill gerðist heimagang-
ur á heimili okkar. Sameiginleg
áhugamál Egils, Jörundar og félaga
þeirra fólust í skák og fótbolta sem
leiddu til ævilangrar vináttu hópsins.
Glaðværð og fyndni Egils gerðu hann
að miðpunkti fjörsins fyrir smá-
krakkann mig, þegar unglingarnir
voru heima að tefla með fullt af gosi
og sælgæti. Þetta voru ævintýralegar
kvöldstundir fyrir mig að fylgjast
með. Alltaf var mest spennandi það
sem gerðist í kringum Egil, hvort
hann vann skák með dramatískum
hætti eða klúðraði málunum. Þetta
var það sem talað var um enda hann í
broddi fylkingar með hnyttnar lýs-
ingar og smitandi hláturinn. 
Aldrei komst ég í skákklúbb félag-
anna en fékk snemma að spreyta mig
á fótboltaæfingum með þeim þótt ég
væri tíu til fimmtán árum yngri. Þau
urðu fjölmörg árin sem sparkað var
úti við á Nesinu að sumri og í KR
heimilinu að vetri. Þar var kraftur í
Agli og bjartsýnin óbilandi, þegar
hann reyndi sínar frægu vinstrifótar-
þrumur utan af kantinum á markið.
Þetta voru glæsimörk þegar hann
hitti ? en það var ekki alltaf. Þegar
skotin geiguðu hló okkar maður og
var ætíð jafn hissa en kannski líka
svolítið hneykslaður á að við hinir
værum ekki alltaf jafn hissa og hann. 
Egill varð snemma nákominn for-
eldrum mínum og einstaklega hjálp-
legur við þau. Til dauðadags sýndi
hann þeim fádæma trygglyndi og
ræktarsemi. Það var þeim ekki síst
mikilsvert hve hann var duglegur að
heimsækja þau þegar þau voru tekin
að reskjast og veita þeim félagsskap
og margvíslega aðstoð. Hann leit
gjarna við hjá þeim eftir vinnu, sat
hjá þeim og spjallaði og sýndi þeim
mikinn hlýhug. Egill reyndist þeim
sem sonur væri. 
Vinátta foreldra minna og Egils
byggðist eins og öll sönn vinátta á
gagnkvæmu trausti. Nefna má að
Egill treysti pabba best í fjármálum.
Þeir pabbi gengu saman frá skatt-
framtali Egils árlega. Agli var létt
þegar hann kom af þeim fundum og
hafði oftar en ekki öðlast nýja sýn á
lífið. Hann átti það þá til að trúa
manni fyrir því að sá gamli segði að
hann hefði vel efni á að fá sér nýjan
bíl þegar liði á árið. Honum fannst
aldrei rétt að ráðast í nein slík stór-
virki án þess að pabbi hefði gefið
grænt ljós á það. Á móti kom að vand-
fundin er sú skyrta eða bindi í eigu
föður míns sem Egill valdi ekki á
hann. Egill var jú smekkmaður sem
vildi hafa hlutina flotta, fagmaður á
sviði herrafatnaðar eftir verslunar-
stjórn í Herradeild PÓ. Pabbi treysti
smekkvísi Egils.
Egill fór ekki varhluta af sorginni
og erfiðleikum í lífinu sem vissulega
settu mark sitt á hann. Þegar ég kveð
Egil er mér efst í huga sú glaðværð,
hlýja og einurð sem mér virtust
grunnstefin í persónu hans. 
Fyrir hönd foreldra og fjölskyldu
minnar allrar votta ég ættingjum Eg-
ils okkar dýpstu samúð.
Þorsteinn Hilmarsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 2006 37
?
Ingibjörg Sóf-
usdóttir fæddist
í Reykjavík hinn 10.
september 1918.
Hún lést á Sólvangi
28. nóvember síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristín Þorsteins-
dóttir og Alexander
Sófus Árnason,
Bergstaðastræti 31,
Reykjavík. Hún ólst
upp hjá foreldrum
sínum ásamt þrem-
ur systkinum en hún
var næst yngst þeirra; hin voru:
Þorsteina, Anna, þá Ingibjörg og
Árni yngstur, öll látin. Á sumrin
var hún í sveit í Úthlíð í Bisk-
upstungum hjá vinafólki foreldra
sinna. 
Ingibjörg var ung þegar hún
kynntist manni sínum Gunnari
Guðmundssyni, f. 11. júní 1919,
sjómanni og síðar rafvirkjameist-
ara í Hafnarfirði. Foreldrar hans
voru hjónin Ingibjörg Gunn-
arsdóttir og Guðmundur Guð-
mundsson, Nönnustíg 7, Hafn-
arfirði. Ingibjörg fluttist til
Hafnarfjarðar 1938. Ingibjörg og
Gunnar hófu þar
búskap og hafa búið
þar síðan, lengst af
að Köldukinn 13, en
hún hefur dvalið á
Sólvangi síðustu ár-
in. Ingibjörg og
Gunnar eiga fimm
syni og 17 barna-
börn og er afkom-
endahópurinn orð-
inn stór. Synirnir
sem allir búa í Hafn-
arfirði eru: Guð-
mundur Haukur, f.
5. desember 1938,
kvæntur Guðnýju Magnúsdóttur,
Alexander Svavar, f. 10. desem-
ber 1939, kvæntur Rannveigu Að-
alsteinsdóttur, Sævar, f. 29. jan-
úar 1946, kvæntur Sólveigu
Jónsdóttur, Gunnar f. 26. sept-
ember 1952 kvæntur Lindu Lauf-
eyju Bragadóttur, og Kristinn
Ingi, f. 3. október 1956, kvæntur
Lilju Steinþórsdóttur. Auk þess
að ala upp sína fimm syni ól hún
upp tvo sonarsyni, þá: Gunnar og
Bjarna, syni Guðmundar Hauks.
Útför Ingibjargar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Amma Imba á Köldukinninni er
nú dáin, farin í ferðalagið sem
maður sjálfur kvíðir pínu fyrir en
af forvitni hlakkar að sama skapi
einnig til að upplifa þegar fram
líða stundir. Hvaða magnaði heim-
ur er þarna að tjaldabaki, elsku
amma? Hvað eruð þið Anna
frænka nú að skrafa um? Ætli þið
systur séuð að setja upp krullur
yfir kaffibolla? Þegar ég bætist í
hópinn einn góðan veðurdag vona
ég svo sannarlega að við getum á
ný sest við eldhúsborðið, stokkað
spilin og hent í einn Svarta-Pétur,
hnoðað appelsínur og troðið þær
fullar af sykurmolum eða bara not-
ið þess, eins og þúsund sinnum áð-
ur, að vera nálægt hvort öðru; þú
kannski á prjónamaskínunni og ég
á gólfinu með blað og blýant, lík-
legast á bullandi meltunni eftir að
hafa hámað óhóflega í mig það
sem þú hafðir í hádeginu. Aldrei
borðaði ég betur en hjá þér.
Það að vera sendur í pössun til
þín var alltaf mikið tilhlökkunar-
efni og það gerðist oft sem betur
fer. Ég man: Dýrin í Hálsaskógi á
fóninum, tvær skúffukökusneiðar á
diski, ísköld mjólk í glasi og við í
eitraðri Míkadó-rimmu. Þetta var
reyndar ekki svona venjulegt Mí-
kadó þótt leikurinn gengi út á það
sama. Í þessum átti maður að
krækja með sérstöku áhaldi (eins
konar plokkara), án þess að hreyfa
auðvitað, í smágerða plasthluti
eins og hrífur, stiga, skylminga-
sverð og riffla sem gáfu að mig
minnir flest stig.
Við dunduðum okkur við ým-
islegt, amma. Þú kenndir mér
meira að segja að hekla. Þó held
ég að ég hafi aldrei heklað neitt
annað en dægrastyttingu. Svo gat
maður týnt sér tímunum saman yf-
ir hasarblöðunum sem voru í
bunkum þarna frá fyrri tíð, þegar
Bjarni og Gunni frændi bjuggu hjá
ykkur afa. Og allir Match-Box bíl-
arnir, allt dótið, já ? og kúreka-
hattarnir! Ég veit ekki hversu oft
maður setti þá upp, fékk lánaða
hjá þér leðurhanska og klút til
hylja andlitið í bankaránum og
sandroki, hulstraði sexhleypurnar
og hélt á vit ævintýranna í Nýju-
Mexíkó eða niðri í kjallara eða
heimti tolla af hverjum þeim sem
vildi komast upp stigann, upp á
aðra hæð. Og oft var stofan und-
irlögð í bílabrautum, kubbum, tin-
dátum og ófreskjum. 
Það var frábært að vera hjá þér
og sakna ég þess, með ljúfar minn-
ingar í huga, að geta aldrei aftur
heimsótt þig, troðið mig út af
djúpsteiktum karfa á föstudögum,
hjálpað þér við að kríta klæðasn-
iðin inni í borðstofu, hlaupið fyrir
þig niður í Hringval eftir potti af
mjólk og passað mig á bílunum í
leiðinni auðvitað, falið mig í komp-
unni uppi í svefnherbergi innan
um gamlan gítar, nautshausinn
(sem er uppi á vegg hjá mér
núna), kyrkislönguna mjúku og
allt hitt gamla dótið. Ég sakna
þess að hlusta á þig humma og
söngla inni í prjónaherbergi á
meðan saumavélin vann og ilmsins
úr eldhúsinu sem var svo lokkandi
og ég sakna þess, að hrökkva
stundum í kút yfir að heyra þig
kalla af öllum lífs og sálar kröftum
upp stigann á afa sem var með
fréttirnar í botni uppi í sjónvarps-
herbergi: ?Matur!?
Elsku amma Imba, þín mun ég
ávallt minnast með sælubrosi á vör
? því það var ekkert nema tóm
sæla að vera hjá þér ? og mér þyk-
ir óskaplega vænt um þig. Guð
geymi þig og varðveiti.
Darri Gunnarsson.
Elsku Imba amma mín.
Ég trúi því varla að þú skulir
vera farin. Þú hefur verið svo lengi
með þennan hræðilega sjúkdóm og
nú hefur hann tekið þig frá okkur.
Ég man það eins og í gær þegar
ég var í heimsókn hjá ykkur Gunn-
ari afa, ég gat gleymt mér í leik-
fangakassanum góða, stolist í kex-
skápinn og þegar þú gafst mér
súkkulaðidropana, oh, mér þóttu
þeir svo góðir. Hver man svo ekki
eftir ullarbolunum. Ég fór varla út
úr húsi nema vera í ullarbol sem
þú bjóst til, svo hlýir og svo góðir.
Og þegar þú fékkst dúkkuna mína
lánaða í nokkra daga til að prjóna
á hana þessi dýrindis prjónaföt.
Húfu, peysu, sokkabuxur og
sokka. Allt í stíl. Allt svo vandað
og fallegt, enda þarf nú að leita
lengi eftir eins mikilli nákvæmn-
ismanneskju og þér. Svo gleymi ég
ekki þegar ég dró vinkonurnar
með mér í ísleiðangur til þín. Allt-
af tókstu okkur svo vel, skælbros-
andi yfir kjánalátunum í okkur
með pinnaísinn tilbúinn í höndum
þér.
Guð geymi þig, ég sakna þín.
Svanhildur Kristinsdóttir.
Ingibjörg Sófusdóttir
FRÉTTIR
EFNT verður til söngvaskálda-
kvölds, síðan jam session-spuna á
hinum splunkunýja tónlistar- og
skemmtistað DOMO, Þingholtsstræti
5, í kvöld kl. 21.
Þetta er annað kvöldið af þessu
tagi sem haldið er á DOMO og ung-
um sem eldri höfundum og flytjend-
um gefst kostur á að koma fram og
kynna verk sín, segir í fréttatil-
kynningu. Hljómsveitina sem mynd-
ar kjölfestuna á DOMO-kvöldunum
skipa Eyþór Gunnarsson hljómborðs-
leikari, Einar Scheving trommuleik-
ari, Óskar Guðjónsson gítarleikari og
Jakob Smári Magnússon bassaleik-
ari. ?5 höfundar þekktir og lítt þekkt-
ir hefja kvöldið með 1?2 lögum hver
við undirleik sveitarinnar en síðan
verður gefinn laus taumurinn á spuna
þar sem hljóðfæraleikarar stíga á
svið og leika af fingrum fram með
hljómsveit Eyþórs og félaga.
Aðgangur er ókeypis og öllum
heimill meðan húsrúm leyfir.
Það eru Félag tónskálda og texta-
höfunda í samstarfi við Félag ís-
lenskra hljómlistarmanna sem
standa fyrir söngvaskáldakvöldunum
á DOMO.?
Söngvaskáldakvöld á DOMO 
JÓLAFUNDUR Aglowkvenna
verður haldinn á morgun, 7. desem-
ber, kl. 20 í Skátaheimilinu Jötun-
heimum við Bæjarbraut í Garðabæ.
Herdís Hallvarðsdóttir mun
kynna nýútkomna bók, Skugga-
hirðir, og Edda Swan formaður
Landsstjórnar Aglow á Íslandi er
ræðukona kvöldsins. Stelpubandið
spilar undir og leiðir fjöldasöng.
Veitingar verða í boði.
Tekið er á móti bænarefnum og
fyrirbæn í lok fundarins. Allar kon-
ur eru hjartanlega velkomnar.
?Meginhlutverk Aglow er að
boða fagnaðarerindið um Jesúm
Krist, vera bænaher kvenna sem
biður fyrir landi og þjóð, hlúa að
fjölskyldu og vinum ásamt því að
færa sáttargjörð milli karls og
konu,? segir í tilkynningu.
Hægt er að kynna sér Aglow
starfið á heimasíðunum www.-
aglow.is eða www.aglow.org. 
Aglow í 
Garðabæ 
heldur jólafund
ALÞJÓÐAHÚS veitir viðurkenn-
ingu fyrir lofsverða frammistöðu í
málefnum innflytjenda og sam-
félagsins. Auglýst hefur verið eftir
tilnefningum, en viðurkenningar
verða afhentar í lok desember.
Veittar verða viðurkenningar í
þremur flokkum. Í fyrsta lagi til
fyrirtækis, stofnunar eða fé-
lagasamtaka, í öðru lagi til ein-
staklings af innlendum uppruna og
í þriðja lagi til einstaklings af er-
lendum uppruna. Í tveimur fyrr-
nefndu flokkunum er viðurkenning
veitt til aðila sem hafa gert meira í
málefnum innflytjenda en ætlast
má til. Í þeim síðastnefnda er gert
ráð fyrir að veita viðurkenningu
fyrir framlag viðkomandi til sam-
félagsins.
Skilafrestur á tilnefningum er til
og með 11. desember. 
Nánari upplýsingar fást á
www.ahus.is. 
Alþjóðahús 
óskar eftir 
tilnefningum
BRAUTIN ? bindindisfélag öku-
manna fagnar því framtaki lögregl-
unnar á Akranesi að senda for-
eldrum eða forráðamönnum
ólögráða ökumanna sem brjóta af
sér í umferðinni bréf þar um.
Brautin samþykkti nýlega ályktun
þessa efnis. Þar segir ennfremur:
Félagið telur að þetta hafi ótvírætt
forvarnagildi og hvetur jafnframt
önnur lögregluembætti til góðrar
eftirbreytni.
Fagna framtaki
lögreglu 
á Akranesi

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52