Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						|miðvikudagur|6. 12. 2006| mbl.is
staðurstund
Hörður Áskelsson kórstjóri og
orgelleikari hlaut Íslensku
bjartsýnisverðlaunin sem af-
hent voru í gær. » 41
verðlaun
Birta Björnsdóttir fjallar um
vinsældir þess að gera kvik-
myndir eftir glæpasögum um
þessar mundir. » 43
af listum
Hið ástfangna Hollywood-par,
Jenny McCarthy og Jim Car-
rey, ætlar ekki að gifta sig á
næstunni. » 49
fólk
Í dómi segir að Leiðin til Betle-
hem sé blessunarlega friðsæl
og falleg mynd um Jósef og
Maríu og fæðingu Jesú. » 45
kvikmyndir
Nýjasti geisladiskur Ragnheið-
ar Gröndal, Þjóðlög, fær fimm
stjörnur hjá Helgu Þóreyju
Jónsdóttur. » 42
gagnrýni
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen 
arnart@mbl.is
M
argar af okkar fram-
bærilegustu söng-
konum stíga fram
með plötu þessi jól-
in. Sumar eru að
reyna sig í fyrsta sinn á þeim vett-
vangi, á meðan aðrar eru reynslu-
meiri. Í einhverjum tilfellum hafa
áhugasamir þurft að bíða í árafjölda
eftir fyrstu afurðinni (Hafdís Huld),
í öðrum er verið að snúa aftur eftir
langt hlé á sólóplötusviðinu (Magga
Stína) og svo eru þær sem ?dæla?
þessu út, eins og t.a.m. Ragnheiður
Gröndal, sem gefur út fjórðu sóló-
plötu sína fyrir þessi jól þrátt fyrir
að vera rétt skriðin yfir tvítugt.
Nýkántrí
Bríet Sunna Valdemarsdóttir
hafnaði í þriðja sæti Stjörnuleit-
arinnar og gefur út sína fyrstu sóló-
plötu, Bara ef þú kemur með, fyrir
þessi jól. Stjörnuleitin reyndist
henni góður stökkpallur og hefur
hún haft í nógu að snúast eftir að
keppni lauk. Titillag plötunnar, sem
hún syngur ásamt Stefáni Hilm-
arssyni, varð mjög vinsælt í ár en
lagið var upprunalega flutt af
kántrísöngkonunni Lee Ann Wo-
mack. Bríet tjáir blaðamanni að lagt
hafi verið upp með að gera kántrí-
plötu, og vinsæl lög í ?nýkántrí?-
geiranum hafi verið valin á plötuna
og við þau gerðir íslenskir textar.
Bríet Sunna er nú á þeytingi um
landið ásamt Nylon-hópnum og
kynnir þar plötuna í gríð og erg.
Erfitt að velja
Fyrir fjórum árum gáfu þær
Selma og Hansa út plötuna Sögur af
sviðinu. Þær snúa nú aftur með Sög-
ur af konum, sem lýtur allt öðrum
lögmálum en sú fyrsta sem innihélt
góða og gegna söngleikjatónlist.
Sögur af konum inniheldur ný lög
og texta sem eiga það sammerkt að
vera í öllum tilfellum eftir konur. Á
meðal höfunda eru Ragnheiður
Gísladóttir, Anna Halldórs, Móeiður
Júníusdóttir og Ingibjörg Þorbergs.
Hansa, Jóhanna Vigdís Arnardóttir,
segir að þær stöllur hafi gengið með
þessa hugmynd í maganum nokkuð
lengi.
?Við vorum með áhyggjur af því
hvort við gætum fyllt disk en þegar
upp var staðið áttum við í erf-
iðleikum með að velja úr og hann
hefði þess vegna getað orðið tvö-
faldur.? Hún segir lögin jafn ólík og
höfundarnir eru margir, en þeir
Kiddi og Siggi, þekktir fyrir störf
sín með Hjálmum, hafi síðan bundið
þetta saman í eina heild.
?Svo eigum við sjálfar lög
þarna ? maður hefur verið spé-
hræddur við að ota sínum tota en
einhvers staðar þarf að byrja. Hug-
myndirnar streyma nú fram, ég er
nýkomin með hljóðfæri inn á heim-
ilið, þannig að þetta er rétt að
byrja.? 
Leikandi létt
Hera Björk gaf út sína fyrstu
plötu fyrir sex árum, jólaplötuna
Ilmur af jólum. Ný plata hennar ber
nafn höfundarins og inniheldur hún
ýmis lög erlendis frá en texta hefur
Hera samið að mestu sjálf.
?Lögin koma víðs vegar að, frá
Eistlandi og Hollandi t.d.,? segir
Hera. ?Það var löngu orðið tíma-
bært að gera plötu en hugmyndina
fékk ég þegar ég var í flugi til Ís-
lands fyrr á þessu ári. Ég setti mig
óðar í samband við Óskar Einarsson
og hann var til. Ég var að springa úr
tjáningarþörf.? Platan var unnin
hratt, í einu þriggja vikna rennsli.
Hera lýsir ferlinu sem óstjórnlega
skemmtilegu en vissulega hafi þetta
verið erfitt líka. ?En það sem virtist
erfitt að kvöldi var síðan orðið leik-
andi létt næsta morgun.? Hera segir
að þessi plata hafi ýtt henni úr vör
og hún er þegar byrjuð á næstu
plötu sem verður algerlega frum-
samin. Nú um stundir er hún í linnu-
lausri kynningarstarfssemi, til að
fylgja eftir plötu sem hún er ?drul-
luánægð? með.
London og Broadway
Þórunn Lárusdóttir gekk í sam-
starf við Friðrik Karlsson vegna
plötunnar Álfar og fjöll sem er nýút-
komin.
?Þetta var hugmynd frá Frið-
riki,? segir Þórunn. ?Að setja ís-
lensk lög í keltneskan stíl. Þeir hjá
Senu höfðu samband við mig og
spurðu hvort ég væri ekki til í að ljá
verkefninu rödd mína. Mér fannst
þetta spennandi og sló því til.? Þór-
unn fór til Lundúna þar sem Friðrik
býr og ?söng og söng og söng? eins
og hún orðar það. Útsetningarnar
eru Friðriks en Þórunn segir að
vissulega hafi þau kastað á milli sín
hugmyndum um hvernig bæri að
leysa þetta. Vinnan gekk vel fyrir
sig og segir Þórunn að hún hafi svo
sem ekki haft neinar fyrirmyndir
hvað sönginn varðaði.
?Það hafa ábyggilega einhverjar
keltneskar hugmyndir gárað undir
hjá mér en mest megnis reyndi ég
bara að syngja þetta eins og Þórunn
Lár hefði gert það!? 
Þá er út komin fyrsta plata Guð-
rúnar Árnýjar, og kallast hún Eilíft
Andartak. Guðrún Árný á að baki
langan söngferil og almenningur
ætti að kannast við hana sem eina af
Frostrósunum. Auk þess hefur hún
tekið þátt í fjöldanum öllum af
Broadway-sýningum og þrisvar hef-
ur hún tekið þátt í forkeppni Evr-
óvisjón. Guðrún semur mest allt efn-
ið á plötu sinni sjálf en það var Þórir
Baldursson sem stýrði upptökum.
Þjóðlög og fleira
Ástæða er til að nefna eftirfar-
andi plötur einnig en stærri viðtöl
vegna þeirra hafa þegar birst í
blaðinu eða eru á leiðinni.
Eins og nefnt er í upphafi, gaf
Ragnheiður Gröndal út fjórðu sóló-
plötu sína, Þjóðlög, út í haust en
plötuna vann hún með Hauki bróður
sínum.
Hafdís Huld gaf þá út langþráða
sólóplötu, Dirty Paper Cup. Hildur
Vala gaf út aðra plötu sína fyrir
stuttu, Lalala, og kveður þar við
nokkurn annan tón en á fyrstu plötu
hennar. Trúbadorinn Lay Low hef-
ur þá vakið mikla athygli fyrir sína
fyrstu plötu, Please Don?t Hate Me,
sem ber með sér angurværan og
tregafullan kassagítarblús.
Í djúpum dal er heitið á annarri
sólóplötu Regínu Óskar, en fyrsta
plata hennar, samnefnd henni, kom
út fyrir réttu ári. Það er sjálfur
Barði Jóhannsson sem sér um út-
setningar og fékk platan lofsamlega
dóma hér í Morgunblaðinu. Magga
Stína fer þá frábærlega með lög
Megasar á plötunni Magga Stína
syngur Megas, og þar er m.a. að
finna þrjú ný lög eftir meistarann.
Önnur Magga Stína, Fabúla, gaf þá
út sína þriðju plötu í haust, Dusk
kallast hún, en fimm ár eru síðan
Kossafar á ilinni kom út. Þá gefur
Elísabet Eyþórsdóttir út plötuna
Þriðja leiðin, en Elísabet er dóttir
Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs
Gunnarssonar. Á plötunni syngur
hún texta eftir Einar Má Guðmunds-
son við lög eftir Börk Hrafn Birg-
isson.
Sírenurnar kalla
Idol-stjarna Stjörnuleitin reyndist Bríeti Sunnu góður stökkpallur. Rösk Hera Björk segir að platan sín hafi verið unnin hratt.
Tónlist | Mikill fjöldi íslenskra söngkvenna úr ýmsum tónlistargeirum með geislaplötu fyrir jólin 
STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur
gengst fyrir fyrirlestraröð um þýðingar. Í
fyrirlestrunum sem verða 6., 7. og 12. des-
ember skýra þýðendur frá vinnu sinni og
glímunni við verkið. 
Í dag, 6. desember, fjallar Silja Að-
alsteinsdóttir um þýðingu sína á Wuthering
Heights eftir Emily Brontë. Wuthering
Heights er meðal frægustu skáldsagna
enskra bókmennta og kemur enn út í mörg-
um útgáfum á ári hverju þótt hún sé að
verða 160 ára. 
Silja kynnir nýútkomna þýðingu sína og
fræðir áheyrendur m.a. um hvers vegna tit-
illinn fékk að halda sér á frummálinu. Bókin
er þekkt hér á landi undir heitinu Fýkur yf-
ir hæðir í þýðingu Sigurlaugar Björns-
dóttur. 
Erfiðleikarnir við Mírgored
Á morgun, 7. desember, ræðir Árni Berg-
mann um þýðingu sína á Mírgorod eftir
Nikolaj Gogol og hvers slags erfiðleika er
við að etja þegar sögur eftir Gogol eru
þýddar. Gogol var einn helsti meistari rúss-
neskrar frásagnarlistar. Hann sameinar í
verkum sínum hugarflug og beitta kímni
sem njóta sín ekki síst í smásögum hans. 
Hávallaútgáfan hefur
gefið út sagnasafnið
Mírgorod sem sam-
anstendur af fjórum sög-
um sem allar eiga það
sammerkt að vísa til
heimahaga skáldsins í
Úkraínu. 
Sama dag fjallar Ólöf
Eldjárn um Undantekn-
inguna eftir Christian
Jungersen sem hlaut
dönsku bóksalaverðlaunin árið 2004 og bók-
menntaverðlaun Danska ríkisútvarpsins. 
Undantekningin er saga um hin mörgu
andlit ástarinnar og illskunnar. Hún er
margföld metsölubók í Danmörku og víða
um heim. Fyrsta skáldsaga Christian Jun-
gersen, Krat, sem kom út árið 1999, færði
honum bókmenntaverðlaun BogForums og
þriggja ára starfslaun frá Statens Kunst-
fond. Ólöf fjallar um verkið sjálft og greinir
frá vinnu sinni við þýðinguna. 
Þann 12. desember fjallar Guðni Kol-
beinsson um Eragon ? Öldungurinn, sem nú
trónir í 1. sæti metsölulista New York Tim-
es yfir innbundnar bækur fyrir ungt fólk.
Höfundurinn hóf að skrifa bækurnar aðeins
17 ára gamall og hefur komið á óvart
hversu þroskuð skrif hans eru. Þýðingar á
barna- og unglingabókum eru ekki síður
krefjandi og fáir sem státa af jafnmikilli
reynslu í því og Guðni Kolbeinsson. 
Síðasti fyrirlesturinn er síðan umfjöllun
Guðlaugs Bergmundssonar um þýðingu sína
á Krossmessunni eftir Jógvan Isaksen.
Þetta er sakamálasaga og mest selda bókin
í Færeyjum 2005. 
Fyrirlestrarnir fara allir fram í Lögbergi,
stofu 101 og hefjast kl. 16.30. 
Þingað um þýðingar
Silja 
Aðalsteinsdóttir 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52