Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.12.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ÞórarinnÖfjörð Pálsson fæddist á Litlu- Reykjum í Hraun- gerðishreppi 27. október 1922. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands 29. nóvem- ber síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Páls Árnasonar, f. 1889, d. 1975, og Vil- borgar Þórarins- dóttur Öfjörð, f. 1892, d. 1975. Systkini Þórarins eru Árni Gunnar, f. 1920, Guðný, f. 1921, d. 1990, Guðrún, f. 1924, d. 1983, Ingibjörg Guðrún, f. 1926, d. 1967, og Stefanía Ragn- heiður, f. 1931. Eiginkona Þórarins er Sigríð- ur Gísladóttir, f. á Þorvalds- stöðum í Hvítársíðu í Borgarfirði 4. maí 1931, dóttir hjónanna Gísla Guðmundssonar, f. 1903, d. 1975, og Þóru Guðmundsdóttur, f. 1907, d. 1998. Þórarinn og Sig- ríður gengu í hjónaband 24. jan- úar 1953. Börn þeirra eru: 1) Þórir Lingdal, f. 1953, maki Ás- dís Svala Guðjónsdóttir, f. 1955, börn þeirra eru a) Guðjón Birgir, sambýliskona Margrét Ósk Ingj- aldsdóttir, dóttir þeirra Freyja Kristín, b) Erla Fanney, sam- býlismaður Bjarki Már Júlíusson, og c) Gísli Örn. 2) Páll, f. 1954, maki Sólrún Stefánsdóttir, f. 1960, börn þeirra eru a) Svandís f. 1971, maki Úlfhéðinn Sigur- mundsson, f. 1967, börn þeirra Erna Dögg, Rakel Lind og Andr- ea Ýr. 10) Ingibjörg, f. 1975, sambýlismaður Jósef Geir Gunn- arsson, f. 1972, synir þeirra Gunnar Geir, Máni og Þórður Breki. Uppeldissonur í níu ár er Guðjón Helgi Axelsson, f. 1971. Þórarinn var fæddur og uppal- inn á Litlu-Reykjum og bjó þar alla tíð. Hann gekk í skóla í Þingborg í Hraungerðishreppi og var hálfan vetur í Íþróttaskól- anum í Haukadal hjá Sigurði Greipssyni. Hann útskrifaðist sem bifvélavirki 1947 frá Kaup- félagssmiðjunum og öðlaðist síð- ar meistararéttindi. Þau Þórar- inn og Sigríður hófu búskap á Litlu-Reykjum 1953. Hann kom víða við í vinnu, t.d. hjá hernum í Kaldaðarnesi, Agli Vilhjálmssyni og við Sogsvirkjanirnar. Hann rak bifvéla- og járnsmíðaverk- stæði á Litlu-Reykjum samhliða búskap og smíðaði meðal annars fiskigogga og vegristar sem fóru víða um land. Þórarinn útskrif- aði einn nemanda í bifvélavirkj- un, Þóri son sinn. Hann stundaði skólaakstur í 30 ár, og vann ýmis önnur störf fyrir Hraungerð- ishrepp, var stjórnarmaður í Búnaðarfélagi Hraungerðis- hrepps til margra ára, einnig í stjórn Skógræktarfélags Hraun- gerðishrepps. Útför Þórarins verður gerð frá Hraungerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Bára, sambýlis- maður Jón Þór Jóhannsson, dóttir þeirra Brynja Líf, b) Þórarinn, c) Val- gerður, og d) Árni Freyr. 3) Vilborg, f. 1955, maki Einar Axelsson, f. 1950, börn þeirra eru a) Sigríður, maki Frið- bert G. Gunnarsson, börn þeirra Lilja Ísey og Einar Ísak, og b) Kristrún. 4) Gísli, f. 1956, fyrr- verandi eiginkona Svandís Guð- mundsdóttir, f. 1961, synir þeirra Guðmundur Þór og Sævar Örn. 5) Þorvaldur Heiðar, f. 1959, maki Ragnheiður Elísabet Jónsdóttir, f. 1963, dætur þeirra Unnur, Linda Ósk, Edda og Heiðrún Stella. 6) Gunnhildur, f. 1961, maki Haraldur Sigur- mundsson, f. 1959, börn þeirra Sigurður Þór, Þórfríður Soffía og Eyrún Halla. 7) Sigþór, f. 1963, maki Jóna Vigdís Evudótt- ir, f. 1965, börn þeirra Hafþór Smári, Þórarinn Jón og Þorri Elí. Fóstursynir Björn Unnar Valsson, Óskar Örn og Sigurður Snær Guðmundssynir. 8) Steinn, f. 1968, maki Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir, f. 1965, synir þeirra Gunnlaugur Steinn og Páll Árni. Fósturdætur Ruth Margrét, maki Auðun Daníels- son, Arnleif Margrét og Kristrún Dagmar Friðriksdætur. 9) Þóra, Elsku pabbi minn, mig langar til að minnast þín hérna í nokkrum orðum. Ég hef nú ekki þessa frá- sagnarsnilli eins og þú hafðir, þú hafðir alltaf svo gaman af að segja sögur, hvort sem það var eitthvað sem hafði gerst í gamla daga eða að segja mér sögu fyrir svefninn, þá voru það einhver ævintýri, Fóa fettirófa, Búkolla og fleiri sögur og svo voru oft þjóðsögurnar teknar fram, ég man hvað mér fannst þetta skemmtilegar stundir. Þú lifðir þig mikið inn í sögurnar, ef eitthvað var ógurlega fyndið þá gast þú varla stundum sagt söguna vegna hláturs og svo aftur ef eitt- hvað var sorglegt þá brutust smát- ár fram. Þú varst mikil tilfinn- ingavera pabbi minn. Að spila á spil var eitt sem þú hafðir alveg yndi af, enda var oft spilað á heim- ilinu, mér fannst nú ekki alltaf gaman að tapa fyrir þér sökum þess að þá varð svo ógurlega gam- an hjá þér og maður þoldi það nú kannski ekkert alltof vel, en ég held líka að þér hafi nú heldur ekki þótt gaman að tapa vegna þess að þá sagðirðu kannski ekki orð. Í dag held ég að ég hafi erft þessa kátínu yfir því ef ég er að vinna í spilum, allavega þolir maðurinn minn frekar illa að tapa fyrir mér. Eitt er mjög sterkt í minning- unni, það var þegar þú malaðir okkur Viðju í skautahlaupi. Við vinkonurnar vorum sem oftar úti á skautasvelli, okkur fannst við vera svakalega klárar. Þú komst hlaup- andi með gömlu hokkískautana þína og spurðir okkur hvort við værum til í smákapphlaup. Við héldum það nú, það væri ekki mik- ið mál að vinna þann gamla, vorum mest hræddar um að þú færir þér að voða og myndir kannski verða tapsár. En svo hófst keppnin, þú þaust fram úr okkur og við höfðum ekki roð við þér, þú hreinlega stakkst okkur af. Við áttum ekki orð yfir þessu, en þú hafðir óg- urlega gaman af þessu öllu saman. Þetta lýsir því hvað þú varst hraustur fram eftir öllu, hljópst um eins og unglingur. Þegar ég verð eitthvað lasin bið ég manninn minn oft að strjúka á mér bakið eins og þú gerðir, því þegar ég var stelpa og eitthvað lasin komst þú, pabbi minn, og straukst bakið mitt og oft gat það lagað heilmikið. Þú varst alveg sérfræðingur í því, einnig geri ég þetta alltaf við strákana mína þeg- ar þeir verða lasnir og segi þeim að svona hafi afi alltaf gert fyrir mig. Nokkru áður en þú fékkst áfallið sagðirðu við mig að þú hefð- ir alltaf ætlað að fara með mig, þegar ég var lítil stelpa, og sýna mér einhvern veiðistað sem þú vissir um, en það hefði aldrei orðið neitt úr því og þú sæir svolítið eft- ir því. Ég sagði að það væri ekkert orðið of seint þótt ég væri orðin fullorðin, þannig að það var ákveð- ið að við færum saman næsta sum- ar á veiðistaðinn góða. En því mið- ur varð ekkert úr þessari veiðiferð okkar sökum þess að þú fékkst heilablóðfallið stuttu seinna. Manni finnst óréttlátt að fólki sé kippt svona úr sambandi einn dag- inn, maðurinn sem hafði svo mikið yndi af því að tala og segja sögur gat það varla lengur. Mér þótti al- veg óskaplega sárt hvernig þetta þurfti að vera allt saman. En ég minnist þín eins og þú varst áður. Sonur minn sagði við mig rétt áður en þú fórst frá okkur: „Mamma, ef ég ætti tímavél þá myndi ég fara aftur í tímann og bjarga afa Dodda frá því að verða svona lasinn.“ Já, ég held að við hefðum mörg viljað það, en ég trúi því að núna hafir þú það miklu betra þarna á hinum staðnum og hlaupir um og segir sögur. Þú munt alltaf búa í hjarta okkar. Og þegar við hin komum til þín tekur þú á móti okkur opnum örmum og kannski tökum við eitt skautahlaup eða förum að veiða saman. Ég kveð þig með miklum söknuði pabbi minn. Þín Ingibjörg. Þegar ég rifja upp minningar um tengdaföður minn Þórarin Pálsson koma okkar fyrstu kynni fram í huga minn. Þar er ég í heimsókn í hlýlegu eldhúsinu á Litlu-Reykjum fyrir um það bil sautján árum. Þórarinn var ekkert að tvínóna við hlutina heldur rakti strax úr mér garnirnar og vildi vita allt um ættir mínar og upp- runa. Brennandi áhugi hans á ætt- fræði og á fólki almennt var ein- kennandi fyrir hann. Hann hafði einnig mjög gaman að því að segja sögur og lifði sig gjarna inn í þær svo unun var á að hlýða. Frásagn- argleði hans var einstök og hreif áheyrendur með sér, hvort sem hann var að segja börnum þjóðsög- urnar eða samtímafólki sögur frá líðandi stundu. Hann keyrði lengi vel skólabíl- inn í hreppnum og átti því oft leið á Selfoss. Stundum kom hann þá til okkar á Heiðarveginn og heim- sóknir hans voru kærkomnar, sér- staklega fannst strákunum varið í þegar afi kom með eitthvert góð- gæti handa þeim og það klikkaði ekki, því venjulega kom hann fær- andi hendi. Hann vissi sem var að á stóru heimili var marga munna að metta og hann hafði ánægju af því að rétta fram hjálparhönd því gjafmildi hans og góðmennska voru sönn. Stundum tók hann sig til og sýndi listir, eða brögð, því hann var kattliðugur og sterkur. Reyndu þá allir að leika það eftir og þóttust góðir ef það tókst. Þetta var oft hin mesta skemmtun og hláturinn ekki langt undan. En þessar ferðir hans féllu niður og samband okkar rofnaði með ár- unum. En hann fylgdist með fjöl- skyldu okkar og hafði alltaf áhuga á að heyra hvað við værum að braska hverju sinni. Þórarinn tengdafaðir minn er farinn en minningin um góðan mann lifir áfram í hjörtum okkar allra sem fengum að kynnast hon- um. Elsku Stella, og allir aðrir að- standendur, megi guð styrkja ykk- ur í sorginni. Jóna Vigdís Evudóttir. Elsku afi Doddi. Þegar við kveðjum þig koma upp margar minningar sem tengjast þér. Það er ekki skrítið því við systurnar erum svo heppnar að búa á sama hlaði og þið amma og ferðirnar ófáar sem farnar hafa verið yfir til ykkar. Við settumst nánast að og oft var erfitt að koma okkur aftur heim í mat á réttum tíma og í einhverju tilfelli þóttumst við veðurtepptar hjá ykkur og þá fengum við að gista eins og oft áð- ur. Amma las þá alltaf fyrir okkur og þú sagðir okkur ævintýri sem okkur fannst mjög skemmtilegt því pabbi kunni svo fá en þú svo mörg og þurftum við helst að heyra þau öll og gat það því tekið langan tíma að koma okkur í rúmið. Við vorum líka vel settar þegar kom að fyrsta skóladeginum og fyrstu ferðinni með skólabílnum því þú keyrðir skólabílinn og það var miklu minna mál að fara með þér í skólann en einhverjum ókunnugum manni, þegar maður var sex ára. Og hver man ekki eft- ir Gylfa Ægis og súkkulaðinu i skólabílnum hjá „Tóta“ eins og krakkarnir kölluðu þig, en við köll- uðum þig aldrei annað en afa Dodda. Með aldrinum lærum við betur og betur að meta hvað við vorum heppnar að hafa þig á hlaðinu hjá okkur og erum heppn- ar að hafa ömmu þar enn, því manni fannst það svo sjálfsagður hlutur og eitthvað sem myndi aldr- ei breytast. Við kveðjum þig með söknuði elsku afi en vitum að þú ert á góð- um stað eftir langa og góða ævi. Systurnar á Litlu-Reykjum; Unnur, Linda, Edda og Stella. Þegar ég svaraði í símann að- faranótt miðvikudags var það það eina sem ég heyrði að hann afi væri dáinn. Það sem ég hugsaði þegar síminn hringdi var þá rétt. Það sem eftir lifði nætur liðu um huga minn ljúfar minningar um góðan mann. Það fyrsta sem kem- ur upp í huga minn um afa þegar ég hugsa til baka er þegar við sát- um við eldhúsborðið á Litlu-Reykj- um að spila. Við spiluðum ólsen ól- sen og afi teygði höfuðið yfir til að reyna að kíkja á spilin mín. Ég var fljót að læra að passa upp á þau og af þessu lærði ég að vera ekkert að flagga þeim eins og sumir gera. Það var ósjaldan þegar ég kom upp í sveit að það lá gestaþraut á eldhúsborðinu, heimatilbúin af afa og varð maður að glíma við hana tímunum saman. Afi var skólabílstjóri til fjölda ára og man ég eftir því að krakk- arnir töluðu um að hann keyrði alltaf svo hægt, hann væri alltaf að skoða svo mikið. Ég varði hann alltaf með því að spyrja þann er hlut átti að máli: „Komstu of seint?“ svarið var „nei“ og þar með var málið útrætt. Afi og amma buðu mér að koma með sér hring- inn í nokkur skipti, en úr þeim ferðalögum á ég margar skemmti- legar minningar enda var hann sérlega fróður um náttúruna og landið. Einnig er mér minnisstætt hvað hann þekkti marga, það var alveg sama í hvaða sveitarfélag við komum, alltaf gat hann stoppað á bæ og fengið sér kaffisopa. Eitt skipti stoppuðum við á Akureyri til að taka olíu og þá sáum við, ég og Imba dóttir hans, hjólabáta. Lang- aði okkur ógurlega að prófa, en hann sagði að við hefðum engan tíma í það, við yrðum að halda áætlun. Þrátt fyrir þennan stífa tímaramma höfðum við vart ekið í klukkutíma þegar við keyrðum framhjá einhverjum bæ, sem hann þekkti til á en vildi hann þá ólmur koma við og fá sér kaffisopa. Eitt af hans áhugamálum var einmitt að spjalla við áhugavert fólk ásamt því að skrá niður minningar um aðra og segja skemmtilegar sögur, enda var hann frábær sögumaður. Á þessum ferðalögum okkar gist- um við mikið á farfuglaheimilum og var það lífsreynsla út af fyrir sig. Til dæmis man ég að á einu gistiheimilinu voru kojurnar mjög háar og bað afi mig um að sofa í neðri kojunni. Ég tók það nátt- úrlega ekki í mál, og vildi gera eins og fyrirmyndin mín hún Imba og svaf eins og steinn í efri kojunni alla nóttina. Afi bannaði mér ekki að sofa í efri kojunni, en hinsvegar kom honum ekki dúr á auga þar sem ég svaf á blábrúninni með aðra hönd niður. Hann hafði svo miklar áhyggjur að hann sleppti því frekar að sofa til þess að vera viðbúinn að grípa mig ef ég dytti. Árið 2000 veiktist hann alvar- lega og hafði það mikil áhrif á hann, ömmu og okkur öll. Ég vona að honum líði betur þarna hinum megin og mun ég kenna börnunum mínum það sem hann kenndi mér. Sem dæmi þá fékk Brynja Líf, dóttir mín, hita daginn eftir að hann kvaddi þenn- an heim og ég sagði við hana „Afi minn sagði alltaf að maður ætti að vera í sokkum þegar maður væri með hita.“ Elsku afi, þú skilur mikið eftir þig og mátt vera stoltur af þér og ömmu að koma tíu börnum til manns og enn fleiri barnabörnum. Þín verður sárt saknað og veit ég það vel að mikið verður talað um þig. Margir gráta bliknuð blóm. Beygja sorgir flesta. Án þess nokkur heyri hljóm, hjartans strengir bresta. Valta fleyið vaggan sér votum hafs á bárum. Einatt mæna eftir þér augun, stokkin tárum. Enginn getur meinað mér minning þína’ að geyma. Kring um höll, sem hrunin er, hugann læt ég sveima. – (Erla.) Elsku amma, Þórir, pabbi, Vil- borg, Gísli, Gunnhildur, Þorvaldur, Sigþór, Steinn, Þóra, Imba og fjöl- skyldur ykkar, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Svandís Bára Pálsdóttir. Kæri afi, það er undarlegt að hugsa að þú hafir kvatt okkur í hinsta sinn. Þegar við minnumst þín þá er það hinn glaði og spengi- legi afi sem kemur upp í hugann. Alltaf svo stutt í hláturinn og sér- staklega þegar þú varst að vinna í spilum. Þú hafðir alltaf eitthvað fyrir stafni og sast aldrei iðjulaus, varst t.d. að smíða gogga í smiðj- unni þinni eða gera við. Í hvert skipti sem við komum í heimsókn var okkur tekið opnum örmum og fundum við ávallt fyrir miklum kærleik hjá þér og ömmu. Síðan biðu okkar hinar ýmsu sögur af liðnum atburðum. Það var alltaf mjög gaman að hlusta á þig og lærði maður fullt af lýsingarorðum sem komu fyrir í sögunum sem ekki eru lengur notuð í dag. Síðan hlóstu heil ósköp og allir í kring tóku undir. Þú varst líka duglegur að koma þessum sögum niður á blað svo að þær gleymdust nú örugglega ekki. Einnig varstu mjög fróður um gamla verkhætti og var mjög gaman að hlusta á þig lýsa fyrir manni hvernig hlutirnir voru gerðir í gamla daga. Þar að auki var ættfræði þér hugleikin og gastu rakið ættir langt aftur. Elsku afi, er við kveðjum þig með söknuði erum við þakklát fyr- ir þær stundir sem við áttum með þér. Blessuð sé minning þín. Eyrún, Sigurður og Þórfríður. Mikill áhuga- og áhlaupamaður er fallinn. Stóð við aflinn meðan stætt var. Þórarinn Pálsson fædd- ist á Litlu-Reykjum í þeim gamla Hraungerðishreppi þar sem for- eldrar hans, Vilborg og Páll, bjuggu langa ævi. Og þar bjó hann ásamt komu sinni, Stellu, þar til yfir lauk eftir meira en hálfrar ald- ar sambúð. Ævistarfið orðið langt og ávöxtur þess mikill. Tíu mann- vænleg börn sem öll komust til manns og hafa aukið kyn sitt. Það var gróandi í hugum manna um það leyti sem þau Sigríður Gísladóttir og Þórarinn Pálsson settu saman heimili sitt á Litlu- Reykjum. Innréttuðu risið á bæj- arhúsinu og fluttu upp í sitt hosiló. Jörðin var ekki mikil flutningsjörð á þess tíma mælikvarða og nam Þórarinn bifvélavirkjun hjá Kaup- félagi Árnesinga, ákveðinn að gera búskap ekki að meginævistarfi. Það sagði hann þeim sem þessar línur setur á blað. Á þeirri tíð var Flóaáveitan enn starfrækt og bæ- irnir í Flóanum rétt stóðu upp úr hafinu. Eftirminnileg sjón dreng úr Reykjavík sem kom til sveitad- valar austur þar árið 1957. Flóð- gátt var opnuð úr Hvítá í landi Brúnastaða og frjósöm jökulleðjan barst með vatninu yfir engjaland Flóans eins og í Mesópótamíu til forna. Það var heyjað í víðáttu- miklum Sortanum milli Reykja- hverfis og Langholtshverfis. Odd- geirshólasorti var líka hluti af slægjulandinu. Þegar jökulvatnið hafði legið á landinu og veitt því áburð í hæfilegan tíma var skrúfað fyrir lokurnar á flóðgáttinni upp frá og landið tók að rísa á ný. Þá urðu víða eftir tjarnir, sem kall- Þórarinn Öfjörð Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.