Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FJALLAÐ var
um skáldsögu
Ólafs Jóhanns
Ólafssonar, Ald-
ingarðinn, í hinu
virta fagtímariti
Publishers
Weekly (PW) í
síðustu viku. Fer
gagnrýnandi
tímaritsins já-
kvæðum orðum
um bókina sem er væntanleg í versl-
anir vestanhafs í janúar undir nafn-
inu Valentines: Stories.
Í dómnum kemur m.a. fram að
bókin bjóði upp á vægðarlausa skoð-
un á kulnuðum hjónaböndum fólks á
miðjum aldri. Þá segir gagnrýnand-
inn að Ólafur Jóhann geri grundvall-
arstaðreyndum tiltekins ástands eða
hjónabands skil með einkar sann-
færandi hætti í eintóna, til-
brigðalausum og undarlega flötum
texta, en umfjölluninni lýkur hann
svo á þeim nótum að norrænn real-
ismi Ólafs Jóhanns, sem sé ?á la
Bergman?, sé ?skelfilega heillandi?.
Aldingarðurinn er ein fimm bóka
sem tilnefndar eru til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna í flokki fag-
urbókmennta. Hérlendis er það
Edda útgáfa sem gefur bókina út en
Random House í Bandaríkjunum.
Þar í landi hafa áður komið út eftir
Ólaf Jóhann bækurnar Walking into
the Night (Höll minninganna), Ab-
solution (Fyrirgefning syndanna) og
The Journey Home (Slóð fiðrild-
anna).
Aldingarð-
urinn í PW
Gagnrýnandi segir
bókina heillandi
Ólafur Jóhann
Ólafsson
SYSTKININ KK og Ellen
verða með jólatónleika í
Hveragerðiskirju á morgun
klukkan 20.30. Þau munu
flytja lög af plötu sinni Jólin
eru að koma sem kom út í
fyrra. Einnig munu þau flytja
splunkuný lög og sömuleiðis
eitthvað af eldri lögum sem
landsmenn kannast flestir við.
KK og Ellen til halds og
trausts verður gítarleikarinn Guðmundur Pét-
ursson.
Midasala er á midi.is, í Skífubúðum og versl-
unum BT á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum.
Nánari upplýsingar er að finna á www.kk.is.
Jólatónleikar
KK og Ellen í
Hveragerðiskirkju
KK
Í NÝÚTKOMINNI bænabók,
sem Karl Sigurbjörnsson bisk-
up Íslands hefur tekið saman
og gefin er út hjá Skálholts-
útgáfunni, er að finna fjölda
bæna fyrir margs konar tilefni.
Um er að ræða bæði gamlar og
nýjar bænir, þekktar sem
minna kunnar. Meðal bæna má
nefna bænir sjúkra, bænir fyr-
ir friði, kvöldbænir, borðbænir
og ferðabænir. Þá inniheldur
bókin einnig skriftarspegil, fyrirbænir sem og
leiðbeiningar við helgistundir.
Útlit er í höndum listakvennanna Bjargar Vil-
hjálmsdóttur og Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur.
Bækur
Skálholtsútgáfan
með nýja bænabók
Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands.
DAGSKRÁ helguð Rússanum
Vladimír Vysotský verður flutt
í kvöld á þriðja og síðasta
skáldakvöldinu fyrir jól í MÍR-
salnum, Hverfisgötu 105 kl. 20. 
Vysotský var frægur rúss-
neskur leikari, skáld, tónlistar-
maður og gagnrýninn trúbador
á Sovéttímanum. 
Sergej Gúshín sendiráðsrit-
ari og Olga Alexandersdóttir Markelova, bók-
menntafræðingur, ræða um Vysotský á íslensku
auk þess sem sýnt verður brot úr einni kvikmynd
Vysotskýs. 
Ókeypis aðgangur og öllum heimill, kaffiveit-
ingar í boði að lokinni dagskrá.
Skáldakvöld
Vysotský á skálda-
kvöldi í MÍR
TILKYNNT var um stofnun Tón-
skáldasjóðs 365 á Degi íslenskrar
tónlistar sem Samtónn, hagsmuna-
samtök tónlistar á Íslandi, gekkst
fyrir á Hótel Borg í gær. Frum-
kvæði að stofnun sjóðsins átti Magn-
ús Kjartansson, fyrrverandi formað-
ur STEFs. Það eru 365 miðlar ásamt
STEFi sem stofna til sjóðsins og
markmið hans er að styrkja tón-
skáld og textahöfunda til nýsköp-
unar á sviði tónlistar. Styrkir úr
sjóðnum nema allt að sex milljónum
kr. á ári og fyrirhugað er að fyrstu
styrkirnir verði veittir á næsta ári. 
Fram kom í máli Jakobs Frí-
manns Magnússonar, formanns Fé-
lags tónskálda og textahöfunda,
FTT, að tónlistarstarf væri blóm-
legra í landinu en nokkru sinni áður.
Útgefnir geisladiskar væru á þriðja
hundrað talsins sem þýddi að það
væri verið að gefa út á þriðja þúsund
lög. Hann kvaðst einnig vonast til
þess að Dagur íslenskrar tónlistar
yrði hér með festur í sessi. Jafn-
framt veittu samtök tónlistarmanna
Mána Svavarssyni viðurkenningu á
Degi íslenskrar tónlistar fyrir að
hafa náð fjórða sæti á breska vin-
sældalistanum með Latabæjarlagi
sínu. Hann hefur náð gullplötu með
árangri sínum því selst hafa yfir
100.000 smáskífur með laginu. 
Tónskáldasjóður 365 stofnaður
Morgunblaðið/ÞÖK
Tónlistarmenn Baggalútur tók lagið á Hótel Borg í gær.
Tónlist | Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í gær

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52