Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGAR úr 10. bekk í Síðu-
skóla munu koma á Amtsbókasafnið
á Akureyri og lesa upp úr 20 nýjum
bókum, annars vegar í dag og hins
vegar á morgun, fimmtudag. Báða
dagana verða þau í bókasafninu á
milli 16 og 17.
Í dag verður lesið upp úr þessum
bókum: Viltu vinna milljarð?, Háski
og hundakjöt, Land hinna týndu
sokka, Ríki gullna drekans,
Konungsbók, Fljótandi heimur,
Ballaðan um Bubba, Nafnlausir veg-
ir, Heil brú.
Á morgun, fimmtudag, verður svo
lesið upp úr eftirfarandi bókum:
Feimnismál, Frostfiðrildi, Yosoy,
Indjáninn, Ég er ekki dramadrottn-
ing, Sunnudagsklúbburinn, Engla-
flug, Undan illgresinu, Fyrir kvöld-
dyrum, Skuggi vindsins, Þrumu-
fleygur.
Þetta er liður í því að leyfa ung-
lingum að æfa sig að tala fyrir fram-
an annað fólk, efla sjálfstraust og
þjálfa framkomu. ?Sýnum þeim
endilega stuðning og mætum á stór-
skemmtilega upplestra! Einnig mun
krakkarnir fjalla örlítið um bækurn-
ar, þannig að hér er um að ræða
glæsilega dagskrá hjá nemendunum
í Síðuskóla!? segir í tilkynningu.
L50098L50098L50098
SÍÐUSTU sýningar á leikritinu
Herra Kolbert verða um næstu
helgi. Leikritið var frumsýnt í októ-
ber og uppselt hefur verið á allar
sýningar verksins. 
L50098L50098L50098
YFIRLITSSÝNINGU á verkum
Drafnar Friðfinnsdóttur (1946?
2000) í Listasafninu á Akureyri lýk-
ur um næstu helgi. Dröfn lét mikið
að sér kveða í íslensku listalífi og
haslaði hún sér völl í einum erfiðasta
geira grafíklistarinnar, tréristunni.
Á stuttum en afkastamiklum ferli
vann hún fjölmargar tréristur sem
marka henni mikla sérstöðu í sögu
íslenskrar grafíklistar.
Nemendur í 10. bekk lesa úr
bókum á Amtsbókasafninu
AKUREYRI
EFRI hæð í parhúsi við Oddeyrar-
götu á Akureyri er því sem næst
ónýt eftir eldsvoða seint í fyrrakvöld.
Roskin kona hafði nýlega slökkt á
sjónvarpstæki sínu þegar sprenging
varð í tækinu og efri hæðin virðist
hafa orðið alelda á augabragði. Það
varð konunni til happs að hún brá sér
niður á neðri hæðina eftir að hafa
slökkt á sjónvarpinu.
Það var klukkan rétt tæplega hálf
tólf í fyrrakvöld sem tilkynnt var um
eldinn. Um er að ræða tveggja hæða
parhús neðarlega við Oddeyrargötu.
Lögreglu- og slökkviliðsmenn fóru á
vettvang og er þangað kom mátti sjá
talsverðan eld á efri hæð annarrar
íbúðarinnar. Í búðinni býr roskin
kona og komst hún út af sjálfsdáðum
en hún hafði gert ungu fólki sem býr
í hinni íbúðinni viðvart um eldinn
þegar lögregla og slökkvilið kom á
staðinn og komst það einnig út af
sjálfsdáðum. Engum varð líkamlega
meint af eldsvoðanum.
Slökkviliðsmenn slökktu eldinn á
um það bil tíu mínútum og síðan voru
íbúðirnar báðar reykræstar en mikill
reykur var á staðnum. Íbúar hússins
gistu hjá ættingjum og vakt var á
staðnum fram eftir nóttu.
Efri hæðin, þar sem eldurinn kom
upp, er nánast ónýt og þá eru tals-
verðar skemmdir af völdum reyks
sem fór um allt. Mikið af persónu-
legum munum konunnar eru ónýtir
eftir brunann.
Rannsóknardeild lögreglunnar á
Akureyri vann í gær að rannsókn
málsins en ljóst er að eldurinn kvikn-
aði vegna sprengingar í sjónvarps-
tækinu sem stóð í stofu á efri hæð-
inni.
Konan sem býr í íbúðinni gekk
niður á neðri hæðina eftir að hafa
slökkt á sjónvarpinu og skynjaði allt
í einu að eldur var laus á efri hæð-
inni. Hún á tvo smáhunda og það
varð hundunum að öllum líkindum til
lífs að þeir fylgdu eiganda sínum nið-
ur á neðri hæðina.
Ók undir áhrifum
Aðfararnótt þriðjudagsins stöðv-
aði lögreglan á Akureyri fjóra pilta á
bifreið og er ökumaðurinn grunaður
um að hafa verið undir áhrifum fíkni-
efna. Við leit í bifreið þeirra fundust
hafnarboltakylfa og butterfly-hnífur.
Að sýna- og skýrslutöku lokinni var
piltunum leyft að fara frjálsum ferða
sinna en hald var lagt á kylfuna og
hnífinn.
Efri hæð parhúss
ónýt eftir eldsvoða
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Efri hæðin ónýt Parhúsið á Oddeyrargötu 10 á Akureyri. Sjónvarp sprakk
með þeim afleiðingum að efri hæðin hægra megin er nær ónýt.
Sjónvarpið sprakk
og efri hæðin varð
alelda á augabragði 
Í HNOTSKURN
»
Sjónvarpstæki sprakk á
efri hæð parhúss og hæðin
varð alelda á svipstundu.
»
Roskin kona, sem býr í
íbúðinni var nýfarin niður
á neðri hæðina þegar sjón-
varpið sprakk. Tveir hundar
konunnar fylgdu henni niður á
neðri hæðina og það varð
þeim örugglega til lífs.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að styrkja
embætti miðborgarprests Dómkirkjunnar
um samtals fjórar milljónir í ár og á næsta
ári.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
segir að Reykjavíkurborg styðji margvíslega
starfsemi innan miðborgarinnar auk þeirrar
starfsemi sem þar sé rekin á vegum borgar-
innar sjálfrar. Styrkur til miðborgarstarfs
Dómkirkjunnar sé veittur til þeirra verkefna
sem snúi að samfélagsmálum. Miðborgar-
prestur taki þátt í samstarfi um ýmis verk-
efni sem unnið sé að á vegum borgarstofn-
ana, lögreglu, félagasamtaka og einstaklinga.
Miklum hluta starfsins sé ætlað að beinast að
börnum og unglingum. ?Dómkirkjan hefur
lagt áherslu á að svara breyttum aðstæðum
með nýjum áherslum í starfi sínu,? segir
hann. ?Reykjavíkurborg er tilbúin til að
styrkja starf eins og miðborgarpresti er ætl-
að að sinna til hagsbóta fyrir betra og auð-
ugra mannlíf í miðborginni.? 
Styrkurinn efli starfið
Að sögn borgarstjóra er vonast til þess að
styrkur Reykjavíkurborgar verði til þess að
efla miðborgarstarf Dómkirkjunnar. ?Með
þátttöku borgarinnar er þess vænst að mið-
borgarpresti gefist tækifæri til að sinna sam-
félagslegum verkefnum með þeim hætti sem
stefnt er að. Auðvitað er framlag borgar-
innar ekki miklir fjármunir miðað við það
mikilvæga starf sem miðborgarpresti er ætl-
að að sinna. Við verðum að gera okkur grein
fyrir að allt of margir eiga um sárt að binda
og þörfin er mikil. Ég vona svo sannarlega að
framlag borgarinnar skipti máli.?
Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur segir
framlag borgarinnar til starfs miðborgar-
prests vera mikilsvert og geri söfnuðinum
kleift að taka verkefnin fastari tökum. 
Fjölbreytt starfsemi
Sr. Þorvaldur Víðisson er nýr miðborgar-
prestur og starfar sem prestur við Dómkirkj-
una og á ábyrgð hennar. Hann er æskulýðs-
fulltrúi kirkjunnar og sinnir barna- og æsku-
lýðsstarfi hennar auk þess sem hann er í
hálfu starfi hjá borginni, þar sem hann sinnir
samfélagsmálum miðborgarinnar.
?Ég tek að mér ákveðin verkefni sem snúa
að hagsmunum borgarinnar, ýmis samfélags-
mál tengd stofnunum í borginni og fyrst og
fremst verkefni sem tengjast börnum og
unglingum,? segir Þorvaldur. Í því sambandi
nefnir hann m.a. samstarf um ýmis verkefni
við þjónustumiðstöðvar, lögreglu, Foreldra-
hús, Eineltissamtökin, Samtakahópinn, Sam-
an-hópinn og fleiri stofnanir, félög og ein-
staklinga fyrir utan þátttöku í fundum,
nefndum og ráðum á vegum borgarinnar, eft-
ir því sem við eigi. Miðborgarprestur sinnir
einnig sálgæslu og stuðningi við einstaklinga,
sérstaklega skjólstæðinga þeirra stofnana
sem hafa aðsetur í miðborginni eins og t.d.
Geðhjálp. Hann kemur til móts við utan-
garðsfólk og jaðarhópa með óhefðbundu
helgihaldi og samstarfi við þá sem sinna þeim
málaflokki á vegum borgarinnar. Auk þess
tiltekur Þorvaldur reglulegar helgistundir í
Kolaportinu og segir að kristilegt götu- og
leitarstarf sé mjög mikilvægur þáttur í starf-
inu. ?Þetta felst í því að aðstoða börn og ung-
linga sem ráfa um göturnar utan síns útivist-
artíma, hvetja foreldra til ábyrgðar og taka
þátt í götustarfinu, vera á vettvangi, og sér-
staklega í tengslum við hátíðir borgarinnar.?
Fyrir um fimm árum starfaði Þorvaldur hjá
Dómkirkjunni og vann þá meðal annars með
sr. Jónu Hrönn Bolladóttur, þáverandi mið-
borgarpresti, en starfið hefur legið niðri síð-
an hún varð sóknarprestur í Garðaprestakalli
fyrir nokkrum misserum. Hann segir að
starfsemi embættis miðborgarprests sé með
töluvert öðru sniði nú og grundvallarbreyt-
ingin sé að hann sé starfsmaður Dómkirkj-
unnar en sem fyrr byggist starfið á samvinnu
og samstarfi. ?Starfið er í stöðugri þróun,?
segir hann. Í því sambandi bendir hann á að
Dómkirkjan hefur að frumkvæði sóknar-
prests og sóknarnefndar opnað kvöldkirkju á
fimmtudagskvöldum en fyrirmyndin er Frú-
arkirkjan í Kaupmannahöfn. ?Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir sinnti sínu hlutverki vel og
á eftirminnilegan máta. Ýmis verkefni sem
hún sinnti á sínum tíma hafa fundið sér nýja
og góða farvegi. Við sr. Hjálmar Jónsson
sóknarprestur og fleiri sem hafa komið að
þessum undirbúningi nú höfum reynt að taka
stöðuna í miðborginni upp á nýtt og viljum
mæta þeirri þörf sem uppi er í samfélaginu.? 
Miðborgarstarf Dómkirkjunnar eflt 
Morgunblaðið/Kristinn 
Uppbygging Sr. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri
og Þorvaldur Víðisson, miðborgarprestur og æskulýðsfulltrúi Dómkirkjunnar, efla starf mið-
borgarprests til hagsbóta fyrir betra og auðugra mannlíf í miðborginni. 
Í HNOTSKURN
»
Miðborgarprestur starfar sem
prestur við Dómkirkjuna og á
ábyrgð hennar. Hann sinnir barna- og
æskulýðsstarfi hennar.
»
Miðborgarprestur er í hálfu starfi
hjá borginni, þar sem hann sinnir
samfélagsmálum miðborgarinnar.
»
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir var
fyrsti miðborgarpresturinn og nú
hefur sr. Þorvaldur Víðisson tekið við
starfinu.
Borgarráð styrkir 
embættið um fjórar 
milljónir í ár og á næsta ári
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52