Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Svavar Ingi-
bersson fæddist
í Keflavík hinn 6.
febrúar 1929. Hann
lést á heimili sínu
hinn 3. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ingiber Ólafsson,
frá Marðarkoti í
Innri-Njarðvík, f.
1888, d. 1935 og
Marín Jónsdóttir úr
Keflavík, f. 1889, d.
1973. Bræður Svav-
ars eru Ólafur, f.
1913, Jón, f. 1920 og Óskar, f.
1923, sem lifir bræður sína.
Svavar kvæntist Adelheid We-
ber hinn 25. maí 1952. Þau skildu
árið 2001. Börn þeirra eru a) Mar-
ín, f. 1952, maki Torben Hansen,
b) Hafdís, f. 1956, maki Alex And-
ersen. c) Reinhard, f. 1964, maki
Þjóðbjörg Gunnarsdóttir og d)
Sóley, f. 1968, maki Jan Berthel.
Barnabörnin eru 10 og barna-
barnabarnið eitt.
Svavar kvæntist
Nínu Færseth árið
2003.
Svavar ólst upp í
Keflavík. Hann
missti föður sinn 6
ára gamall úr
lungnabólgu. Hann
byrjaði að beita 16
ára gamall en fór
svo til sjós 18 ára, á
Ólafi Magnússyni,
með Óskari bróðir
sínum. Hann var
kostaður í Vélskóla
Íslands af Alberti
Ólafssyni föðurbróðir sínum, sem
rak útgerð í eigu fjölskyldunnar.
Hann lauk þaðan vélstjóraprófi.
Hann starfaði sem vélstjóri til sjós
til margra ára. Hann hóf sinn eig-
in atvinnurekstur þegar hann lét
smíða vélbátinn Sóley árið 1973.
Hann starfaði sjálfstætt og sótti
sjóinn til dauðadags.
Útför Svavars var gerð í kyrr-
þey frá Keflavíkurkirkju 12. des-
ember. 
Nokkrar línur um pabba okkar
Svavar Ingibersson.
Pabbi átti sér sem ungur piltur
þann draum að verða sjálfstæður
bátaeigandi og hann starfaði ötull
að því markmiði í gegnum sín ungu
ár. Þegar því takmarki var náð
vann hann dægranna á milli og fór
á sjóinn í flestum veðrum. Hann
hlífði sér aldrei þótt þreytan gerði
vart við sig. Hann var oft sá eini
sem treysti sér á sjóinn í brælu á
10 tonna Sóleyinni sinni og var
stoltur af því að vera stundum afla-
kóngur á Suðurnesjum. Sjórinn var
hans líf og þó hann hefði vissa æv-
intýraþrá og flytti til Þýskalands,
þar sem hann bjó með fjölskyld-
unni í hálft annað ár, saknaði hann
hafsins svo mikið að hann sneri aft-
ur heim og sótti sjóinn það sem eft-
ir var.
Margt var hægt að segja um
pabba, en eitt er víst að hann var
þekktur fyrir hvað hann var rausn-
arlegur. Hann var alltaf fljótur að
bregðast við þegar fólk var í nauð á
einhvern hátt, einnig fjárhagslega.
Þegar fólk kom svo til að gera
skuldina upp var ósjaldan sem
hann sagði: ?Þetta er allt í lagi vin-
ur, við bara gleymum þessu?.
Pabbi var alla tíð mjög umhugað
um velgengni barna sinna. Hann
hafði miklar áhyggjur ef allt gekk
ekki eins og best var á kosið og
gerði allt til að hjálpa ef þörf var á
. Hann kunni þó ekki við að vera of
nærgöngull, en gat stundum ekki
látið vera að spyrja: ?Jæja, greyið
mitt, ertu nú virkilega hamingju-
söm/-samur?? Það var alltaf traust-
vekjandi fyrir okkur börnin hans
að vita að pabbi var alltaf tilbúinn
að hjálpa ef eitthvað bjátaði á.
Fráfall pabba kom okkur öllum á
óvart þó að hann hefði átt við
heilsuvandamál að stríða. Okkur
fannst hann alltaf vera þrekmikill
og sterkur, enda hélt hann áfram
að sækja sjóinn til síðasta dags.
Við erum öll harmi slegin yfir að
hann fékk ekki meiri tíma til að
njóta ellinnar. En hann valdi sjálf-
ur að vinna til síns dauðadags.
Honum leið best þegar hann var að
vinna og gat ekki hugsað sér lífið
án sjómennskunnar. Við kveðjum
hann með söknuði og þökkum fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Saknaðarkveðjur, 
Marín, Hafdís, Reinhard 
og Sóley.
Hann Svavar hefur siglt fleyi
sínu í nýja höfn, nýjan áfangastað.
Það er alltaf gott að koma til hafn-
ar þegar veiðiferð er lokið. Miðað
við að líf hans hafi verið ein sam-
felld veiðiferð, þá er hann nú kom-
inn í höfn þá sem er staðsett hinum
megin lifenda, og ef ég þekki Svav-
ar rétt verður ekki langt að bíða að
hann sigli til miða frá þessari nýju
höfn. Þar sem alltaf er blíða. Það
var svona akkúrat hann, að komast
á sjó eftir heilsuleysi, gæftaleysi og
ótíð síðustu vikna, daginn áður en
hann kvaddi okkur hin. Ég get al-
veg ímyndað mér að honum hafi
liðið vel þennan dag á sjónum í
góðu veðri, og ágætis fiskeríi.
Hann var nú búinn að bíða svo ansi
lengi eftir því að komast á sjó og
leggja línuna sem hann hafði beitt
sjálfur. Hann bara varð að komast
á sjó. Já það komst engin sérhlífni
að hjá honum Svavari. Ég hafði nú
svo sem viðrað það við hann að
skreppa með honum í róður, og
endurnýja kynnin af þessum línus-
kakstri, en það var nú bara svo að
maður hafði ekki dug í sér til þess,
í engum tengslum við þessa smá-
bátasjómennsku. Já trillusjómenn-
skan er harður heimur og það er
ekki á hvers manns færi að stunda
sjómennsku á litlum bátum, lend-
andi í alls konar aðstæðum, brasi
og öðru og öllu því volki sem sjó-
mennska býður upp á. En honum
Svavari reyndist það nú sko hægð-
arleikur, þótt það hafi verið farið
að styttast í áttræðisaldurinn hjá
honum. Hann reri oftast einn á báti
sínum, Nínu, nú undanfarin ár og
undi sér vel á sjónum. Þess eru
dæmi að hann hafi verið einn á sjó,
og rótfiskað, á meðan aðrir lágu í
landi vegna bræluspár sem ekkert
varð úr. Mér er sagt að hinir ungu
og óreyndari trillukarlar hafi notið
leiðsagnar hans um miðin sem róið
er á frá Sandgerði. Hann Svavar
var öðlingur og honum hefur verið
það ljúft að miðla reynslu sinni til
þessara ungu stráka. Hann var nú
reyndar búinn að draga sig í hlé
frá útgerð og fiskvinnslu fyrir um
5?6 árum en undi ekki við aðgerð-
arlaus, og keypti sér lítinn bát sem
hann nefndi Nínu eftir eiginkonu
sinni. Sem betur fer fyrir hann
segir maður, því karlar eins og
Svavar þekkja ekkert annað en að
vinna og baslast í brauðstriti og
koðna oftast bara niður við lang-
tímaaðgerðarleysi. Ég man nú í
haust að hann var alveg ómögu-
legur er hann veiktist að geta ekki
nýtt góðviðrisdagana til þess að
sækja sjóinn. Það var það eina sem
komst að. Ég minnist þess aldrei
að hafa heyrt Svavar nota blótsyrði
þau ár sem ég þekkti hann.
Svavar var sjómaður, góður sjó-
maður eins og hann átti kyn til,
kominn af sjómönnum og útvegs-
bændum sem reru héðan frá Kefla-
vík snemma og frameftir síðustu
öld. Hann stóð svo sannarlega af-
bragðsvel undir þeirri arfleifð hann
Svavar. Hann var góður eiginmað-
ur móður minnar og þau ár sem
þau áttu saman voru þeim góð. Ég
bið algóðan Guð að stýra fleyi hans
í rétta höfn. Móður minni, börnum
hans og öðrum aðstandendum
sendi ég samúð mína alla á þessari
erfiðu stundu. 
John S. Berry.
Svavar
Ingibersson 
SJÚKRALIÐAR! Ég get ekki
lengur orða bundist eftir öll þau
skrif sem birst hafa á undanförnum
vikum á síðum dagblaða og á Netinu.
Hvernig getur sjúkraliði nýútskrif-
aður (des. 2005) talið
sig hafa betri skilning
á því hvað sé sjúkra-
liðastéttinni fyrir bestu
en stjórn SLFÍ sem
hefur barist fyrir fram-
gangi stéttarinnar ár-
um saman?
Fjölmenn forystu-
sveit
SLFÍ varð 40 ára
fyrr á þessu ári, en
stéttarfélag SLFÍ 15
ára, stofnað 1991. Í
stjórn félagsins eiga
sæti formenn allra
landshlutadeilda sjúkraliða. Þær eru
níu talsins; RVK-deild, Vesturlands-
deild, Vestfjarðadeild, deild Norður-
lands vestra, deild Norðurlands
eystra, Austurlands-deild, Suður-
landsdeild, Vestmannaeyjadeild og
Suðurnesjadeild. Auk formanna
þessara deilda sjúkraliða eru for-
maður, varaformaður, gjaldkeri og
ritari SLFÍ í stjórn. Allir 13 stjórn-
armenn hafa varamenn í stjórn. Í
stjórnum landshlutadeilda sitja, auk
formanna, varaformenn, gjaldkerar,
ritarar og meðstjórnendur.
Það er mjög sérstakt, svo ekki sé
meira sagt, að halda því fram að allt
þetta fólk, allir þessir sjúkraliðar
sem margir hafa langan starfsaldur
að baki, viti ekki hvað þeir eru að
gera í málefnum stéttarinnar, hvað
þá að fullyrða að stjórn SLFÍ sé að
gjaldfella nám stéttarinnar með því
að koma á fót nýrri leið til náms, svo-
kallaðri ?sjúkraliðabrú?. 
Ávallt leitað nýrra leiða
SLFÍ hefur alltaf horft fram á
veginn og leitað nýrra leiða til að
efla og styrkja félagið og nám
sjúkraliða.
Í upphafi var nám sjúkraliða ein-
ungis örfáir mánuðir og fór fyrst
fram á sjúkrahúsunum á Akureyri,
Landakoti og Landspítala. Það þró-
aðist síðar yfir í nám í sérstökum
skóla, Sjúkraliðaskóla Íslands, en
þar voru ekki kenndar raungreinar
né valfög, einungis hjúkrunar-
greinar. Á meðan sá skóli starfaði
var komið á fót sérstakri sjúkraliða-
braut við FB í Breiðholti og þá ætl-
aði allt um koll að keyra hjá sumum
sem fullyrtu að með því
væri verið að gjaldfella
sjúkraliðanámið! En
raunin varð allt önnur
og í dag eru sjúkraliða-
brautir við fjölbrauta-
skóla landsins. Enn er
horft fram á veginn
með tilkomu sjúkrali-
ðabrúar. Sú nýja leið
datt ekki af himnum of-
an, eins og sumir hafa
látið í veðri vaka í óbil-
gjörnum skrifum.
Þvert á móti var í mörg
ár búið að leita leiða til
að finna námsúrræði
sem gæti nýst því starfsfólki sem
unnið hefur inni á hinum ýmsu
sjúkrastofnunum við hlið okkar við
umönnun sjúklinga.
Fyrst rætt fyrir tólf árum
Árið 1994 var farið að ræða við
SLFÍ um leiðir til að koma til móts
við ófaglært fólk sem hefði langa
starfsreynslu en ekki næga menntun
til að fá starfsréttindi sem sjúkralið-
ar. Þrátt fyrir skiptar skoðanir á því
hvernig slíkur valkostur ætti að líta
út voru allir í stjórn SLFÍ á einu
máli um að ekki kæmi til greina að
gefa afslátt af námi í hjúkr-
unargreinum.
Eftir mikla vinnu í stjórn og
fræðslunefnd SLFÍ var komist að
niðurstöðu um sjúkraliðabrúna. Hér
er um að ræða nám með vinnu.
Kenndar eru 60 einingar í hjúkr-
unarfögum, þeim sömu hjúkr-
unarfögum og kennd eru á sjúkra-
liðabrautum fjölbrautaskóla. Þess er
krafist að nemendur sem fá inn-
göngu á sjúkraliðabrúna hafi starfað
við umönnun sjúklinga í að minnsta
kosti fimm ár. Þurfa að hafa lokið
230?260 stunda námi á starfs-
tengdum kjarnanámskeiðum.
Það hefur verið talað um að inn í
sjúkraliðabrúna vanti 16 eininga
verknám, en hvað er verknám?
Starfsmaður sem er búinn að vinna
við umönnun í fimm ár hefur lært
ýmislegt á þeim tíma; kann að búa
um rúm, kann alla almenna húð-
umhirðu, kann að hjálpa sjúkum/
öldruðum við athafnir daglegs lífs,
o.s.frv. Alls staðar hafa sjúkraliðar
verið til staðar til að leiðbeina þess-
um starfsmönnum og kenna þeim,
eða er ekki svo? Ég held því fram að
það sé margfalt meira verknám en
krafist er á sjúkraliðabraut. Það
hlýtur líka að vera tvennt ólíkt að
vita við upphaf námsins í hverju
starfið felst, heldur en að koma beint
úr framhaldsskóla og hafa aldrei
unnið inni á sjúkrastofnunum.
Stöndum vörð um félagið
Sjúkraliðar, ég hvet ykkur til að
halda áfram að standa vörð um fé-
lagið okkar, ekki rífa það niður sem
byggt hefur verið upp með fórnfúsu
starfi árum saman. Ef í ljós koma
byrjunarörðugleikar við brúna er
um að gera að lagfæra þá og gera
enn betur.
Okkur vantar fleiri sjúkraliða í fé-
lagið okkar, og til að annast skjól-
stæðinga okkar, hvort sem þeir læra
á sjúkraliðabraut eða sjúkraliðabrú.
Allir sem fara í sjúkraliðanám fá
góða menntun, margir vinna í nokk-
ur ár en halda svo áfram að læra því
sjúkraliðar eru mjög námfúsir. Ég
er mjög stolt af því að vera sjúkraliði
í SLFÍ. SLFÍ er gott og öflugt stétt-
arfélag.
Sjúkraliðar, stöndum vörð um fé-
lagið okkar sem við höfum verið að
byggja upp í mörg ár, höldum áfram
fram á veginn og bætum kjör okkar.
Við höfum staðið í kjarabaráttu, far-
ið í verkföll, barist og barist fyrir fé-
lagið og STAÐIÐ SAMAN. Höldum
áfram að standa saman, ekki rífa
niður. Munum að samstaða er afl
sem ekkert fær staðist!
Stöndum vörð um 
Sjúkraliðafélagið
Margrét Auður Óskarsdóttir
skrifar um málefni sjúkraliða
»
Höldum áfram að
standa saman, ekki
rífa niður. Munum að
samstaða er afl sem
ekkert fær staðist!
Margrét Auður 
Óskarsdóttir 
Höfundur er sjúkraliði og formaður
Suðurlandsdeildar SLFÍ.
ARNÞÓR Sigurðsson skrifar
grein í Morgunblaðið nýlega þar
sem hann kvartar undan metn-
aðarleysi bæjaryfirvalda í Kópavogi
varðandi málefni barna
með sérþarfir. Sjálf-
sagt er að ræða þau
mál á breiðum grunni
en því miður er grein
Arnþórs ekki nægj-
anlega málefnaleg.
Staðreyndin er sú að
það eru fá sveitarfélög
á Íslandi sem hafa lagt
meira í þennan mála-
flokk en Kópavogur og
úrræði fyrir börn með
sérþarfir eru marg-
vísleg. 
Í greininni fer Arn-
þór mikinn um að loka
eigi Ástúni, sem hann kallar eina úr-
ræði barna með sérþarfir í Kópa-
vogi. Þetta er mikill misskilningur.
Húsnæðið í Ástúni er gamalt og
hentar ekki lengur fyrir þessa þjón-
ustu. Því er verið að leita að hentugu
húsnæði til að flytja starfsemina í.
Ekki er verið að leggja neitt niður
heldur einungis að færa starfsemina
annað. Ástún er skilgreint sem
sjúkra- og skammtíma úrræði og
ætlað að mæta nemendum á ýmsum
aldri. 
Einnig er rétt að benda á þá stað-
reynd að Kópavogsbær rekur sér-
deildir við Kópavogsskóla, Snæ-
landsskóla, sérdeild
fyrir einhverfa nem-
endur í Digranesskóla,
mjög öfluga sérkennslu
fyrir nýbúa við Hjalla-
skóla auk kennslu í
Hvammshúsi fyrir
nemendur með sér-
tæka námserfiðleika. 
Það eru því heldur
kaldar kveðjur sem
Arnþór sendir því fag-
fólki sem er að vinna að
þessum málaflokki hjá
Kópavogsbæ. Orð eins
og ,,fáfræði? og að
drengur sé hrakinn úr
sínum skóla eru stór og þung orð.
Ekki er hægt að ræða einstök mál
sem koma inn á borð sérkennslu-
sviðs fræðsluskrifstofunnar vegna
trúnaðar. Ég get þó fullyrt að unnið
er að öllum málum af mikilli fag-
mennsku og ávallt reynt að finna
lausn sem hentar viðkomandi nem-
anda í hverju tilfelli. 
Það hefði verið skynsamlegt hjá
Arnþóri að kynna sér betur starf-
semi sérkennslusviðs skólaskrifstofu
Kópavogs áður en hann geystist
fram á ritvöllinn með yfirlýsingar og
ásakanir sem ekki eiga við rök að
styðjast. Staðreyndin er sú að Kópa-
vogur rekur metnaðarfulla skóla-
stefnu sem önnur sveitarfélög hafa
horft til. Í sérúrræðum, sem bærinn
rekur, hefur meðal annars verið tek-
ið við erfiðum málum frá nágranna-
sveitarfélögunum, eins og í sérdeild
fyrir einhverf börn í Digranesskóla.
Í meðferðaúrræðum hefur bærinn
meðal annars tekið við erfiðum mál-
um frá nágrannasveitarfélögunum.
Varla væru nágrannar okkar að
senda okkur nemendur ef þeir teldu
að fáfræði einkenndi vinnu sérfræð-
inga okkar.
Metnaður í skóla-
málum í Kópavogi
Andrés Pétursson svarar 
grein Arnþórs Sigurðssonar
um skólamál í Kópavogi 
»
Staðreyndin er sú að
Kópavogur rekur
metnaðarfulla skóla-
stefnu sem önnur sveit-
arfélög hafa horft til. 
Andrés 
Pétursson 
Höfundur er formaður 
skólanefndar Kópavogs.
UMRÆÐAN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52