Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 31
?
Ásgeir Jón Ein-
arsson fæddist í
Reykjavík 7. júní
1977. Hann lést af
slysförum 2. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Kristín Jónsdóttir
dagmóðir, f. 9. júní
1948 og Einar
Magnússon húsa-
smiður, f. 10. febr-
úar 1950, d. 26.
febrúar 1979. Bróð-
ir Ásgeirs Jóns er
Ragnar Magnús
húsasmiður, f. 1. ágúst 1972,
kvæntur Lindu Elisabeth Skaug
þroskaþjálfa, f. 9. janúar 1971.
Börn þeirra eru Sara Sif, f. 15.
nóvember 1993,
Emma Ósk, f. 14.
júli 1999 og Einar,
f. 26. september
2004.
Ásgeir Jón ólst
upp frá tveggja ára
aldri í Fljótaseli 10
og gekk í Selja-
skóla. Hann starfaði
sem húsasmiður
með bróður sínum
fram að andláti
sínu.
Ásgeir Jón verð-
ur jarðsunginn frá
Neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11. Jarðsett verður í
Fossvogskirkjugarði við hlið föð-
ur Ásgeirs.
Elsku besti frændi.
Takk fyrir að gefa okkur ótak-
markaða ást og umhyggju. Betri
frænda er ekki hægt að hugsa sér.
Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og
það var ósjaldan sem þú snerir við
í dyrunum þegar kallað var á þig
og þú komst aftur inn. Við munum
alltaf elska þig og sakna þín.
Ástarkveðja, 
Sara Sif, Emma Ósk og
Einar Ragnarsbörn
Við Ásgeir Jón fæddumst á
sama degi. Þar byrjuðu kynni okk-
ar. Mæður okkar kynntust þegar
þær lágu saman á fæðingardeild-
inni. Þær ákváðu að hittast á
hverju ári með okkur á afmælis-
daginn okkar eða í kringum hann.
En það sem þær vissu ekki þá, var
að það ætti eftir að verða svo
miklu meira. Örlögin fóru nú svo-
leiðis að mæður okkar voru einar
með okkur, Stína með Ragga
Magga og Ásgeir og mamma með
mig og Sigurrós. Við áttum heima
rétt hjá hvert öðru og við Ásgeir
vorum líka saman í bekk. Þegar
við vorum yngri vorum við rosa-
lega oft heima hjá Stínu, og þar
brölluðum við ýmislegt. Ásgeir Jón
var í dansi og var mjög flottur
dansari. Því fannst okkur rosalega
gaman að gera allskonar dans- og
söngatriði. Við vorum oftast í kjall-
aranum hjá Stínu og síðan þurftu
mömmur okkar að koma og horfa
á. Við vorum nú ekki alltaf sam-
mála um hvernig hlutirnir ættu að
vera og þá átti hann það til að
segja við mig að hann væri nú eldri
og ætti því að ráða. Hann vissi
hvað þetta fór mikið í taugarnar á
mér. Sérstaklega þar sem það voru
bara nokkrir klukkutímar á milli
okkar. Síðan brosti hann prakk-
arabrosinu sínu og hló að mér. Á
þessum tíma fórum við alltaf út að
borða einu sinni í mánuði, við fór-
um öll sex og það var alltaf rosa-
legt stuð á okkur. Það má eig-
inlega segja að stór hluti minna
æskuminninga tengist þeim og sér-
staklega Ásgeiri þar sem við vor-
um jafngömul. 
Ásgeir Jón var alveg einstaklega
góð persóna, hann gat aldrei gert
neinum mein. Heldur hugsaði hann
alltaf svo vel til allra og vildi öllum
vel. Ég man eftir því að þegar við
vorum lítil sagði hann við mig að
hann vildi að hann gæti bjargað
öllum sem ættu bágt. Að hann
fengi einhvern ofurkraft og gæti
látið öllum líða vel. Það var Ásgeir
Jón. 
Nú kveð ég þennan yndislega
vin sem ég hef alltaf átt. Það á eft-
ir að verða hrikalega skrítið að
hitta þig ekki á afmælisdaginn
okkar. En ég mun alltaf hugsa til
þín þann dag. Allar þær minningar
sem ég á mun ég geyma í hjartanu
mínu og minnast þess hvað það var
yndislegt að þekkja þig.
Elsku Stína, Raggi Maggi,
Linda og fjölskylda. Guð gefi ykk-
ur styrk á þessari sorgarstundu.
Þín vinkona 
María Helen.
Dökkur á brún og brá, með hlýtt
faðmlag og yfirvegaða framkomu.
Þannig minnist ég litla frænda
míns, Ásgeirs Jóns, sem við mun-
um öll svo sárt sakna.
Ég minnist Ásgeirs Jóns á dans-
skónum, að æfa og keppa í sam-
kvæmisdansi. Ég minnist hans
þegar hann hélt stoltur á bróður
mínum undir skírn. Ég minnist
allra stundanna sem við systkina-
börnin fengum að njóta saman
þegar mæður okkar hittust. Ég
minnist hans er hann var orðinn
stór og myndarlegur ungur maður,
stoð og stytta svo margra.
Ásgeir Jón og Ragnar bróðir
hans ólust upp í mikilli ást og um-
hyggju móður sinnar sem var vak-
andi og sofandi yfir velferð þeirra.
Heimili þeirra var ávallt opið fyrir
vinum og kunningjum og þeir eru
ófáir sem notið hafa hlýju og ör-
yggis frá þeim.
Ásgeir Jón og Ragnar voru ekki
einungis samrýmdir bræður og
nánir vinir, heldur vinnufélagar
þar sem Ásgeir Jón naut leiðsagn-
ar Ragnars í trésmíðunum, sem og
öðru í lífinu. Ásgeir tengdist einnig
börnum Ragga og Lindu órjúfan-
legum böndum og þau voru fljót að
hlaupa upp í fangið á stóra frænda.
Þessar minningar sem og ótal
aðrar munu ylja okkur um hjarta-
rætur þegar við hugsum til Ás-
geirs Jóns.
Elsku Stína frænka, Raggi,
Linda, Sara Sif, Emma Ósk og
Einar litli. Megi þið öðlast styrk í
þessari miklu sorg.
Guð geymi þig elsku frændi, 
Sigríður Soffía frænka.
Kæri vinur, á þessari stundu er
svo margt sem flýgur um í huga
mér, en fátt sem kemur út í orðum.
Sá örlagaríki dagur, 2. desember
verður mér ávallt í minni. Dag-
urinn sem ég var á leið heim á Sel-
foss og kom að bílslysi. Bílslysi
sem þú, vinur minn lentir í. Ég
vissi ekki þá að þú værir í bílnum
og frétti það ekki fyrr en daginn
eftir. Það var eitthvað sem hélt í
mig og ég fór aldrei að bílnum sem
þú varst í. Að koma að slysi er erf-
itt, en að frétta svo að gamli æsku-
vinurinn hafi látið lífið er hræði-
legt. Hugsanir fara á flug, hvað
hefði ég getað gert, hefði ég getað
bjargað honum. Það er svo margt í
þessum heimi sem við ráðum ekki
við og svo margt sem við höfum
ekkert val um, eins og dauðann.
Dauðinn er aðskilnaður, aðskiln-
aður líkama og sálar. Ég trúi að
líkaminn deyi en sálin lifi. Trúi því
að nú sért þú kominn til pabba
þíns sem þú talaðir stundum um
við mig. Í Spámanninum segir ?Og
þegar jörðin krefst líkama þíns,
muntu dansa í fyrsta sinn.? Dag
einn kem ég til þín og við rifjum
upp gamla tíma, dönsum saman,
frjálsir frá friðlausum öldum lífs-
ins.
Við fæðumst nakin inn í þennan
heim, og það eina sem við tökum
með okkur héðan er sálin. Þín sál,
kæri vinur, er sál sem bræðir
hjörtu, sál sem hver móðir væri
stolt af. Oft áttirðu erfitt vegna
veikinda þinna en það, frekar en
annað, sló þig aldrei út af laginu.
?What ever? var orð sem ég heyrði
oft hljóma þegar eitthvað fór ekki
eins og það átti að fara. ?What
ever? og svo var það búið.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst þér og fengið að vera í
pössun heima hjá þér eftir skóla.
Að hafa haft þig og fjölskyldu þína
svona nálægt mér og fengið að um-
gangast ykkur er mér ómetanlegt.
Fengið að kynnast hlýju og vænt-
umþykju ykkar. Fengið að vera
með í amstri dagsins hvort sem
það var ferð í Miklagarð, göngutúr
í Kron, eða þegar kjallarinn var
tekinn í notkun fyrir dagmömm-
ustarfið. Alltaf fékk ég að vera
með.
Ásgeir Jón, þú varst góðmennið
eina og traustari vinur er vand-
fundinn.
Minningarnar er gott að eiga og
þær eru eitthvað sem enginn getur
tekið frá okkur. Ég hef verið að
rifja þær upp síðastliðna daga, fyr-
ir mig og þá sem eru mér næstir.
Alltaf enda þær með bros á vör en
tárum í augum og söknuði yfir góð-
um og hlýjum vini. 
Í grenndinni veit ég um vin, sem ég á, 
í víðáttu stórborgarinnar. 
En dagarnir æða mér óðfluga frá 
og árin án vitundar minnar. 
Og yfir til vinarins aldrei ég fer 
enda í kappi við tímann. 
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er, 
því viðtöl við áttum í símann. 
En yngri vorum við vinirnir þá, 
af vinnunni þreyttir nú erum. 
Hégómans takmarki hugðumst við ná 
og hóflausan lífróður rérum. 
?Ég hringi á morgun?, ég hugsaði þá, 
?svo hug minn fái hann skilið?, 
en morgundagurinn endaði á 
að ennþá jókst mill´ okkar bilið. 
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk, 
að dáinn sé vinurinn kæri. 
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk, 
að í grenndinni ennþá hann væri. 
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd 
gleymdu? ekki, hvað sem á dynur, 
að albesta sending af himnunum send 
er sannur og einlægur vinur.
(Þýð. Sig. Jónsson)
Elsku Stína, Raggi Maggi og
fjölskylda. Ég bið Guð að vera með
ykkur, hjálpa ykkur í gegnum
sorgina og snúa henni í gleði minn-
inganna.
Sigurður Ágúst Pétursson.
Við frændsystkinin vorum svo
heppin að vera hjá Kristínu dag-
mömmu um lengri eða skemmri
tíma. Sum okkar voru hjá henni í
tvö ár og önnur í tíu ár, allt eftir
aðstæðum. Stór hluti af ánægjunni
við dvölina í Fljótaseli 10 var að
kynnast heimilisfólkinu þar, Krist-
ínu, Ragga Magga og Ásgeiri sem
tóku á móti okkur af svo mikilli
hlýju og ástúð að okkur leið strax
eins og heima hjá okkur. Seinna
bættust svo Linda hans Ragga
Magga og börnin þeirra þrjú í hóp-
inn og saman gerðu þau það að
verkum að veran hjá Kristínu var
bæði skemmtileg og eftirminnileg.
Ásgeir var eldri en við, hann var
eins og góður stóri bróðir og öll
vildum við teljast vinir hans. Hann
var ótrúlega duglegur að hjálpa
mömmu sinni með börnin sem
komu og gerðu sig gildandi á heim-
ili hans um lengri eða skemmri
tíma og alltaf sýndi hann okkur
sömu þolinmæðina og hlýlega við-
mótið þótt eflaust höfum við stund-
um verið óþolandi, svona eins og
gengur og gerist. Við fengum oft
að vera inni í herberginu hans og
þar fengum við mörg okkar fyrstu
kennslustund í tölvuleikjum. Svo
þurftum ekki annað en hvísla að
hrekkjusvínunum í skólanum að
Ásgeir væri vinur okkar þá hurfu
þau sporlaust. Öll vorum við viss
um að alltaf yrði hægt að ganga að
Ásgeiri vísum í Fljótaselinu en
stundum fellur tjaldið óvænt á
leiksviði lífsins fyrr en mann grun-
ar og í Ásgeirs tilfelli allt of fljótt.
Elsku Kristín og fjölskylda, við
finnum sárt til með ykkur í sorg-
inni og sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þórdís, Vigdís, 
Aðalbjörg, Gunnar, Víðir, 
Gísli og Tómas.
Ásgeir Jón Einarsson 
?
Karl Valur
Andreasson frá
Hróbergi í Vest-
mannaeyjum fædd-
ist 27. nóvember
1934. Hann lést á
Gentofte Hospital í
Danmörku 28. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Guðbjörg Óttavía
Sigurðardóttir, f.
2.10. 1897, d. 8.11.
1977 og Andreas
Anskar Jóensen, f.
13.7. 1906, d. 12.10.
1971. Bræður Karls eru Hjörleif-
ur Már Erlendsson, f. 13.10. 1927,
d. 3.12. 1999, Páll
K.H. Pálsson, f.
22.8. 1930, d. 24.3.
1995, Marinó, f.
15.7. 1933, d. 17.10.
1986, Óli Markús, f.
27.11. 1934, d. 30.3.
1991, og Rafn, f.
28.2. 1936. Þeir
Karl og Óli eru tví-
burar. Páll og Hjör-
leifur eru hálf-
bræður.
Karl verður jarð-
sunginn frá Lunde-
hus kirke á Øs-
terbro í Kaupmannahöfn í dag og
hefst athöfnin klukkan 12.
Karl eða Kalli eins og hann var oft-
ast kallaður ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Á unglingsárunum snerist líf-
ið hjá honum sem og öðrum
Eyjapeyjum á þessum árum um leiki
og störf. Það var sprangan og fótbolti
og svo unnin öll almenn verkamanna-
vinna. Karl var einnig nokkur sumur
í sveit.
Rétt liðlega tvítugur lagði Karl af
stað til Danmerkur og þar átti hann
heima þar til hann lést. Í nokkur ár
sigldi hann um höfin blá og út um all-
an heim á norskum millilandaskip-
um. Það hlýtur að hafa verið mikið
ævintýri og ógleymanleg lífsreynsla
fyrir ungan mann úr Eyjum að upp-
lifa ólíka og framandi menningar-
heima en á þessum tímum höfðu fáir
Íslendingar efni eða tækifæri til að
ferðast. Það var gaman að hlusta á
Karl segja sögur af þessum sigling-
um og þeim ævintýrum sem hann
lenti í. Hann minntist þessara tíma
ávallt með miklum söknuði.
Þegar í land kom starfaði Karl um
nokkurt skeið hjá Nilfisk-verksmiðj-
unum ásamt Marinó bróður sínum en
mestan hluta ævinnar vann hann ým-
is hótelstörf. Karl var eftirsóttur til
vinnu enda vandvirkur og hörkudug-
legur sem og þeir bræður allir.
Vegna veikinda varð Karl að fara á
örorku langt fyrir aldur fram. Það
væri öllu nær að segja að hann hefði
ofgert sér á of mikilli vinnu.
Síðustu æviárin átti Karl heima í
Ryparken á Østerbro. Það var oft
gestkvæmt á heimili hans. Vinir og
ættingjar áttu þar vísa gistingu. Var
því oft glatt á hjalla og margt skraf-
að. Karl var mjög þægilegur og yf-
irvegaður í allri umgengni og sannur
heimsborgari.
Á þessu ári ágerðust veikindi
Karls og áttu reykingar þar mestan
hlut að máli. Rétt áður en hann lést
gekkst hann undir vandasama að-
gerð og hættulega. Eftir aðgerðina
var hann þrotinn að kröftum og lést
stuttu síðar.
Kæri vinur. Nú heldur þú af stað í
þína síðustu siglingu. Að þessu sinni
er ferðinni ekki heitið yfir höfin blá
heldur móðuna miklu. Hér ríkir sorg
og söknuður. Hinum megin gleði og
fögnuður. Ég kveð þig að sinni,
þakka samfylgdina og óska þér góðr-
ar heimkomu.
Ég sendi að lokum fjölskyldu Kalla
og skyldmennum mínar innilegustu
samúðarkveðjur og bið góðan Guð að
blessa þau öll á þessari erfiðu stundu.
Gudmar.
Karl Andreasson 
? 
Móðir okkar, 
MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR,  
Írabakka 24, 
Reykjavík,  
sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnu-
daginn 9. desember, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 11.00. 
Ragnheiður Benediktsdóttir, 
Elsa Benediktsdóttir, 
Ásdís Benediktsdóttir. 
? 
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma  
og langamma, 
ÁRNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, 
Grandavegi 47, 
Reykjavík, 
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 
11. desember. 
Útförin verður auglýst síðar. 
Högni Jónsson, 
Jón V. Högnason, Þórunn E. Baldvinsdóttir, 
Gunnar Högnason,
Sveinbjörn Högnason, Sigríður Jónsdóttir, 
barnabörn og barnabarnabörn. 
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is ?
smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins ? þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52