Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Svandís Þula
Ásgeirsdóttir
fæddist á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands á Selfossi 26.
febrúar 2001. Hún
lést af slysförum 2.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Ásgeir
Ingvi Jónsson, f.
12.9. 1966, og
Hrefna Björk Sig-
urðardóttir, f. 6.8.
1975. Bræður henn-
ar eru Nóni Sær Ás-
geirsson, f. 24.8. 1998, og Pálmi
Freyr Steingrímsson, f. 3.3. 1993.
Foreldrar Ásgeirs eru Þóra Krist-
jánsdóttir og Jón Guðmundsson.
Foreldrar Hrefnu eru Sigríður
Jónsdóttir, maki
Hjalti Svanberg
Hafsteinsson, og
Sigurður J. Pálma-
son, maki Auður
Eysteinsdóttir.
Svandís var á
leikskólanum Berg-
heimum í Þorláks-
höfn en frá því í júní
var hún á leikskól-
anum Blásölum í
Reykjavík. Svandís
æfði ballett hjá Ball-
etskóla Eddu Schev-
ing frá þriggja ára
aldri.
Útför Svandísar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11. Jarðsett
verður í Stokkseyrarkirkjugarði.
Elsku dísin okkar. Með þessum fá-
tæklegu orðum viljum við þakka þér,
prinsessan okkar, hvað þú gafst okk-
ur alltaf mikið. Þessir dagar frá slys-
inu eru búnir að vera erfiðir en þú
kemur oft upp í huga okkar með þitt
fallega bros og nóg eigum við af góð-
um minningum um þig þó ævi þín
hafi verið alltof stutt. Þú gast gert
svo margt og þið systkinin voruð svo
náin þótt þið væruð ekki alltaf alveg
sammála. Þú varst prinsessa og
hafðir mikið gaman af að búa þig upp
og við sjáum þig fyrir okkur í kjól,
tilbúna til að fara eitthvað. Mikið er-
um við fegin í dag hvað við vorum
dugleg að segja að við elskuðum þig,
og minningin um þig að segja okkur
hvað þú elskir okkur mikið er alltaf
að koma upp í hugann. Þegar pabbi
náði í þig síðasta árið komst þú alltaf
hlaupandi á móti honum og kallaðir
yfir alla: ?Pabbi er kominn,? og þeg-
ar var verið að kveðja varðstu að fá
að kyssa okkur bless. Þú hafðir alltaf
mikla þörf fyrir að kyssa okkur og
munum við eftir því að þegar pabbi
var að fara með þig á leikskólann og
þú varst komin út í bíl þá varðst þú
að fara inn aftur til að kyssa mömmu
bless. Það er svo margt sem við
mundum vilja segja við þig en við
hittumst síðar og þá kemur þú
örugglega hlaupandi á móti okkur og
kallar: ?Mamma og pabbi eru kom-
in.? En þangað til segjum við eins og
þú sagðir alltaf áður en þú fórst að
sofa: ?Við hittumst í draumi, góða
nótt og guð geymi þig.?
Mamma og pabbi.
Litla systir mín, 
þú ert þæg og góð, 
þú ert kát og rjóð,
þú ert yndið mitt er þú sefur rótt.
Mér þykir vænt um þig.
Þinn bróðir
Pálmi Freyr.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Kveðja.
Amma og afi á Sauðárkróki.
Elsku ömmustelpan okkar. Það er
skrítið til þess að hugsa að þú eigir
ekki eftir að birtast hér á eldhúsgólf-
inu með stóru bláu augun þín og hafa
frá svo mörgu að segja og liggja svo
mikið á hjarta að stundum gleymdir
þú bara að heilsa. Þú varst svo lífs-
glöð lítil telpa sem hreifst okkur með
þér í gleðina sem þú vildir óspart
deila með okkur hinum. Þú hringdir
oft til okkar á Stokkseyri til að segja
okkur frá ef eitthvað spennandi hafði
gerst eins og þegar naggrísunum
ykkar Nóna fjölgaði skyndilega og
lítill ungi bættist í hópinn. Þú gistir
líka hérna hjá okkur fyrir stuttu síð-
an og þá varstu svo upptekin af því
að þú áttir að leika ?Maríu mey? í
leikskólanum þínum og syngja ?Þú
nýfæddur Jesús?. Þú lékst þetta allt
fyrir okkur og söngst fyrir okkur aft-
ur og aftur, því þú kunnir þetta allt
og varst svo spennt yfir þessu öllu
saman.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósið var úthlutað öllum jafnt
og engum ber þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós, 
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðm. Ingi Guðm.)
Elsku Svandís, það er erfitt að
hugsa til þess að þú sért ekki lengur
hér, en við vitum að amma á Grund
hefur tekið á móti þér og hugsar vel
um þig.
Elsku Hrefna okkar, Ásgeir,
Pálmi Freyr og Nóni Sær, Guð gefi
ykkur og okkur hinum styrk í þess-
ari raun.
Amma Sigríður og Hjalti.
?Amma, gettu hver var þjónn í
dag??
?Ég veit ekki, ég þekki svo fáa í
leikskólanum, var það kannski Svan-
dís Þula?? 
?Já, ég var sko þægust, ég sagði
ekki orð, þess vegna fékk ég að vera
þjónn.?
Minning á við þessi orðaskipti
þjóta í gegn um hugann. 
Minning um litla hönd sem stakk
sér inn í mína ? ljúft handtak. 
Það er svo óendanlega sárt að
hugsa til þess að þessi litli sólargeisli
fái ekki að vaxa og lifa því lífi sem
hugur hennar stóð til.
Svandís var að verða stór. Spenn-
ingurinn þegar fyrstu tennurnar
fóru og undrunin þegar tannálfurinn
gaf henni fullt af peningum en
gleymdi að taka tönnina. 
En það var ekki bara tannmissir
sem gerði litla stelpu stóra, niður-
talning á sex ára afmælisdaginn var
hafin og undirbúningur fyrir skóla-
göngu byrjaður. Nafnið Svandís
Þula var skrifað á alla pappírssnepla
og orðið ís við hliðina. 
Við fáum aldrei að sjá Svandísi
Þulu dansa ballett í bleikum kjól með
ljóst sítt hár sett í hnút, eins og
draumur hennar stóð til, en eigum
minningu um litla dúllu að flögra um
sviðið með balletskólanum sínum,
vinkandi okkur, með allt of stutt hár
sem mömmu hennar, af sinni al-
kunnu snilld, tókst að búa til plathár-
hnút í.
Svandís flutti með mömmu sinni
og bróður, Nóna Sæ, frá Þorlákshöfn
í Norðlingaholtið sl. vor við skilnað
forelda sinna. Elsti bróðir Svandísar,
Pálmi Freyr flutti þá til pabba síns
og fjölskyldu á Stokkseyri. Sam-
bandið til Þorlákshafnar var sterkt
og fóru öll börnin oft til Ásgeirs sem
ávallt tók þeim opnum örmum. 
Svandís var á leikskólanum Blá-
sölum og þangað náði ég yfirleitt í
hana og hún dvaldi hjá mér, afa
Sigga og frændum sínum stund úr
degi. Svandís var hlý og mikill gleði-
gjafi en átti sínar þrjóskustundir,
enda bleik prinsessa í eðli sínu. 
Henni fannst ótrúlega gaman að
stríða og þá lá ég oft vel við höggi.
Eitt sinn þegar ég náði í hana á leik-
skólann, þá fór ég beint út á leikvöll-
inn. Þennan dag vildi svo til að hún
var inni og sá hún mig út um
gluggann, þar sem ég leitaði hennar.
Þetta fannst henni óskaplega fyndið
og hún hló alla leiðina heim og minnti
mig á í marga daga á eftir hvað ég
væri vitlaus.
Eftir þetta gerði hún sér far um að
fela sig þegar ég náði í hana. 
Svandís bullaði oftast út í eitt við
mig og þegar ég var að gefast upp á
öllu glensinu þá hló hún og sagði:
?1.apríl!? Einu sinni þegar bullið og
gamanið var komið út í öfgar að mínu
mati, þá ákvað ég að stríða henni.
Hún brást hart við og þaut upp í rúm
í fýlu. Ég sagði henni að hún mætti
aldrei stríða mér oftar, því fýlupúkar
mættu ekki stríða mér. Hún var fljót
að snúa vörn í sókn, stökk fram úr
rúminu og hrópaði: ?1.apríl!!?
Við skiljum ekki af hverju svona
lítið, elskulegt og lífsglatt barn var
hrifsað frá okkur í einu vetfangi. Af
hverju svo margir þurfa að þjást. 
Minningarnar getur enginn tekið
frá okkur. Minningar um Svandísi
Þulu eru grafnar djúpt í hjarta okkar
og leiða okkur í gegnum sársaukann. 
Elsku Hrefna Björk, Ásgeir,
Pálmi Freyr og Nóni Sær, ykkar
missir er mikill og erfiðleikar ekki að
baki, en samheldni og kærleikur er
ykkar mikli styrkur og hjálpar ykk-
ur til að ná fótfestu aftur.
Þið eruð í bænum okkar öllum
stundum og einnig allir þeir sem eiga
um sárt að binda. 
Kveðja.
Amma Auður, afi Siggi,
Sigurður Örn, Leifur Daníel 
og Þröstur.
Lífið er svo stutt, það er svo margt
ógert. Hversu mörg okkar hafa ekki
hugsað slíkt, og sannarlega erum við
minnt á vanmátt okkar þegar lítið
barn er hrifið frá okkur á einu ein-
asta augnabliki.
Laugardagurinn 2. desember var
sólbjartur dagur í New York. Borgin
hafði verið að klæðast jólaskarti síð-
ustu vikurnar, en í huga Íslendings-
ins eru sumarveður og ímynd
jólanna langt hvort frá öðru. Skjótt
skipast veður í lofti segjum við Ís-
lendingar. Allt í einu var hringt í mig
og mér sagt að bróðir minn hefði lent
í bílslysi, litla stúlkan hans væri dáin
og drengurinn hans alvarlega slas-
aður. Sólin skein áfram, en ekki í
mínum huga. Það voru þungar
stundir. Svandís Þula var yndisleg
lítil stúlka. Hún var sólargeisli sem
skein svo allt of stutt. Hún var ávallt
brosandi og það var alltaf líflegt í
kringum þau systkinin. Í júní kom ég
stutta ferð til Íslands, öllum að óvör-
um nema Ásgeiri sem tók á móti mér
ásamt börnunum sínum, og við
keyrðum sem leið lá norður í Skaga-
fjörð. Þegar norður var komið urðu
fagnaðarfundir með frændsystkin-
unum Svandísi og Helga. Ég bullaði
einhver ósköp við þau og á endanum
fannst Svandísi nóg komið og sagði:
?Komdu, Helgi, hún á heima í út-
löndum.? Ég hef oft vitnað í þessi orð
litlu frænku minnar á Íslandi. Sagt
með öðrum orðum, útlendingum
treystum við ekki um of. Sakleysi
barnsins gerði þessi orð skemmtileg,
en undir stakk djúpur sannleikur.
Við treystum þeim sem næstir okkur
eru.
Elsku Ásgeir minn, Hrefna,
Pálmi, Nóni, afar, ömmur og allir
aðrir aðstandendur. Í huga okkar
núna ríkir sorg, örvænting og van-
máttur. Á þessu augnabliki er erfitt
að finna tilfinningar sem ást og gleði
en þær tilfinningar höfum við haft og
munum alltaf hafa. Svandís Þula
treysti sínum nánustu og hún lifði sín
fáu ár við ást og umönnun góðra for-
eldra, bræðra sem og allra annarra
aðstandenda og vina. Ekkert okkar
mun nokkurn tíma gleyma litlu, fal-
legu stúlkunni með bjarta brosið og
stóru augun.
Blessuð sé minning þín, elsku litla
frænka mín.
Ingibjörg.
Þegar líða fer að jólum á gleði og
eftirvænting að ríkja í huga okkar.
En í einum vettvangi er slíku svipt
burt. Eitt lítið augnablik og lítil fimm
ára stúlka er ekki lengur meðal okk-
ar. Svandís Þula frænka mín með
stóru augun sín sem alltaf var gleði
og kátína í kringum. Á svona stund-
um sitjum við eftir vanmáttug með
ótal spurningar sem ekki fást svör
við. Litla frænkan sem var farin að
æfa ballett en ég hafði ekki enn séð
dansa. Ekki fleiri gönguferðir til
ömmu og afa og að kaupa bleikan ís í
leiðinni. Frænka þurfti jafnvel að
hjálpa til að klára hann því hann var
stundum of stór. Það var alltaf mikil
gleði hjá Helga Hrannari þegar
frændsystkinin komu í heimsókn og
yfirleitt mikið líf og fjör í pottapartí-
unum þeirra á Grundarstígunum.
Það var versta yfirsjón foreldranna
ef sundfötin gleymdust þegar farið
var norður. Yfirleitt var það eitt það
fyrsta sem spurt var um þegar kom-
ið var, hvort það mætti fara í pottinn. 
Mig langar að lokum að kveðja
frænku mína með ljóðlínum sem óm-
að hafa í huga mér síðan kvöldið ör-
lagaríka:
Þó farir þú um fjarlæg lönd
og langt frá þinni heimaströnd,
þá munu ljóssins englar ávallt fylgja þér.
Elsku frænka mín, þakka þér
samfylgdina og megi ljóssins englar
ávallt fylgja þér.
Elsku Ásgeir bróðir, Hrefna,
Pálmi, Nóni, afar, ömmur og allir
aðrir aðstandendur, megi englar
ljóssins líka hjálpa okkur að komast í
gegnum þessa erfiðu tíma og koma
Nóna Sæ til heilsu á ný.
Ásta frænka á Sauðárkróki 
og fjölskylda.
Við skiljum ekki það sem gerðist
og þó að við munum einhvern tímann
skilja það munum við aldrei verða
sammála því. Við skiljum ekki hvers
vegna þú, lítil og saklaus, þurftir að
fara héðan og við sem höfum ekki
borið neina virðingu fyrir lífinu feng-
um að vera um kyrrt. En hvað við
eigum eftir að sakna þess að heyra
að Svandís og Nóni séu að koma í
pössun, eða að þurfa að vakna
snemma vegna láta í Svandísi og
Nóna þegar við höfum ætlað að sofa
út. Þó að við höfum oft bölvað því þá
þarf stundum eitthvað slæmt að ger-
ast svo maður skilji hversu undur-
vænt manni þykir um einhvern. En
sama hversu gamlir við verðum
máttu vita að það mun aldrei önnur
stelpa fylla það skarð sem þú skildir
eftir þig.
Guð geymi þig.
Þínir
Unnar Már og Steinar Nóni
Hjaltasynir.
Elsku Svandís Þula. Við sitjum
hérna heima í sorgum okkar og
hugsum til þín, vonum að þú sért á
góðum stað með góðu fólki og hafir
það gott. Við héldum að þú yrðir allt-
af hérna hjá okkur en þú varst tekin
allt of snemma. Þegar við hugsum til
baka og til þín, þá munum við hvað
þú varst alltaf mikill spóaleggur,
pínulítil og mjó. Þú varst með risa-
stór blá augu, lítið nef og með tennur
sem voru mótaðar eftir snuðið sem
þú áttir svo erfitt með að skilja við
þig. Fallegasta stelpan. Það er ekki
svo langt síðan þú og Nóni Sær kom-
uð í pössun hingað á Stokkseyri. Og
þá eins og alltaf komstu inn með
miklum skerandi skrækjum og flissi.
Þú varst alltaf svo hress og kát þó að
oft væri stutt í frekjuna; henni fylgdi
einmitt líka mikið af skrækjum. Þeg-
ar skrækirnir byrjuðu og þú vildir fá
að ráða, þá sagði Nóni venjulega:
,,Ohhh, Svandís, þú ert svo frek!
Ókei þú mátt ráða.? Og þá venjulega
kom litla sólskinsbrosið upp aftur.
Við munum aldrei skilja hvað átti
sér stað þennan dag og við erum ekki
vissar um að við viljum vita það. En
þú verður ávallt í hjarta okkar og þér
verður aldrei gleymt. En í staðinn
fyrir að hafa ljóð eða einhvern sálm
höfum við ákveðið að hafa einhvað
sem þér fannst fallegt og varst alltaf
að syngja. Ég held að þér hafi fund-
ist þetta fallegt lag af því að þér
fannst þú sjálf alltaf vera flottust og
fínust og gast eytt endalausum tíma í
að dást að sjálfri þér fyrir framan
spegilinn:
Ef spegillinn gæti talað
þá mundi hann segja við mig
að ég væri fegurst, flottust og fínust, 
það myndi hann segja við mig.
En ef það væri eitthvað 
sem mér líkaði ekki við, 
ég skæri það burt og límdi svo nýtt 
sem ætti þá betur við mig.
Ég ætla að punta, punta, punta,
gera mig fína, fína, fína,
síðan að púðra, púðra, púðra,
allir mig vilja, vilja, vilja,
ég er svo æðisleg og lang-lang-flottust að
allir bara verða mig að sjá.
Þínar uppáhaldsfrænkur
Gunnhildur og Særún.
Elsku Svandís okkar. Þegar við
fengum fréttirnar að þú hefðir látist í
umferðarslysi var eins og eitthvað
hefði dáið í okkur öllum. Þetta var
svo óraunverulegt. Ekki litla Svan-
dísin okkar. 
Skömmu áður en þú lést varstu
hjá okkur í Jörfabakkanum að leika
við bróður þinn Nóna Sæ og svo vini
þína og frændsystkin Hafþór Pálma
og Magneu Dís og þegar þið fjögur
komuð saman þá var nú yfirleitt mik-
ið fjör.
Við söknum þín svo mikið, elsku
Svandís, meira en orð fá lýst. Brosið
þitt, hláturinn, fallegu stóru bláu
augun þín, fallega ljósa hárið þitt,
svona gætum við lengi talið. Núna
ertu orðin fallegur engill hjá guði og
alltaf þegar við kveikjum á kerti
hugsum við til þín og Hafþór Pálmi
veit að þú ert örugglega búin að
eignast góða englavinkonu. 
Við biðjum góðan guð að geyma
þig og hjálpa bróður þínum, Nóna
Sæ, í gegnum erfiða baráttu sem
framundan er, sem og Pálma Frey
og foreldrum þínum.
Guð geymi þig, elsku Svandís okk-
ar, þú ert alltaf í bænum okkar.
Elsku Ásgeir, Hrefna, Pálmi
Freyr og Nóni Sær, Guð veri með
ykkur og styrki ykkur á þessum erf-
iðu tímum.
Oddur, Sigurlaug, Eyþór Ernir,
Hafþór Pálmi og Magnea Dís.
Elsku Svandís Þula. Takk fyrir
allar góðu stundirnar okkar saman.
Þinn frændi
Helgi Hrannar.
Elsku Svandís Þula. Ég á bágt
með að trúa því að þú sért farin frá
okkur og ég eigi ekki eftir að sjá þig,
þú sem varst alltaf svo glöð og eilíft
brosandi. Ég man að í afmælum hjá
Auði, Sigga og fjölskyldu þá fórum
við krakkarnir oft út á róló og þar
vorum við í einhverjum leikjum og
skemmtum okkur. Við sátum líka og
spiluðum saman og þá var ekki verið
að spara hláturinn. Þegar þú komst
seinast heim til mín þá komstu bros-
andi til mín og sagðir: ?Sjáðu, Ína, ég
var að læra að skrifa þessa stafi og
amma Auður var að kenna mér.? Þú
varst svo dugleg og hlakkaðir svo til
að fara í skóla eins og Nóni Sær. Ég
á eftir að sakna þín mjög mikið og
þegar ég kveiki á kertum þá ætla ég
að hugsa til þín.
Ég bið góðan Guð að styrkja for-
eldra þína, bræður og aðra aðstand-
endur. 
Ég vil kveðja þig með þessu ljóði:
Legg ég nú bæði líf og önd, 
ljúfi Jesús, í þína hönd, 
síðast þegar ég sofna fer 
sitji Guðs englar yfir mér 
(Hallgr, Pét.)
Guð geymi þig.
Þín frænka
Ína Björk.
Svandís Þula var mikill stríðnis-
púki. Eitt af því sem Björk og hún
gerðu oft þegar Svandís Þula kom í
heimsókn var að hlaupa yfir til Haf-
dísar og sníkja sleikjó. Einu sinni
hlupu þær af stað til að fá sleikjó og
voru búnar að vera óvenju lengi.
Þegar var farið að athuga með þær
þá stóðu þær hálfbognar undir
glugganum á íbúðinni við hliðina,
bönkuðu þar og hlupu í burtu. Þegar
þær voru spurðar að því hvað þær
Svandís Þula 
Ásgeirsdóttir 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52