Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 33 væru að gera þá héldu þær að þær væru að gera at hjá Hafdísi en fóru íbúðavillt og þar var enginn heima. Þegar þær vissu að þetta var ekki íbúðin hennar Hafdísar þá fóru þær bara og bönkuðu hjá henni og fengu sinn sleikjó og komu heim. Svandís Þula fékk tvisvar sinnum að fara með Björk í Íþróttaskólann og var það mjög mikið sport og Björk fékk einu sinni að fara með henni og horfa á hana í ballett og fannst Björk það mjög merkilegt og þegar hún kom heim þá klæddi hún sig í ballerínubúning sem hún átti og var hún í honum það sem eftir var dagsins. Svandís Þula og Björk voru dug- legar að leika sér saman. Það slettist oft upp á vinskapinn en það varði yf- irleitt mjög stutt og voru þær komn- ar í góðan leik augnabliki síðar. Þær voru ekkert að klaga hvor aðra held- ur leystu bara úr sínum málum sjálf- ar. Ef maður fór inn í herbergi til að skipta sér af þá fékk maður klögu- málin yfir sig þannig að það var best að láta þær sjá um sín mál sjálfar, enda kunnu þær það best. Við áttum mjög erfitt með að segja Björk frá því að Svandís Þula væri dáin. Hvernig útskýrir maður það fyrir fjögurra ára barni? Áður en við vorum búin að segja henni frá þessu þá fór hún að segja okkur frá ein- hverju rifrildi sem hún hafði lent í við Svandísi Þulu og þegar við vorum eitthvað að spyrja hana út í það þá segir hún: „En ég vil alltaf Svandísi Þulu“. Við viljum ekki kveðja Svandísi Þulu hinstu kveðju því vonandi eig- um við einhvern tíma eftir að sjá hana aftur. Við vottum öllum hennar ættingjum samúð okkar alla. Hrefna Björk, Ásgeir, Pálmi Freyr og Nóni Sær, við samhryggjumst ykkur af öllu okkar hjarta. Kristín, Ragnar, Brynja og Björk. Sunnudaginn 3. desember stóðu yfir foreldrasýningar í Ballettskól- anum. Slíkar sýningar eru stórar fyrir litlar ballerínur og eru þær ávallt fullar tilhlökkunar að fá að sýna sínum nánustu hversu mikið þeim hefur farið fram. Mér bárust sorgartíðindi að morgni þessa dags, Svandís Þula hafði lent í hræðilegu bílslysi daginn áður. Svandís Þula var þriggja og hálfs árs þegar hún steig sín fyrstu spor í Ballettskóla Eddu Scheving. Hún var lítil og nett, ljós og fögur, ein- staklega blíð og brosmild. Hún var afar áhugasöm og lærði fljótt og vel öll spor og posisjónir. Svandís Þula kom til að byrja með alla leið frá Þor- lákshöfn, en missti þó ekki úr marga laugardaga. Ég sjálf lít á það sem ferðalag að aka austur fyrir fjall en foreldrar Svandísar Þulu töldu það ekki eftir sér að keyra litlu stúlkuna sína til Reykjavíkur í ballett. Ekki há í loftinu hafði hún stigið á svið í Borgarleikhúsinu sem lítið fiðrildi og í hlutverki regnbogans á nemenda- sýningum skólans. Í haust byrjaði hún sinn þriðja vetur í skólanum, alltaf jafn blíð, stillt og prúð eins og sannri ballerínu sæmir. Það var erfitt að hugsa til þess þennan sunnudag að innan um allar litlu ballerínurnar mínar vantaði sér- staklega eina sem kölluð var svo sviplega burt frá fjölskyldu sinni. Lítill engill svífur nú um eins og fiðr- ildi í æðri sölum. Fjölskyldu Svan- dísar Þulu og öðrum ættingjum og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vernda ykkur öll og styrkja á þessum erfiðu tímum. Brynja Scheving, ballettkennari. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum Svandísar Þulu vin- konu okkar. Hún var nemandi hjá okkur í leikskólanum Bergheimum og eftir að hún flutti til Reykjavíkur var hún dugleg að koma í heimsókn og halda tengslum. Svandís Þula var um margt sérstakt barn, hún var einstaklega félagslynd og ein af fáum sem gátu leikið við stóran hóp barna. Hún var málamiðlari og gat ekki hugsað sér að skilja nokkurn út- undan. Við minnumst síbrosandi „skellibjöllu“ með fallegustu augu í heimi, með dillandi og smitandi hlát- ur. Hún var mikil dama í klæðaburði, pils og kjólar í uppáhaldi og fötin iðu- lega bleik. Hárið stuttklippt en alltaf puntað með teygjum og spennum. Hún var óskaplega kelin og þótti gott að klappa og strjúka og fá að hjúfra sig upp við hálsakot. Hennar verður sárt saknað af vinum bæði í barna- og starfsmannhópnum í leik- skólanum Bergheimum. Það voru okkar forréttindi að kynnast henni og lífsviðhorfum hennar. Foreldrum hennar, Hrefnu og Ás- geiri, bræðrunum Pálma og Nóna Sæ og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd allra í leikskólanum Bergheimum, Helena deildarstjóri Huldu- heima og Ásgerður leik- skólastjóri. Fréttin um andlát Svandísar kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, hver á von á því að barn sem er að hefja lífshlaup sitt sé kallað svo skyndilega í burtu frá okkur? Eftir sitjum við og reynum að hugga lítil skólasystkini hennar sem skilja þetta ekki frekar en við sem fullorðin erum. Svandís Þula kom til okkar á Blásali í sumar og féll strax vel inn í hópinn. Hún var áhugasöm og dug- leg í öllu starfi og leik en það sem einkenndi hana öðru fremur var glaðværð hennar. Við sem hjá stönd- um getum beðið góðan Guð að varð- veita sálu og huga litla barnsins sem Guði lá svo mikið á að kalla til sín. Um leið og við biðjum fyrir bróður hennar Nóna Sæ sem berst hetju- legri baráttu, sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur til fjöl- skyldunnar og biðjum engla Guðs að vaka yfir og varðveita minningu ykk- ar um litla engilinn á himnum, Svan- dísi Þulu. Starfsfólk og börn á Blásölum, Margrét Elíasdóttir. Svandís Þula byrjaði í leikskólan- um Blásölum síðasta sumar. Við minnumst þess dags þegar hún byrj- aði þar sem hún skýldi sér á bak við mömmu sína og vildi ekki mikið við okkur tala. En feimnin var fljót að renna af Svandísi Þulu og hún kom eftir það á hverjum degi með bros á vör og oft fylgdi knús með. Hún var fljót að vinna hug og hjörtu okkar allra með glaðværð sinni. Svandís Þula varð fljótlega mjög vinsæl hjá hinum börnunum enda mjög hug- myndarík og það var einstaklega gaman að fylgjast með henni í leik með öðrum börnum. Hún var með eindæmum hjálpsöm og fljót að bjóða fram aðstoð sína þegar einhver þurfti á að halda. Svandís Þula var áhugasöm og glöð í leikskólanum. Hvort sem það var vinna í listakrók eða hreyfing í sal tók hún þátt af full- um krafti og oft heyrðist smitandi hlátur hennar um leikskólann. Við sem eftir sitjum geymum minningu Svandísar Þulu í hjörtum okkar og biðjum Guð að vaka yfir fjölskyldu hennar á þessum erfiðu tímum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð,þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Kveðja frá Rauðu deildinni, Rósa Íris Ólafsdóttir. Við lékum okkur fallega saman bæði úti og inni. Þú varst svo dugleg að spila Veiðimann og Slönguspilið og þú vannst oft. Svandís, þú varst svo falleg. Okkur langar að fá þig aftur en við leikum bara við þig í draumum okk- ar. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Við förum með þessa bæn á hverju kvöldi: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Þínar vinkonur Salka og Mist. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG KLEMENSDÓTTIR, Víðinesi, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Víðinesi laugardaginn 9. desember. Kristján Gunnarsson, Áslaug Jóhanna Guðjónsdóttir, Ólafur Rúnar Gunnarsson, Steingerður Steingrímsdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Guðný Rósa Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri GUÐBRANDUR STEFÁNSSON bóndi, Hólum, Dýrafirði, lést á heimili sínu föstudaginn 8. desember sl. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Stefánsdóttir, Haraldur Stefánsson, Friðbert Kristjánsson, Ásta Kristinsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐFINNA ÓLAFSDÓTTIR, Gerðakoti 2, Álftanesi, lést sunnudaginn 10. desember sl. Jarðsungið verður frá Bessastaðakirkju föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigríður Karlsdóttir, Sigurður G. Thoroddsen, Ólöf Björg Karlsdóttir, Jósep Guðmundsson, Ingveldur Karlsdóttir, Ólafur Karlsson, Kristín Bjarnadóttir, Þorsteinn Helgi Karlsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, HÁLFDÁN H. SVEINSSON frá Sauðárkróki, (Hálfdán í Segli), verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.00. Ásta Hálfdánardóttir, Sigurjón Ámundason, Hálfdán Sigurjónsson, Páll Sigurjónsson, Chomyong Yongngam. ✝ Bróðir okkar og mágur, SVAVAR GUÐMUNDSSON, Tryggvagötu 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 1. desember. Útför hans var gerð í kyrrþey frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. desember. Ásgeir Guðmundsson, Guðlaug Þórdís Guðmundsdóttir, Magnús Matthíasson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Hermann Guðmundsson, Flosi Guðmundsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Ólafur Ingólfsson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SONJA HJÁLMARSDÓTTIR, Hlíðarvegi 12, Ísafirði, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju föstudaginn 15. desember kl. 13:00. Jarðsett verður frá Garðakirkjugarði. Kristján R. Finnbogason, Anna Kristín Hauksdóttir, Þorsteinn Sigtryggsson, Gísli Hjálmar Hauksson, Halldór Sveinn Hauksson, Sigurlaug R. Halldórsdóttir, Birna Guðbjörg Hauksdóttir, Þröstur Eiríksson, Guðrún Hrefna Sigurðardóttir, Ólafur Högnason, María Sonja Thorarensen, Thomas Rognli, Kristinn Finnbogi Kristjánsson, Jón Brynjar Kristjánsson, Júlíanna Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur okkar og faðir, KRISTINN STEINAR KARLSSON húsasmíðameistari, Bugðulæk 20, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 3. desember verður jarðsung- inn frá Laugarneskirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.00. Karl Kristinsson, Bjarndís Friðriksdóttir, Perla Dís og Birta Líf Kristinsdætur. ✝ Systir okkar og mágkona, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Öngulsstöðum, Eyjafjarðarsveit, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli föstudaginn 8. desember, verður jarðsungin frá Munkaþverár- kirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Helga Kristinsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Hörður Frímannsson, Guðrún Kristinsdóttir, Þórdís Kristinsdóttir, Regína Kristinsdóttir, Baldur Kristinsson, Elín Methúsalemsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.