Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						sögur sagði hann strákunum sem
hljóma ótrúlega í eyru nútímabarns-
ins eins og rekstur fjár í sláturhús
frá Hrunamannahreppi til Reykja-
víkur, gröftur húsgrunns með skóflu
og haka þar sem vélum varð ekki við
komið var meðal þess sem vakti að-
dáun og kátínu strákanna. Hann
deildi með strákunum frjálsíþrótta-
áhuganum og lýsti fyrir þeim ung-
mennafélagsmótum sem haldin voru
um landið áður fyrr við fábrotnar að-
stæður. Þegar við ferðuðumst saman
um landið vantaði ekki leiðsögnina
því hann þekkti nánast hverja þúfu
og mundi örnefni eins og hann hefði
verið á staðnum deginum áður.
Vinnusemi og dugnaður var nokkuð
sem var honum eðlislægt og okkur
góð fyrirmynd og veganesti til fram-
tíðar. Gústi afi gat sem betur fer ver-
ið á fullu fram á síðustu stundu þar
sem hann var með eindæmum
heilsuhraustur. 
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að njóta návistar, hjálpar og
umhyggjusemi Gústa afa. Góðar
minningar ylja okkur á þessari
kveðjustund. Við biðjum góðan Guð
að senda ömmu styrk á þessari erf-
iðu stund.
Jónína, Logi, Kári, 
Sölvi og Egill.
Í dag kveðjum við föðurbróður
okkar Ágúst Steindórsson.
Það setti alla hljóða þegar fréttist
að Gústi hefði orðið bráðkvaddur á
heimili sínu að kvöldi miðvikudags-
ins 29. nóvember. Hann sem alltaf
var svo hress og duglegur.
Gústi fæddist í Ási í Hrunamanna-
hreppi 6. september 1925. Hann var
þriðji yngstur af tólf systkinum. Tíu
þeirra komust til fullorðinsára.
Snemma kom í ljós að Gústi var
mikill íþróttamaður og um tvítugt
fór hann í íþróttaskólann í Haukadal.
Þar þótti hann sérstaklega liðtækur
í hinni þjóðlegu íþrótt glímu. Oft höf-
um við heyrt sögur af því hversu
duglegir bræðurnir frá Ási voru, og
ekki var Gústi nein undantekning
þar frá. Lengi vann hann á skurð-
gröfu víða um land og síðar var hann
mörg ár til sjós. Síðustu starfsárin
vann hann svo í álverinu í Straums-
vík.
Upp úr 1950 kynntist hann Sigríði
konu sinni og eignaðist með henni
stóran hóp barna auk þess sem hann
gekk Sigurbjörgu dóttur hennar í
föðurstað. Þau hjónin urðu fyrir
þeirri erfiðu lífsreynslu að missa
fyrsta barnið sitt aðeins eins árs
gamalt. Þetta tók á þau en saman
unnu þau úr sorginni og lífið hélt
áfram.
Þegar fjölskyldan stækkaði þurfti
líka að stækka heimilið og þá byggðu
þau glæsilegt hús á Hraunbraut 26 í
Kópavogi. Það var þar sem nær allar
Reykjavíkurferðir fjölskyldu okkar
enduðu, í kaffi hjá Siggu og Gústa.
Þar var alltaf tekið vel á móti gest-
um, Siggu tókst á augabragði að
töfra fram dýrindis veislu og Gústi
var ekki lengi að skjótast út í búð að
kaupa kókflösku handa okkur
krökkunum. Á þau hjónin var líka
alltaf hægt að treysta ef einhver
þurfti á gistingu í höfuðborginni að
halda. Alltaf var tekið á móti fólki
opnum örmum.
Það má segja að Gústi hafi verið
stoð og stytta stórfjölskyldunnar
þegar eitthvað var um að vera. Hann
var alltaf reiðubúinn að sjá um alla
hluti. Það var gott að hafa svo
traustan mann í öllu því sem hefur
þurft að gera, hvort sem það var
vegna gleði- eða sorgarstunda.
Elsku Sigga, Didda, Sigþór, Elín,
Rúnar, Jónína, Halldór og fjölskyld-
ur við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Helena, Steindór, Guðrún og
fjölskyldur.
Það var að kvöldi miðvikudagsins
30. nóvember, að Sigurður frændi
minn hringdi og tjáði mér að Ágúst
föðurbróðir minn væri dáinn. Ég
hrökk við þegar ég heyrði þessa
fregn vegna þess að hann Ágúst
hafði alltaf verið svo hress og látið
lítið á sjá þótt árin væru farin að fær-
ast yfir.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast hans, eða Gústa eins og
hann var jafnan kallaður. Ágúst ólst
upp í stórum systkinahópi að Ási í
Hrunamannahreppi, þar foreldrar
hans stunduðu búskap af miklum
dugnaði og eljusemi. Að sjálfsögðu
hjálpuðu börnin til við búskapinn á
þeim árum og unnu við heyskap og
skepnuhirðingu jöfnum höndum með
fullorðna fólkinu á bænum.
Ágúst fluttist ungur að heiman og
fór þá að stunda sjóinn, og eins ýmis
þau störf sem til féllu í landi. Hann
vann í mörg ár á skurðgröfum hjá
Vélasjóði ríkisins, fyrst á svokölluð-
um víragröfum og síðar einnig á
glussagröfum sem þóttu mikil bylt-
ing, þegar þær fóru að ryðja sér til
rúms. Þegar ég var strákur, rétt um
1960, man ég eftir því þegar Gústi
var að grafa skurði með víragröfu
hér heima á búi föður míns, að Heiði
í Ásahreppi. Þá þótti mér tilkomu-
mikið þegar hann var að draga inn
skófluna með spilinu, hífa upp, snúa
gröfunni til hliðar og sturta í ruðn-
inginn á skurðbakkanum. Eins man
ég eftir því þegar hann var að skipta
um vír á spilum gröfunnar. Þá var
notaður meitill og hamar til að
klippa vírinn, og áttaði ég mig þá á
því hvað þetta var mikil og erfið
vinna. Síðustu árin vann Ágúst í ál-
verinu í Straumsvík, eða þar til hann
hætti störfum vegna aldurs.
Ágúst var ávallt glaðvær, hress og
skemmtilegur og hann tók ætíð vel á
móti gestum, ásamt Sigríði eigin-
konu sinni. Ég átti því láni að fagna
að koma oft til þeirra, ásamt foreldr-
um mínum. Sveinbirni sem lést inn-
an við tveim dögum á eftir bróður
sínum, og Sigurbjörgu, þegar við
vorum á ferð fyrir sunnan. Ágúst og
Sigríður voru þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eignast stóran og myndar-
legan barnahóp, og eru afkomendur
þeirra því orðnir nokkuð margir.
Kæru vinir, ég og móðir mín Sig-
urbjörg hugsum hlýtt til ykkar og
vottum ykkur okkar dýpstu samúð á
þessari stundu.
Tryggvi.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 35
FRÉTTIR
Bílar
Cadillac Seville Elegance árg.?88,
V8 4,5 L. Framdrifinn, innfluttur nýr,
ek. 140 þús.,leður, topplúga,allt raf-
drifið, Bose-hljóðkefi. Tilboð. 
Upplýsingar í síma 863 8837. 
Hyundai Santa FE GRDI 12/2005 
Díselbíll sem nýr, sjálfsk., cruise, ál f.,
ek. aðeins 11 þ. km. Verð 3.290 þ.
Bílalán. S. 690 2577. 
VERÐHRUN Á BÍLUM! 
Nýjir og nýlegir bílar frá öllum helstu
framleiðendum allt að 30% undir
markaðsverði. Veldu úr þremur
milljón nýrra og nýlegra bíla í USA og
Evrópu. Íslensk ábyrgð og bílalán. 30
ára traust innflutningsfyrirtæki. Fáðu
betra tilboð í síma 552 2000 eða á
www.islandus.com 
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið 
Subaru Impreza 2006, 4 wd. 
Góður í vetrarakstur. 
Akstursmat og endurtökupróf. 
   Gylfi Guðjónsson, 
   sími 696 0042. 
Ökukennsla Reykjavíkur ehf. 
Ökukennsla - akstursmat. 
Gylfi K. Sigurðsson  
Suzuki Grand Vitara, 
892 0002/568 9898. 
Snorri Bjarnason 
BMW 116i, 
892 1451/557 4975. 
Sverrir Björnsson 
Volkswagen Passat '06 
892 4449/557 2940. 
Ævar Friðriksson  
Toyota Avensis '02,  
863 7493/557 2493. 
Gylfi Guðjónsson  
Subaru Impreza '06,  
696 0042/566 6442. 
Bátar
30 rúmlesta skipstjórnarnám.
Fjarnám við Framhaldsskólann í Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Skráning á vefn-
um www.fas.is og í síma 470 8070.
Umsóknarfrestur til 18. janúar.
Þjónustuauglýsingar        5691100
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar 
?
augl
@
mbl.is
LEIÐSÖGUMENNIRNIR Sigrún
Franklín, Jóhanna Þórarinsdóttir
og Ketill G. Jósefsson bjóða íbúum
og öðru áhugasömu fólki upp á
sagnakvöld í Kirkjuvogskirkju í
boði Reykjanesbæjar fimmtudaginn
14. desember kl. 20?22. 
Leiðsögumenn Reykjaness
kynntu sér sögu svæðisns og fylltust
miklum áhuga vegna þess hversu
athyglisverð hún er og vilja miðla
hluta hennar áfram til íbúa og ann-
arra gesta, segir í fréttatilkyningu.
Sigrún sýnir myndir og segir frá
merkum minjum, m.a. járnminning-
armörkum en nokkur þeirra prýða
kirkjugarðinn í Höfnum.
Jóhanna segir frá skipinu
Jamestown, sem strandaði fyrir ut-
an Ósabotna fyrir nákvæmlega 125
árum síðan, en margir Suðurnesja-
menn nutu góðs af farminum. Enn
má sjá minjar frá strandinu, m.a.
akkerið úr skipinu. Ketill sýnir
myndir og segir sögur af Kötlunum
þremur er bjuggu í Höfnum kynslóð
fram af kynslóð. Ketill er að sjálf-
sögðu afkomandi þeirra. 
Á milli atriða verður jólasöngur.
Heitt verður á könnunni og allir
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
www.reykjanesguide.is
Sagnakvöld í
Kirkjuvogskirkju
í Höfnum
Föðurnafn misritaðist
ÞAU leiðu mistök urðu við birtingu
fréttar um íslenska jólasveina í Mý-
vatnssveit í blaðinu í gær, að föður-
nafn ungs drengs misritaðist í
myndatexta. Hann heitir Bjarni
Gunnar Arnbjörnsson en ekki Rand-
versson eins og misritaðist. Er beð-
ist velvirðingar á þessum mistökum.
Rangt ártal
RANGLEGA var farið með útgáfu-
ár Þorláksbiblíu í Morgunblaðinu í
gær. Þar var sagt að biblían hefði
verið prentuð árið 1664 en hið rétta
er að hún var prentuð árið 1644. Er
beðist velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Í NÓVEMBER árið 2004 skipaði
menntamálaráðherra starfshóp til
að gera tillögur um aðgerðir til
fjölgunar nemenda í raunvísindum
og raungreinum. Starfshópurinn
hefur skilað ráðherra tillögum sín-
um og meðal tillagnanna er að
Menntagátt verði falið að halda ut-
an um og koma á framfæri upplýs-
ingum um margvíslega starfsemi
tengda raunvísindum sem hinir
ýmsu aðilar standa að. 
Þar á meðal eru viðburðir sem
eru til þess fallnir að auka áhuga
nemenda og almennings á raun-
greinum og tækni, en þar er meðal
annars átt við keppnir af ýmsu tagi,
námskeið, Vísindavefinn, hátíðir og
verðlaun. Settur hefur verið upp
sérstakur vefur hjá Menntagátt,
www.menntagatt.is/visindi, þar
sem er að finna aðgengilegar upp-
lýsingar um félög, stofnanir, við-
burði sem tengjast náttúruvís-
indum og kennsluefni. Hvatt er til
þess í fréttatilkynningu, að sem
flestir nýti sér þessar upplýsingar
og komi á framfæri ábendingum
um nýja viðburði eða áhugavert
efni til Björns Sigurðssonar, um-
sjónarmannsMenntagáttar,
(bjorn@menntagatt.is).
Nýr vefur 
um vísindi
JÓLATRÉSSALAN Landakot er
hafin og rennur hluti af ágóðanum
til Styrktarfélags krabbameins-
sjúkra barna, segir í fréttatilkynn-
ingu. Salan fer fram við IKEA í
Kauptúni og við Landakotskirkju
og stendur til kl. 22 á kvöldin. 
Jólatréssalan
Landakot
KYNNING verður næstkomandi
fimmtudag á tveimur af aðal-
námsleiðum til atvinnuflugmanns-
prófs hjá breska flugskólanum Ox-
ford Aviation Training. Kynning-
arfundurinn verður haldinn á Hótel
Loftleiðum klukkan 20:00 fimmtu-
daginn 14. des í sal 1. 
Á fundinum verður kynnt svo-
kölluð ?APP First Officer? braut en
hún er ætluð þeim sem hafa enga
fyrri reynslu af flugi og hins vegar
?Waypoint Pilot Programme? en sú
braut er ætluð þeim sem nú þegar
hafa skírteini einkaflugmanns.
Tveir íslenskir flugnemar hjá flug-
skólanum, þeir Róbert Bjarni
Bjarnason og Sigurberg Magnús
Sigurðsson, verða á staðnum til
þess að svara spurningum um nám-
ið og skólann.
Frekari upplýsingar er hægt að
nálgast með vefpósti: thaines@ox-
fordaviation.net. Eða hafa samband
beint við Toni Haines í síma 0044
1865 844235
Kynna flugnám 
í Oxford
MÁLSTOFA verður haldin fimmtu-
daginn 14. desember kl. 15:00 í
fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölv-
hóli. Málshefjandi er Turalay Kenc,
prófessor í fjármálahagfræði við
Bradford háskóla í Bretlandi, og
ber erindi hans heitið: ?The term
structure of interest rates in Ice-
land (íslenska vaxtarófið). Erindið
verður flutt á ensku.
Málstofa hjá
Seðlabankanum
SKAUTAFÉLAGIÐ Björninn
stendur fyrir kynningu á íshokkíi
og kennslu á skautum. Þessi starf-
semi fer fram á skautasvelli TM á
Ingólfstorgi. Þeir sem hafa áhuga á
því að fá kennslu í fyrstu skref-
unum á ísnum eru hvattir til að
nýta sér þessa aðstöðu, segir í
fréttatilkynningu. Frítt er inn á
svellið og hægt að leigja sér skauta
fyrir 300 krónur.
Dagskrá hefst í dag, miðvikudag,
klukkan 17.30 með æfingu og sýn-
ingu í 5-A fl. og klukkan 17:55?
18:15 í 5-B fl. Kynningin heldur síð-
an áfram um helgina.
Björninn 
leiðbeinir á 
Ingólfstorgi
SALA er hafin á jólakortum Sam-
hjálpar. Heiti kortanna er Vetrar-
fuglar, myndröð eftir listmálarann
Sigurþór Jakobsson. 
Sex mismunandi kort eru í hverj-
um pakka og er verð hvers pakka
með umslögum 690 krónur. Einnig
er hægt að kaupa pakka á 990
krónur og fylgir þá annað hvort
með geisladiskurinn Greater Than
Anything eða bókin Koss götunnar.
Þannig er hægt að eignast hvort
tveggja, jólakort og jólagjöf, fyrir
afar lága upphæð, segir í frétta-
tilkyningu.
Allur ágóði af sölu kortanna
rennur til hjálparstarfs Sam-
hjálpar. Kortin eru til sölu á skrif-
stofu Samhjálpar að Stangarhyl 3a
í Ártúnsholti. Einnig er hægt að
panta kort á milli kl. 9 og 15 alla
virka daga í síma 561 1000. 
Jólakort Sam-
hjálpar komin út
MIÐVIKUDAGSERINDI Orkustofn-
unar og ÍSOR í dag, miðvikudaginn
13. desember, snýst um horfur í at-
vinnuþróun og nýtingu auðlinda. 
Guðmundur Ólafsson, lektor við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands fjallar um horfur í at-
vinnuþróun og nýtingu auðlinda,
meðal annars út frá skýrslu Hag-
fræðistofnunar 2003. Hvaða at-
vinnuvegir eru vænlegir og hverjir
ekki? Hvaða þróun ætti hið opinbera
að styðja? 
Erindið hefst kl. 13 í Víðgelmi, sal
Orkugarðs, á Grensásvegi 9, Reykja-
vík. Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir. Sjá nánar um mið-
vikudagserindin á vef Orkustofn-
unar http://www.os.is
Erindi um 
atvinnuþróun og
nýtingu auðlinda

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52