Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						staðurstund
Geir H. Haarde er maður ársins
2006 í grófum dráttum og á
viðurkenningarskjal sem stað-
festir það. » 43
fólk
Soffía Auður Birgisdóttir var
ánægð með Sigþrúði, persónu í
nýjustu bók Kristínar Steins-
dóttur, Á eigin vegum. » 43
bækur
Yfir 100 þúsund eintök eru þeg-
ar seld af smáskífunni Bing
Bang eftir Mána Svavarsson í
Bretlandi. » 40
tónlist
Ghostigital fær ekki nógu mikla
spilun að mati hljómsveit-
armeðlima en hljómsveitin
heldur tónleika í kvöld. » 40
tónlist
Duran Duran og Elton John eru
meðal þeirra sem fram koma á
tónleikum næsta sumar á dán-
arafmæli Díönu prinsessu. » 42
fólk
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
EIVØR Pálsdóttir er í miðjum jóla-
bakstri með ömmu sinni þegar
hringt er í hana til að forvitnast um
jólalag sem hún semur fyrir Jóla-
söngva Kórs Langholtskirkju sem
haldnir verða í 28. sinn föstudaginn
15. desember kl. 23 og laugardaginn
16. desember kl. 20 og 23. ?Þetta er
annað árið sem ég sem jólalag fyrir
kórinn, og mér finnst það rosa gam-
an,? segir Eivør. ?Jónsi [Jón Stef-
ánsson, kórstjóri,] bað mig í fyrra
að semja jólalag, og þá hafði ég
aldrei samið jólalag áður. En það
kom vel út. Jólalagið sem ég samdi í
ár er þó allt öðru vísi, aðallega fyrir
kórinn, en ég syng líka með.? Eivør
er ákveðin í svari þegar hún er
spurð hvort það sé öðru vísi að
semja jólalög en aðra tónlist. ?Já.
Það er eitthvað mjög spes við jóla-
lög og erfitt að semja þau, vegna
þess að þau þurfa að hafa allt aðra
stemmningu en önnur lög. Þess
vegna er það líka skemmtilegt.? Ei-
vør semur textana sjálf og enginn
vandi þar að fanga anda jólanna.
?Ég er svo mikil jólastelpa og er allt
árið í jólaskapi.? Nýja lagið heitir
Ave Maria og Eivør lýsir því sem
dramatísku kórlagi, nokkuð stóru í
sniðum og fyrir báða kórana; full-
orðna fólkið og börnin.
En þá að bakstrinum, forvitni
blaðamanns var vakin þegar fréttist
af því að söngkonan okkar og tón-
skáldið bakaði sérstakar færeyskar
jólakleinur. ?Við erum að baka
kleinur núna. Amma kom frá Fær-
eyjum til að heimsækja mig. Hún
hefur gaman af Íslandi eins og ég.
Okkur finnst gaman að vera hér í
desember og fara á tónleika. En
kleinurnar okkar eru svolítið öðru
vísi en þær íslensku. Þær eru litlar
og meira af kardimommum í þeim.?
Færeyska jólasöngvahefðin er
mjög lík þeirri íslensku að sögn Ei-
varar og jólastemmningin yfirleitt
sviplík. 
Kórarnir í Langholtinu eru byrj-
aðir að æfa nýja lagið og að bakstr-
inum loknum tekur Eivør stefnuna
á æfingu. ?Ég er mjög spennt að
heyra hvernig þetta gengur. Ég
hugsa bara að ég gefi þeim að
smakka á kleinunum.?
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Eivør Erfitt en skemmtilegt að semja jólalög.
Ég er svo 
mikil 
jólastelpa
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
NÝLEGA var tilkynnt hvaða tveir erlendu
fræðimenn hljóta styrki Snorra Sturlusonar fyrir
árið 2007. Í þetta skiptið eru það François-
Xavier Dillmann, prófessor við École pratique
des Hautes Études (Sorbonne) í París, til að
vinna að þýðingu á Ólafs sögu hins helga á
frönsku og dr. Patricia Pires Boulhosa, fræði-
maður í Cambridge á Englandi, til að þýða Völu-
spá á portúgölsku og vinna að undirbúningi
kynningar á íslenskum fornbókmenntum í Bras-
ilíu.
?Það eru ákveðnar úthlutunarreglur sem við
förum eftir þegar við veljum styrkþega, að öðru
jöfnu eigum við frekar að sælast eftir því að fólk-
ið komi frá löndum sem eru lengra frá Íslandi en
t.d Norðurlöndin. Þess vegna litum við m.a á það
í umsókn dr. Boulhosa að íslensk fræði eru ekki
mjög útbreidd í Brasilíu. Við berum líka saman
verkefnin sem fólk ætlar að vinna hér á landi og
hvort það hafi eitthvert gagn af því að dvelja hér
og síðan lítum við á hvað fólk hefur gert áður.
Það er mjög gott fyrir erlenda fræðimenn að
koma hingað til lands og hafa samneyti við ís-
lenska fræðimenn á því sviði sem þeir eru að
vinna svo gildi þessara styrkja er mikið,? segir
Úlfar Bragason rannsóknarprófessor sem var fo-
maður úthlutunarnefndar, en ásamt honum sátu
í nefndinni Ásdís Egilsdóttir dósent og Ingi-
björg Haraldsdóttir rithöfundur.
Sama styrkupphæð frá 1992
Í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar 1991
ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem
kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum
um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu
þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýð-
endum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi
í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu,
menningu og mannlífi. Styrkirnir eru veittir í
þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á
ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði inn-
anlands.
Tuttugu og níu umsóknir bárust frá fimmtán
löndum um styrkinn fyrir árið 2007 og segir Úlf-
ar þær heldur færri í ár en áður.
?Við endum yfirleitt með sex til tíu manns
sem okkur finnst að eigi að fá styrk en þar sem
við höfum úr litlu fé að spila getum við ekki valið
fleiri en tvo.?
Styrkupphæðin hefur ekki hækkað síðan
byrjað var að úthluta styrkjunum árið 1992, hún
hljóðar upp á eina milljón og skiptist jafnt á
milli styrkþega.
?Ein milljón í dag er annað en ein milljón fyr-
ir fimmtán árum. Því miður hafa stjórnvöld ekki
látið okkur hafa meira fé en við vildum helst
veita minnst fjóra styrki á ári.?
Hefur mikið gildi fyrir erlenda fræðimenn
Fræði Úlfar Bragason er forstöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals og var formaður út-
hlutunarnefndar styrkja Snorra Sturlusonar sem tveir fræðimenn hljóta fyrir árið 2007.
Fræði | Styrkir Snorra Sturlusonar veittir í fimmtánda sinn til að kynna íslenska tungu og menningu
|miðvikudagur|13. 12. 2006| mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52