Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 347. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5691100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
L50237 SA 5?10 m/s,
slydda eða rign-
ing sunnanlands.
NA-átt fyrir norð-
an 10?13 m/s og stöku él á
annesjum. » 8
Heitast Kaldast
5°C -4°C
ÍSLENSKA kvikmyndin Börn hlaut verð-
laun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni
Courmayeur Noir á Ítalíu um nýliðna
helgi en myndin er framlag Íslands í for-
vali til Óskarsverðlaunanna. 
Ragnar Bragason, leikstjóri myndarinn-
ar, segir mikla eftirspurn vera eftir henni
og nú liggi fyrir hátt í fjörutíu boð á kvik-
myndahátíðir víðsvegar um heiminn sem
verið sé að skoða. Sala á myndinni til ann-
arra landa gengur einnig vel og nú þegar
hafa fjögur lönd keypt hana. Ragnar er nú
að leggja lokahönd á kvikmyndina For-
eldrar sem verður frumsýnd 19. janúar
hér á landi en hún er seinni myndin í tví-
leiknum Börn og Foreldrar. | 19
Eftirsótt Börn
Vinsæl Börn fara víða um lönd.
GUÐBJÖRN Magnússon rafeindavirki vann í
gær það afrek að gefa blóð í 150. sinn í Blóð-
bankanum. Enginn Íslendingur hefur oftar
gefið blóð en Guðbjörn og má því með sanni
segja að hann sé mikið gæðablóð. Hann sagði
að sér þætti vænt um að ná þessum áfanga.
?Þetta er trúlega eina Íslandsmetið sem ég
kem til með að ná á lífsleiðinni og þykir gott að
eiga það ? í bili. Vonandi nær einhver því að slá
það, en þetta er ósköp notaleg tilfinning,?
sagði Guðbjörn. Fyrst gaf Guðbjörn blóð þeg-
ar hann var í Loftskeytaskólanum 1966?67.
?Það var slitrótt til að byrja með, en svo fóru
þeir að hringja í mig útaf blóðskiptum. Ég get
gefið öllum blóð, er 0-. Það þarf því ekkert að
spyrja, vegna blóðskipta í kornabörnum, í
hvaða flokki þau eru. Þetta varð til þess að ég
fór að sinna þessu oftar. Ég kom oft á föstu-
dögum til að þær gætu átt ferskt blóð yfir
helgina. Svo varð þetta hálfgerður kækur.?
Mikilvægt að gefa blóð reglulega
Guðbjörn segir það löngu komið í vana að
gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Vitundin um
gagnsemi blóðs hans til blóðskipta í börnum
hafi ýtt sérstaklega á sig að gefa reglulega.
Guðbjörn segir að hann hafi aldrei fundið neitt
fyrir því að gefa blóð. Einu sinni þurfti hann að
fara til baka því það fór að leka með plástr-
inum, en telur að það hafi verið sér að kenna.
Líklega hafi hann reynt of mikið á sig of fljótt
eftir blóðgjöfina. Hann kveðst vera heilsu-
hraustur og þykja fínt að geta gefið blóð. 
Blóðgjafi veit yfirleitt ekki hvernig gjöf hans
er notuð. Guðbjörn hefur þó einu sinni fengið
viðbrögð við innleggjum sínum í Blóðbankann.
Það gerðist í vetur eftir að hann var kosinn
Hvunndagshetja í Fréttablaðinu. ?Það
hringdi í mig kona og sagðist vera viss um
að ég hefði bjargað börnum hennar. Dóttir
hennar hefði t.d. þurft að fara sex sinnum í
blóðskipti.?
Guðbjörn segir að vinnuveitendur hans í
gegnum tíðina hafi aldrei amast við því þótt
hann þyrfti að skreppa í Blóðbankann.
?Menn vita alveg hvað þetta þýðir. Maður
lifir ekkert nema hafa blóð. Ef menn fram-
leiða þetta ekki sjálfir fá þeir þetta ekki
nema frá okkur blóðgjöfum. Blóðið kemur
ekki annars staðar frá,? sagði Guðbjörn.
Ljúf samfélagsleg skylda
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og
formaður Blóðgjafafélags Íslands, segir það
ómetanlegt að blóðgjafar séu jafn þrautseig-
ir og Guðbjörn. ?Flestir okkar þekkja ekki
þá sem þiggja og við erum ekkert að velta
þeim fyrir okkur. Rannsóknir, þar á meðal
íslensk rannsókn Marínar Þórsdóttur, sýna
að menn hafa engan áhuga á að fá neitt fyr-
ir. Þeir líta á þetta sem ljúfa samfélagslega
skyldu. Guðbjörn er glöggt dæmi um slíkan
mann.?
Alls hafa 47 karlar komist í hóp ?hundr-
aðshöfðingja? Blóðgjafafélags Íslands, en
þann flokk fylla þeir sem hafa gefið blóð 100
sinnum eða oftar. 
?Svo varð þetta hálfgerður kækur?
Morgunblaðið/ÞÖK
Gæðablóð Guðbjörn Magnússon var hress í bragði þegar hann gaf blóð í 150. skipti í gær.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÞÉTTING GSM-símakerfisins,
með tilstyrk Fjarskiptasjóðs, hefst
næsta vor. Eftir fyrsta áfanga á
GSM-kerfið að ná til alls hringveg-
arins og nokkurra helstu fjallvega.
Stefnt er að því að stafrænar send-
ingar Ríkisútvarpsins um gervi-
hnött hefjist einnig næsta vor.
Friðrik Már Baldursson, for-
maður stjórnar Fjarskiptasjóðs,
sagði að von væri á tilboðum í
fyrsta áfanga GSM-verkefnisins í
næstu viku. Boðnir voru út 24
áfangar og á fyrstu fjórum áföng-
um að ljúka í apríl 2007, helmingi
að vera lokið í árslok og öllum
áföngum í síðasta lagi 22 mánuðum
eftir undirritun samnings. Auk alls
hringvegarins á að koma GSM-
samband á Steingrímsfjarðarheiði,
Fróðárheiði, Þverárfjalli, Fjarðar-
heiði og Fagradal í fyrsta áfanga.
Settur verður GSM-sendir í Flatey
á Breiðafirði sem á að bæta mjög
farsímasamband á Barðaströnd og
norðurhluta Breiðafjarðar.
Síðari áfangi GSM-þéttingar
ræðst af því hve mikið fé verður til
ráðstöfunar eftir fyrsta áfanga.
Friðrik Már sagði að í síðari áfanga
yrði GSM-samband bætt á fleiri
stofnvegum, fjallvegum og ferða-
mannastöðum. Aðspurður sagði
hann að Gemlufallsheiði, þar sem
rúta valt á mánudag, væri ekki með
í fyrri áfanga og að eftir væri að
forgangsraða verkefnum í síðari
áfanga. 
Unnið er að undirbúningi staf-
rænna sendinga á sjónvarpi og út-
varpi Ríkisútvarpsins um gervi-
hnött sem eiga að hefjast næsta
vor. ?Þá mun RÚV nást á skipum á
hafinu kringum landið og móttaka
stórbatna í strjálbýli á Íslandi,?
sagði Friðrik Már. Þegar hnöttur
hefur verið valinn verður ljóst hve
stórt móttökuloftnet notendur
þurfa og hvert útbreiðslusvæðið
verður. 
Tilboð í GSM-þéttingu
opnuð í næstu viku
Í HNOTSKURN
»
Fjarskiptasjóður var
stofnaður með 2,5 millj-
örðum af svonefndum síma-
peningum, sem fengust fyrir
söluna á Landsíma Íslands.
»
Alls á að verja einum
milljarði af ráðstöfunar-
fé Fjarskiptasjóðs til þétt-
ingar GSM-kerfisins.
»
Fjarskiptasjóður mun
einnig styðja við eflingu
háhraðatenginga um landið
og er útboð í undirbúningi.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
LEIKUR ljóss og skugga getur verið mikilfenglegur í skamm-
deginu. Skarfarnir á hafnarbakkanum í Reykjavík tóku stöð-
una í stillunni í gær og skröfuðu saman sumir á meðan aðrir
snyrtu sig eða þóttust flugfimir. Amstrið fyrir jólin hefur ekki
áhrif á þessa spaklegu fugla sem sinna sínum verkum í sátt
við guð og menn á meðan borgin vaknar. 
Morgunblaðið/RAX
Sinna sínu á meðan borgin vaknar í skammdeginu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52