Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
mætt gæti óskum starfsmanna um betra jafn-
vægi milli einkalífs og starfs og þörf fyrirtækj-
anna sjálfra fyrir betri nýtingu mannauðsins.
Ragnhildur Vigfúsdóttir, deildarstjóri á starfs-
mannasviði Landsvirkjunar, segir verkefnið
hafa verið gagnlegt og vakið fyrirtækið til mik-
illar umhugsunar.
?Í framhaldinu ákváðum við að fara ofan í
saumana á því hvað fyrirtækið gerði til að koma
til móts við þarfir starfsfólksins, barnafólks og
annarra. Kortleggja sveigjanleikann. Sú nafla-
skoðun leiddi í ljós að það er stuðningur í kúlt-
úrnum hér innanhúss og fólk hafði mikið svig-
rúm til að mæta ábyrgð sinni annars staðar,
hvort sem það var á vettvangi karlakórsins eða
fjölskyldunnar,? segir Ragnhildur.
Árið 2003 gerði jafnréttisnefnd Landsvirkj-
unar könnun meðal starfsfólks á því hvort fyr-
irtækið væri fjölskylduvænn vinnustaður og
segir Ragnhildur niðurstöðuna hafa verið mjög
jákvæða. Sambærileg könnun hefur ekki verið
gerð síðan en Ragnhildur segir vinnustaða-
greiningu Gallups, sem gerð er á átján mánaða
fresti, bera að sama brunni. 
Mikil tryggð við fyrirtækið
?Við auglýsum okkur sem fjölskylduvænt
fyrirtæki og kannanir benda til þess að við
stöndum undir því. Það er mikil tryggð við fyr-
irtækið og meðalstarfsaldur er fimmtán ár sem
bendir til þess að fólk sé í það heila ánægt í
starfi.?
Starfsemi Landsvirkjunar er mjög fjölbreytt
og segir Ragnhildur fyrir vikið erfitt að setja
reglur um sveigjanlegan vinnutíma. Skoða
verði hvert svið innan fyrirtækisins fyrir sig.
?Við erum t.d. með svið sem hefur verið í botn-
lausri vinnu árum saman út af Kárahnjúka-
virkjun en það er vitaskuld óhefðbundið verk-
efni vegna umfangs. Svo erum við með stöðvar
út um allt land. Á einni þeirra býr fólkið á
staðnum en á öðrum kemur fólk og vinnur sínar
vaktir og fer svo aftur. Það segir sig sjálft að
ólík lögmál gilda á hverjum stað en þar sem því
er við komið er Landsvirkjun opin fyrir sveigj-
anlegum vinnutíma.?
Starfsfólk í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í
Reykjavík býr að sögn Ragnhildar við sveigj-
anlegan vinnutíma. Hún segir fólk þó að tak-
mörkuðu leyti færa sér það í nyt. ?Það er æski-
legt að fólk sé við milli klukkan tíu og þrjú á
daginn en að öðru leyti getur það stýrt sínum
vinnutíma, einkum ef það býr við óvenjulegar
aðstæður. Enda þótt fólk nýti þennan mögu-
leika ekki mikið veitir það því öryggi að vita af
honum.?
Ragnhildur segir fjarvinnu ekki algenga
hjá Landsvirkjun. ?Við höfum reynt að stilla
heimatengingum í hóf, annars vegar af ör-
yggisástæðum og hins vegar þar sem margt
bendir til þess að heimavinna sé í mörgum
tilfellum hrein viðbót við aðra vinnu. Það er
helst að heimatenging komi í góðar þarfir ef
líta þarf yfir eitthvað að kvöldlagi. Þá spara
menn sér ferðina. Hvað varðar veikindi
barna, þá er ég persónulega andvíg því að
heimatenging sé valkostur við þær aðstæður.
Ef barn er veikt hlýtur foreldrið að þurfa að
sinna því.?
Ekki áform um dagvistun
Ragnhildur segir hugmyndina um dagvistun
á vegum Landsvirkjunar hafa komið upp að
gefnu tilefni um árið. ?Þá stóðum við frammi
fyrir þeim vanda að fólk sem vann við Blöndu-
virkjun og var búsett í nálægum sveitum hafði
ekki aðgang að barnagæslu í sveitinni. Þess
vegna vaknaði sú spurning hvort Landsvirkjun
gæti boðið upp á barnagæslu og við ræddum
við sveitarstjórnarfólk og fleiri aðila. Okkur í
jafnréttisnefndinni þótti þetta spennandi en á
endanum var ákveðið að gera þetta ekki.
Ástæðan var sú að á þessum tíma var Lands-
virkjun að draga sig út úr ýmsum verkefnum,
s.s. snjómokstri og fleiru, sem sveitarfélög og
ríki áttu að sinna. Í ljósi þess þótti okkur óvið-
eigandi að ganga inn í þjónustu sem sveitarfé-
lagið á að veita. Þetta er líka alltaf spurning um
fordæmisgildi.?
Ragnhildur telur ekki líklegt að Lands-
virkjun komi á fót dagvistun í framtíðinni.
?Fyrirtækið er dreift út um allt land. Hvar á
þessi þjónusta að vera í boði? Fyrir fáeinum
misserum var það rætt hvort til greina kæmi að
Landsvirkjun hefði föst pláss á leikskólanum
hérna við hliðina á höfuðstöðvunum en á því
voru ýmsir vankantar og fyrir vikið horfið frá
þeirri hugmynd. Fyrirtækið er heldur ekki
nógu stórt til að þetta sé raunhæft.?
Ragnhildur segir það líka hafa verið rætt
innan Landsvirkjunar hvort bjóða ætti upp á
sumarnámskeið fyrir börn starfsmanna. ?Það
var líka horfið frá því enda erfitt að ákveða
hvar slíkt námskeið ætti að vera, í Reykjavík
eða á Sauðárkróki, svo dæmi séu tekin.?
Styrkir vegna sumarnámskeiða
Málið var þó ekki látið niður falla, heldur
tekið upp í breyttri mynd, þ.e. Landsvirkjun
hefur undanfarin fjögur ár styrkt starfsmenn
vegna sumarnámskeiða barna þeirra. Segir
Ragnhildur þetta hafa gefist vel og verið mikið
nýtt. ?Þarna held ég að þátttaka fyrirtækisins í
þessum málum sé komin í góðan farveg.?
Enda þótt Landsvirkjun reki fjölskylduvæna
stefnu í starfsmannamálum segir Ragnhildur
að alltaf megi gera betur. Horfir hún m.a. til
dótturfyrirtækis Landsvirkjunar, Landsnets,
hvað það varðar. ?Landsnet hefur sett sér það
markmið að vera í fremstu röð og ég tel að þeir
séu það. Það hefur t.a.m. komið fram í vinnu-
staðagreiningu hjá þeim eins og hjá okkur að
fólk segir að starfi sínu fylgi mikil streita. Við
því er markvisst brugðist með því að upplýsa
starfsmenn um forvarnir við streitu, auk þess
sem þeir hafa aðgang að sálfræðingi eða geð-
lækni til að ræða um hvaðeina sem angrar þá,
hvort sem það er vinnunni eða í einkalífinu. Það
er til fyrirmyndar hvernig Landsnet kemur til
móts við starfsmenn sína.?
Þegar Ragnhildur er spurð hvort Lands-
virkjun hyggist taka þetta upp svarar hún:
?Það er allt í lagi að eggið kenni hænunni. Þetta
er heldur ekki keppni um það hver er með
bestu lausnirnar, heldur geta fyrirtæki að sjálf-
sögðu lært hvert af öðru. Tekið upp hluti sem
gefist hafa vel annars staðar.?
Svo ég verði svona dugleg 
að skutla eins og afi
Ragnhildur á sjálf tvær dætur, sjö og tólf
ára, og þekkir því vanda foreldra mætavel.
?Það er í raun auðveldara að vera með börn á
leikskóla en í grunnskóla. Þá veit maður að þau
eru í góðum höndum uns maður sækir þau. Eft-
ir að þau byrja í grunnskólanum koma þau fyrr
heim á daginn og maður hefur áhyggjur af
þeim einum heima. Svo eru þau að hringja í
mann og trufla í vinnunni.?
Líf íslenskra ungmenna er erilsamt enda lifa
þau upp til hópa flóknu tómstundalífi. Ragn-
hildur kveðst vera heppnari en margir því
megnið af tómstundunum er í boði í hverfinu.
?Ég veit heldur ekki hvar ég stæði ef ég hefði
ekki ellilífeyrisþegann föður minn sem skutlar
stelpunum hingað og þangað meðan við hjónin
erum bundin í vinnunni. Ég var að hvetja dæt-
ur mínar til að taka lýsi um daginn með þeim
orðum að afi þeirra tæki alltaf lýsi. Þá sagði sú
yngri: ?Ég ætla að taka lýsi svo ég verði svona
dugleg að skutla eins og afi.?
Ragnhildur sér sjálf um að keyra og sækja
dæturnar þegar hún kemur því við og þær eru
ófáar samverustundirnar í bílnum. ?Oft hef ég
þurft að láta yngri dóttur mína vinna heima-
lesturinn í bílnum meðan við bíðum eftir þeirri
eldri en er það ekki bara nútíminn? En ef mað-
ur lítur á björtu hliðina þá eru þessi samskipti
betri en engin. Þetta eru alltént samskipti og
við reynum að nýta þessar stundir vel. En ég
hef oft velt því fyrir mér hve stór hluti af upp-
eldi barnanna minna fari fram í bílnum.?
Reyni bara að vera manneskjulegur
Æco ehf., Toyota Reykjanesbæ, hlaut við-
urkenningu fyrir fjölskylduvæna starfs-
mannastefnu á Ljósanótt síðastliðið haust. Æv-
ar Ingólfsson, eigandi fyrirtækisins, segir
einfaldlega sjálfsagt að koma til móts við þarfir
fjölskyldunnar. Tuttugu manns vinna hjá
Toyota Reykjanesbæ og segir Ævar að sér hafi
komið tilnefning starfsfólksins á óvart. ?Þetta
hefur alltaf verið svona og mér finnst eðlilegt
að starfsfólk fari heim út af veiku barni eða geti
farið í foreldraviðtal í skóla, svo dæmi séu
nefnd. Við höfum líka þá reglu að bjóða mökum
með á allar uppákomur sem hér eru, árshátíðir
eða ferðir til útlanda. Skemmtanir án maka
tíðkast ekki. Í rauninni hef ég aldrei haft
ákveðna stefnu að þessu leyti, mér hefur þótt
það óþarfi. Maður reynir einfaldlega bara að
vera manneskjulegur og ég hef trú á því að það
skili sér í betra starfsfólki, enda er ánægja á
meðal starfsmanna mjög mikil,? segir hann.
Ævar hefur starfað við bílasölu frá árinu
1986 og keypti reksturinn í nóvember árið
1996. Tvær konur starfa hjá Toyota Reykja-
nesbæ og segist Ævar bjóða upp á sveigj-
anlegan vinnutíma ef það gengur upp. ?Sölu-
mennirnir verða að vera með fasta viðveru en
þær sem eru í bókhaldinu og á símanum hafa
möguleika á meiri sveigjanleika.?
Ævar segir að einn starfsmanna hafi óskað
eftir því að vinna hálfan daginn í desember og
hafi hann orðið við því. ?Við leggjum upp með
ákveðinn vinnutíma, en ef eitthvað kemur upp á
komum við til móts við þarfir starfsmannsins,
ekki síst ef hann er í verkefnatengdum störfum.?
Ævar segir að karlmennirnir á vinnustaðn-
um séu líka fjarverandi vegna aðstæðna heima
fyrir, svo sem veikinda barna, á móti mak-
anum. ?Konurnar vinna úti og fólk skiptist á til
helminga og það er ekkert vandamál hér ef svo-
leiðis kemur upp,? segir hann.
Einnig taka karlarnir fæðingarorlof.
?Reyndar er bara einn starfsmaður búinn að
taka fæðingarorlof hjá mér og annar tekur það
í júní á næsta ári.?
Ævar er sjálfur fjögurra barna faðir og lýsir
sínum aðstæðum. ?Ég er nú af þessum gamla
skóla og fannst það tiltölulega mikill óþarfi fyr-
ir sjálfan mig á sínum tíma að skreppa heim út
af fjölskylduaðstæðum. Ég skildi fyrir rúmlega
einu ári síðan en konan mín fyrrverandi sá
vissulega um það að hafa fjölskyldustefnuna í
lagi. Í dag myndi ég fara öðruvísi að. Þegar
börnin mín fæddust var ég kannski í fríi einn
dag og var svo kominn aftur í vinnuna. Þetta
var bara konunnar mál þótt ekki sé lengra síð-
an en 11 ár frá því að yngsta barnið fæddist.
Mér finnst það óeðlilegt. En á sínum tíma sá ég
um rekstur fyrirtækisins á daginn og sinnti
bókhaldinu á kvöldin,? segir Ævar Ingólfsson.
Sveigjanleikinn oft meira álag
Vinnueftirlitið stuðlar að öruggu og heilsu-
samlegu starfsumhverfi og veitir meðal annars
fræðslu þar sem streitu og samspil vinnu og
einkalífs ber að sjálfsögðu oft á góma, segir Ása
G. Ásgeirsdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar.
Hún segir stofnunina hafa jafnréttisáætlun
sem tekur til margra þátta, meðal annars
sveigjanlegs vinnutíma og einnig hefur fólk tök
á því að vinna heima í einhverjum tilvikum.
Krafa um sveigjanleika í vinnu hefur aukist
mjög mikið, almennt séð, segir Ása jafnframt.
?En rannsóknir sýna að sveigjanleikinn felst
aðallega í því að fólk geti tekið vinnuna með sér
heim, sem felur í sér meira álag, ekki síst fyrir
konur. Norrænar rannsóknir gefa til kynna, að
ef hluti vinnunnar er unninn reglulega heima
er auðveldara að samræma þarfir atvinnurek-
andans og fjölskyldunnar, en ef vinna heima er
ófyrirséð og fyrirvari lítill truflar hún heim-
ilishaldið. Starfsmaðurinn þarf með öðrum orð-
um að geta haft stjórn á þessum aðstæðum og
skipulagt sig fram í tímann.?
Langar vinnulotur
Annað álag sem Ása nefnir er vinnulotur sem
taka aldrei enda, þannig að starfsmaðurinn get-
ur ekki hvílt sig nægilega vel inni á milli. ?Það
þurfa að skiptast á tarnir og rólegri tímabil til
þess að fyrirbyggja kvíða og kulnun í starfi.
Kannanir sem gerðar hafa verið meðal stjórn-
enda sýna að aukin ábyrgð feli jafnframt í sér
meiri verkkvíða og að starfsmanninum finnist
hann ekki geta klárað verkefnin. Stjórnendur
hafa vissulega meiri sveigjanleika, en upplifa
hann kannski ekki því þeir eru umsetnir,? segir
hún.
Verkefni Vinnueftirlitsins taka breytingum
með þróun samfélagsins og í seinni tíð hafa þau
í auknum mæli beinst að sálfélagslegum þátt-
um, eins og streitu, samskiptum og álagi, í stað
beinnar hættu á vinnustað. Árið 2004 var sett
reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnu-
stöðum, sem er dæmi um þessar áherslur. ?Nú
tengjast reyndar mikið af okkar verkefnum
hættulegum vinnuaðstæðum, eins og til dæmis
á Kárahnjúkum,? segir hún.
Fleira sem snýr að samspili vinnu og einka-
lífs er sú þróun að umönnunarábyrgð hér á höf-
uðborgarsvæðinu er að færast í auknum mæli
inn á heimilin. ?Fólk er kannski með veika for-
eldra, veika maka eða veik börn og sem útskrif-
ast snemma af sjúkrastofnunum eða fá hrein-
lega ekki inni og þá er það í þeirri stöðu að
þurfa að skreppa heim til þess að sinna sínum
nánustu, sem kallar á aukinn skilning hjá at-
vinnurekandanum,? segir hún.
Vita foreldrar hversu 
lengi börnin vinna?
Vinna barna og unglinga er líka á ábyrgð
fjölskyldunnar og hefur Vinnueftirlitið á
þessu ári tekið þátt í evrópsku átaki um
vinnuvernd og ungt fólk. Reglugerð um vinnu
barna og unglinga bannar ungu fólki undir 18
ára að vinna hættuleg störf og segir Ása, að
réttindi og skyldur atvinnurekanda gagnvart
ungu starfsfólki og börnum sem koma út á
vinnumarkaðinn hafi verið í brennidepli. ?Oft
veltir maður fyrir sér hvort foreldrarnir viti
hversu lengi börnin þeirra eru að vinna,
hversu mikilli þyngd þau þurfa að lyfta, hvort
þau nýti sér þau réttindi sem þau hafa, til að
mynda veikindarétt, svo dæmi séu tekin??
En í lögum er kveðið á um að börn yngri en
15 ára megi ekki vinna nema létt störf og þau
takmarka vinnu 15?17 ára barna. Einnig er
ákvæði um hámarksvinnutíma, lágmarkshvíld-
artíma og bann við næturvinnu og hafa for-
eldrar og forráðamenn ákveðnum skyldum að
gegna, ekki síst eftirlits- og leiðbeining-
arhlutverk.
Dagrún Þórðardóttir, skrifstofustjóri hjá
Vinnueftirlitinu, segir að stofnunin bjóði upp á
sveigjanlegan vinnutíma fyrir sitt starfsfólk
þar sem því verður við komið. ?Ef þörf er á
frekari sveigjanleika er hvert tilvik metið. Við
erum ekki með skriflegar reglur um samræm-
ingu vinnu og fjölskyldulífs en komum til móts
við fólk ef hægt er og reynum að leysa hvert
mál fyrir sig,? segir hún.
Dagrún segir það ráðast af eðli starfsins
hvort hægt sé að bjóða upp á sveigjanlegan
vinnutíma. Auðveldara sé til dæmis að koma
til móts við sérfræðinga og eftirlitsmenn hvað
sveigjanleika varðar, en erfiðara um vik fyrir
þá sem eru í afgreiðslu eða við síma, svo
dæmi séu nefnd. ?Ég hef reynt að leysa þau
mál þannig, að starfsmenn geti gert tíma-
bundið samkomulag sín á milli, til dæmis
varðandi mætingu ef einhver þarf aukinn
sveigjanleika. Í öllum tilvikum þarf fólk samt
að skila sínum vinnutíma, það gildir um alla,?
segir hún.
Dagrún segir að til séu dæmi um að starfs-
fólk hafi fengið leyfi til þess að vinna heima
hálfan dag og hálfan dag á vinnustaðnum. Þá
hafi verið um sérfræðinga að ræða og sam-
komulagið tímabundið, 1?2 mánuðir.
Hún segir að bæði konur og karlar sækist
eftir auknum sveigjanleika í vinnu. ?Hann hef-
ur staðið fólki til boða í mörg ár og hefur þróast
smátt og smátt. Flestir eru farnir að óska eftir
einhvers konar sveigjanleika og við höfum
reynt að koma til móts við það eins og hægt er,?
segir Dagrún Þórðardóttir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Foreldrar kappkosta að mæta með börnum sínum fyrsta skóladaginn.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80