Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 26
|sunnudagur|17. 12. 2006| mbl.is Það má segja að Sálin hans Jóns míns leiti aftur í rætur sínar með samstarfinu við Gospelkór Reykjavíkur. » 32 tónlist Þótt Hannes Pétursson kunni vel við sig á Álftanesinu liggja rætur hans engu að síður í Skagafirðinum. » 28 skáldið Víkingar samtímans höggva e.t.v. ekki mann og annan en hafa engu að síður hefðirnar í hávegum. » 40 nútíma víkingar Gerður G. Óskarsdóttir er ánægð með þær breytingar sem hafa orðið á starfi grunn- skólanna sl. 10 ár. » 34 menntun Gamla Reykjavíkurhöfn sem byggð var á árunum 1913 til 1917 var á þeim tíma mesta mann- virki Íslandssögunnar. » 42 sagan Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is H éðinn Svarfdal Björnsson er maður atorkusamur. Hann starfar sem fræðslufulltrúi við Lýðheilsustöð, rekur fyrirtæki og tvívegis hefur hann haldið sem fararstjóri til Kína og kynnt undur þess mikla menningarríkis fyrir Íslendingum. Síð- ast en ekki síst er Héðinn rithöfundur, í haust hlaut hann Íslensku barnabókaverð- launin fyrir bók sína Háski og hundakjöt. Hlýtur það að teljast glæsilegur árangur því hér ræðir um fyrstu bók höfundar. Háski og hundakjöt fjallar um Aron Björn sem þiggur boð um að fara með pabba sínum í vinnuferð til Kína og lendir í miklum æv- intýrum. Kínversku borgirnar eru yfirþyrm- andi stórar, fljótin breið og mannmergðin mikil, svo ekki sé talað um matinn sem er býsna frábrugðinn því sem Aron er vanur að heiman. Af óviðráðanlegum ástæðum þarf pabbi hans að vinna meira en hann átti von á þannig að Aron kannar borgina Zhaoqing einn síns liðs, þangað til hann kynnist Ling sem gerist leiðsögumaður hans og vinkona. Auk Héðins hlutu þau Margrét Tryggvadótt- ir og Halldór Baldursson Íslensku barna- bókaverðlaunin fyrir Söguna af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar. „Söguna skrifaði ég upphaflega sem ferm- ingargjöf handa frænda mínum á Akureyri. Ég byrjaði á henni í kringum jólin í fyrra. Þegar ég sá síðan barnabókasamkeppnina auglýsta í blöðum ákvað ég að taka þátt. Í vor þegar ég kom heim úr ferðalagi í Kína fékk ég símhringingu þar sem mér var til- kynnt að ég hefði hlotið verðlaunin,“ segir Héðinn. Vaka-Helgafell gaf síðan bókina út og fékk frændinn á Akureyri, hann Aron, fyrsta eintakið. „Nafn aðalsöguhetjunnar í bókinni er búið til úr nafni hans og yngri bróður hans, Björns.“ Verðlaunin mikil hvatning Héðinn kveðst hafa orðið afar undrandi er honum var tilkynnt að verðlaunin hefðu fallið honum í skaut. Sem fyrr sagði er þetta fyrsta bók Héðins og hann kveðst lítt hafa fengist við skriftir fram til þessa. „Ég skrifaði vit- anlega ritgerðir og þess háttar í skóla. Ég bjó í æsku í Bandaríkjunum og þar var mikil áhersla lögð á að nemendur sinntu skapandi skrifum, skiluðu af sér ljóðum, sögum og þess háttar. Móðir mín lagði einnig ríka áherslu á að ég tapaði ekki niður íslenskunni og gerði mér að skila af mér skriflegu verk- efni í viku hverri. En að þessu slepptu hef ég aldrei fengist við að skrifa skáldskap, mín skrif hafa fram til þessa einkum verið fræði- legs eðlis,“ segir Héðinn. Höfundurinn segir verðlaunin mikla hvatn- ingu og kveðst hafa uppi áform um að skrifa fleiri bækur. „Þetta er skemmtileg byrjun og óneitanlega fylgir þessu einhver pressa hvað næstu bók varðar. Ég lít á það sem jákvæða ögrun. Ég hlakka að minnsta kosti til þess að láta reyna á það hvort ég get ekki skrifað meira. Ég er með ákveðnar hugmyndir í koll- inum bæði hvað varðar framhald á þessari sögu og einnig aðrar barnabækur. Á end- anum er nú samt draumurinn sá að skrifa bók fyrir fullorðna.“ Héðinn telur barnabókamarkaðinn á Ís- landi sérlega mikilvægan og tiltekur að nauð- synlegt sé að í boði séu bækur fyrir stráka. „Stelpurnar lesa nánast allt eins og við vitum en þegar ég settist niður um jólin í fyrra og hóf að skrifa söguna mína fannst mér ekki vera mikið framboð á bókum fyrir unglings- stráka.“ Héðinn segir að saga hans, Háski og hundakjöt, henti sérstaklega krökkum á grunnskólaaldri. Háskólakennari í Zhaoqing Söguhetjan, Aron Björn, lendir í miklum ævintýrum í Kína og svo vill til að höfund- urinn þekkir vel til þar, einkum í borginni Zhaoqing. „Ég bjó í Kína í eitt og hálft ár en hafði nú áður farið þangað í öðrum erindum. Ég fékk tilboð um að gerast fyrsti erlendi sálfræðikennarinn við háskóla í Zhaoqing- borg,“ segir Héðinn. Hann segir að dvölin þar hafi verið ánægjuleg í alla staði. „Ég keypti mér mótorhjól og ók um sveitir Suður- Kína. Þar lenti ég ýmsum ævintýrum sem ég reyndi síðan að nýta þegar ég settist niður og skrifaði söguna um ferðalag Arons Björns. Þetta var áhugaverð og skemmtileg reynsla og gaman að fá tækifæri að kynnast landi og þjóð.“ Héðinn kom heim frá Kína í fyrra og starf- ar nú sem fræðslufulltrúi við Lýðheilsustöð. Þar sinnir hann margvíslegum forvarn- arverkefnum. Hann bjó í Minnesota í Banda- ríkjunum sem barn og unglingur, kom þá til Íslands og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Þaðan lá leiðin aft- ur til Bandaríkjanna þar sem hann lauk BA- og MA-gráðum í sálfræði. Þá lá leiðin til Húsavíkur þar sem Héðinn bjó í tvö ár áður en hann hélt til Bretlands þar sem hann sinnti rannsóknarstörfum við háskólann í York um fimm ára skeið. Héðinn sem varð 32 ára á föstudaginn hefur því búið í útlöndum í samtals um 20 ár. „Ég á einkum foreldrum mínum að þakka að ég tapaði aldrei niður ís- lenskunni og ég hef alltaf haldið góðu sam- bandi við mitt fólk,“ segir hann. Héðinn vinnur nú að doktorsverkefni sínu samhliða öðrum störfum. Hann hefur nýverið hafið rekstur lítils fyrirtækis sem nefnist Léraður ehf. Þetta er fyrirtæki sem fram- leiðir kennsluefni einkum fyrir tónfræði og tónmennt. Héðinn kveðst áhugasamur um tónlist þótt ekki sé hann tónlistarmaður. „Ég söng í Hamrahlíðarkórnum á sínum tíma og þekki mikið af góðu fólki í tónlistarlífinu en ég kem aðallega að hinum kennslufræðilega hluta þessa efnis,“ segir hann og bætir við að viðtökur í grunnskólum og tónlistarskólum hafi verið ágætar. „Við erum nýbyrjuð á þessum rekstri og viðtökur lofa góðu.“ Íslendingar áhugasamir um Kína Héðinn hefur tvívegis á þessu ári farið sem fararstjóri til Kína á vegum Heimsferða. „Mér hefur þótt það jákvæð og skemmtileg reynsla. Mér hefur gefist tækifæri til að kynnast Kína með öðrum hætti en áður. Sem ríkisstarfsmaður í Kína hafði ég nú ekki efni á að gista á fjögurra eða fimm stjörnu hót- elum,“segir Héðinn og hlær. Hann kveðst vona að tækifæri og tími gef- ist til að fara fleiri ferðir sem fararstjóri til Kína. Hann hafi gaman af því að kynna land og þjóð fyrir Íslendingum og ef til vill gefist aftur tækifæri í sumarfríinu á næsta ári að halda á ný í austurveg. „Mér þykir ánægju- legt hversu blómleg viðskipti hafa tekist með Íslendingum og Kínverjum. Fólk hér á landi hefur mikinn áhuga á Kína og þeim sögulegu umskiptum sem þar eiga sér stað. Kína er nú þegar orðið stórveldi og á eftir að verða enn öflugra þannig að það er mikilvægt fyrir okk- ur Íslendinga að efla enn frekar samskiptin við Kína.“ Fermingargjöfin til frændans varð að verðlaunabók Morgunblaðið/ÞÖK Verðlaun Héðinn Svarfdal Björnsson, fræðslufulltrúi við Lýðheilsustöð og höfundur Háska og hundakjöts, segir drauminn þann að skrifa skáldsögu fyrir fullorðna. Áður en til þess kemur hyggst Héðinn vinna að fleiri barnabókum og er hann þegar tekinn að leggja drög að næstu sögu. Héðinn Svarfdal Björnsson hlaut í ár Íslensku barnabókaverðlaun- in fyrir fyrstu bók sína, Háski og hundakjöt, sem upprunalega var skrifuð sem gjöf handa ungum frænda norður á Akureyri. » Þetta er skemmtileg byrjun og óneitanlega fylgir þessu einhver pressa hvað næstu bók varðar. Ég lít á það sem jákvæða ögrun. daglegtlíf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.