Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ég var aldrei banginn við það.? 
? Hafa ljóð komið til þín á slíkum
stundum? 
?Nei, ég hef ekki farið í skáldlegum
hugleiðingum í svona gönguferðir.
Ég hef aðallega leitað hugsvölunar ?
að vera einn og horfa í kringum mig,
liggja úti í náttúrunni og góna upp í
loftið. Ætli fólk kalli þetta ekki
draumlyndi? Ég veit ekki hvað skal
segja, einhver annarlegheit, sérviska
og útúrboruháttur? Það má nefna
þetta ýmsum nöfnum.? 
? Myndirðu segja að þú værir sér-
vitur? 
?Ég neita því á engan hátt ? í mér
er allskonar sérviska.? 
? Eins og hvað? 
?Það yrði of langt mál að telja það
upp,? segir maðurinn sem tók bílpróf
næstum því sextugur og átti bíl í tíu
ár, en fannst ómögulegt að vera í öll-
um þessum umferðarþunga og seldi
bílinn aftur. Hann segir dagana tæt-
ast upp ef hann þeyti konunni sinni
um allt á bílnum og þess vegna sæki
hann sjaldan viðburði, svo sem opn-
anir á listsýningum. ?Þar er fólk að
spegla sig hvert í öðru yfir hvítvíns-
glasi og maður sér engar myndir. Ég
get ekki þvælst þetta lengur. Tíminn
er orðinn annarskonar.? 
? Ertu vanafastur? 
?Já, ég hygg það nú, en ég er ekki
vanafastur með vinnu mína. Það
stendur allavega á fyrir mér með það,
enda vinna ljóðskáld allt öðruvísi en
skáldsagnahöfundar eða fræðimenn.
Ég get ekki neitað því að þegar ég
hef unnið að öðrum skriftum en ljóða-
gerð, þá hef ég unnið mjög reglu-
bundið, til dæmis þegar ég samdi
ævisögu Steingríms Thorsteinssonar
og ég hef furðað mig á því hvað ég
skrifaði hana á skömmum tíma. En
ég er ekki vanafastur að því leyti að
ég skammti mér tiltekinn tíma á dag
til skrifta eða vakni á nákvæmlega
sama tíma til þess að hefja vinnu og
hætti alltaf á sama tíma. Ég læt bara
nótt sem nemur með þetta. Ég vinn í
skorpum, en vanafestan birtist í
ýmsu öðru.?
Hannes hagræðir hægindastóln-
um, sem hann vill helst sitja í og eng-
um öðrum, og bætir við annars hug-
ar: ?Já, já, það gengur svona
lagsmaður minn prúði, sagði faðir
minn stundum.? 
Gæti framleitt skáldskap
? Þannig að það er ekki til neitt
sem heitir venjulegur dagur í lífi
Hannesar Péturssonar? 
?Nei, alls ekki, síst nú orðið! Maður
þurfti að stunda skriftir í hjáverkum
lengi framan af, vann úti og greip sín-
ar stundir þegar heim kom, þá hafði
maður gott næði að kvöldi og fram
eftir nóttu. Ég er því miður að rugl-
ast eitthvað í ríminu, því mér finnst
oft gott að vinna á kvöldin og jafnvel
um nætur. Eftir að ég hætti að ganga
til vinnu úti, um tíma vann ég hjá
Bókaútgáfu Menningarsjóðs, þá get
ég alveg ráðið því hvenær ég sest við.
Þá reyni ég að hvíla mig að deginum
og búa mig undir kvöldið, kannski
nóttina. Mér hefur þótt gott að vinna
hér á Nesinu um nætur. Það er eitt-
hvað svo mikill blessaður friður. Oft
hef ég unnið vornætur og sum-
arnætur og ekkert litið á klukku, ekk-
ert haft áhyggjur af gangi klukkn-
anna í heiminum.? 
? Þó heyrirðu tifið?
?Já, eða jafnvel ekki ? ég tek ekki
eftir því. Ég læt bara innri manninn
stjórna siglingunni hverju sinni.? 
? Það eru liðin 13 ár frá því þú
gafst síðast út ljóðabók, Eldhyl. Varð
bókin til á þessum langa tíma eða
vannstu hana í skorpu? 
?Hún kom alls ekki til mín á
skömmum tíma,? segir Hannes. ?Ég
orti bókstaflega ekkert fyrst eftir að
Eldhylur kom út. Það hefur oft verið
þannig með mig að fyrstu misserin
frá því ég sendi frá mér bók þá þagna
ég beinlínis. Vitundin fer að starfa að
öðru, finna nýjan áslátt og það getur
tekið tíma. Ég vil ekki gera mikið af
því að yrkja mig upp. Það er svo
vandalaust að yrkja alltaf í sama
farinu. Maður gæti framleitt skáld-
skap í þeim stíl og það er nú það sem
lesendur manns vilja. Ef þeir hafa
orðið hrifnir af einhverju sem maður
gerði fyrr, þá vilja þeir helst að mað-
ur yrki ævinlega þannig og gera viss-
ar kröfur til þess. Ég hef aldrei hlust-
að á neinar slíkar kröfur og reynt að
fylgja þeim innri kröfum, sem ég finn
fyrir. Ég skulda sjálfum mér og er
ekkert að spyrja að því hvað blessuðu
lesendurnir vilja að ég fáist við. Það
getur stundum tekið tíma að komast
á nýtt spor, án þess að maður rífi
sjálfan sig algjörlega í tætlur ? haldi
samhengi. 
Svo er nú hitt að ég hef fengist
mikið við lausamál, stundum bók-
menntafræði og þjóðleg fræði, og það
hefur klofið mig niður, svo ég hef ekki
getað haft eins mikla samfellu innra
með mér sem ljóðskáld; ekki alltaf
getað gefið mig að ljóðlistinni. Ég get
ekki að því gert, því hitt kallar á mig
líka. Ég verð að búa við að hafa feng-
ið í vöggugjöf þessa hneigð til fræði-
iðkana og verð að hlýða því kalli. Ég
hef reynt að yrkja þegar mér finnst
ég hafa náð einu skrefi umfram það
sem var í bókinni á undan, annars-
konar skrefi.? 
Hannes segir að ljóðin í bókinni
Fyrir kvölddyrum hafi flest orðið til
hægt og bítandi eftir síðustu aldamót.
?Ég átti drög að ýmsu áður, en fór
ekkert að yrkja þessi ljóð fyrr en þá ?
sjötugur kall. Ég varð sjötugur árið
2001. Kannski er ekki vitglóra í því
vegna þess að yfirleitt starfa ljóð-
skáld meira fyrri hluta ævi sinnar og
yrkja ekki fram í háa elli, nema þau
séu að endurtaka sig. Sem betur fer
held ég að kollurinn á mér sé ennþá í
það góðu lagi að ég átti mig á því að
ég er ekki alveg að tyggja sjálfan mig
upp.?
veröldinni
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 29

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80