Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						má líka nefna námsráðgjöf, sem var
nánast óþekkt fyrir 10 árum í
grunnskólunum. Undir aldamótin
komst virkilegur skriður á um-
ræðuna um þróun kennsluhátta, í
takt við þróun þjóðfélagsins. Skól-
inn hlýtur að taka breytingum líka.
Einn bekkur, þar sem allir sitja í
röðum fyrir framan einn kennara
sem stendur upp við töflu, er ekki í
takt við nútímann. Nútíminn krefst
þess að við getum starfað saman í
hópi, að við sýnum frumkvæði,
skipuleggjum verk okkar sjálf og
fleira af því taginu. Auðvitað þurf-
um við að þjálfa fólk í skólum í að
vinna saman, læra að skipuleggja
vinnu með öðrum, eða hvert fyrir
sig. Eitt dæmi um umbyltinguna í
skólastarfinu er að fyrir 10 árum
voru skólarnir ekki nettengdir.
Núna nýtist netið við nám og
kennslu og möguleikarnir eru
gífurlegir.?
Nemendur eru ólíkir og læra á
mismunandi hátt og Gerður segir
ungt fólk vera sjálfstæðara en áður
var. ?Við viljum stefna að þróun frá
bekkjarmiðaðri kennslu í ein-
staklingsmiðað nám þar sem ólík-
um einstaklingum er mætt á for-
sendum hvers og eins. Það þýðir að
nemendur geta unnið að sameig-
inlegum viðfangsefnum, en þeir
þurfa ekki allir að vinna að sama
verkefninu. Við getum tekið dæmi
af verkefni sem fjallar um landnám
Íslands. Sumir nemendur fara
kannski á bókasafnið að afla heim-
ilda á meðan aðrir nota Netið,
semja tónlist og ljóð, teikna mynd-
ir, leggjast yfir útreikninga eða
snúa einhverjum upplýsingum á
önnur tungumál. Mikil áhersla á
listir og verkgreinar í þemanámi
gefa náminu nýja vídd. Námið er
hægt að nálgast á svo margvíslegan
hátt og tengja saman margar náms-
greinar.?
Ábyrgð nemenda á eigin námi
Ein stærsta breytingin, sem
Gerður sér framundan í kennslu-
háttum, er að nemendur geri áætl-
anir um eigið nám. ?Það gerir kröf-
ur til nemenda um sjálfstæði og
ábyrgð á eigin námi, í samvinnu við
foreldra og kennara. Nemendur
munu líka sjálfir meta hvort þeim
hefur tekist að ná markmiðum sín-
um á viðunandi hátt. Álagið verður
ekki meira en núna, bara öðruvísi.?
Vinna kennara er líka að breyt-
ast. ?Vandinn er sá, að við breyt-
ingar finnst mönnum gjarnan að
nýjungarnar séu viðbót og þá sé
starfið erfiðara. Við erum núna á
því stigi í þessu ferli. Þar sem ein-
staklingsmiðað nám er komið
lengra finna menn að þetta er ekki
meira álag, jafnvel minna. Kenn-
arar starfa nú meira saman í hóp-
um, t.d. með einn árgang, og skipta
með sér verkum. Einn sér um að
koma móðurmálinu að í verkefnum
nemenda, annar sér um stærðfræð-
ina og sá þriðji um söguna, svo
dæmi sé tekið. Hingað til hafa
kennarar verið hver í sinni stofunni
að undirbúa sambærilega kennslu.?
Góðir hlutir gerast hægt og
Gerður segir að sýna verði þol-
inmæði. ?Skólinn er eins og stórt
olíuskip, sem verður að snúa hægt
af leið, svo hann fari ekki á hvolf.
Kannski tekur þessi þróun 10 eða
20 ár, jafnvel lengri tíma, en flestir
skólarnir í Reykjavík eru að stíga
skref í þessa átt. Sumir eru lengra
komnir á ákveðnum sviðum, til
dæmis er löng hefð fyrir áætlunum
nemenda í Fossvogs- og Vest-
urbæjarskóla. Margir eru að prófa
sig áfram með að nemendur fari
mishratt yfir námsefni og sjö skól-
ar eru að þreifa sig áfram með
breytta stundaskrá, þar sem
kennslan er ekki öll njörvuð niður í
40 mínútna kennslustundir. Það
kerfi, sem þróaðist í iðnaðar-
samfélaginu, á ekki við í samfélagi
upplýsinga og þekkingar. Skólinn
fylgir samfélagsbreytingum og
verður að gera það. Hann má ekki
dragast aftur úr. Þessi sama þróun
er í löndunum í kringum okkur og
við erum í góðum takti við þau.?
Skóli fyrir alla
Ein skýr breyting í skólastarfinu
á undanförnum árum er mikil fjölg-
un barna, sem eiga sér annað móð-
urmál en íslensku. ?Fyrir 10 árum
voru þessir nemendur langt innan
við 1% af heildarfjöldanum. Núna
eru þeir yfir 4%. Við verðum að
taka myndarlega á móti þessum
börnum og getum lært margt af
öðrum þjóðum. Við verðum að þróa
vel kennslufræði íslensku sem er-
lends tungumáls og móta jafnhliða
námsskrá og námsefni. Þetta er eitt
af stærstu verkefnum okkar á
næstunni. Ég vona að við berum
gæfu til þess að halda skólunum
okkar þannig að þeir rúmi það.
Breytileikinn hjá okkur er ekki
milli skóla, heldur innan skóla.
Þessi jöfnuður í skólakerfinu þekk-
ist varla utan Norðurlandanna og
er mjög dýrmætur. Við megum
hvergi slaka á í þessum efnum.
Reykjavíkurborg skerpti á stefn-
unni um skóla án aðgreiningar og
setti t.d. aukið fé í sérkennslu og
stuðningsfulltrúa fyrir börn sem
þurfa sérstuðning, svo dæmi sé tek-
ið.?
Kröftug framtíðarsýn
Gerður segir að þær miklu breyt-
ingar, sem orðið hafa á undan-
förnum áratug, megi rekja til kröft-
ugrar framtíðarsýnar og áætlana-
gerðar hjá borginni á þessum tíma.
?Öllum málaflokkum borgarinnar
var gert að gera sér starfsáætlanir
frá árinu 1997 og fljótlega fórum
við að móta framtíðarsýn borg-
arinnar í skólamálum. Þetta gerð-
um við m.a. í samstarfi við skóla-
stjóra, kennara og foreldra.
Skólarnir útfæra svo þá stefnu
sjálfir.?
Annað sem hefur gerst er að
einkareknum tónlistarskólum, sem
fá föst framlög frá borginni, hefur
fjölgað. Þeir voru sjö árið 1997, en
eru núna tuttugu. ?Ég þekki engin
erlend dæmi þess að fimmtungur
grunnskólanemenda eigi þess kost
að stunda tónlistarnám í einkatím-
um fyrir ekki hærra verð, enda er
tónlistarstarf á Íslandi afskaplega
blómlegt.?
Gerður nefnir foreldra oft til sög-
unnar, þegar hún ræðir skólastarf.
?Þáttur foreldra í skólastarfi er
mjög mikilvægur og á enn eftir að
vaxa. Ég sé fyrir mér að foreldrar
komi í auknum mæli að gerð náms-
áætlana barna sinna og mér finnst
eðlilegt að þeir hafi stöðugan og
greiðan aðgang að skólunum. Núna
eiga foreldrar fulltrúa í foreldra-
ráðum skólanna, en ég sé fyrir mér
aukna beina þátttöku foreldra.
Fulltrúalýðræðið er ágætt, en þátt-
tökulýðræðið er enn betra. Skól-
arnir koma öllum við, börnum, for-
eldrum, kennurum og öðrum
starfsmönnum og þjóðfélaginu öllu,
þeir eiga jafnframt að vera miðja
hvers hverfis. Við þurfum líka að
gæta þess að huga vel að líðan nem-
enda í skólunum, því enginn getur
lært nema honum líði vel. And-
rúmsloft og menning skólanna
skiptir höfuðmáli.?
Barngott samfélag
Eftir störf að skólamálum frá
1964 segir dr. Gerður G. Ósk-
arsdóttir að sér þyki, og hafi alltaf
þótt, börn og unglingar yndisleg.
Fátt finnst henni skemmtilegra en
að fylgjast með þeim þroskast.
?Þau eru sá auður, sem við verðum
að hlúa að og sinna. Reynsla mín er
líka sú, að foreldrum er mjög um-
hugað um velferð barna sinna og
sinna þeim almennt afar vel. Við
búum í barngóðu samfélagi og höf-
um gott skólakerfi sem að sjálf-
sögðu má alltaf bæta og eigum að
standa vörð um það.? 
skólakerfi
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 35
Fíton/SÍA
Viðskiptavinir Sparisjóðsins þurfa ekki að greiða neitt, bara velja 
félag til að styrkja, og Sparisjóðurinn leggur þá fram 1.000 kr. til 
félagsins. Farðu inn á www.spar.is eða komdu við í næsta 
sparisjóði og veldu félagið sem fær þinn styrk.
Allir geta tekið þátt í söfnun til styrktar samtökum
sem vinna að úrbótum í geðheilbrigðismálum.
Geðveikt góð söfnun 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80