Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						útsendingum og er viss um að hann
hafi unnið gegn Þjóðverjum. 
? Þegar ég fermdist haustið 1944
sagði pabbi að við skyldum fara út og
taka myndir af mér í nýju fötunum.
Við fórum út um allan bæ og hann tók
myndir en ég skildi ekki af hverju við
fórum svona víða. Síðar heyrði ég að
hann hefði verið að taka myndir af
Shell-húsinu, þar sem Þjóðverjar
geymdu fanga og voru með marga
skjalaskápa með nöfnum á fólki úr
neðanjarðarhreyfingunni sem Þjóð-
verjar leituðu. Sumir Danir sögðu til
þeirra gegn greiðslu. Við kölluðum þá
?stikkere? og þeir lifðu ekki lengi.
Það borgaði sig ekki, því þeir fengu
bara kúlusendingu, segir Sigríður
pent og lagar fellingarnar á pilsinu. 
? En pabbi tók myndir af mér og
gætti þess að þær væru líka af Shell-
húsinu. Ég sá aldrei þessar myndir,
enda voru þær áreiðanlega sendar til
Englands. Nokkrum dögum síðar
kom ensk flugvél og varpaði sprengju
á Shell-húsið. 
Sú runa er löng þegar Sigríður tel-
ur upp staði sem hún hefur búið á í
gegnum tíðina. Fyrir utan Kaup-
mannahöfn og tjald í Grímsnesi hefur
hún meðal annars búið í ris- og kjall-
araíbúðum, herbergjum hér og þar,
jafnvel á eyðibýli. Þá hafði hún sest
að á Eskifirði með eiginmanni sínum,
eignast fjórar stúlkur og þau komið
sér þaki yfir höfuðið. En gæfan er
fallvölt. Lítil útgerð sem hann stofn-
aði fór á hausinn og þau misstu aleig-
una í kjölfarið.
? Þá fluttum við á eyðibýli milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar,
leigan fólst í að fóðra 30 kindur og af-
henda eigandanum á hverju hausti
lömbin og ullina. Smám saman keypt-
um við kindur og kýr, en dæmið gekk
ekki upp og við skildum eftir tólf ára
hjónband. Ég fór með tvær stelpur,
þá næstelstu og yngstu, hinar tvær
urðu eftir hjá honum, en við héldum
góðu sambandi. 
Sigríður hefur átt fjölbreytta
starfsævi, meðal annars fengist við
handavinnu og umönnun. En tónlistin
hefur átt hug hennar allan. 
? Ég hef haft áhuga á tónlist svo
lengi sem ég man. Pabbi spilaði á
fiðlu og þegar ég var átta ára var
keypt píanó og ég og mamma fórum í
píanótíma. Ég held að ég hafi lært í
þrjú ár. En ég kann ekki að skrifa
nótur og þegar ég sem lög veit ég
stundum ekki í hvaða dúr þau eru. Ég
fæ bara hugmynd að lagi og spila það;
þetta er allt gert eftir eyranu. 
? Lögin eru orðin mörg? 
? Þegar ég byrjaði að selja diska
átti ég 240 lög á kassettum en síðast
þegar ég taldi voru þau yfir 600. 
? Hvenær semurðu? 
? Það er allur gangur á því. Ég
samdi ljóð þegar ég var með elstu
stelpuna mína á brjósti; hún er 52 ára
núna. Ég hef alltaf fengist við ljóða-
gerð, þó að ég bíði stundum með að
semja lögin. Þegar ég passaði fyrir
Gunnu dóttur mína á Reyðarfirði sat
ég í húsbóndastól tengdasonar míns
með litlu stelpuna í fanginu og horfði
yfir Reyðarfjörð. Þá kom upp í hug-
ann á mér ljóð sem ég gerði lag við og
það er spilað í Voksne mennesker eft-
ir Dag Kára Pétursson. Það taka ekki
margir eftir því en það heyrist úr út-
varpi þegar pabbi aðalpersónunnar
er á veitingastað. Og engir nema Ís-
lendingar skilja textann: 
Horfi yfir Reyðarfjörð
græn tún og moldarbörð
háfjallahringumgjörð
sól skín um skörð. 
Hér lítil mannahjörð
heldur um bæinn vörð. 
Lífsbaráttan er hörð
víða um jörð.
Hvert einasta ljóð skapast af um-
hverfinu; það er hluti af manni. Ég
var pínulítil þegar ég byrjaði að ríma.
Systir mín var pjattaðri en ég og not-
aði krem, svo ég gaf henni Nivea-
krem í jólagjöf fjögurra eða fimm ára
og vildi að mamma skrifaði fyrir mig
á pakkann: ?Med skønheden går det
ned ad, hvis ikke man bruger Nivea.? 
Það stirnir á silfurlita peysu Sigríð-
ar, á veggjum helgimyndir og á borð-
inu Biblía, sem hún hefur klætt við-
arbrúnum pappír og skreytt með því
að klippa út mynd úr jólakorti. 
? Ég hef hana á borðinu því þá get-
ur fólk séð að hér býr trúuð mann-
eskja. Það blótar kannski minna! 
Og Sigríður býr ekki ein í íbúðinni,
því þar er einnig brasilísk stúlka sem
er að læra íslensku. 
? Anna dóttir mín hefur verið með
barnaheimili í Brasilíu og er að
reyna að hjálpa börnum og ungu
fólki. Þessi stúlka er sögð 26 ára en
það veit enginn hvað hún er gömul
því pabbi hennar laug til um aldur til
að geta látið hana vinna. Anna hefur
reynt að fá að ættleiða hana en
dómsmálaráðuneytið hefur sagt nei.
Fleiri brasilísk börn hafa komið til
landsins á vegum Önnu og Osi. 
? Þegar þau fluttu sjálf til landsins
fyrir rúmu ári var strákur með þeim
sem hét Ricardo. Hann hafði átt
hræðilega ævi. Þau voru nokkur
systkinin og pabbi þeirra var í eit-
urlyfjum. Ricardo var fjórtán ára
þegar pabbi hans var myrtur og bróð-
ir hans og systir voru sett inn grunuð
um morðið. Frændi hans bauð honum
og yngri systkinum hans að búa hjá
sér, en sagði við Ricardo að hann væri
svo stór að hann gæti bjargað sér.
Hann lenti því á götunni. 
Tengdasonur minn er aðvent-
istaprestur og var ásamt dóttur minni
að reyna að hjálpa börnum af göt-
unni. Drengurinn hafði vit á því að
leita sér hjálpar og þau tóku hann að
sér. Við heimkomuna fékk Anna
vinnu í Kumbaravogi og þau fóru til
Selfoss á hvíldardögum. Einn laug-
ardagsmorgun sagðist Ricardo ætla
að labba af stað í átt að Selfossi og
sagði þeim að taka sig upp í þegar
þau kæmu á bílnum. Það var ynd-
islegt veður og þau keyrðu til kirkju,
en sáu hann hvergi. Hann skilaði sér
ekki heim eftir það. Það veit enginn
hvað gerðist og líkið fannst ekki fyrr
en mánuði seinna á skeri fyrir utan
Stokkseyri. 
Sigríður þagnar og réttir blaða-
manni geisladiskinn Kalda vordaga. 
? Þegar ég er undir álagi og upplifi
sorg, þá verð ég að spila. Þessi lög eru
samin á slíkri stundu. Það eina sem
ég syng í einu laginu er ?Hvers vegna
fór eins og fór, ó Guð?? Maður finnur
ekki önnur orð; fátt er um svör. 
? En þú færð útrás í tónlistinni og
ert óhrædd við að prófa nýja hluti? 
? Já, mér finnst gaman að reyna
nýja hluti, segir Sigríður og lifnar aft-
ur yfir henni. Sumum finnst það ekki
tónlist og öðrum frábært. Finnst þér
það vera tónlist að hlusta á býflugu,
spyr hún og lítur brosandi á blaða-
mann, setur disk í tækið og það heyr-
ist suð. Hún lítur leitandi í kringum
sig: 
? Hvar er flugan? 
Morgunblaðið/Sverrir
Stríðið ?Ég var að ganga í skólann þegar himinninn fylltist af flugvélum.?
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 37
Darmen
Sokkabuxur
Stærð frá 52 til 80
St rð frá 52 til 80
Nýtt Nýtt!
Hagkaup-Debenhams - Árbæjar-apótek -
Stasia Kringlan - Lífstykkjabúðin,
FFC//Ice Fashion - ffc@internet.is - Simi 845 78 69
Stórar stærðir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80