Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 39
ans og ganga þá í víkingafélög. Þar
er bardagatæknin rannsökuð og nið-
urstöðurnar notaðar við æfingar og
sýningar á víkingahátíðum. 
Aðrir fara í þetta vegna áhuga á
handverki og listum. Það eru mörg
skapandi störf í víkingabúðum og á
mörkuðum. Gerðir eru skartgripir og
minjagripir ýmiss konar, vopn smíð-
uð eða hljóðfæri og tónlist flutt. Í
þessum hópi eru nokkrir atvinnuvík-
ingar. Þeir nota veturinn til að smíða
gripina og fara svo á milli sem flestra
víkingahátíða og markaða á sumrin
til að selja afurðirnar og halda áfram
að framleiða. Þetta er þó ekki stór
hópur, flestir eru í annarri vinnu og
nota sumarfríið til að leika víkinga.
Starfsfólk safna og víkingagarða er
auðvitað atvinnuvíkingar en þar eru
einnig margir hugsjónamenn með
brennandi áhuga á faginu.
Enn aðrir ganga í víkingafélög
vegna áhuga á textíl. Cathrine
Glette, umsjónarmaður víkingabæj-
arins í Bukkøy við Ögvaldsnes
(Avaldsnes) í Noregi, er ein þeirra.
Hún er frá Körmt, sveitarfélaginu
sem Ögvaldsnes tilheyrir, og gekk
þar í víkingahóp fyrir rúmum áratug
vegna áhuga síns á listum og gömlum
vefjarefnum. Að sjálfsögðu hefur
hún sjálf saumað allan sinn vík-
ingafatnað. Hún bjó lengi í Ósló en er
nú flutt aftur á æskustöðvarnar og
getur sinnt þessu áhugamáli sínu og
unnið við það um leið.
Enn eina ástæðuna nefnir danski
víkingurinn Jacob Hessellund, það
er að vinna að rannsóknum á vík-
ingatímanum. Hann hefur hætt allri
sölumennsku og snúið sér meira að
rannsóknum. Er til dæmis að vinna
að athugun á notkun á skjám gerðum
úr kálfsmaga og ull í stað glers í
gluggum víkingahúsa. Um leið og
hann hryllir sig segist Jacob ætla að
leggja það á sig að búa í slíku húsi í
hálfan mánuð í mestu kuldunum í
vetur, til að athuga hvort hægt sé að
lifa við þetta.
Víkingasirkusinn fer af stað
Mikill áhugi er á víkingatímanum
á Norðurlöndunum, heimasvæði vík-
inganna, en einnig í löndunum sem
víkingarnir herjuðu á. Þetta á við um
Bretland þar sem víkingarnir skildu
eftir sig mikil ummerki, Pólland,
Holland og Þýskaland, svo nokkur
helstu löndin séu nefnd. En á vík-
ingahátíðirnar kemur einnig fólk frá
fleiri löndum Evrópu, til dæmis Ítal-
íu, og frá Ameríku. 
Jacob Hessellund telur að um 500
Danir lifi eins og víkingar einhvern
hluta úr árinu og að í Evrópu séu ein-
hver þúsund virkra víkinga. 
Fólkið hittist á fjölmörgum vík-
ingahátíðum og mörkuðum sem efnt
er til flestar helgar sumarsins. Ég
tók eftir því þegar ég kom á vík-
ingamarkaðinn í Foteviken, vík-
ingabænum á Skáni, að þar urðu
fagnaðarfundir þegar víkingar komu
til hátíðarinnar og hittu fólk sem fyr-
ir var. Jacob líkir þessu við sirkus,
það verði fagnaðarfundir þegar vík-
ingasirkusinn fari af stað. 
Hafsteinn Pétursson, jarl í
Rimmugýgjar og Jómsvíkingum,
tekur þátt í flestum víkingahátíðum
hér á landi og fer með félögum sínum
á eina til tvær erlendar hátíðir á
hverju sumri. Hann segir að þetta sé
góður félagsskapur. ?Ég hef kynnst
mörgum góðum félögum í gegnum
þetta, í Bretlandi, á Norðurlönd-
unum og víðar. Menn vinna náið
saman og kynnast vel. Maður hittir
suma félagana annað hvert ár eða
sjaldnar en það verða alltaf fagn-
aðarfundir. Samt veit maður ekki
mikið um bakgrunn fólksins, til
dæmis hvað það starfar. Maður
kynnist persónunni þeim mun bet-
ur,? segir Hafsteinn.
Hann segist vera forvitinn um
fólk, til dæmis hvað það starfi en
menn gefi það ekki mikið upp. Vitað
er að margir kennarar eru í víkinga-
sirkusnum og kannast Hafsteinn við
það en hann er sjálfur kennari í
Hafnarfirði. Hann telur þó að þarna
sé nánast að finna þversnið af sam-
félögunum. Nefnir hann sem dæmi
að óhapp hafi orðið í bardaga á einni
hátíðinni og þurft hafi að gera að sár-
um þátttakanda. Þá hafi stokkið vík-
ingur út úr einum sölubásnum, mað-
ur sem hafi verið að búa til skartgripi
úr grjóti. Komið hafi í ljós að þetta er
læknir og hann hafi verið með áhöld
til að sauma sárið.
Hópurinn alltaf að stækka
Jerker Fahlström er sænskur vík-
ingur sem blaðamaður hitti á vík-
ingamarkaðnum í Foteviken. Hann
er leikari, meðal annars með eigin
leikflokki í Gautaborg. Hann fer á
margar víkingahátíðir á hverju ári og
segir sögur, meðal annars á Íslandi.
?Ég hef mikinn áhuga á sögu víking-
anna og hef gaman af því að lesa
þær,? segir Jerker. Hann býr í eigin
tjaldi á víkingahátíðunum og tjaldið
er jafnframt leikhús því það er bæki-
stöð sagnamannsins. Það muna sjálf-
sagt margir gestir víkingahátíðanna í
Hafnarfirði eftir þessum litríka sögu-
manni, enginn kemst hjá því að
heyra hann segja frá. Jerker kemur
til Íslands tvisvar til þrisvar á ári,
alltaf á víkingahátíðina í Hafnarfirði
og svo vinnur hann yfirleitt í mán-
aðartíma sem sögumaður í Fjöru-
kránni. ?Ég skil ekki af hverju ég
sæki svona til Íslands. Ég fer af stað
með áform um að sjá eitthvað nýtt en
enda svo alltaf á Íslandi.?
?Þetta er bara áhugamálið. Ég á
bíl og hús heima í Gautaborg, líka
DVD-spilara og sjónvarp,? segir Jer-
ker þegar hann er spurður hversu al-
varlega hann taki víkingahlutverkið.
Hann segir að hópurinn sé alltaf að
stækka, ný andlit sjáist á hverju ári,
?en við þessir gömlu erum ekkert að
hætta. Það er ekki hægt að hætta að
fara í víking,? segir Jerker Fa-
hlström.
helgi@mbl.is
í víking
Bogfimi Æfð er bogfimi í sumum víkingagörðunum og geta allir tekið þátt.
JÓLAGJAFIRNAR Í ÁR
Pókersett 500 chips
Tilboðsverð 4.990
Pókersett 300 chips
Tilboðsverð 3.390
Glæsilegt 10 manna
pókerborð
Tilboðsverð 17.990
Aerobic stepper
Tilboðsverð 990
Tilboðsverð 3900
Körfuboltaspjald
Körfubolta-standur
Verð frá 13.900
Rafmagnshlaupahjól
með sæti
Tilboðsverð 2990
WWW.VERSLA.IS
Hlíðasmári 13 s. 5666 999
Pantaðu á netinu eða kíktu til okkar
og verslaðu á staðnum.
10-40% afsláttur fram að jólum
(tilboð miðast við vöru sótta í búð).
Hlíðasmári s.
netinu kíktu til okkar
verslaðu
afsláttur fram jólum
(tilboð miðast við vöru sótta í búð).

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80