Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						hafnarframkvæmdir
42 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
F
áir Reykvíkingar íhuga
það nú til dags er þeir
eiga erindi í Tollstöðina
í Reykjavík, Listasafn
Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu eða Borgarbóksasafnið í Gróf-
arhúsinu að þar sem allar þessar
byggingar standa var áður grængol-
andi sjór. Sjávarborðið eða fjaran, oft
nefndur Reykjavíkursandur, var
miklu ofar á þessum slóðum og náði
allt upp að núverandi Hafnarstræti.
Hafnarstræti liggur í mjúkum boga,
það er gamli sjávarkamburinn.
Gamla Reykjavíkurhöfn sem
byggð var á árunum 1913 til 1917 og
var þá mesta mannvirki Íslandssög-
unnar fram til þess tíma reyndist
sannkölluð lífæð höfuðborgarinnar.
Hún olli því meðal annars að Reykja-
vík varð umskipunarhöfn fyrir allt
landið, þar safnaðist saman öll heild-
verslun landsins og á fyrstu áratug-
um togaraútgerðar voru þrír af
hverjum fjórum togurum gerðir út
frá Reykjavík.
Að Reykjavíkurhöfn, sem gerð var
á árunum 1913 til 1917, var langur að-
dragandi, í raun og veru stóðu fæð-
ingarhríðarnar yfir allt frá því að
fyrsta þéttbýlið byrjaði að myndast í
Reykjavík á 18. öld. Eins og kunnugt
er var fyrsta opinbera byggingin í
höfuðstaðnum tugthús, það er núver-
andi Stjórnarráð Íslands. Árið 1770
var skipuð svokölluð landsnefnd til að
gera tillögur um viðreisn Íslands. Ein
af tillögum hennar var sú að fangar
við tugthúsið yrðu látnir grafa út
Lækinn og gera hann þannig að
skipaskurði en Tjörnin yrði skipa-
lægi. Reykvíkinga. Fyrirmyndin var
nærtæk. Nýhöfnin í Kaupmannahöfn
er manngerður skipaskurður, grafinn
af sænskum stríðsföngum Dana á 17.
öld.
Ekkert varð úr þessum áformum
en menn geta ímyndað sér hvernig
gamli bærinn í Reykjavík liti nú út ef
Tjörnin hefði verið gerð að höfn. En
millilandaskip og önnur þilskip sem
komu til Reykjavíkur urðu að liggja
fyrir stjóra úti á höfninni og allt varð
að selflytja á smábátum í land, far-
þega og vörur. Grandinn út í Effers-
ey sem sjór gekk að vísu oft yfir var
viss vörn gegn vestanáttum en í norð-
anstórviðrum voru skip í mikilli
hættu úti á þessari höfn og stundum
gengu öldur á land og brutu allt sem
fyrir varð, báta, bryggjur og hús.
Smáþorpið Reykjavík
Við stofnun kaupstaðar í Reykja-
vík árið 1786 var einokunarversl-
uninni aflétt. Henni var þó ekki aflétt
meira en svo að einungis þegnar
Danakonungs máttu versla á Íslandi.
Bretum og Þjóðverjum var það til að
mynda harðlega bannað. Það er ekki
fyrr en 1855 að verslun hér er gefin
frjáls öllum þjóðum. Sá atburður er
oft settur í samhengi við stofnun
fyrstu hafnarnefndarinnar í Reykja-
vík því að þá bjuggust menn við mik-
illi aukningu á siglingum til hins ís-
lenska höfuðstaðar sem sem var þó
ennþá ósköp smár og vesældarlegur,
raunar bara smáþorp. Samkvæmt
manntali 1. október 1855 voru Reyk-
víkingar 1.354 talsins sem var innan
við tvö prósent af íbúafjölda alls
landsins. Í bænum var fátt sem
minnti á þær stórstígu framfarir sem
voru að verða í nálægum löndum. Þar
var ekki götulýsing, engar stein-
lagðar götur, hvorki vatnsveita né
holræsi, engar vélar, ekki einu sinni
hestvagnar, og ekki kol til að kynda
kabyssur og ofna. Eldsneytið var mór
úr Vatnsmýrinni. Í bænum var eng-
inn barnaskóli, þar voru engin hafn-
armannvirki og engin hafnargjöld.
Danskur skipstjóri á póstskipinu
sem sigldi til Íslands, Stillhof að
nafni, kom með þá uppástungu til
bæjarstjórnar Reykjavíkur 1853 eða
1854 að lögð yrðu tvö dufl eða baujur
til að auðvelda siglingu til Reykjavík-
ur. Annað átti að vera merkjabauja
eða sjómerki við rifið hjá Akurey en
hitt legubauja á sjálfri höfninni. Nú
var úr vöndu að ráða fyrir bæj-
arstjórnina því að þetta mundi kosta
peninga sem ekki voru til. Málið var
rætt fram og til baka og mikil bréfa-
skrif fóru milli stiftamtmanns og bæj-
arstjórnar. Loks á fundi bæj-
arstjórnar 18. nóvember 1854 var
ákveðið að leggja gjald á skip sem
kæmu til Reykjavíkur. Þar með var
komin hafnargjaldskrá og von á pen-
ingum sem gætu staðið undir ein-
hverjum framkvæmdum, gjaldskráin
fékk að vísu ekki lögformlegt gildi
fyrr en 20. maí 1856. Í nóvember 1855
kom póstskipið með merkjabauju
sem lagt var út við Akurey og legu-
bauju til að setja út á höfnina. Tekið
var lán til að standa undir þessum
kaupum þar sem ekki voru farnir að
koma peningar inn í hafnarsjóðinn
enn. En þar sem búið var að leggja
drög að hafnarsjóði og höfnin komin
með eigur, þessar tvær baujur, var
næstum sjálfgefið að stofna skyldi til
sérstakrar hafnarnefndar til að sjá
um sjóðinn, annast eignirnar og gera
tillögur um nýjar framkvæmdir.
Frumkvæðið kom frá bæjarstjórn-
inni sjálfri en danska innanríkisráðið
mælti fyrir hvernig haga skyldi kosn-
ingu nefndarinnar. Bæjarfógetinn í
Reykjavík átti sjálfkrafa að vera odd-
viti nefndarinnar en bæjarstjórn að
kjósa tvo menn til viðbótar, annan úr
hópi bæjarfulltrúa, hinn úr hópi
manna utan bæjarstjórnar. Virðist
hafnarnefndin hafa verið kosin síðla
árs 1855 og sátu fyrstir í henni Vil-
hjálmur Finsen bæjarfógeti, síðar
hæstaréttardómari í Danmörku, og
tveir Reykjavíkurkaupmenn, þeir
Robert Tærgesen, sem var danskur
að uppruna, og Þorsteinn Kúld Jóns-
son. Fyrsti formlegi fundur nefnd-
arinnar var 21.janúar 1856 eða fyrir
röskum 150 árum.
Sjóðurinn gildnar
Næstu 50 til 60 árin voru innan
hafnarnefndar og bæjarstjórnar
Reykjavíkur stöðug áform um hafn-
arbætur í Reykjavík en hvorki gekk
né rak. Hafnarsjóðurinn varð þó
smám saman gildari og gildari og
veitti stundum lán til framkvæmda
sem komu höfninni ekkert við. Þann-
ig samþykkti hafnarnefnd t.d. 1882
að veita 7.000 króna lán til byggingar
barnaskóla í Reykjavík. Fyrir utan
peninga jukust eignir hafnarinnar í
mjög smáum stíl. Árið 1865 var bætt
við hlöðnu sjómerki í Gróttu og 1870
voru keypt ljósker til að leiðbeina sjó-
farendum, annað var sett upp í Eng-
ey en hitt neðan við Arnarhól. Mikill
hvalreki barst hafnarnefnd árið 1884.
Þá gaf Skotinn Robert Smith henni
tvo loftþyngdarmæla og var annar
settur á Bryggjuhúsið, nú Kaffi
Reykjavík en hinn nálægt Seli í Vest-
urbænum.Um það leyti réðist bæj-
arstjórnin í að koma upp Bæjar-
bryggju framundan Pósthússtræti,
bryggju sem síðar var kölluð Stein-
bryggjan. Það var fyrsta opinbera
bryggjan í Reykjavík en aðeins fyrir
smábáta. Aðrar bátabryggjur voru í
einkaeign. Árið 1883 var ákveðið að
reisa garð eða stakk, eins og það er
kallað, þvert yfir Grófina til varnar
sjávargangi, það er líklega bólverkið
eða hlaðni kanturinn sem enn má sjá
aftan við Kaffi Reykjavík og kom
einnig upp í grunni nýbyggingar veit-
ingahússins Gauks á Stöng fyrir fá-
einum árum. Grjótið í þennan kant er
tilhöggvið á svipaðan hátt og grjótið í
veggjum Alþingishússins sem þá var
nýbúið að reisa en þá höfðu reykvíkir
verkamenn öðlast kunnáttu í að
sprengja grjót með púðri og til-
höggva það með réttum verkfærum.
Nokkrum árum síðar voru hlaðnir
varnargarðar þar sem sjór gekk yfir
Grandann.
?Ofvaxið efnahag vorum?
Af og til voru erlendir verkfræð-
ingar fengnir til að gera tillögur um
stórfelldar hafnarframkvæmdir en
þegar til átti að taka óaði Reykvík-
ingum við kostnaðinum við slíkar
framkvæmdir. Þannig kom verk-
fræðingurinn Paulli á vegum hafn-
arnefndar frá Kaupmannahöfn sum-
arið 1896 og gerði tillögu um gerð
stórrar hafnarkvíar. Kostnaðar-
áætlun hans nam 4,6 milljónum
króna. Bæjarfulltrúar töldu gerð
slíks mannvirkis ?langsamlega ofvax-
ið efnahag vorum? eins og blaðið Ísa-
fold orðaði það. Þess skal getið að
fjárhagsáætlun Reykjavíkur um þær
mundir hljóðaði upp á nálega 35 þús-
und krónur. Og Reykvíkingar gerðu
bara grín að öllu saman:
Hér kom heim í sumar einn
hafnaringeniör
hann átti víst að vita hvort víkin
lægi? ei kjör
Og maðurinn hann mældi 
út og mátaði upp á hár
að höfnin okkar hefði ekki 
hreyfst í þúsund ár.
Og grandanum hann gætti að
og sá hann var á sínum stað ?
Hann sá að þar var með fjörunni
þurrt, en með flóðinu blautt ?
nema hvað!?
Því hvað er hafnaringeniör?
Það er ingeniör frá Höfn!
Hann kom til að skoða höfnina
en höfnin er söm og jöfn:
Þessi bryggjuhaus, þessi bátalög,
þessi blessuð skipakví
sést hvorki út við Effersey eða inn
við Batterí.
Það má leiða líkur að því að þrennt
hafa fyrst hreyft verulega við Reyk-
víkingum að fara loks út í stórfelldar
hafnarframkvæmdir. Í fyrsta lagi
hófst iðnbylting á Íslandi fyrir alvöru
í upphafi 20. aldar og íbúum Reykja-
víkur tók að fjölga mjög hratt. Tog-
araútgerð var að hefjast. Hinir tveir
þættirnir sem ráku á eftir hafnargerð
voru utanaðkomandi ógn fyrir vöxt
og viðgang Reykjavíkur. Hinn fyrri
voru framkvæmdir Milljónafélagsins
í Viðey en það lét um 1907 gera þar
viðlegukant og tvær bryggjur þar
sem stórskip gátu lagst upp að. Þetta
var til þess að stórum hlutum var oft
landað þar og þeir síðan fluttir á
prömmum til Reykjavíkur. Það átti
t.d. við um eimlestirnar sem notaðar
voru við hafnargerð í Reykjavík.
Tvisvar sinnum var flutt frumvarp á
alþingi um að gera Viðey að sér-
stökum kaupstað en eyjan tilheyrði
þá Seltjarnarneshreppi. Hitt voru
miklar áætlanir um að gera höfn í
landi Skildinganess í Skerjafirði en
Skildinganes tilheyrði einnig Sel-
tjarnarneshreppi. Meðal þeirra sem
voru potturinn og pannan í þessum
hugmyndum var Einar Benediktsson
skáld. Þarna átti að reisa Port
Reykjavík sem hefði getað þýtt að
þungamiðja Reykjavíkur flyttist yfir
nesið með tilheyrandi verðfalli á fast-
eignum í gömlu Kvosinni og var það
bein ógnun við hagsmuni kaupmanna
í Reykjavík. Upp úr 1908 komst því
verulegur skriður á undirbúning að
gerð Reykjavíkurhafnar sem reynd-
ist svo, þrátt fyrir gífurlegan kostnað,
vera hið mesta gróða- og happafyr-
irtæki eins og alkunnugt er. 
Maðurinn hann mældi
út og mátaði upp á hár
150 ár eru nú liðin frá
því að fyrsta hafn-
arnefndin í Reykjavík
var stofnuð. Guðjón
Friðriksson rekur sögu
nefndarinnar og upp-
byggingu Reykjavík-
urhafnar.
Höfundur er sagnfræðingur.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Hafnarmynd Skip í Reykjavíkurhöfn árið 1951. Bæjarmyndin hefði óneitanlega orðið gjörólík þeirri sem við eig-
um að venjast hefðu 18. aldar áætlanir um skipaskurð að Tjörninni orðið að veruleika.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Fagur fiskur í sjó Ungir piltar fiska í Reykjavíkurhöfn í júní 1978.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Vetrarþungi Ísilögð Reykjavíkurhöfn árið 1977.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80