Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						54 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
? 
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma, 
SNÆBORG J. STEFÁNSDÓTTIR, 
Eiðsvallagötu 36, 
Akureyri, 
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudag-
inn 20. desember kl. 13.30. 
Bragi Stefánsson, 
Helga Sigurlaug Aðalgeirsdóttir, Guðmundur H. Svavarsson, 
Allý Halla Aðalgeirsdóttir, Hilmar Brynjólfsson, 
Ingibjörg Bragadóttir, 
Stefanía Bragadóttir, Gunnar Örn Guðmundsson, 
Vala Bragadóttir, Hallur Eyfjörð Þórðarson, 
ömmubörn og langömmubarn. 
? 
Móðir okkar, 
JUTTA ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR, 
fædd Dieckelmann, 
er látin. 
Bálför fór fram í kyrrþey.  
Sólveig Renate Friðriksdóttir, 
Kristín Ella Friðriksdóttir, 
Jens Uwe Friðriksson, 
Pétur Friðriksson, 
Kristján Friðriksson. 
?
Sóley Ásta Sæ-
mundsdóttir
fæddist á Veiði-
leysu í Árnes-
hreppi í Stranda-
sýslu 6. apríl 1931.
Hún varð bráð-
kvödd 26. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Ástu
voru Kristín Sig-
ríður Jónsdóttir
frá Kambi í Árnes-
hreppi, f. 29. júlí
1892, d. 26. janúar
1978, og Sig-
urgrímur Sæmundur Ingimund-
ur Kristmann Guðbrandsson, f. í
Byrgisvík í Árneshreppi 18.
október 1889, d. 30. júlí 1938.
Börn þeirra voru Vilhelmína
Pálína, f. 18. júní 1913, d. 30.
maí 2003, Auðbjörg Anna, f. 27.
ágúst 1914, d. 24. júlí 1974, Al-
freð Gunnar, f. 6. september
1915, d. 14. nóv. 1983, Kristín
Halla, f. 24. janúar 1918, Rík-
arður Sigurvin, f. 16. október
1920, Guðbrandur, f. 13. nóv-
ember 1921, d. 13. ágúst 2003,
Börn þeirra eru Gísli Jökull, f.
1970, maki Pálína Gísladóttir, f.
1975, þeirra barn er Laufey, f.
2002, Hafsteinn, f. 1979, og Þor-
björg, f. 1984, sambýlismaður
hennar er Daníel Hoeg Krist-
jánsson, f. 1985. 2) Sæmundur, f.
1954, maki Auður Soffía Braga-
dóttir, f. 1958, þeirra börn eru
Bragi Reynir, f. 1978, og Ragn-
heiður Helga, f. 1986, sambýlis-
maður hennar er Jóhann Sig-
urðsson, f. 1982. Fyrir átti
Sæmundur Tryggva Má, f. 1976.
3) Albert, f. 1957, maki Margrét
Héðinsdóttir, f. 1960. 4) Haf-
steinn, f. 1959, maki Beatrice
Chibwe, f. 1957, d. 1997. 5) Þrá-
inn, f. 1960, sambýliskona hans
er Sigríður Sigurbjartsdóttir, f.
1958, dóttir þeirra er Ásgerður,
f. 1993. Fyrir átti Sigríður Mar-
gréti, f. 1981, hennar synir eru
Arnar Orri, f. 1997, og Adrian
Ísak, f. 2004. 6) Helga, f. 1961,
maki Karl Jóhann Jóhannsson, f.
1958, dætur þeirra eru Sóley
Ásta, f. 1979, maki Sigurður Sig-
urðsson, f. 1976, þeirra synir eru
Baldur Logi, f. 2003, og Karl Jó-
hann, f. 2005, Birna, f. 1986,
sambýlismaður hennar er Vigfús
Baldvin Heimisson, f. 1980, og
Sædís, f. 1988.
Ásta var jarðsungin í kyrrþey
4. desember síðastliðinn.
Marta Sigurlilja, f.
1. apríl 1923, Páll
Kristbjörn, f. 9. júní
1924, d. 23. maí
1997, Líney Ólöf, f.
4. desember 1925,
Kristinn, f. 20. des-
ember 1927, Sóley
Ásta, Kristmundur,
f. 26. október 1932,
d. 20. október 1980,
og Jóna Aldís, f. 20.
júlí 1934.
Ásta giftist Guð-
bergi Hafsteini
Ólafssyni á jóladag
1951. Hafsteinn er fæddur í
Grindavík 20. september 1929.
Foreldrar hans voru Ólafur
Jónsson útgerðarmaður, f. í
Hraunkoti í Grindavík 24. janúar
1897, d. 10. október 1954, og
Helga Þórarinsdóttir, f. 6. apríl
1903 í Gerðiskoti í Sandvík-
urhreppi, Árnessýslu, d. 27. maí
1989.
Börn Ástu og Hafsteins eru: 1)
Kristín, f. 1951, maki Hjörleifur
H. Helgason, fyrrverandi maki
Gísli Már Gíslason, þau skildu.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð. 
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í. 
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
? Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt. 
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má. 
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson)
Sóley Ásta, sem ævinlega var köll-
uð Ásta, var vissulega þreytt og lúin
eftir ævilangt strit og amstur. Það
var ekkert óvenjulegt að hún legðist
til hvíldar að deginum. En í þetta
sinn vaknaði hún ekki aftur til okkar
sem eftir sitjum og söknum nú vinar
í stað.
Ásta var Strandamaður í báðar
ættir. Hún ólst upp á Kambi í Árnes-
hreppi. Þar var harðbýlt eins og víð-
ar á þeim slóðum. Bærinn klúkir
undir bratta skammt frá Djúpuvík
við Reykjafjörð og undirlendi er lít-
ið.
Ásta var ellefta í röðinni af þrettán
systkinum. Þegar hún var sjö ára
gömul lést faðir hennar. Það breytti
auðvitað öllu lífi fjölskyldunnar á
Kambi. Þau bjuggu þar áfram, enda
elstu börnin orðin fullorðin, en lífs-
baráttan hlýtur að hafa verið hörð.
Það er erfitt fyrir fólk minnar kyn-
slóðar að skilja, hvað þá fyrir þá sem
yngri eru.
Sextán ára gömul fór Ásta að
heiman og fór að vinna fyrir sér ?fyr-
ir sunnan?. Hún vann ýmiss konar
þjónustustörf, eldaði mat handa fólki
og gekk um beina. Henni var eðlilegt
og ljúft að bera öðrum mat, hún var
þeirrar kynslóðar kvenna sem töldu
að þarfir allra annarra kæmu á undan
þeirra eigin þörfum.
Ung að árum kynntist Ásta eftirlif-
andi manni sínum, Hafsteini Ólafs-
syni húsasmíðameistara frá Grinda-
vík. Hún var rétt um tvítugt þegar
fyrsta barnið fæddist og tíu árum síð-
ar voru þau orðin sex talsins, tvær
dætur og fjórir synir.
Það má nærri geta að það þurfti að
taka til hendinni á slíku barnaheimili
og halda vel á málum til að fæða hóp-
inn og klæða. Það var hins vegar jafn-
an áhyggjuefni, Ásta og Hafsteinn
urðu aldrei auðug að veraldargæðum,
og ég hygg að Ásta mín hafi sjaldan
verið laus við áhyggjur af því hvernig
ætti að sjá fyrir brýnustu lífsnauð-
synjum. Örlæti hennar varð hins veg-
ar ekki minna fyrir það.
Ásta var mér hálfgerð fóstra á ung-
lingsárum mínum, en hún var jafn-
framt kær vinkona þrátt fyrir 20 ára
aldursmun.
Ég kynntist Ástu í gegnum Krist-
ínu elstu dóttur hennar sem var
æskuvinkona mín. Við hittumst fyrst
um fjórtán ára aldur, ég bjó norður í
landi en Kristín í Keflavík, en við
skrifuðumst á og fundum að við átt-
um margt sameiginlegt. Þegar ég
kom ?suður?, sextán ára gömul, var
fjölskyldan flutt til Hafnarfjarðar, og
fljótlega varð ég þar tíður gestur. Ár-
ið eftir fluttu þau til Reykjavíkur og
bjuggu lengst af í bakhúsi við miðjan
Laugaveg. Að sjálfsögðu fækkaði
ekki heimsóknum mínum við þetta.
Á þessu heimili var mér frá upphafi
tekið eins og einu af börnunum. Ég
minnist þess ekki að það væri verið
að láta neitt sérstaklega með mig: ég
fékk bara að vera eins og ég væri
heima hjá mér. Heimilið var líka að
mörgu leyti líkt mínu bernskuheimili:
húsbúnaður ekki ríkmannlegur, mik-
ið til af bókum, einkum frá Máli og
menningu, Þjóðviljinn var keyptur og
algerlega ljóst hvar þjóðfélagsleg
samúð húsráðenda lá ? og það var
ekki hjá auðmönnunum.
Það var ómetanlegt fyrir mig að
eiga aðgang að þessu heimili. Ég var
unglingsstúlka úr sveit, ein míns liðs í
borginni, og á þeim árum var maður
ekki alltaf að skreppa heim þótt eitt-
hvað bjátaði á ? það var ekki einu
sinni gert mikið af því að hringja
heim, enda sveitasími og ekkert
hægt að tala nema um hluti sem ekki
skiptu máli.
En ég gat komið með hvaðeina til
Ástu á Laugaveginum. Það gátu ver-
ið fjárhagsáhyggjur, eða áhyggjur af
skólanum, kærastasorgir eða bara
venjuleg tilvistarkreppa æskuár-
anna. Sama á hverju gekk, aldrei
minnist ég þess að ég færi af hennar
fundi án þess að finnast að ég væri
bara nokkuð góð og einhvers virði.
Það var gott að koma á þetta
heimili. Það var oft þröngt í búi, og
gat þurft að skammta það sem á borð
var borið. Mér var alltaf boðið til
borðs með heimilisfólkinu, og auðvit-
að skammtað eins og hinum. Það gaf
mér hlýja tilfinningu af að vera hluti
af fjölskyldunni, og ég þarfnaðist
þess á þessum árum.
Þrátt fyrir þrengsli og ómegð hef
ég hvergi og aldrei síðan haft eins
gaman af að horfa á sjónvarp og á
Laugaveginum. Í minningunni sat
öll fjölskyldan og ég líka í einum
þriggja sæta sófa beint fyrir framan
sjónvarpið ? en auðvitað getur það
ekki hafa verið, níu manns! Hitt man
ég með fullu öryggi að allir horfðu
saman og allir fylgdust með, en allir
töluðu eins mikið og þeim datt í hug.
Að horfa á sjónvarpið var sannarlega
hvorki óvirk né einmanaleg athöfn í
þessu húsi.
Þegar ég fór að búa og eignaðist
mitt fyrsta barn kunni ég satt að
segja ekki neitt til neins. Ásta var
mér þá betri en enginn. Ég minnist
þess að ég kom til hennar með lökin
á vögguna og hún faldaði þau fyrir
mig og kenndi mér um leið að blind-
falda. ? Kristín vinkona mín var líka
búin að eignast barn á þessum tíma,
og Ásta leiðbeindi okkur um margt ?
yfirleitt án þess að maður tæki eftir
því að hún væri að leiðbeina. Henni
var algerlega ómögulegt að hefja sig
yfir nokkurn mann og talaði aldrei
niður til fólks. Hún gat vissulega ver-
ið dálítið meinleg í orðum, einkum á
seinni árum þegar lífsbaráttan hafði
sett sitt mark á lund hennar. Aldrei
gætti þess þó í minn garð, og raunar
minnist ég þess bara að hafa fengið
hrós frá Ástu og verðskuldaði þó
örugglega stundum annað.
Hafsteinn og Ásta deildu lífinu í
blíðu og stríðu í meira en hálfa öld.
Ásta var eins manns kona, og elskaði
mann sinn vafalaust heitt alla tíð.
Það hefði henni þó seint þótt viðeig-
andi að bera á torg. Stundum held ég
þegar ég hugsa um þessar vestfirsku
baslkonur eins og Ástu og móður
mína, að þær hafi haldið að ástin
myndi ganga þeim úr greipum,
springa eins og sápukúla ef þeim
yrði á að fara um hana orðum, svo
vandlega forðuðust þær að láta
nokkurn mann heyra slíkt til sín.
Fátækt og strit varð hlutskipti
Ástu um ævina, og hún var farin að
heilsu og þreytt. Þótt andlát hennar
væri sviplegt og óvænt býst ég við að
hún hafi verið södd lífdaga. Hún fann
oft ýmislegt á sér, og víst er það að
seinustu vikurnar fyrir andlátið var
hún búin að vera að laga til og snyrta
allt hjá sér, taka til í skápum og gefa
föt í söfnun og fleira þess háttar sem
jafnan tengist fyrirhuguðum flutn-
ingum.
Seinustu árin sem Ásta lifði hitti
ég hana sjaldan. Þegar ég frétti af
andláti hennar varð mér ónotalega
ljóst að of seint væri að fara í heim-
sóknina sem ég hafði ætlað mér í ?al-
veg á næstunni?. ? Heimskuleg og
fánýt virðist mér sú önn sem ég fylli
dag minn með þegar kærir og nánir
einstaklingar deyja og allt sem ég
hefði viljað segja frá og spyrja um er
í einu vetfangi frá mér tekið.
Ég kveð mína gömlu fóstru og vin-
konu með söknuði og eftirsjá. Það
má vera mér sem öðrum syrgjendum
huggun að hún var þreytt og hefur
nú fengið hvíld.
Samúðarkveðjur sendi ég fjöl-
skyldunni: Hafsteini sem nú sér á
bak lífsförunaut sínum; Kristínu vin-
konu minni og öllum systkinunum:
Sæmundi, Albert, Hafsteini, Þráni
og Helgu, mökum þeirra og börnum.
Hugur minn er hjá ykkur.
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
frá Garði.
Sóley Ásta 
Sæmundsdóttir 
? 
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, 
GUÐMUNDUR JÓHANNSSON  
húsasmíðameistari, 
Hraunbæ 103, 
Reykjavík, 
lést að morgni miðvikudagsins 13. desember sl. 
Útförin verður auglýst síðar. 
Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason, 
Jóhann Bogi Guðmundsson, 
Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead, 
Dröfn Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, 
barnabörn og barnabarnabörn. 
? 
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, 
RANDVER V. ALFONSSON, 
Sandholti 26, 
Ólafsvík, 
sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. desember
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
miðvikudaginn 20. desember kl. 14:00. 
Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði 21. desem-
ber. 
Ingibjörg Hauksdóttir, 
Haukur Randversson,  Hrafnhildur Jónsdóttir, 
Petrína Sæunn Randversdóttir, 
og barnabörn. 
Minningargreinar
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | G aðsins: mbl.is ? smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins ? þá
birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum.Skila-
frestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er
takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er
um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast
er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að
senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning-
argreina vita.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80