Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 61
menning
Þ
egar spurt er hver sé
fremstur allra í hip-hopinu
eru margir nefndir en fáir
útvaldir. Sá sem einna oft-
ast hefur verið nefndur í þessu sam-
bandi undanfarin ár er tónlistarmað-
urinn Shawn Corey Carter sem
þekktur er í dag undir nafninu
Jay-Z.
Jay-Z hefur ekki farið troðnar
slóðir á sínum ferli þó frásagnir af
æsku hans minni á sögu svo margra
litaðra rappara vestanhafs ? móðirin
einstæð, drengurinn óstýrilátur og
að mestu afskiptalaus, flosnaði upp í
skóla, byrjaði snemma að selja vímu-
efni og neyta þeirra og svo kom mús-
íkin og bjargaði öllu. Eftir þessa
hefðbundnu rapparasögu tók Jay-Z
aftur á móti eigin stefnu, enda meira
í hann spunnið en flesta félaga hans.
Jay-Z var búinn að geta sér orð
sem fínn "öryrki", sjóaður í að kljást
við menn á götuhornum þar sem allt
snerist um að vera sem fljótastur að
koma fyrir sig orði og að geta dissað
keppinautinn á sem smekklegastan
hátt. Hann hafði líka verið í auka-
hlutverki á nokkrum skífum en þeg-
ar hann sóttist sjálfur eftir útgáfu-
samningi fékk hann litlar
undirtektir hjá stórfyrirtækjum á
þessu sviði.
Eigin útgáfufyrirtæki
Í stað þess að leggja árar í bát
gerði piltur sér lítið fyrir og stofnaði
eigið útgáfufyrirtæki, Roc-A-Fella
Records, og samdi síðan við stærra
fyrirtæki um dreifingu. Í kjölfarið
tók hann svo upp sína fyrstu breið-
skífu, Reasonable Doubt, og gaf út
1996. Reasonable Doubt seldist
þokkalega, fór í um hálfri milljón
eintaka fyrsta árið, sem var býsna
gott fyrir fyrstu plötu rappara og
fyrstu plötu smáfyrirtækis. Þessi
sala dugði svo til að Roc-A-Fella Re-
cords náði betri dreifingarsamningi
við stærra fyrirtæki og bjó þannig í
haginn fyrir næstu breiðskífu, In My
Lifetime, Vol. 1, sem kom út 1997, og
seldist mun betur en skífan sem á
undan kom. 
Viðsjár og hjaðningavíg
Þegar In My Lifetime, Vol. 1 kom
út undir lok ársins 1997 voru viðsjár
miklar í hip-hop-heimum vestanhafs,
spenna mikil milli manna og fyr-
irtækja og hjaðningavígin gengu á
víxl. Þetta var ekki síst erfiður tími
fyrir Jay-Z og félaga hans, enda var
æskufélagi hans og samstarfsmaður
Biggie Smalls myrtur fyrr á árinu.
Þó það sé kaldhæðnislegt að segja
það þá gaf morðið á Biggie Smalls í
mars 1997 og eins á 2pac Shakur í
september 1996 Jay-Z tækifæri til
að stíga fram í sviðsljósið, enda
höfðu átök þessara tveggja risa yf-
irskyggt allt annað í langan tíma. In
My Lifetime, Vol. 1 var reyndar ekki
rétta útspilið hjá Jay-Z en næsta
plata hans, Vol. 2: Hard Knock Life,
sló rækilega í gegn og gerði Jay-Z
að einni helstu stjörnu Bandaríkj-
anna. Eitt lag af henni, Hard Knock
Life (Ghetto Anthem), varð gríð-
arlega vinsælt og platan seldist í um
fimm milljónum eintaka.
Þó Jay-Z væri þannig kominn á
toppinn í plötusölu vantaði nokkuð
upp á að hann nyti sömu virðingar
og forverar hans. Þriðja bindið í ævi-
sögunni, Vol. 3 ? Life and Times of
S. Carter, sem kom út 1999, dugði
ekki til að festa hann í sessi, þó
greina megi framfarir í textagerð.
Meistaraverkið
Fimmta breiðskífan sem kom út
undir nafni Jay-Z var eiginlega safn-
plata með ýmsum röppurum því þó
Jay-Z hafa verið skrifaður fyrir skíf-
unni var hún kynning á listamönnum
sem gert höfðu útgáfusamning við
Roc-A-Fella, upptökustjórar og
rapparar, til að mynda Beanie Sigel,
Memphis Bleek og Freeway. Það
var svo ekki fyrr en með sjöttu plötu
sinni sem Jay-Z náði að sýna hvað í
honum bjó, því sú plata, The Bluepr-
int, er meistaraverk hans hingað til,
geysiþétt rappskífa með fram-
úrskarandi rímum.
Það mátti svo sem búast við því að
Jay-Z ætti erfitt með að fylgja eftir
svo magnaðri skífu sem The Bluepr-
int og víst að það stóð líka í honum.
The Blueprint kom út 2001, prýðileg
tónleikaskífa sama ár og svo eins-
konar framhald af The Blueprint, en
mun lakari skífa 2002, The Bluepr-
int²: The Gift & the Curse og batnaði
lítið við að koma út í breyttum bún-
ingi nokkrum mánuðum síðar. Hafi
menn aftur á móti átt von á að þar
með væri Jay-Z búinn að syngja sitt
síðasta, kom hann heldur en ekki á
óvart með "svörtu plötunni", The
Black Album, sem kom út 2003. Á
henni fór hann á kostum í mögn-
uðum textum og með ferska og
skemmtilega takta. Frábær plata
sem stóð The Blueprint fyllilega á
sporði.
Hættur, og þó ekki
Það vakti að vonum mikla athygli
að Jay-Z lýsti því yfir áður en platan
kom út að hún yrði hans síðasta,
hann væri hættur í rappinu og ætl-
aði að snúa sér að viðskiptum ein-
göngu. Vissulega var það glæsilegt
að segja skilið við rappið með svo
magnaðri plötu en fáir höfðu samt
trú á því að hann væri hættur fyrir
fullt og fast. Hann lét þó á sér kræla
á rappsviðinu, gerði arfaslæma skífu
með Linkin Park 2004 og var gestur
hjá ýmsum tónlistarmönnum.
Það hafði löngum verið heitt í kol-
unum milli Jay-Z og annarra rapp-
ara, sumpart til að halda sér í sviðs-
ljósinu og sumpart vegna persónu-
legrar óvildar, en næstu árin notaði
Jay-Z til að sættast við menn og frið-
mælast með góðum árangri. Ekki er
gott að segja hvort það hafi komið
honum afstað í rappinu aftur, en
ekki leið á löngu að hann var kominn
í hljóðver að taka upp nýja skífu sem
kom svo út á dögunum og heitir
Kingdom Come. Viðtökur Kingdom
Come hafa verið blendnar. Víðast
hefur henni verið vel tekið og var til
að mynda valin ein af plötum ársins í
danska tónlistartímaritinu Gaffa
fyrir skemmstu en aðrir hafa ekki
berið eins hrifnir og kvarta yfir því
að ólíkt fyrri plötum sé lítið um nýj-
ar hugmyndir og ferska takta. Það
verður þó ekki tekið frá Jay-Z að
hann er einn besti textasmiður
rappsins í dag og fer víða á kostum á
skífunni.
Jay-Z hættir við að hætta
Rapparinn Jay-Z hætti á toppnum fyrir fjórum
árum eða svo héldu menn. Hann sneri hins vegar
aftur með nýrri skífu á dögunum.
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
Einstakur ?Jay-Z hefur ekki farið troðnar slóðir á sínum ferli þó frásagnir af æsku hans minni á sögu svo margra
lita rappara vestan hafs - móðirin einstæð, drengurinn óstýrilátur og að mestu afskiptalaus.?
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500      KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍSLENSKA
/
SIA.IS
/
U
TI 35200 12/06
Brettapakkar  
20% afsláttur

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80