Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMEIGINLEGIR HAGSMUNIR
V
iðræður um öryggis- og varn-
armál við Dani og Norðmenn
hefjast í dag. Það er byrjað að
koma í ljós hverju slíkar viðræður
geta skilað. Norðmenn hafa brugðizt
við áhyggjum íslenzkra stjórnvalda í
kjölfar brottfarar bandarísks varn-
arliðs með því að bjóða fram að orr-
ustuflugvélar þeirra komi hingað til
lands með reglulegu millibili, til æf-
inga eða í eftirlitsferðir. Þá bjóða
þeir upp á að eftirlitsflugvélar taki á
sig sveig til vesturs og fylgist þannig
með hafsvæðinu norður og austur af
Íslandi.
Í úttekt Morgunblaðsins í gær á
afstöðu danskra stjórnvalda til
þeirrar stöðu, sem upp er komin eft-
ir að Bandaríkin fóru með lið sitt frá
Keflavíkurstöðinni, kemur fram að
þau telja lokun stöðvarinnar ekki
vandamál fyrir eigin varnir og ör-
yggi með sama hætti og Norðmenn
gera. En engu að síður er ljóst að
möguleikar eru á samstarfi við Dani,
sem getur styrkt öryggi og varnir
Íslands. Danskar eftirlitsvélar eru
oft á ferð við Ísland vegna þeirra
skyldna, sem Danir hafa að gegna
við Grænland. Þær fljúga meðal ann-
ars um svæðið suður og vestur af
landinu. Í sameiningu geta því
danskar og norskar flugvélar haft
eftirlit með talsverðum hluta haf-
svæðisins umhverfis Ísland. Um eitt-
hvert eftirlit munu Íslendingar auð-
vitað sjá sjálfir og Landhelgisgæzlan
mun fá nýja flugvél til eftirlitsstarfa.
Það virðast í raun möguleikar á að
koma málum þannig fyrir, að meira
eftirlit úr lofti verði með hafsvæðinu
umhverfis landið en var undir lokin á
veru varnarliðsins hér, því það sendi
Orion-eftirlitsflugvélar sínar burt
frá Keflavíkurflugvelli í ársbyrjun
2004.
Eftir stendur hins vegar að ekki
verða hér orrustuþotur að staðaldri,
sem hægt verður að senda á loft ef
þörf er á. Reglulegar ferðir orrustu-
þotna frá öðrum NATO-ríkjum hér
við landið, þótt ekki væri nema
vegna æfinga, myndu þjóna því hlut-
verki að ?sýna flaggið? eins og
Sturla Sigurjónsson, ráðgjafi í utan-
ríkismálum í forsætisráðuneytinu,
orðar það í samtali við Morgunblaðið
í dag. Þá er hugsanlegt að hægt yrði
að senda orrustuþotur á loft frá Nor-
egi og/eða Bretlandi ef þörf krefði.
Með þessu móti má stuðla að því
að fylla upp í það öryggistómarúm á
Norður-Atlantshafi, sem Banda-
ríkjamenn skildu eftir sig er þeir
fóru með lið sitt héðan.
Það er rétt stefna hjá íslenzkum
stjórnvöldum, sem lýst er í Morgun-
blaðinu í dag, að fara ekki fram á
nýjar skuldbindingar eða útgjöld frá
grannríkjunum í NATO, heldur
leggja áherzlu á að finna sameig-
inlega hagsmuni. 
Þeir sameiginlegu hagsmunir eru
fyrir hendi og felast meðal annars í
því að skilja ekki stóran hluta Norð-
ur-Atlantshafsins eftir án eftirlits
eða möguleika á að stugga við óvel-
komnum gestum. 
STUÐNINGUR VIÐ ÁLVER
Þ
ótt mikil náttúruverndarbylgja
hafi gengið yfir landið í sumar er
ljóst af nýrri skoðanakönnun Gallup,
að stuðningur við byggingu álvera er
enn mikill. Þannig voru rúmlega 58%
Norðlendinga hlynnt byggingu ál-
vers við Húsavík og rúmlega 75%
Húsvíkinga. Í könnun þessari kom
einnig í ljós, að um 82% Austfirðinga
eru hlynnt byggingu álversins við
Reyðarfjörð.
Þessar tölur lækka um leið og horft
er til fylgis við slíkar framkvæmdir á
landsvísu. Þó sýndi könnunin að 51%
á landsvísu styður byggingu álvers-
ins fyrir austan.
Þetta eru athyglisverðar tölur en
koma ekki á óvart. Þær sýna, að þrátt
fyrir mikinn stuðning við sjónarmið
náttúruverndarsinna er mikill stuðn-
ingur við álver hjá þeim, sem eiga
mestra hagsmuna að gæta. Fram-
kvæmdirnar fyrir austan hafa gjör-
breytt stöðu Austfirðinga. Húsvík-
ingar sérstaklega en einnig Norð-
lendingar almennt eru fylgjandi
álveri við Húsavík vegna þess, að
þeir ganga út frá því sem vísu að ál-
ver þar muni hafa svipuð áhrif á
Norðurlandi eins og álver og stór-
virkjun á Austurlandi. Eignir muni
hækka í verði, atvinna aukast svo og
tekjur fólks.
Í ljósi þessarar könnunar verður
afar forvitnilegt að sjá, hver verða
úrslit þeirrar kosningar, sem fram
mun fara meðal Hafnfirðinga um
stækkun álversins í Straumsvík.
Ljóst er að stjórnvöld ætla að beita
sér fyrir lagabreytingum til þess að
meira af skattgreiðslum Alcan gangi
í bæjarsjóð og þarf ekki að leita langt
eftir skýringum á því.
Kannski hafa menn ofmetið áhrif
náttúruverndarsinna vegna þess, að
umræðurnar voru mjög einhliða þeim
í vil. En svo er líka hugsanlegt að af-
staða þjóðarinnar til þessara fram-
kvæmda allra sé mjög mótsagna-
kennd. Stuðningur sé fyrir hendi við
álver en væri ekki til staðar ef for-
sendan væri virkjun á viðkvæmum
stað.
Þetta verða erfiðar kosningar fyrir
Steingrím J. Sigfússon, formann
Vinstri grænna í hans kjördæmi. Ef
formaðurinn er samkvæmur sjálfum
sér mun hann berjast hart gegn ál-
veri við Húsavík. Miðað við þær töl-
ur, sem nú liggja fyrir um afstöðu
hins almenna borgara í hans kjör-
dæmi má gera ráð fyrir að fylgið
streymi í stórum stíl frá Vinstri
grænum í kjördæmi formannsins,
þegar hann byrjar að láta til sín
heyra fyrir alvöru. En hvert?
Þessi skoðanakönnun bendir líka
til þess, að staðbundnar kosningar
um framkvæmdir á borð við álver á
Húsavík muni fara á annan veg en ef
kosið væri á landsvísu.
Þess vegna má búast við, að hart
verði deilt um það, hvort kosningar
um álversframkvæmdir eigi að vera
staðbundnar eða á landsvísu.
Náttúruvernd og álversfram-
kvæmdir eru nú þau mál, sem skipta
þjóðinni í tvær fylkingar. Skoðana-
könnun Gallup mun hleypa kjarki og
krafti í þá, sem vilja fleiri álver.
Á
ður en ég stofnaði fjölskyldu
var ég í hjálparstarfi hjá
Rauða krossinum í Taílandi
og í Eþíópíu fyrir Hjálp-
arstofnun kirkjunnar,? seg-
ir Ragnhildur Rós, sem er hjúkr-
unarfræðingur og ljósmóðir. ?Mig hafði
alltaf langað að sinna þróunaraðstoð í
lengri tíma samfleytt en þá sex mánuði
sem ég dvaldi á hvorum stað við neyð-
araðstoð. Við Skarphéðinn sáum auglýs-
ingu um að stofnuð hefðu verið samtökin
Afríka 20:20 hér á Íslandi árið 2003. Það
ýtti við mér og þegar Þróunarsam-
vinnustofnun auglýsti eftir hjúkr-
unarfræðingi með ljósmæðramenntun í
byrjun árs 2004 sótti ég um. Við höfðum
verið að velta slíkum möguleikum fyrir
okkur um hríð og rætt það við krakkana.
Ég fór svo til Monkey Bay í Malaví að
sinna þar starfi tæknilegs ráðgjafa í
heilsugæsluverkefni Þróunarsam-
vinnustofnunar og vann þar ásamt ís-
lenskum lækni, Lovísu Leifsdóttur. ÞSSÍ
hefur sett sér það markmið að vinna
meðal fátækustu þjóðanna og þar er
Malaví mjög neðarlega með sínar 13
milljónir íbúa. En einnig hefur pólitískt
ástand verið nokkuð stöðugt þar þrátt
fyrir djúprætta spillingu og ekki er stríð
eða óöld í landinu.?
Ragnhildur fór út í júlí 2004 og fjöl-
skylda hennar, Skarphéðinn G. Þórisson
líffræðingur og þrír unglingar, þau 
Þuríður, Indriði og Ingibjörg, kom út
mánuði síðar þegar búið var að leigja út
íbúðarhús þeirra í Fellabæ. Malavídvöl
þeirra varði í tvö ár, fyrra árið voru þau í
þorpinu Chirombo í Monkey Bay við
Malavívatnið og það síðara var Skarp-
héðinn með börnin í höfuðborginni 
Lilongwe og fjölskyldan hittist um helg-
ar þar eða í Chirombo. 
?Ég man að Indriði og Ingibjörg tóku
ekki vel í hugmyndina í upphafi,? segir
Þuríður og kímir. ?Mér þótti þó strax
mjög spennandi tilhugsun að flytja til
Afríku.? 
Skarphéðinn kenndi krökkunum
heima samkvæmt íslenskri námsskrá og
með aðstoð frá Fellaskóla, sem sendi
vikulega námsáætlun. Smám saman
eignuðust unglingarnir kunningja í þorp-
inu en fundu sig þó ekki almennilega í
Chirombo. Það breyttist þó mjög þegar
þau fluttu með föður sínum í höfuðborg-
ina og sóttu þar alþjóðlegan skóla.
Morgunsárið og myndavélin
Það fór bærilega um fjölskylduna rétt við
vatnsborð hins fagra og gjöfula Malaví-
vatns. Húsið var vel búið og fjarskiptin í
lagi. Þorpsbúar fóru fram hjá húsinu og
niður að ströndinni árla morguns til að
þvo sér, vaska föt sín og ílát og sækja
vatn. Flestir þeirra voru örsnauðir en
höfðu þó til hnífs og skeiðar og áttu jafn-
vel skó og gamalt hjól ef þannig stóð á.
Það var þó ekki þar með sagt að þeir
hefðu áhuga á að nota skóna.
Skarphéðinn segist hafa kunnað því
vel að sjá um menntun barna sinna, enda
hefur hann verið kennari í 17 ár samhliða
því að huga að hreindýrum frá 1978.
?Þau lærðu líka ýmislegt utan við
námsáætlunina. Þegar við fórum til Jó-
hannesarborgar í Suður-Afríku skoð-
uðum við t.d. Apartheid-safnið og fórum
um Soweto. Þau kynntu sér því sögu Suð-
ur-Afríku og sk
það. Svo týndis
morgnana úti m
aukann. Ef ég s
annað sem gam
tafist nokkuð. Ö
stundir á bak vi
dýrmætar. Ég t
náttúrunni og s
mynda mannfól
verið til staðar 
skera er að kyn
og eignast fullt 
þetta framandi 
samsvörun og h
sjálfri sér lík hv
Óneitanlega hö
að sumu leyti og
njóta þessa í ák
er hvorki þjaka
ur hefur fólk au
fæðu og menntu
sinna.?
Ragnhildur s
Hið hlýja hj
Að flytja til Malaví til að
sinna þróunarstarfi,
kennslu og ljósmyndun í
tvö ár reyndist hafa um-
talsverð áhrif á hjónin
Ragnhildi Rós Indriða-
dóttur og Skarphéðin G.
Þórisson og unglingana
þeirra þrjá. Steinunn Ás-
mundsdóttir fræddist um
dvöl þeirra í þorpinu Chir-
ombo við Malavívatnið.
Jólamyndin Fjölskyldan situr á eintrjáning Skarphéðins í f
Samhent Ragnhildur og Lovísa Leifsdóttir í hópi samstarf

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48