Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á ÍSLANDI eru starfandi um
4.500 viðskiptafræðingar, sem lok-
ið hafa að minnsta kosti BS-prófi
frá íslenskum háskólum. Sækja
þarf um sérstakt leyfi
hjá menntamálaráðu-
neytinu til að mega
kalla sig viðskipta-
fræðing og leggja
fram tilskilin gögn
því til sönnunar. 
Stéttarfélag og
fagfélag
Ólíkt öðrum sam-
bærilegum stéttum
eru fagfélag og stétt-
arfélag viðskiptafræð-
inga algjörlega sjálf-
stæð félög. Ástæðan
er sögulegs eðlis, en á
sínum tíma var talið að vegna
hugsanlegra málaferla vegna
kjarasamninga væri heppilegra að
félögin væru rekin sjálfstætt.
Þetta gerir það að verkum að
þessi tvö félög, Félag viðskipta-
fræðinga og hagfræðinga (FVH)
annars vegar og Kjarafélag við-
skiptafræðinga og hagfræðinga
(KVH) hinsvegar, hafa verið sjálf-
stæðar einingar með aðskilda
starfsemi að nær öllu leyti. Það
litla samstarf, sem hefur verið
milli félaganna, hefur verið á sviði
kjarakannana.
Réttindi og kjarasamningar
Þess ber að geta að Kjarafélag
viðskiptafræðinga og hagfræðinga
hefur verið samningsaðili vegna
viðskiptafræðinga gagnvart ríkinu
enda voru til langs tíma allir fé-
lagsmenn þess félags starfsmenn
ríkisins. Þetta hefur þó, með
breytingum á rekstrarformi rík-
isstofnana og ríkisfyrirtækja,
breyst mjög mikið á síðari árum.
Þetta þýddi á sínum tíma tals-
verðar breytingar á lögum félags-
ins þar sem hlutverk félagsins var
skilgreint sem hagsmunafélag
allra viðskiptafræðinga óháð því
hvar þeir störfuðu. En nú er svo
komið að verulegur hluti fé-
lagsmanna er starfandi á hinum
almenna markaði. Stór hluti við-
skiptafræðinga, sem starfar á al-
mennum markaði, er utan stétt-
arfélaga. Það er hins vegar mjög
algengt að í ráðningarsamningum
þeirra séu ákvæði er varða svo-
kölluð almenn rétt-
indi og er þá gjarnan
vísað í samninga til-
tekins félags við
Samtök atvinnulífs-
ins. Samningar af
þessu tagi hafa hins-
vegar lítið gildi ef
eitthvað bjátar á eða
ágreiningur verður
milli aðila enda eru
þeir þá oftar en ekki
aðilar að þeim samn-
ingum, sem vísað er
í. Segja má að ef öll
atriði almennra
kjarasamninga séu
ekki tiltekin í ráðningarsamn-
ingum, þá sé frekar lítið hald í
þeim að því er þetta varðar.
Hagsmunir 
viðskiptafræðinga
En hvers vegna ættu menn að
vera félagsmenn í stéttarfélagi er
spurning sem margir viðskipta-
fræðingar velta fyrir sér.
Svarið er ekki einhlítt og í raun
verður hver og einn að gera það
upp við sig hvort hagsmunir
þeirra standi til þess eður ei. Það
er hinsvegar staðreynd að ef
maður sér sér hag í að vera í
stéttarfélagi, þá er nokkuð aug-
ljóst að það yrði í félagi þar sem
að hagsmunir félagsmanna færu
nokkuð vel saman. Gera má ráð
fyrir því að menn teldu það síður
æskilegt að tilheyra stóru stétt-
arfélagi með ólíka hópa, er lúta
að menntun og tekjustigi, innan
sinna vébanda. Það er til dæmis
nokkuð ljóst að ef lögfræðingar
eða læknar hefðu val um að vera
í stéttarfélagi, myndu þeir kjósa
að vera í Lögfræðingafélaginu
eða Læknafélaginu, en ekki í
stéttarfélagi almenns verkafólks í
fiskvinnslu, með annars fullri
virðingu fyrir þeirri ágætu starfs-
stétt. Það hlýtur að liggja nokkuð
ljóst fyrir að sameiginlegir hags-
munir svo ólíkra hópa væru hvor-
ugum hópnum til framdráttar. Í
þessu ljósi má spyrja sig hvers
vegna margir viðskiptafræðingar
kjósa að vera aðilar að sama stétt-
arfélagi og kassadömur í stór-
mörkuðum þar sem að í fljótu
bragði er ekki auðvelt að koma
auga á sameiginlega hagsmuni
þessara ólíku hópa innan sama fé-
lags.
Stéttvitund eða hagsmunir
Eflaust telja margir viðskipta-
fræðingar það einkar gamaldags
hugtak að vera í stéttarfélagi af
þeirri ástæðu einni að tilheyra
einni stétt. Og það væri heldur
ekki sú ástæða sem þeir myndu
nefna fyrir því að vera í stétt-
arfélagi viðskiptafræðinga. Sem
sagt ekki stéttvitund, heldur
miklu fremur budduvitund. Það er
einfaldlega mun betri kostur að
vera í félagi með öðrum með sömu
hagsmuni því samtakamátturinn
skilar sér ávallt í betri árangri.
Kjarafélag viðskiptafræðinga og
hagfræðinga er aðili að Bandalagi
háskólamanna og sem slíkt er fé-
lagið með aðgang að orlofshúsum,
sjúkrasjóði, endurmenntunarsjóði
og allri annarri þjónustu, sem
stéttarfélag getur boðið fé-
lagsmönnum sínum. Það eru held-
ur engin vandkvæði á því að
skipta um stéttarfélag, kæri menn
sig um, því það eina sem þarf að
gera er að fara inn á vef félagsins
og sækja um. Félagið tilkynnir
vinnuveitanda síðan um fé-
lagaskiptin.
Viðskiptafræðingar
og stéttarfélög
Guðjón Viðar Valdimarsson
fjallar um aðild viðskiptafræð-
inga að stéttarfélögum 
»
? ef maður sér sér
hag í að vera í stétt-
arfélagi, þá er nokkuð
augljóst að það yrði í fé-
lagi þar sem að hags-
munir félagsmanna
færu nokkuð vel saman.
Guðjón Viðar 
Valdimarsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þann 11. desember birtist grein
eftir dr. Kristján Sigurðsson,
sviðsstjóra Leit-
arstöðvar Krabba-
meinsfélags Íslands, í
opnu Morgunblaðsins
um málefni brjósta-
krabbameinsleitar. Í
grein hans kemur
fram að fram-
kvæmdastjórn LSH
hefur ákveðið að
setja á stofn þjón-
ustumiðstöð fyrir
konur með brjósta-
krabbamein að
breskri fyrirmynd og
einnig sýnt áhuga á
að færa brjósta-
krabbameinsleitinna
til LSH. Síðan kemur
kafli um að ekki séu
allir læknar LSH
ánægðir með hug-
myndina. Kemur
einnig fram hjá
Kristjáni að tilgangur
greinarinnar sé ekki
að meta nauðsyn á
flutningi á leit að
brjóstakrabbameini
til LSH. 
Þegar ég las þessa grein kom
mér á óvart að það sem ég hef
bent forráðamönnum heilbrigð-
iskerfisins á væri loksins að fá
hljómgrunn og menn sem eru í
forsvari fyrir heilbrigðisþjón-
ustuna væru að fá sömu sýn og ég
hef bent á. 
Leitarstöðin
KÍ hefur rekið Leitarstöðina í
áratugi eins og kemur fram í grein
Kristjáns. Konur sem hafa leitað
þangað skipta þúsundum eða eins
og kemur fram hjá Kristjáni,
13.300 árið 2005. Þessa tölu getur
hver og einn síðan margfaldað með
kr. 2.500 sem hver kona verður að
greiða sem skoðunargjald við
komu í Leitarstöð. Árið 2004 var
þessi upphæð kr. 130 milljónir. Á
sama tíma og heilbrigðisráðuneytið
greiðir KÍ allan launakostnað
vegna starfsmanna er ekki skrýtið
að ráðuneytið fari að skoða málin
betur. Ríkið greiðir allan launa-
kostnað með fjárframlögum sínum
og á árinu 2004 var upphæðin 374
milljónir. Bara launin. 
Einnig hefur mér fundist ámæl-
isvert að kona sem fer í skoðun úti
í bæ (Skógarhlíð 8) þurfi síðan að
fá áframhaldandi þjónustu niðri á
LSH í stað þess að LSH sjái um
þessi krabbamein eins og önnur;
sérstaklega með tilliti til þess að
ríkið greiðir allan kostnað við
Leitarstöðina. 
Vinnubrögð starfsmanna KÍ
Eins hafa margar konur kvartað
yfir vinnubrögðum Leitarstöðv-
arinnar sem átti það til að hringja
í konur sem höfðu verið greindar
með krabbamein og segja þeim í
síma að þær væru með krabba-
mein. Vinnubrögðin orðin svo vél-
ræn að allt mannlegt var ekki til
lengur. Einnig veit ég þess dæmi
að konur sem fóru niður í Leit-
arstöð til að fá úrskurð um grein-
ingu sína féllu saman er þær voru
komnar út úr byggingu KÍ. Í stað
þessa býður LSH upp á sér-
menntað hjúkrunarfólk og lækna
til að takast á, með sjúklingnum,
við nýtt umhverfi breyttra að-
stæðna. Eins og ég hef bent á, á
að mínu mati öll krabbameinsleit
að vera á einum stað, þ.e. hjá spít-
ölunum. Þar höfum við sérþekk-
inguna og eins og Kristján veit er
læknum LSH að þakka að með
hverju árinu fækkar þeim sem
deyja úr brjósta- og legháls-
krabbameinum. Læknar og
stjórnendur LSH fylgjast vel með
öllum nýjungum í sambandi við ný
lyf og annan aðbúnað okkar
krabbameinsgreindra.
Þess vegna er það
krafa okkar krabba-
meinsgreindra að fá
bestu þjónustu sem
völ er á frá upphafi
greiningar. Það hef
ég aldrei skilið, hvers
vegna konur hafa lát-
ið bjóða sér þetta að
þurfa að fara út í bæ,
í Leitarstöð, miðað
við alla jafnrétt-
isumræðuna í þjóð-
félaginu. 
Missir KÍ spón 
úr aski sínum?
Allt yfirbragð
greinar Kristjáns er
með hætti að ég
álykta sem svo að KÍ
sjái fram á að missa
tekjur af Leitarstöð-
inni og á sama tíma
sjái fyrir sér skerð-
ingu á fjárframlagi
ríkisins til starfsem-
innar. Auðvitað fara
allar breytingar illa í
menn á aldur við Kristján, skil ég
það vel. En á móti kemur rök-
semdin, hvers vegna á LSH ekki
að bjóða þessa þjónustu og ríkið
getur þá hagrætt betur. Eins og
ég benti á, hvers vegna eiga ekki
allir krabbameinsgreindir að sitja
við sama borð varðandi þjón-
ustuna? LSH býður okkur
krabbameinsgreindum alla þjón-
ustu varðandi félagsráðgjafa, sál-
fræðinga, presta, endurhæfingu
s.s. sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun
sem KÍ gerir ekki. Þess vegna
styð ég þessa hugmynd fram-
kvæmdastjórnar LSH að færa
brjóstakrabbameinsleitina á spít-
alann.
Auðsöfnun og légleg ávöxtun
Vert er að minnast á greinar
sem ég skrifaði í maí og júní síð-
astliðnum um starfsemi og fjármál
KÍ þar sem ég benti á hvað mér
fyndist ábótavant varðandi þessi
atriði hjá KÍ. Engin svör komu
frá KÍ varðandi þá peninga sem
söfnuðust í Landssöfnun KÍ 2001.
Hvar þeir væru eða hver væri
ætlunin að nýta þá. Upphæðin var
með vöxtum um 93 milljónir sem
samkvæmt ársskýrslu KÍ 2004 var
orðin 60 milljónir og vextir um 7%
á reikningnum sem peningarnir
voru geymdir á. Kemur fram í
ársskýrslu KÍ að hinn háttvirti
bankastjóri KB banka, Hreiðar
Már Sigurðsson sé gjaldkeri KÍ
og þykir mér með eindemum að
hann skuli ekki fá meiri ávöxtun á
peningana sem áttu að nýtast í
endurhæfingu og bætta aðstöðu
fyrir krabbameinsgreinda í Skóg-
arhlíð 8, KÍ húsinu. Annað sem
vert er að athuga þegar skoðuð er
ársskýrsla KÍ eru hin miklu fjár-
framlög sem koma í formi áheita,
gjafa og frá ríkinu. Hvað verður
um allt þetta fé? Rekur KÍ sig
sem banka eða er ekki ætlun KÍ
að styðja við krabbameinsgreinda
hvar sem þeir eru á landinu?
Vakti ég líka athygli á, í greinum
mínum, að í tveimur stuðnings-
félögum sem KÍ stjórnar eru um
12 milljónir í sjóðum. Þessi stuðn-
ingsfélög eru Krabbameinsfélag
Hafnarfjarðar og Kraftur.
Öll krabba-
meinsleit sé 
á einum stað
Haukur Þorvaldsson svarar
grein Kristjáns Sigurð-
arssonar, sviðsstjóra Krabba-
meinsfélags Íslands
Haukur Þorvaldsson
»
Þess vegna
styð ég
þessa hugmynd
framkvæmda-
stjórnar LSH
að færa brjósta-
krabbameins-
leitina á spít-
alann.
Höfundur er öryrki og áhugamaður
um bættan hag krabbameins-
greindra.
ÉG HEF tamið mér það að lesa
blöðin með aðstoð vasareiknis og
verður þá ýmislegt ljóst, sem ann-
ars er hulið. Ekki
brást reiknivélin þeg-
ar ég las í Morg-
unblaðinu þann 11.
október s.l. að vís-
indamenn við John
Hopkins háskólann í
Blomberg í Banda-
ríkjunum hefðu gert
óháða könnun á því
hve margir menn
hefðu látist í Írak frá
því að Bandaríki
Norður-Ameríku og
Stóra-Bretland, að
ógleymdum öðrum
ónefndum en viljugum þjóðum,
gerðu innrás í landið árið 2003.
Talan var óhugnanlega há eða
667.000, sem sýnast vera um það
bil 2,5% þjóðarinnar. Ekki virðist
þetta ógurlega mannfall hafa haft
nokkur áhrif á alþjóðasamfélagið,
hvað þá hér á landi.
Leiðtogar Bretlands og Banda-
ríkjanna hafa leitt þessar upplýs-
ingar hjá sér og reyndar efast um
áreiðanleika þeirra svo sem
stjórnmálamanna er siður þegar
óþægilegar staðreyndir koma upp
á yfirborðið. Við höfum orðið vitni
að samskonar viðbrögðum hér-
lendis þegar upplýsingar um fisk-
veiðar eða símhleranir, sem stang-
ast á við opinberan sannleika, eru
settar fram. Það sama á við um
hvalamálið. Íslensk stjórnvöld
halda því fram að ekki einungis
séu hvalir ekki í út-
rýmingarhættu heldur
séu þeir í raun allt of
margir, með öðrum
orðum að um offjölg-
un sé að ræða, rétt
eins og hjá mannfólk-
inu og því sé nauðsyn-
legt að slátra þeim hið
bráðasta. Ekki get ég
skorið úr um það
hvort hvalir eru í
bráðri útrýming-
arhættu vegna veiða
eða offjölgunar. Vís-
indamenn eru hins-
vegar sammála um að mannkynið
sé í útrýmingarhættu, bæði vegna
offjölgunar og gróðurhúsaáhrifa.
Þegar ofangreindar staðreyndir
(eða staðleysur) eru bornar saman
kemur nokkuð augljós ?staðreynd?
í ljós. Bretar og Bandaríkjamenn,
sem hvað harðast hafa mótmælt
drápum (morðum?) Íslendinga á
hvölum hafa beint og óbeint drep-
ið (myrt?) 667.000 Íraka und-
anfarin rúm 3 ár. Ef við reiknum
með 50 kg ?fallþunga? á hvern
Íraka, stór hluti hinna ?föllnu? er
nefnilega börn, þá svarar hið óhjá-
kvæmilega mannfall í þágu frelsis,
lýðræðis og lækkaðs olíuverðs til
18 langreyða á mánuði allan þann
tíma sem stríðið, eða ofveiðin, í
Írak hefur staðið yfir. Er það
furða þótt ráðherrar Breta og
Bandaríkjanna hneykslist á því að
Íslendingar veiði 9 langreyðar á
ári. 
Nú þegar ég er að ljúka við
þessa hugvekju hafa Íslendingar
ákveðið að hætta hvalveiðum fram
yfir næstu kosningar. Af þessu til-
efni væri ekki úr vegi að koma því
á framfæri við Breta og Banda-
ríkjamenn, að þeir fresti sláturtíð-
inni fram yfir næstu kosningar í
löndunum báðum.
9 hvalir eða 667.000 Írakar
Jörmundur Ingi fjallar um
hvalveiðar og Íraksstríðið
»
Ekki get ég skorið úr
um það hvort hvalir
eru í bráðri útrýming-
arhættu vegna veiða,
eða offjölgunar. Vís-
indamenn eru hinsvegar
sammála um að mann-
kynið sé í útrýming-
arhættu, bæði vegna of-
fjölgunar og
gróðurhúsaáhrifa.
Jörmundur Ingi
Höfundur er Reykjavíkurgoði.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48