Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Ingileif Ágústa
Jóhannesdóttir
fæddist í Reykjavík
31. mars 1918. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 8. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ragnhildur
Sigurðardóttir, f.
23. desember 1889,
d. 9. desember 1940
og Jóhannes Sig-
urðsson prentari, f.
8. apríl 1892, d. 1.
nóvember 1979. Systkini Ingileif-
ar eru Kristín, látin, Vilborg gift
Gunnari Sigurjónssyni, látinn,
þau eiga sex börn, og Sigurður,
samfeðra, hann á þrjú börn. Upp-
eldissystir Ingileifar er Helga
Guðfinna Ásmundsdóttir, látin.
Ingileif gekk í barnaskóla og síð-
ar Kvennaskólann, en fluttist til
Akureyrar með foreldrum sínum
1933 og fór þá í Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri einn vetur.
Ingileif giftist 26.
maí 1938 Hjalta Sig-
urðssyni hús-
gagnasmíðameist-
ara, sem var
ekkjumaður með
fimm börn. Þau eru,
Karl, látinn, Rósa,
Sigurður Reynir,
látinn, Anna, látin
og Hjalti. Dóttir
Ingileifar og Hjalta
er Guðrún, gift
Friðrik Vestmann
og eiga þau þrjú
börn og átta barna-
börn.
Ingileif var virk í Kristniboðs-
félagi kvenna á Akureyri, gekk í
félagið 1941, ritari frá 1951-1967
og formaður frá 1968. Ingileif var
heimavinnandi húsmóðir, þangað
til eigimaður hennar lést, 3. októ-
ber 1979, þá fór hún á vinnumark-
aðinn og vann verkakonustörf.
Útför Ingileifar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Mig langar að minnast ömmu
minnar í fáum orðum. Ég ólst upp í
sama húsi og amma og afi í Hafn-
arstræti 85, ég bjó á hæðinni fyrir
neðan ömmu og afa og Reynir og
Dúdda á efstu hæðinni. Það er
margs að minnast úr Hafnarstræt-
inu í gamla daga, og allir leikirnir
sem voru stundaðir úti í porti, enda
bjó ég mín fyrstu 20 ár í Hafnar-
strætinu. Það var mikill samgangur
á milli hæða og bjó ég á hæðinni hjá
ömmu og afa um tíma, þannig að það
má segja að amma hafi alið mig upp
ásamt mömmu og pabba. Ég man
alltaf þegar amma var að kenna
okkur systkinunum bænirnar sem
við fórum með saman á kvöldin fyrir
svefninn, svo má nú ekki gleyma
krúskanu sem við fengum á morgn-
ana með afa, einnig bakaði amma
alltaf svo gott brauð í formi, ásamt
snúðunum með kaffinu. Amma
prjónaði mikið vettlinga og leista á
öll börnin og léku prjónarnir í hönd-
unum á henni.
Eftir að afi dó flutti amma í
Grenivelli og bjó þar í nokkur ár, þá
fórum við fjölskyldan alltaf í heim-
sókn á sunnudögum til hennar og
hún og Eva Guðrún fóru í sunnu-
dagaskólann á Hernum og síðan
bauð hún upp á kaffi og heimabakað.
Höfum við haldið þeirri reglu, líka
eftir að hún flutti í Víðilundinn, að
hittast á sunnudögum, en hún bjó
þar síðastliðin 16 ár og kom Rúnar
yngri alltaf með til langömmu sinnar
sl. átta ár enda hafði hún mjög gam-
an af að fylgjast með uppvexti hans.
Amma var mikið fyrir að fjölskyldan
kæmi saman og var hún alltaf með
jólaboð og páskaboð, að ég tali nú
ekki um ættarmótin sem voru á
fimm ára fresti, nú síðast í ágúst sl.
Ég minnist þess að ömmu var alltaf
umhugað um aðra, vildi að allir
væru glaðir og liði vel. Amma var
mjög trúuð og bað fyrir fólki og var
með bænasamkomur heima hjá sér í
Víðilundinum. Eftir að heilsunni
hrakaði fékk amma inni á Skjald-
arvík og var þar í um tvo mánuði, en
átti svo að fá herbergi á Hlíð í nýju
byggingunni og hlakkaði mikið til að
flytja aftur í bæinn og eyða síðustu
árunum þar, en hún hafði aðeins
verið þar í mánuð þegar kallið kom.
Ég vil þakka ömmu fyrir sam-
fylgdina í 47 ár og bið henni bless-
unar Guðs í nýjum heimkynnum.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Rúnar Vestmann og fjölskylda.
Ingileif Ágústa Jóhannesdóttir
var síðari kona afa. Móðuramma
mín hafði látist frá fimm börnum og
síðar eignuðust afi og Inga eina
dóttur. Inga var mun nær elstu
börnunum að aldri en afa og kynslóð
hans. Af þeim sökum varð þeim lík-
lega aldrei tamt að kalla hana
mömmu. Sum elstu barnabörnin
lærðu heldur aldrei að kalla hana
ömmu heldur nefndu hana Ingu
(hans) afa. Hin yngri ávörpuðu hana
hiklaust ömmu og svo var hún auð-
vitað amma þeirra sumra. Ég var í
hópnum sem sagði ?Inga afa? og öf-
undaði oft hin sem sögðu amma.
Mér fannst þau standa henni nær og
eiga meira í henni. Aldrei aðhafðist
hún þó neitt eða sagði sem benti til
þess að svo væri. Ég held að við höf-
um öll rúmast í huga hennar og þar
hafi ekki verið gerður mannamunur.
Í æsku minni bjó stórfjölskyldan
á sömu torfunni í tveimur húsum við
Hafnarstrætið sem afi hafði byggt.
Mín fjölskylda bjó í eldra húsinu en
afi, Inga og þau hin í því yngra. Þeg-
ar einstakar kjarnafjölskyldur
stækkuðu eða eldri viku fyrir yngri
dreifðist hópurinn. Leiksvæði okkar
krakkanna var í ?portinu? eða á bak-
lóðinni hjá afa. Þarna var Inga alltaf
í bakgrunninum og hafði afskipti af
ungviðinu ef á þurfti að halda.
Þrátt fyrir allt þetta nábýli vorum
við ekki inni á gafli hjá afa og Ingu
og þau ekki inni á gafli hjá okkur.
Þó voru alltaf fastir punktar þar
sem allir söfnuðust saman. Á jóla-
dag var til dæmis alltaf mikið boð
hjá Ingu. Þangað kom öll stórfjöl-
skyldan, ungir og gamlir. Í ljósi eig-
in reynslu af jólaboðum í seinni tíð
veit ég ekki hvernig var hægt að
halda eins mörgum eins veglegt boð
í þó ekki stærri stofum. Sem betur
fer reyndist plássið þó alltaf nóg og
viljinn ríkur til að safna öllum sam-
an. Það var eins gott af því að á
tímabili var mér ráðgáta hvort hægt
væri að halda jóladag á annan hátt.
Inga var það sem oft er nefnt
kristniboðskona. Hér á árum áður,
fyrir tilkomu heimsþorpsins, var
þetta merkilegur hópur. Konur sem
lifðu fyrir þá hugsjón að efla hag
fólks í fjarlægum heimsálfum undir
kristnum formerkjum. Mikið af tíma
Ingu fór í störf í þágu þeirrar hug-
sjónar.
Inga auðgaði stórfjölskyldu okkar
á þrennan hátt. Þegar mikið stóð til
eða veikindi kölluðu á aðstoð var
hún komin ? oft ótrúlega fljótt. Hún
stuðlaði að því að við yngri kynslóð-
irnar fengum trúarlegt uppeldi og
mótaði með því viðhorf okkar sumra
ábyggilega meira en okkur er ljóst.
Þá var það hún sem hélt stórfjöl-
skyldunni saman fyrst með eigin
frumkvæði og síðar með þrýstingi
sem ekki varð misskilinn. Núna þeg-
ar hún er farin þurfum við að læra
upp á nýtt að vera samheldin stór-
fjölskylda þótt engin Inga segi að nú
sé kominn tími á næsta ættarmót!
Við fráfall Ingu leita margar hug-
renningar á og margt þakkarefnið.
Við Ragnheiður þökkum allt sem
hún hefur verið okkur gegnum árin
og sendum Dúnu og fjölskyldu
hennar innilegustu samúðarkveðjur.
Þeirra er missirinn auðvitað mestur
þótt Inga hafi vissulega verið okkar
allra.
Hjalti Hugason.
Við systkinin viljum með nokkr-
um orðum minnast móðursystur
okkar, Ingileifar Jóhannesdóttur,
eða Ingu frænku á Akureyri, eins og
við kölluðum hana. Þar sem Inga bjó
í öðrum landshluta gafst okkur ekki
jafn gott færi á að tengjast henni og
hinni móðursystur okkar, Diddu,
sem lést fyrr á þessu ári, en hún bjó
um langt skeið með móður okkar
eftir að faðir okkar lést. Tengslin við
Ingu urðu þó meiri eftir því sem ár-
in liðu og heimsóknir til hennar urðu
auðveldari. Akureyri var því tæpast
nefnd án þess að Inga frænka kæmi
upp í hugann. Í hugum okkar var
hún mikil dugnaðarkona sem ung
hafði tekið við stóru heimili.
Það var alltaf gaman að koma við
hjá Ingu þegar leiðin lá um Akur-
eyri og auðsótt mál ef einhverjir
þurftu að gista. Við minnumst því
margra góðra stunda hjá henni.
Gestrisni hennar og hlýjar móttökur
eru okkur ofarlega í huga ásamt
þeirri umhyggju og glaðværð sem
einkenndi hana. Hún var iðin við að
prjóna og nutum við og síðar börn
okkar þess að fá frá henni vettlinga
eða hosur. Einlæg trú hennar á Jesú
Krist mótaði allt líf hennar og við-
mót og fór það aldrei framhjá nein-
um sem sóttu hana heim. Við systk-
inin vissum líka og fundum að við og
fjölskyldur okkar nutum trúfesti
hennar og umhyggju í fyrirbæn.
Það er ekki hægt að minnast Ingu
frænku öðru vísi en að í hugann
komi Kristniboðsfélag kvenna á Ak-
ureyri en Inga var mikill kristni-
boðsvinur og formaður í því félagi í
mörg ár. Inga var alltaf með hugann
við kristniboðsstarfið og það kom
fram þegar við heimsóttum hana á
Akureyri eða ef hún var í heimsókn
hér fyrir sunnan. Þrautseigja henn-
ar var ótrúleg, allt fram á síðustu ár,
að safna saman þeim sem nálægt
henni bjuggu til að styðja og biðja
fyrir kristniboðsstarfinu. Inga bað
einnig innilega fyrir einingu og vexti
kristilega starfsins og samfélags
trúaðra hér á landi, ekki síst fyrir
starfinu á Akureyri og var fús til að
taka þátt og styðja þá sem yngri
voru í starfi KFUM og K þar í bæ.
Við systkinin þökkum Guði fyrir
Ingu frænku, bænir hennar og um-
hyggju og biðjum hann að veita ást-
vinum hennar huggun og styrk. Guð
blessi minningu hennar.
Gunnar Jóhannes, Sigurjón,
Ragnar, Guðlaugur, 
Ragnhildur og Bjarni
Inga frænka hefur fengið hvíldina
og er farin í faðm frelsarans, Jesú
Krists, sem hún lifði og þjónaði með
lífi sínu öllu. Hún hafði flust norður
með afa og ömmu sem fóru þangað í
þjónustu Kristniboðsfélags kvenna á
fjórða áratug síðustu aldar og settist
þar að.
Inga bar starfið í Guðs ríki fyrir
brjósti. Hún unni kristniboðinu og
gaf því ómældan tíma í fórnfúsu
Ingileif Ágústa 
Jóhannesdóttir 
?
Sesselja Björg
Helgadóttir
fæddist á Hjallhóli á
Borgarfirði eystri
18. júní 1944. Hún
lést á heimili sínu,
Vesturvangi 38 í
Hafnarfirði, hinn
13. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Svein-
björg Steinsdóttir, f.
5. júní 1919, d. 7.
apríl 2002 og Helgi
Jónsson, f. 3. maí
1914, d. 27. ágúst
1972.
Sesselja Björg giftist hinn 17.
október 1964 Magnúsi Gunnþórs-
syni, f. 15. apríl
1941. Synir þeirra
eru: 1) Steinn Ár-
mann, f. 28. október
1964, kona hans er
Jenný Berglind
Rúnarsdóttir, f. 6.
janúar 1966. Synir
þeirra eru Tumi, f.
31. ágúst 1992 og
Hugi, f. 30. júlí 1994.
2) Halldór, f. 12. júlí
1967. 3) Björgvin, f.
2. júní 1971, d. 19.
október 1991.
Útför Sesselju
Bjargar verður gerð frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálf-
vegis barið,
ég hlustaði um stund og tók af kertinu
skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér
svarið:
hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er það
farið.
(Jón Helgason)
Gættu þess vin, yfir moldunum mínum,
að maðurinn ræður ei næturstað sínum.
Og þegar þú hryggur úr garðinum gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður,
það kæti þig líka, minn samferðamaður.
(James McNulty.)
Kær frænka og vinkona er fallin
frá og skilur eftir sig skarð í frænd-
og vinahópnum sem ekki verður aft-
ur fyllt.
Það er margs að minnast þegar lit-
ið er til baka, mikill samgangur var
milli frændsystkinanna á Hjallhóli
og í Sigtúni. T.d. var komið saman á
jólunum í Sigtúni og dansað í kring-
um jólatréð. Palli bróðir og Sella
voru jafngömul og miklir vinir alla
tíð, bar aldrei skugga á þá vináttu, í
seinni tíð veit ég að þau hugsuðu
mikið hvort til annars.
Ungar að aldri bjuggum við til
okkar eigið tungumál sem við köll-
uðum ?skollaþýsku? og gátum við
brugðið því fyrir okkur allt fram á
þennan dag ef svo bar undir, síðast í
afmælinu mínu fyrir rúmu ári.
Sella og Maggi áttu notalegt heim-
ili þar sem alltaf var gott og gaman
að koma.
Hún var sterkur persónuleiki og
það var fátt sem raskaði ró hennar.
T.d. þegar við vorum á Húsmæðra-
skólanum á Laugum 1963 þá var stór
jarðskjálfti fyrir norðan seint að
kvöldi, við þustum allar fram á gang í
ofboði ? nema Sella, hún vaknaði
ekki, og gerði bara grín að okkur
daginn eftir.
Hún gat verið snögg upp á lagið og
fljót að svara fyrir sig. Ég sagði við
hana í síðustu viku að það yrði
örugglega oft vitnað í hana.
Sella var mikill dugnaðarforkur og
sýndi hún það best í veikindum sín-
um, aldrei kvartaði hún, heldur bar
sig ótrúlega vel. Það er ekki nema
mánuður síðan ég og systur hennar
sátum með henni og vorum að leggja
síðustu hönd á að klára milliverk fyr-
ir afkomendur hennar, sem eiga nú
þessar gersemar eftir mömmu og
ömmu. Þetta eru dýrmætar minn-
ingar sem við yljum okkur við núna.
Það verða ekki fleiri ferðir hjá
þessari elsku í ?Búst?.
Það er alltaf erfitt að kveðja ástvin
en núna þegar jólin ganga í garð er
það sérstaklega sárt ekki síst fyrir
sonarsynina sem sjá á eftir ömmu
sinni sem var þeim sérstaklega náin.
Elsku Maggi, Dóri, Steini, Jenný,
Tumi og Hugi, megi minningin um
yndislega konu, móður og ömmu
gefa ykkur styrk.
Innilegar samúðarkveður til fjöl-
skyldunnar frá fjölskyldu minni.
Sigurlaug (Systa).
Elsku Sella mín. Nú þegar ljóssins
hátíð gengur í garð fórst þú upp í
ljósið. Þegar ég var á leiðinni heim
kvöldið sem ég kvaddi þig í hinsta
sinn þá tindruðu stjörnur um allan
himininn og norðurljósin dönsuðu,
mér fannst þetta fagur fyrirboði um
það sem þú ættir í vændum. Þetta
minnti á fjörðinn okkar fagra þar
sem við fæddumst og ólumst upp, á
veturna brakandi hjarn yfir öllu,
tunglsljós, stjörnur og norðurljósin
dansandi yfir Dyrfjöllunum, eða þá á
sumrin, sólaruppkoman eða sólsetr-
ið, hvort tveggja ólýsanlega fagurt,
þannig ímynda ég mér að sé í himna-
ríki, ríki ljóss og friðar. Þar sem þú
ert komin núna og ég er ekki í nokkr-
um vafa um að þú ert umvafin ljóss-
ins englum og ástvinum sem farnir
voru á undan þér.
Þegar við vorum að alast upp á
Borgarfirði var alltaf nóg að bardúsa
fyrir duglegar stelpur. Við ólumst
upp við að hjálpa til, eitt sumarið
vorum við ,,kúrekar?. Þá rákum við
kýrnar á morgnana og sóttum þær á
kvöldin. Eitt kvöldið var svo mikil
þoka að við fundum ekki kýrnar.
Skiptum við þá liði en týndum hvor
annarri. Þegar ég fann loks staðinn
þar sem við skildum eftir hjólin okk-
ar var þitt hjól horfið en stór berja-
hrísla alsett krækiberjum lá hjá hjól-
inu mínu. Ég settist niður og borðaði
berin, ég þóttist viss um að þú hefðir
fundið kýrnar og skilið berin eftir
handa mér. Loks brölti ég af stað og
fann veginn. Þá heyrði ég mannamál
og þar varst þú komin og búin að
sækja hjálp, en hálf varst þú súr út í
mig út af berjunum. Þú hafðir ætlað
þau Jónu litlu systur þinni, alltaf að
hugsa um aðra.
Elsku Sella mín, svona varst þú,
kjörkuð, áræðin og úrræðagóð. Árin
liðu í leik og starfi. Á veturna var far-
ið á skauta og skíði og við renndum
okkur á sleða niður Hjallhólinn alveg
niður á Eiri. Á unglingsárunum unn-
um við í fiski á sumrin en sláturhús-
inu á haustin, fórum á böll í gamla
skólanum og dönsuðum fram á
morgun. Stundum var farið niður í
Álfaborg og horft á sólaruppkom-
una, dásamleg ár.
Síðan lá leiðin í Húsmæðraskólann
á Laugum. Þar var saumað, eldað,
prjónað, sungið, dansað og við lékum
okkur. Þá var lífið leikur og við nut-
um þess og ekki skemmdi fyrir hvað
kvennaskólastúlkur voru vinsælar.
Glettni þín og hnyttin tilsvör komu
öllum í gott skap. Það var alltaf fjör í
kringum þig og laðaðist fólk að þér.
Það hefur nýst þér vel á lífsleið-
inni, þó svo erfiðleikar og sorg hafi
komið inn í líf þitt seinna á ævinni þá
hélst þú ótrauð áfram og núna síðast
í þessum erfiðu veikindum varst þú
ekki á því að gefast upp, alltaf gastu
hlegið og spaugað þótt þú værir sár-
kvalin. Þú komst í Borgfirðinga-
kaffið, þú spjallaðir við alla og lést
ekki sjá á þér þótt þér liði mjög illa,
þú faðmaðir alla þegar þú fórst, þú
varst að kveðja.
Elsku Sella mín, það er sárt að
kveðja en nú ert þú hjá Bögga þínum
og öllum hinum sem komnir eru í
ljóssins heima. Ég sendi Magga þín-
um, Steina, Dóra og öðrum aðstand-
endum innilegar samúðarkveðjur og
bið góðan Guð að gefa þeim huggun
og styrk.
Þín frænka og æskuvinkona 
Sigga litla frá Odda,
Sigríður Björg Halldórsdóttir.
Elsku Sella frænka. Enn á ný á
stuttum tíma raskast okkar tilvera.
Því svo mikilvæg varstu okkur þó
langt væri á milli okkar. Ótal kærar
minningar sækja að á kveðjustund
um frábæra frænku sem alltaf var
hress og kát og lét öllum líða svo vel. 
Mig langar að þakka þér sérstak-
lega fyrir hve góð og natin þú varst
alltaf við börnin mín. Alltaf varstu
tilbúin að fara með þeim út að tína
jarðarber, halda partí í litla búst,
segja þeim sögur og leika við þau
sitjandi á gólfinu. Eins varstu við
mig þegar ég var barn og síðar var
ég og mín fjölskylda alltaf velkomin
á þitt heimili. Oft þurfti ég líka að
hringja til þín til þess að fá góð ráð
eða bara að spjalla. 
Sesselja Björg 
Helgadóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48