Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						starfi. Hún gekk 23 ára gömul í
Kristniboðsfélag kvenna á Akureyri
og sat a.m.k. 55 ár í stjórn þess, sem
formaður frá 1969. Hún þakkaði fyr-
ir að hafa fengið að kynnast ?gömlu
konunum? í kristniboðsfélaginu sem
ung kona. Þar voru miklar bæna-
konur sem lifðu í stöðugu sambandi
við Guð.
Inga var dugandi kona, drífandi,
kraftmikil og góður skipuleggjandi.
Fyrir öll hennar störf þakkar stjórn
Kristniboðssambandsins. Eins
þökkum við, ég og aðrir starfsmenn,
núverandi og fyrrverandi, fyrir ein-
staklega gott samstarf við hana í
áratugi.
Á undanförnum áratugum hefur
leið mín oft legið til Akureyrar í er-
indagjörðum Kristniboðssambands-
ins. Ef hún hafði nokkur tök á vildi
Inga að ég gisti hjá sér. Umhyggja
hennar var einstök og sá hún til þess
að ég fengi góða hvíld meðan á dvöl-
inni stæði.
Við fjölskyldan minnumst með
gleði heimsóknar Ingu til Reykja-
víkur fyrir nokkrum árum þegar
hún dvaldi á heimili okkar um skeið.
Ég sá Ingu síðast í heimsókn
minni norður nú í október. Var hún
þá tímabundið á Skjaldarvík og
hlakkaði til að komast á Hlíð. Hún
vissi að þaðan lægi leiðin aðeins eitt,
til himna. Þá, eins og endranær, var
gott að hitta hana og eiga stund með
henni.
Akureyri og kristniboðsstarfið
hefur misst mikið með brottför
Ingu. Minningin um hana hlýjar
okkur og yljar. Ég bið góðan Guð að
blessa, styrkja og hugga alla sem í
kringum hana voru, en sá hópur var
orðinn stór. Alla þekkti hún með
nafni enda bað hún fyrir þeim öllum.
Bænir hennar fylgja okkur. Blessun
Drottins auðgar, rétt eins og Inga
auðgaði okkur svo mörg með nær-
veru sinni, gleði og umhyggju. 
Ragnar Gunnarsson.
Í dag kveð ég kæra vinkonu mína
Ingileif, vinkonu allt frá því við vor-
um 12 og 14 ára gamlar. Það var ár-
ið 1933 þegar hún flutti til Akureyr-
ar ásamt foreldrum sínum,
Jóhannesi og Ragnhildi, og systrum,
þeim Vilborgu og Kristínu. Jóhann-
es var þá nýráðinn starfsmaður
Kristniboðsfélags kvenna á Akur-
eyri. Eitt af fyrstu verkum Jóhann-
esar á Akureyri var að stofna
Kristniboðsflokkinn Frækornið sem
var ætlaður ungum stúlkum. Í Fræ-
korninu hófst samstarf okkar Ingi-
leifar. Þar var frækorninu sáð, fræ-
korninu sem óx og varð að lifandi
trú á frelsarann okkar, Jesús Krist.
Með trúnni kom kristniboðshugar-
farið, þessi brennandi löngun til
breiða út fagnaðarerindið sem var
rauði þráðurinn í lífi og starfi Ingi-
leifar og límið í vináttu okkar. Jó-
hannes gaf okkur í Frækorninu
þetta litla ljóð sem eru lifandi eft-
irmæli um líf Ingileifar.
Frækornið litla sú svannanna sveit 
syngur þér lofgjörð vill efla sín heit.
Að starfað við fáum í staðfastri trú.
Styrk þú oss Drottinn og bænheyr oss nú.
Þessi æskuár liðu og báðar eign-
uðumst við stórar fjölskyldur sem
sinna þurfti og samgangur varð
minni um tíma en samstarfið end-
urnýjaðist og óx í Kristniboðsfélagi
kvenna. Fundir, samkomur, basarar
með það að markmiði að kynna og
safna fé fyrir kristniboðið áttu hug
og hjarta Ingileifar. Þessi vinátta
okkar og samstarf stóð alveg fram á
síðasta dag. Þegar við urðum ná-
grannar í Víðilundi tengdust við enn
sterkari böndum. Þær eru margar
ferðirnar sem við fórum saman á
?Kristniboðsbílnum? eins og Ingileif
kallaði bílinn minn. Kristniboðsmót,
samkomur, messur, Heimilissam-
bandið, svo dæmi séu nefnd. Þær
eru ekki síður minnisstæðar sam-
verustundirnar á heimili hennar.
Bæði bænastundir og kristniboðs-
fundir en heimilið var hennar síðasti
starfsvettvangur. Þangað safnaði
hún m.a. konum í Víðilundinum
saman til að fræðast um kristniboðið
og safna fé til starfsins. Síðasti fund-
urinn á heimili hennar var í febrúar
2005 þrátt fyrir að Elli kerling væri
þá farin að setja mark sitt á hana.
Þannig að óhætt er að segja að hún
hafi starfað af lífi og sál fram á síð-
asta dag.
Elsku Inga mín, þökk fyrir allar
samverustundirnar okkar öll þessi
ár. Guð hefur sannarlega gefið okk-
ur mikið bæði í gleði og sorg. Guð
blessi fjölskyldu þína í sorginni.
Dúna mín, þú áttir góða móður,
ég sakna hennar.
Hanna Stefánsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 31
Vegna mistaka
birtist þessi grein
með greinum um
Guðmund Svavar
Böðvarsson í Morgunblaðinu laug-
ardaginn 16. desember .
Hlutaðeigendur eru beðnir vel-
virðingar á þessu.
Það var vetur, klukkan nálgaðist
miðnætti, úti var snjór og kafbylur.
Dyrabjallan í Melgerði 21 hringdi.
Inni voru þau hjónin Sigrún Magn-
úsdóttir og Guðmundur Ragnar
Einarsson, eða Sigrún frænka og
Ragnar eins og ég kallaði þau. Þau
höfðu lagt sig fyrir löngu eins og
venja var og lágu líklega hvort með
sína bók og lásu.
Úti stóð undirrituð, berfætt og á
náttfötunum einum saman, blaut
og ísköld með glamrandi tennur.
Hurðin opnaðist og ljósið og hit-
inn streymdu á móti mér. Í dyra-
gættinni stóðu þau hjónin Sigrún
og Ragnar. Þegar þau höfðu áttað
sig á hver gesturinn var gerðust
hlutirnir fljótt. Ég var drifin í heitt
bað, klædd í þurr og hlý föt og vaf-
in inn í heimaheklað ullarteppi, því
næst lá leiðin inn í eldhús þar sem
heitt kakó beið mín ?
Þessi saga inniheldur í raun
margar aðrar sögur sem væri of
langt að rekja hér. Sagan er bara
talandi dæmi um þá hjartahlýju og
kærleik sem Sigrún frænka og
Ragnar hafa sýnt mér alla tíð, frá
því þau fyrst tóku mig í fóstur, þá
nokkurra mánaða gamla. Alltaf
hefur heimili þeirra staðið mér op-
ið eins og ég væri þeirra eigin dótt-
ir.
Guðmundur Ragnar
Einarsson 
?
Guðmundur
Ragnar Ein-
arsson fæddist á
Mið-Tungu í
Tálknafirði 15. jan-
úar 1917. Hann lést
1. desember síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Kópa-
vogskirkju 8. des-
ember.
Reyndar var það
svo að ég gat puntað
svolítið upp á sann-
leikann þegar ég var
lítil. Ég átti þá til að
svara þegar ég var
spurð hver faðir minn
væri: ?Pabbi minn er
Ragnar í bíóinu.?
Þetta svar var ekki
alveg út í bláinn því
oft óskaði ég þess að
hann væri minn raun-
verulegi pabbi. Hvort
hann hefði verið öðru
vísi ef svo hefði verið
hef ég enga trú á. Hann er og verð-
ur í mínum huga sem minn faðir.
Það eru margar þakklátar minn-
ingar sem hafa runnið gegnum
huga minn síðustu daga. Ég veit
ekki hvað hefði orðið úr mér ef ég
hefði ekki átt húsaskjól í Melgerð-
inu. Að vita að ég gæti alltaf leitað
til Sigrúnar frænku og Ragnars
gaf mér það öryggi sem hvert barn
á rétt á. Vita að ég alltaf var vel-
komin á heimili þeirra eins og ég
væri þeirra eigið barn sama hversu
þröngt húsnæði þau höfðu.
Ég er ekki eina barnið sem þau
hjónin hafa fóstrað. Ég sagði einu
sinni við þau að ég myndi ekki eftir
öðru en að þau hafi ávallt haft eitt-
hvert aukabarn á heimilinu. Ég
hugsa að ég geti talað fyrir munn
fleiri þegar ég nefni að á heimili
Sigrúnar og Ragnars hafi dyrnar
alltaf verið opnar.
Aldrei hef ég upplifað styggð-
aryrði á milli þeirra hjóna í öll þau
ár sem ég hef verið hluti af fjöl-
skyldunni. Aldrei hef ég heyrt
Ragnar hallmæla eða tala illa um
aðra. Hann hafði sínar skoðanir og
stóð fastur á sínu, samtímis sem
hann hafði hæfileika til að setja
fram skoðanir sínar þannig að það
stóð virðing af. Hann var heiðar-
legur fram í fingurgóma og var
einn af þeim sem meinti að munn-
legt loforð var sem skrifað orð.
Maður sem var hægt að treysta.
Orð eru svo fátækleg þegar ég
kveð eina af þeim manneskjum
sem hafa verið mikilvægastar í
mínu lífi. Þegar maður sem hefur
tekið stóran þátt í mínu uppeldi og
í því að móta minn persónuleika er
kvaddur þá er orðið þakklæti það
sem kemur næst því að lýsa mínum
tilfinningum.
Ég er full af þakklæti fyrir að
hafa notið ástar og umhyggju slíks
öðlings sem Ragnar var. Ég er
þakklát fyrir það öryggi sem ég
fékk hjá Sigrúnu frænku og Ragn-
ari. Þau tvö eru þær persónur í
mínu lífi sem ég á mest að þakka.
Ég vil einnig þakka börnunum
þeirra, Silla, Kötu, Einari og Önnu,
fyrir lánið á foreldrum þeirra. Þið
hafið verið mér sem systkin í öll
þessi ár og aldrei hef ég fundið
annað en að þið með gleði hafið
gefið mér hlutdeild í ást og um-
hyggju foreldra ykkar. Kannski
vegna þess að þið eins og ég fund-
uð að foreldrar ykkar áttu nóg til
handa öllum. Takk til ykkar allra
og Guð gefi ykkur öllum styrk í
sorginni.
Ég kveð þig kæri vinur, með
þakklæti í hjarta fyrir það að þú
varst mér sá faðir sem mig vantaði,
að þú varst afi fyrir börnin mín og
langafi fyrir barnabörnin. Ég kveð
þig með gleði því ég veit að þú nú
ert frjáls og ferðafær og laus við
líkamlegan sársauka. Ég mun
geyma minningu þína í brjósti mér.
Þegar tár mín falla er það vegna
þakklætis fyrir það sem þú hefur
verið og munt vera fyrir mig. Megi
Guð gefa þér hvíld og síðan fylgja
þér áfram á ferð þinni og gefa þér
ljós og frið. Þú ert mér nær.
Elsku Sigrún frænka, megi Guð
vera með þér í sorg þinni. Enn á
ný hefur þú opnað heimili þitt fyr-
ir mér og ég er þakklát fyrir að fá
að vera með þér á næstu dögum.
Eins og Magnús afi sagði einu
sinni: ?Þetta verða skrítin jól?.
Börnin mín, Kristbjörn Helgi,
Katrín Elly, Björn Ragnar og
Birgir Magnús, ásamt barnabörn-
unum senda sínar kveðjur og
þakklæti. Sérstaka kveðju á ég að
færa frá syni mínum Birni Ragn-
ari sem er búsettur á Spáni og
hafði ekki tök á að koma til lands-
ins. Guð veri með ykkur öllum og
gefi ykkur frið og styrk.
Hrefna Birgitta 
Bjarnadóttir.
Elsku Sella mín, þú skilur eftir þig
stórt skarð í samheldinni fjölskyldu,
við kveðjum þig með hjartans þökk
fyrir ógleymanlegar stundir.
Innilegar samúðarkveðjur til allra
sem áttu hana Sellu okkar að. 
Gættu þess, vin, yfir moldunum mínum
að maðurinn ræður ei næturstað sínum
og þegar þú hryggur úr garðinum gengur
ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei lengur.
En þegar þú strýkur burt tregafull tárin
þá teldu í huganum yndisleg árin
sem kallinu gegndi ég kátur og glaður
þá kæti þig líka minn samferðamaður.
Guð blessi þig.
Þórey.
Þín bros voru hugljúf, blíð og góð
svo bjart var í návist þinni
þau endurskin voru af innri glóð
sem yljuðu fyrstu kynni
því vakir þín minning helg og hljóð
í hjartnanna dulda inni
(Höf. ók.)
Elsku Sella.
Kærar þakkir fyrir áratugavin-
áttu í Vesturvanginum.
Þínir vinir 
Áslaug og Pétur Lúðvík.
Aðventan, biðtími jólanna, er í
hugum okkar flestra tímabil rökkurs
og langra skugga. Þessi tími er samt
fyrirboði jólanna og það er aðventan
sem vinnur sigurinn á framgangi
myrkursins og flytur okkur inn í
tímabil aukinnar birtu. Hún skilar
okkur til jólanna, þessarar hátíðar
ljóss og friðar, sem boðar okkur
kærleika Guðs til mannanna, auk
þess sem koma jólanna færir okkur
vissu um að birtu dagsins tekur að
lengja. Aðventan er undirbúnings-
tími jólanna og hjálpar okkur að
kalla fram jólabarnið í okkur hverju
og einu. 
Og einmitt á miðri þessari aðventu
slokknaði lífskveikur Sellu vinkonu
minnar, svo alltof fljótt, eftir stutt en
erfið veikindi. Hún var mesta jóla-
barn sem ég hef kynnst. Undirbún-
ingur og umgjörð jólanna var henni
einstök ánægja. Hún var ekki bara
hin myndarlega húsmóðir sem bak-
aði og eldaði góðan mat, heldur
skreytti hún líka heimili fjölskyld-
unnar miklu og fallegu jólaskrauti
fyrir hver jól. Og þótt skreytingarn-
ar tækju breytingum í áranna rás
hélt hún lengst af tryggð við gamla
siði æsku sinnar, enda verða klukk-
urnar og músastigarnir í stofuloftinu
á Vesturvanginum mér alltaf minn-
ing gleðilegra jóla. 
Hugurinn leitar aftur til áranna
þegar við kynntumst fyrir nær 40 ár-
um. Ég hafði reyndar vitað af henni
fyrr, en það var fyrst þegar við Guð-
björg fluttum í Álfaskeiðið að ég
kynntist þessari góðu konu. Sella og
Maggi bjuggu þá í Krókahrauninu
með strákana sína þrjá. Maggi var
mest á sjónum og Sella stjórnaði
heimilishaldinu og uppeldinu af ein-
stökum myndarbrag. Á þessum ár-
um tókst góð og mikil vinátta með
fjölskyldum okkar, vinátta sem alla
tíð hefur verið mér mikils virði. Það
var alltaf gott að leita til Sellu hvort
sem passa þurfti börnin okkar eða
rétta aðra hjálparhönd. Hún var allt-
af til staðar. 
Sella og Maggi byggðu sér síðar
nýtt heimili í Norðurbænum í Hafn-
arfirði eða í Norðurvangi 38 þar sem
þau hafa nú búið í aldarþriðjung.
Nokkru eftir flutninginn lentu þau
og yngsti sonurinn Björgvin í mjög
slæmu umferðarslysi sem átti eftir
að móta líf þessarar fjölskyldu um
fjölda ára. Sella slasaðist illa og náði
aldrei fullum bata þótt ekki bæri hún
það á torg. Hitt var erfiðara að
drengurinn þeirra, fjögurra ára
gamall, slasaðist svo illa að hann
komst aldrei til meðvitundar þótt
hann lifði til 17 ára aldurs. Á svona
stundum og við slíkar aðstæður
kemur það best í ljós hvern mann við
höfum að geyma. Fjölskyldan í Vest-
urvangi tókst á við þetta stóra áfall
af einstöku æðruleysi, dugnaði og
trúfestu. Það er ekki á neinn hallað
þótt sagt sé að þar var hlutur Sellu
stór. 
Hún var mjög trúuð kona og hafði
mikið næmi til þess sem okkur hin-
um var óþekkt. Þetta var þó eitthvað
sem við ræddum aldrei mikið því hún
var vel meðvituð um þvermóðsku-
lega jarðbundinn huga minn. Prakk-
araskapur og húmor var henni í blóð
borinn og ég veit að það eru fleiri en
ég sem urðu fyrir því. Ein er sú bók í
safni mínu sem ég held mikið upp á
en hana gaf Sella mér einhverju
sinni í afmælisgjöf og sagði hana
táknræna fyrir mig. Þetta er frekar
lélegur reyfari eftir Victoríu Holt en
ber það skemmtilega heiti ?Ekki er
öll fegurð í andliti fólgin?. Þrátt fyrir
beiskan brodd titilsins er þetta ein
minnisstæðasta afmælisgjöf sem
mér hefur verið gefin. 
Sella var góð eiginkona, móðir og
amma. Hún var líka ein þeirra
kvenna sem ég hef metið mest um
ævina. Það var alltaf gaman að koma
í Vesturvanginn og spjalla um alla
heima og geima yfir kaffibolla og
kökum. Það voru stundir sem skildu
eftir léttleika og gleði í sálarlífinu. 
Elsku Maggi, Steini, Dóri og fjöl-
skyldur. Ykkur var gefið mikið og
því er missirinn stór. Ég bið góðan
Guð að gæta ykkar í sorginni. 
Ingjaldur Ásvaldsson.
? 
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma, 
GUÐMUNDA SJÖFN SÖLVADÓTTIR, 
Einigrund 4, 
Akranesi, 
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 13. des-
ember. 
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn
20. desember kl. 14.00. 
Jakob Sigtryggsson, 
Sölvi F. Jóhannsson, Sólveig Hólm, 
Anna S. Ólafsdóttir, Úlfur Úlfarsson, 
Trausti Ægir Ólafsson, 
Silja Sjöfn Sölvadóttir, 
Sara Mist Sölvadóttir, 
Telma Sif Sölvadóttir, 
Kristján Jakobsson, 
Guðbjörg Jakobsdóttir, 
Steindór Jakobsson, 
Guðlaug M. Jónsdóttir. 
? 
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, 
RANDVER V. ALFONSSON, 
Sandholti 26, 
Ólafsvík, 
sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 12. desember
verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju
miðvikudaginn 20. desember kl. 14:00. 
Jarðsett verður í Grafarvogskirkjugarði 21. desem-
ber. 
Ingibjörg Hauksdóttir, 
Haukur Randversson,  Hrafnhildur Jónsdóttir, 
Petrína Sæunn Randversdóttir, 
og barnabörn. 
L50098 Fleiri minningargreinar
um Sesselju Björgu Helgadótt-
ur bíða birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga. Höfundar
eru: Guðmundur og fjölskylda.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48