Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Jeppar
Toyota Hilux skrd. 11.2004 2,5 
diesel cr. Til sölu vel með farinn hilux
ekinn 30 þús. Pallhús, rörastuðari
m/krók, álfelgur og 30" dekk. Verð 2,5
m., lán getur fylgt. Engin skipti. Uppl.
í síma 860 3670. 
Toyota Lc 90 árg. 2000 diesel ssk. 
ek. 96 þús 2 eigendur, dráttarbeisli,
smurbók, ný skoðaður án ath. Gott
eintak. Verð 2.250 þús. 
Sími 896 6366 Grétar,
Hjólbarðar
Insa Turbo negld vetradekk. 
4 stk. 205/70 R 15 + vinna 39.000 kr. 
Kaldasel ehf. , 
 Dalvegur 16b, Kópavogur, 
 s. 544 4333.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið 
Subaru Impreza 2006, 4 wd. 
Góður í vetrarakstur. 
Akstursmat og endurtökupróf. 
   Gylfi Guðjónsson, 
   sími 696 0042. 
Ökukennsla Reykjavíkur ehf. 
Ökukennsla - akstursmat. 
Gylfi Guðjónsson  
Subaru Impreza '06,  
696 0042/566 6442. 
Gylfi K. Sigurðsson  
Suzuki Grand Vitara, 
892 0002/568 9898. 
Snorri Bjarnason 
BMW 116i, 
892 1451/557 4975. 
Sverrir Björnsson 
Volkswagen Passat '06 
892 4449/557 2940. 
Ævar Friðriksson  
Toyota Avensis '02,  
863 7493/557 2493. 
Þjónustuauglýsingar        5691100
Smáauglýsingar           5691100
Félagslíf
I.O.O.F. 19 H11013 18712188 H11013
H18554 MÍMIR 6006121819 I Jóla-
fundur
Raðauglýsingar 569 1100
FRÉTTIR
ÞAÐ var mikið að gera hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands í síðustu viku
þegar 180 fjölskyldur fengu aðstoð
með jólamatvælum, úttektarmiðum
og jólagjöfum. Urðu 60 fjölskyldur
frá að hverfa en tekið verður á móti
þeim í þessari viku.
Tekið er á móti gjöfum hjá Fjöl-
skylduhjálp Íslands mánudag,
þriðjudag, miðvikudag og fimmtu-
dag klukkan 13?17. Hjálparfólk
Fjölskylduhjálpar Íslands vill færa
þeim fjölmörgu sem styrkt hafa
starfið hjartans þakkar fyrir hug-
ulsemina.
Meðal þeirra sem komið hafa
færandi hendi er Kristinn Gylfi
Jónsson, eggjabóndi og fram-
kvæmdastjóri Brúnegg, sem gaf
Fjölskylduhjálpinni 1.800 brún og
vistvæn egg sem fyrirtæki hans
framleiðir með góðum árangri. Við
sama tækifæri kom Guðjón Sig-
urðsson, formaður MND-félagsins,
en hann færði Fjölskylduhjálpinni
100 eintök af ?Ljóð í sjóð?, sem
inniheldur málverk, ljóð og geisla-
disk með íslenskri tónlist og ljóða-
lestri.
Með þeim Kristni Gylfa og Guð-
jóni á myndinni eru Bryndís
Schram, verndari FÍ, Ásgerður
Jóna Flosadóttir, formaður FÍ,
Guðrún Magnúsdóttir varafor-
maður og Margrét Harðardóttir
hjálparkona.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Góðar gjafir til Fjölskylduhjálparinnar
L50098 SNÆVAR
Sigurðsson líf-
efnafræðingur
varði doktors-
ritgerð sína 11.
maí sl. við
læknadeild Há-
skólans í Upp-
sölum, Svíþjóð.
Ritgerðin nefnist
?Hraðvirkar að-
ferðir nýttar til
rannsókna á erfðabreytileikum í
Interferon-genum og tengslum
þeirra við sjálfsofnæmissjúkdóma?.
Leiðbeinandi var dr. Ann-Christine
Syvänen prófessor. Andmælandi
var Timothy Behrens, prófessor í
gigtar- og sjálfsofnæmissjúkdóm-
um við University of Minnesota,
Bandar. 
Rannsóknir Snævars voru á
sviði sameindalíffræði með læknis-
fræðilegu ívafi (molecular medic-
ine). Verkefnið var tvíþætt, annars
vegar að þróa nýja aðferð til að
arfgerðargreina einkirnabreyt-
ingar (SNPs) og hins vegar að
skoða tengsl einkirnabreytinga í
genum tengdum ónæmiskerfinu
við sjálfsofnæmissjúkdóma.
Með aðferðinni má skoða fjöl-
marga einkirnabreytileika í tugum
eða hundruðum einstaklinga sam-
tímis eins og sýnt var fram á með
því að mæla 150 breytileika í hvat-
beraerfðamenginu.
Í seinni hluta verkefnisins var
aðferðin nýtt til að skoða breyti-
leika í genum sem eru mikilvæg
fyrir interferonkerfið. Interferon
eru mikilvægur hluti ónæmis-
kerfis líkamans og taka m.a. þátt
í vörnum gegn veirusýkingum,
auk þess sem sýnt hefur verið
fram á aukna tjáningu á int-
erferongenum hjá einstaklingum
með sjálfsofnæmissjúkdóma.
Niðurstöður rannsóknanna voru
að breytileikar fundust í tveimur
genum sem voru marktækt sjald-
gæfari í einstaklingum með sjálfs-
ofnæmissjúkdóminn rauða úlfa
(Systemic Lupus Erythematosus).
Sérstaka athygli vakti að annar
þessara breytileika reyndist einn-
ig marktækt tengjast liðagigt
(Rheumatoid Arthritis).
Snævar fæddist í Reykjavík 3.
apríl 1977. Foreldrar hans eru
Sigríður Kristín Hallgrímsdóttir
og Sigurður Ingi Kristinsson.
Snævar lauk stúdentsprófi af
náttúrufræði- og eðlisfræðibraut
Fjölbrautaskólans í Breiðholti
1997, BS-prófi í lífefnafræði við
Háskóla Íslands 2000 og meist-
araprófi í efnafræði við Uppsala-
háskóla 2001. Unnusta Snævars
er Sigrún Margrét Gústafsdóttir
sem varði doktorsritgerð sína
sama dag og Snævar við lækna-
deild háskólans í Uppsölum, en
nýlega var greint frá ritgerð Sig-
rúnar í blaðinu.
Snævar vann að doktorsverk-
efni sínu á árunum 2001?2006
með styrkjum frá Svenska 
Vetenskapsrådet og var verkefnið
unnið við læknadeild háskólans í
Uppsölum. Snævar starfar nú
sem sérfræðingur við sömu deild.
Doktor í sameindalíffræði
Snævar 
Sigurðsson
TUTTUGU og þrír félagsliðar
brautskráðust af félagsliðabrú Mím-
is-símenntunar við hátíðlega athöfn í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sl.
föstudag.
Félagsliðanám er sérstaklega
sniðið að þörfum starfsmanna við
umönnun aldraðra og fatlaðra. Inn-
tökuskilyrði í námið er að viðkom-
andi hafi náð 22 ára aldri, eigi að
baki þriggja ára starfsreynslu á sviði
umönnunar og 230 kennslustundir í
fagnámskeiðum eða öðrum nám-
skeiðum í tengslum við starfið.
Námið skiptist í 25 einingar í sér-
greinum og sjö einingar í valfögum
og tekur fjórar annir.
Í tilkynningu frá Reykjavíkur-
borg segir að félagsliðar séu eft-
irsótt starfsstétt á sviði umönnunar
og hafi félagsliðanámið hlotið við-
urkenningu í kjarasamningum. Ný-
útskrifuðu félagsliðarnir starfa allir
við umönnun á þjónustu- og rekstr-
arsviði og velferðarsviði Reykjavík-
urborgar.
Útskrift Myndarlegur hópur lauk félagsliðanáminu hjá Mími-símenntun og brautskráðist með viðhöfn í Ráðhúsi
Reykjavíkur fyrir helgi en námið er sniðið að þörfum starfsmanna við umönnun aldraðra og fatlaðra.
Brautskráning 
23 félagsliða
HARÐUR árekstur varð á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar,
Laugavegar og Suðurlandsbrautar
um hálfeittleytið sl. laugardag. Þá
rákust saman Peugeot-fólks-
bifreið, sem ekið var norður
Kringlumýrarbraut, og Subaru-
fólksbifreið, sem ekið var austur
Laugaveg.
Ekki liggur ljóst fyrir hver
staða umferðarljósanna við gatna-
mótin var þegar óhappið átti sér
stað. Vitni að óhappinu eru vin-
samlega beðin um að hafa sam-
band við lögregluna í Reykjavík,
umferðardeild, í síma 444?1130
eða 444?1133.
Lýst eftir vitnum
Myndatextar
víxluðust
TVEIR myndatextar víxluðust í frá-
sögn af endurminningarbók Jóhann-
esar Zoëga, fyrrverandi hitaveitu-
stjóra, í blaðinu á laugardag og er
beðist velvirðingar á þeim mistökum.
LEIÐRÉTT

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48