Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						daglegt líf
28 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er ekki laust við að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sé svo-
lítið hás þegar hann mætir til vinnu árla morguns mánudaginn 18.
desember, enda búinn að syngja heilmikið undanfarið í heimsóknum
sínum til eldri borgara í félagsmiðstöðvum og hjúkrunarheimilum. 
?Ég hef tekið nokkur lög með Ragga Bjarna og Þorgeiri Ástvaldssyni, eins
og til dæmis Suður um höfin, Ó, borg mín borg og Vertu ekki að horfa svona
alltaf á mig. Það er mjög gaman að heimsækja þetta fólk og þau eru ófeimin við
að taka undir. Raggi er svo mikill sjarmör að það lifna allir við þegar hann fer
af stað. Ég gef mér tíma til þessara heimsókna núna fyrir jólahátíðina af því
mér finnst það vel við hæfi. Ég legg mikið upp úr því að heilsa sem flestum með
handabandi og fólk er mjög þakklátt.?
Dagskráin er þétt skipuð hjá Vilhjálmi þennan dag eins og flesta aðra daga.
Enginn dagur er eins og stundum geta hlutirnir breyst með skömmum fyr-
irvara.
?Ég reyni að hitta sem flesta þeirra sem óska eftir fundi með mér sem borg-
arstjóra um hin ýmsu mál borgarinnar en staðreyndin er sú að það er engin leið
að koma öllum fyrir á dagskránni. Ætli það séu ekki um áttatíu manns á bið-
lista núna sem óskað hafa eftir viðtali en ég hef þegar tekið um 850 viðtöl,? seg-
ir Vilhjálmur og bætir við að lítill tími hafi gefist til að undirbúa jólin heima fyr-
ir eða kaupa jólagjafir.
Boðskort Nýmættur til vinnu fagnaði Vilhjálmur boði í sextugsafmæli golfarans og fyrrver-
andi bekkjarsystur sinnar, Guðrúnar Garðarsdóttur, sem halda átti þá um kvöldið.
Hádegismatur Vilhjálmur notaði tímann og borðaði á sama tíma og hann fundaði með borg-
arstjórnarflokknum. Hanna Birna sló á létta strengi og Júlíus Vífill fylgdist með.
Morgunblaðið/Ómar
Innlifun Þeir sungu af lífs- og sálarkröftum Ó, borg mín borg, félagarnir Raggi Bjarna og Vilhjálmur, fyrir gesti í
Félagsmiðstöðinni við Vitatorg. Ekki var annað að sjá en viðstaddir kynnu vel að meta sönginn.
Lof í lófa Þær ljómuðu konurnar þegar Raggi Bjarna og Vilhjálmur sungu fyrir þær.
Nefndarstörf Degi er tekið að halla þegar Vilhjálmur kemur í félagsmálaráðuneytið til að sitja
fund með Stjórnarnefnd, sem hann á sæti í, um málefni fatlaðra.
Dagur í lífi
borgarstjóra 
á aðventu
08:30 - 09:00: Vilhjálmur byrjar daginn
snemma á því að fara yfir daginn með ritara
sínum Kristínu Vilhjálmsdóttur og skrif-
stofustjóranum Magnúsi Þór Gylfasyni á
stofu borgarstjóra.
09:00 - 09:30: Því næst er fundur í Mar-
íubúð með öllu starfsfólki skrifstofu borg-
arstjóra þar sem farið er yfir þau mál sem
liggja fyrir í vikunni.
09:30 - 11:00: Birgir Hlynur Sigurðsson
sviðsstjóri Skipulags- og byggingarsviðs og
Hanna Birna Kristjánsdóttir forseti borg-
arstjórnar og formaður Skipulagsráðs,
koma til fundar við Vilhjálm. 
12:00 - 13:00 Hádegisverðarfundur með
borgarstjórnarflokknum. Milli þess sem
þorskur er snæddur er fjárhagsáætlun árs-
ins 2007 rædd. Gríðarleg eftirspurn er eftir
fjármagni frá borginni til hinna ýmsu mál-
efna og Vilhjálmur minnir á að peningar
falli ekki af himnum ofan.
13:15 - 13:45: Fundur með Garðari Eyland
framkvæmdastjóra Golfklúbbs Reykjavíkur.
14:00 - 15:00: Heimsókn í Félagsmiðstöðina
við Vitatorg þar sem Vilhjálmur tekur lagið
með Ragga Bjarna fyrir eldri borgara.
15:00 - 16:00: Vilhjálmur heimsækir
Íþrótta- og tómstundasvið á Fríkirkjuvegi
og heilsar upp á starfsmenn, en hann hefur
heimsótt öll svið borgarinnar undanfarið.
16:00 - 17:00: Undirbúningur fyrir borg-
arstjórnarfund vegna Fjárhagsáætlunar
2007 og ekki ólíklegt að Vilhjálmur þurfi að
vaka frameftir við að semja ræðu og hnýta
hnúta.
17:00 - 18:00: Vilhjálmur fer í Félagsmála-
ráðuneytið á fund með Stjórnarnefnd um
málefni fatlaðra, þar sem hann á sæti.
18:00 - 20:30: Vilhjálmur mætir í sextugs-
afmæli Guðrúnar Garðarsdóttur sem er
tengdamóðir Helgu Bjarkar dóttur hans og
auk þess bekkjarsystir hans frá því í Austur-
bæjarskólanum.
Þétt dagskrá
Afmæli Langur og strangur dagur Vilhjálms fékk að þessu sinni góðan endi í fjölmennri af-
mælisveislu Guðrúnar Garðarsdóttur sem hér fagnar gestum sínum.
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60