Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 348. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Citizen Press Nýr höfundur slær í gegn Afbragðsgóðir dómar og þúsundir eintaka seld. „...elskuleg hæðni sem veldur hlátri hjá grandalausum lesanda sem veit varla hvers er von.“ ★★★ ½ PBB – Fréttablaðið BRÁÐUM KOMA … EIRÍKI HJÁLMARSSYNI FINNST GOTT AÐ HUGSA Í KIRKJUGARÐINUM >> 26 2 dagar til jóla Camp Pendleton. AP, AFP. | Herforingi í landgönguliði bandaríska flotans var í gær ákærður fyrir að myrða tólf manns og fyrirskipa undirmönn- um sínum að myrða sex aðra í árás í bænum Haditha fyrir rúmu ári. Frank D. Wuterich, 26 ára herfor- ingi, er í hópi átta hermanna sem voru ákærðir vegna árásarinnar. Fjórir voru ákærðir fyrir að taka þátt í drápunum en fjórir fyrir að láta hjá líða að rannsaka árásina og skýra frá framferði hersveitarinnar. Saksóknarar Bandaríkjahers sögðu að her- mennirnir hefðu hafið skothríð á óvopnaða íbúa Haditha, m.a. börn, eftir að fé- lagi þeirra beið bana af völdum sprengju þegar hann fór í eftirlitsferð um bæinn. Er þetta alvarlegasti stríðsglæpurinn sem bandaríski herinn hefur rann- sakað frá innrásinni í Írak árið 2003. Wuterich og fleiri hermenn voru einnig ákærðir fyrir rangar yfirlýs- ingar um atburðinn. Bandaríkjaher sagði í fyrstu að fimmtán íbúar Had- itha hefðu beðið bana af völdum sprengju og hermennirnir hefðu fellt átta uppreisnarmenn eftir spreng- inguna. Rannsókn var hafin á málinu eftir að tímaritið Time skýrði frá því í mars að saklaust fólk hefði verið myrt. Hermenn ákærðir fyrir að myrða saklaust fólk í Írak Frank Wuterich Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is „ÉG man varla eftir öðru eins álagi og verið hefur undanfarna daga,“ segir Jón Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, um umfangsmiklar aðgerðir björgun- arsveita um land allt síðustu daga. Lægð gekk yfir suðvesturhorn landsins í gær og var aftakaveður seinnipartinn en töluvert hægði á með kvöldinu og fækkaði þá útköll- um björgunarsveita. Allt innanlandsflug lá niðri frá og með hádegi og að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands, bíða um 1.100 farþegar eftir flugi. Þá urðu tafir á millilandaflugi vegna veðurs og segir Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, að búast megi við um tveggja klukkustunda töfum á flugi í dag. Fjölda hrossa bjargað Í Skagafirði var á annað hundrað hrossum, sem höfðu orðið innlyksa á hólma í Héraðsvötnum, bjargað og komið á þurrt í gærkvöldi. Þá voru björgunarsveitir á Suð- urnesjum kallaðar út í gær til að festa þakplötur og lausamuni. Í Grindavík höfðu rúður brotnað og í Keflavík þurftu björgunarsveitar- menn meðal annars að kalla til stórvirkar vinnuvélar til að bjarga skúrum í Helguvík. Á Suðurlandi var 70 hrossum bjargað við Vorsabæ I en litlu munaði að hrossin færu út í Hvítá. Alls voru um 50 björgunarsveit- armenn að störfum í Reykjavík í gær við að festa lausamuni og þak- plötur. Slitnaði frá bryggju Lægðin gekk norður á bóginn í gærkvöldi og var nokkur viðbún- aður meðal björgunarsveita á Akranesi í gærkvöldi. Loðnuskipið Ingunn AK slitnaði frá bryggju og rak á milli tveggja annarra skipa en fór þó ekki utan í þau. Lóðsinn var kallaður út til að ýta bátnum upp að bryggju en ekki vildi betur til en að hann fékk í skrúfuna og varð vélarvana. Þurfti kafara til að losa úr skrúfunni og tókst það seint í gærkvöldi. Mikið álag á björgunar- sveitum um land allt Horft yfir Ölfusá Miklir vextir hafa verið í Ölfusá síðustu daga og vatnsrennsli nærri sexfaldast í ánni. Heldur dró úr vextinum í gær. Í HNOTSKURN » Samkvæmt upplýs-ingum frá Veðurstofu gengur ný lægð yfir landið seinnipartinn í dag og má búast við vonskuveðri. » Tafir voru á millilanda-flugi í gær og má búast við allt að tveggja tíma töf- um í dag af þessum sökum. Morgunblaðið/RAX  Heldur | 15 | 24 London. AFP, AP. | Breska lögreglan skýrði frá því í gærkvöldi að hún hefði ákært 48 ára flutningabílstjóra, Stephen Wright, fyr- ir morð á fimm vændiskonum í Ipswich. Wright var handtekinn á þriðjudaginn var og verður leiddur fyrir dómara í dag, að sögn Stewarts Gulls sem stjórnar morð- rannsókninni. 37 ára karlmaður hafði einnig verið hand- tekinn vegna gruns um að hann hefði myrt konurnar, en hann var leystur úr haldi gegn tryggingu. Saksóknarinn Michael Crimp sagði að fundist hefðu næg sönnunargögn til að ákæra Wright fyrir morð á konunum fimm. Nakin lík þeirra fundust í grennd við Ips- wich á tíu daga tímabili frá 2. desember. Morðunum hefur verið líkt við mál Jack the Ripper, eða Kobba kviðristu, sem myrti fimm vændiskonur í London árið 1888, og mál svonefnds „Yorkshire Ripper“, sem var dæmdur fyrir morð á þrettán konum á ár- unum 1975 til 1980. Nær 500 lögreglumenn hafa tekið þátt í morðrannsókninni í Ipswich, þar af 350 frá öðrum stöðum í Bretlandi. Ákærður fyrir morð- in í Ipswich Dubai. AFP. | Stjórn furstadæmisins Ras al- Khaimah í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum hefur bannað ríkisstarfs- mönnum að klæðast náttfötum í vinnunni, að sögn þarlendra dagblaða í gær. Blöðin sögðu að stjórnin hefði ákveðið að setja reglur um klæðaburð ríkisstarfs- manna eftir að margir þeirra hefðu verið staðnir að því að klæðast náttfötum í vinnunni. Reglurnar taka gildi um áramótin og samkvæmt þeim mega ríkisstarfsmenn- irnir aðeins klæðast þjóðbúningum fursta- dæmisins. Karlmennirnir eiga að vera í síðum, hvítum skikkjum en konurnar í svörtum. Erlendir starfsmenn eru und- anþegnir þessari reglu og eiga að klæðast jakkafötum með bindi. Bann við nátt- fötum í vinnunni ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.