Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
FÓLKI hér á landi fjölgaði mjög
mikið á liðnu ári og fara þarf fjörutíu
ár aftur í tímann til þess að finna
dæmi um hlutfallslega jafnmikla
fólksfjölgun og í ár. Þá stafaði 
fjölgunin hins vegar af miklum fjölda
fæðinga, en nú stafar hún fyrst og
fremst af miklum aðflutningi fólks til
landsins. Hlutfall erlendra ríkisborg-
ara er nú rétt um 6% af íbúum lands-
ins. 
Þetta kemur meðal annars fram í
nýjum tölum Hagstofunnar um
mannfjöldann hér á landi 1. desem-
ber síðastliðinn. Þá voru landsmenn
307.261 talsins og hafði fjölgað um
2,6% frá árinu á undan, en það er
annað árið í röð sem mannfjölgunin
er yfir 2%. Í engu öðru Evrópulandi
er mannfjölgunin jafnmikil og hér á
landi. Evrópubúum fjölgar í heild að
meðaltali um 0,2% og einungis í örfá-
um löndum er mannfjölgunin meiri
en 1%, samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar.
Aldrei áður jafnhátt hlutfall
Fólksfjölgunina nú má að stærst-
um hluta rekja til aðstreymis fólks
frá útlöndum, ekki hvað síst vegna
þenslu á vinnumarkaði og mikilla
framkvæmda, meðal annars vegna
stórvirkjana og byggingar álvers á
Austurlandi. Frá 1. desember í fyrra
til jafnlengdar í ár var fjöldi aðfluttra
umfram brottflutta tæplega fimm
þúsund manns. Á sama tíma voru
fæddir umfram dána um 2.600, en
það er náttúrleg fólksfjölgun upp á
um 0,9%.
Erlendir ríkisborgar hafa aldrei
áður verið jafnhátt hlutfall af lands-
mönnum eða rétt um 6%. Fyrir
tveimur árum var þetta hlutfall inn-
an við fjögur prósent og fyrir tíu ár-
um var þetta hlutfall innan við 2%.
Mikill fjöldi aðfluttra kemur frá lönd-
um Austur- og Mið-Evrópu, gjarnan
frá Eystrasaltslöndunum og Pól-
landi, og karlar eru margfalt fleiri en
konur sem helgast af því að stór hluti
fólksins kemur hingað tímabundið
vegna þenslunnar á vinnumarkaði.
Þannig voru tæplega sex þúsund Pól-
verjar skráðir hér á landi 1. desem-
ber, þar af rúmlega 4.300 karlmenn
og rúmlega 1.600 konur. Þá voru 749
Kínverjar skráðir hér, þar af 615
karlmenn. Danir voru hér hins vegar
943 talsins og í því tilviki voru kon-
urnar fleiri en karlarnir. 536 danskar
konur voru skráðar hér og 407 karl-
ar. Svo fleiri dæmi séu tekin voru hér
á landi skráðir 340 Svíar 1. desem-
ber, 299 Ítalir, 411 Bretar, 983 Lithá-
ar, 320 Lettar, 744 Portúgalar og
Tékkar og Slóvakar voru 321 talsins.
Fækkar á Vestfjörðum
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
fjölgar íbúum á öllum landsvæðum
nema á Vestfjörðum. Íbúum fækkaði
þar þó ívið minna en árin á undan eða
um 1% í ár samanborið við 1,5% ár-
lega fækkun fimm árin þar á undan
og tæplega 2% árlega fækkun á ár-
unum 1995?2000. Íbúum á Norður-
landi fjölgaði einnig lítið í saman-
burði við aðra landshluta eða um
0,4% og er sú fjölgun einskorðuð við
Eyjafjarðarsvæðið. Þannig fækkaði
íbúum í öllum sveitarfélögum á
Norðurlandi vestra.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu
fjölgaði um 2,4% sem er svipað og á
landinu í heild, en hlutfallslega mest
varð fjölgunin í Hafnarfirði eða 5,4%
og minnst á Seltjarnarnesi, 0,1%. 
Íbúum fjölgaði hins vegar mikið á
Suðurnesjum eða um rúmlega 5% í
heild. Mest var fjölgunin í Vogum,
8,6%, en minnst í Grindavík, 2,8%.
Þá fjölgaði íbúum austan fjalls
talsvert eða um 4,6% í Árborg og
4,8% í Hveragerði, en meðaltalsfjölg-
un á Suðurlandi var 2,3%. Langmest
var hins vegar fólksfjölgunin á Aust-
urlandi þar sem íbúum fjölgaði um
12%. 
Samkvæmt tölum Hagstofunnar
er einnig langhæst hlutfall erlendra
ríkisborgara af heildarmannfjölda á
Austurlandi, en rúmlega fjórðungur
íbúa þar var með erlent ríkisfang 1.
desember síðastliðinn. Fólksfjölgun
þar verður raunar eingöngu rakin til
mikils aðstreymis útlendinga en ís-
lenskum ríkisborgurum fækkaði lít-
ils háttar á árinu sem er að líða eða
um ellefu, samkvæmt upplýsingum
Hagstofunnar.
Á öðrum landsvæðum er hlutfall
útlendinga af heildarmannfjölda ná-
lægt landsmeðaltalinu. Það er hæst á
Suðurnesjum, 7,3%, og á Vestfjörð-
um, 7%, en hlutfall útlendinga þar
hefur um alllangt skeið verið hærra
en annars staðar á landinu. Þannig
voru árið 1996 3,7% íbúa Vestfjarða
útlendingar samanborið við 1,8% á
landinu í heild og árið 2001 var hlut-
fallið 5,9% þar og 3,4% á landinu í
heild. Hins vegar búa hlutfallslega
fæstir útlendingar á Norðurlandi og í
nágrannabyggðum Reykjavíkur.
Mannfjölgun meiri hér en 
í nokkru öðru Evrópulandi
Landsmönnum fjölgar
jafnt og þétt fyrst og
fremst vegna aðflutnings
fólks og í engu öðru Evr-
ópulandi er mannfjölg-
unin jafnmikil og hér.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölgun Landsmönnum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarna áratugi, enda Íslendingar duglegir að eignast börn.
Fjölgunin hefur verið einstaklega mikil síðustu tvö árin eða tæp 5% og er hún nú tilkomin vegna aðflutnings fólks.
MT49MT57MT57MT53MT150MT50MT48MT48MT48 MT50MT48MT48MT48MT150MT50MT48MT48MT53   MT86MT101MT115MT116MT102MT105MT114MT240MT105MT114   MT49MT57MT48MT48 MT49MT57MT49MT48 MT49MT57MT50MT48 MT49MT57MT51MT48 MT49MT57MT52MT48 MT49MT57MT53MT48 MT49MT57MT54MT48 MT49MT57MT55MT48 MT49MT57MT56MT48 MT49MT57MT57MT48               MT49MT57MT56MT48 MT49MT57MT57MT48 MT50MT48MT48MT48        MT83MT117MT240MT117MT114MT110MT101MT115 MT86MT101MT115MT116MT117MT114MT108MT97MT110MT100 MT86MT101MT115MT116MT102MT105MT114MT240MT105MT114  MT83MT117MT240MT117MT114MT108MT97MT110MT100 MT49MT57MT57MT54 MT50MT48MT48MT49     GRUNNFJÁRHÆÐ fjárhagsað-
stoðar hjá Reykjavíkurborg hækkar
um 8,8% frá og með 1. janúar 2007.
Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs
í fyrradag. Hækkunin hefur í för
með sér að fjárhagsaðstoð til ein-
staklings 18 ára og eldri hækkar úr
87.615 krónum í 95.325 krónur og að-
stoð til hjóna og fólks í skráðri sam-
búð hækkar úr 140.184 í 152.520
krónur á mánuði.
Jórunn Frímannsdóttir, formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
segir hækkanirnar miðaðar við vísi-
tölu og almennar hækkanir, þar á
meðal á gjaldskrám og á framfærslu.
Eðlilegt sé að fjárhagsaðstoðin
hækki í takt við breytingar á þessum
liðum. 
Aukin fjár-
hagsaðstoð 
borgarinnar
RÉTT rúmlega
tuttugu af 85
starfsmönnum,
sem vinna hjá
þeim þremur
stofnunum sem
renna inn í nýja
opinbera hluta-
félagið Matís um
áramót, hafa enn
ekki skrifað undir
ráðningarsamn-
ing við nýja fyrirtækið. Að sögn for-
stjóra Matís hafa margir skrifað
undir samning að undanförnu og
reiknar hann með að fleiri bætist við
á næstu dögum. Áður höfðu nítján
starfsmenn tilkynnt að þeir létu af
störfum.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
Matvælarannsóknir Keldnaholti og
Rannsóknastofa Umhverfisstofnun-
ar renna inn í Matís ásamt fyrirtæk-
inu Procaria. Hjá Procaria starfa 12
manns.
Frestur rennur út 
um áramótin
Frestur til að taka ákvörðun og
skrifa undir ráðningarsamning við
Matís rennur út um áramót, að sögn
Sjafnar Sigurgísladóttur, forstjóra
Matís. Þá verður endanlega ljóst
hversu margir munu halda áfram
störfum hjá Matís og hversu margir
munu hætta.
Línur að
skýrast 
hjá Matís
Sjöfn 
Sigurgísladóttir
TEKJUR sveitarfélaga og ríkisins á
mann hækkuðu um 42?45% á árun-
um 1998-2005, að því er fram kemur í
vefriti fjármálaráðuneytisins. 
Þannig hafa tekjur sveitarfélaga á
mann hækkað úr 299 þúsund krón-
um árið 1998 í 425 þúsund krónur
2005 og nemur hækkunin 42,5%.
Miðað er við fast verðlag landsfram-
leiðslu. Tekjur ríkisins á mann hafa á
sama tímabili hækkað úr 873 þús-
undum í 1.262 þúsund krónur eða um
44,6%. Byggt er á tölum frá Hag-
stofu Íslands.
Gjöld á mann á föstu verðlagi
landsframleiðslu hafa aukist hjá
sveitarfélögunum úr 319 þúsund
krónum í 439 þúsund, eða um 37,7%
á þessu tímabili en samsvarandi
hækkun hjá ríkinu er 26,8%. Gjöld á
mann hjá ríkinu voru 844 þúsund
krónur árið 1998 en 1.070 þúsund
krónur á mann árið 2005. 
Meiri tekjur
hjá hinu
opinbera 
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60