Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á ÞESSU ári hafa björg-
unarsveitir Slysavarnafélagsins
Landsbjargar fengið yfir 1.500
beiðnir um leit, aðstoð og/eða
björgun. Því eru að jafnaði um
þrjár björgunarsveitir
að störfum á hverjum
degi ársins. Þetta er
ekki lítið; kannski mun
meira en þú lesandi
góður gerðir þér grein
fyrir. 
Björgunarmál 
á Íslandi
Það eru um 100
björgunarsveitir starf-
andi í landinu. Þeim
hefur fækkað nokkuð
sl. ár, en það helgast
fyrst og fremst af sam-
einingu sveita í kjölfar
sameiningar Lands-
bjargar og Slysavarna-
félags Íslands í Slysa-
varnafélagið
Landsbjörg í október
1999. Sú sameining
hefur víða skilað sér í
öflugra starfi og auk-
inni hagræðingu, eins
og stefnt var að. 
Það fyrirkomulag
björgunarmála sem við
Íslendingar búum við
er bæði mjög öflugt og
hagkvæmt, og til sanns vegar má
færa að það sé um margt betra en
gengur og gerist hjá mörgum
grannþjóðum okkar. Enda er það
svo að margir erlendir aðilar hafa
horft til okkar og sýnt þessu fyr-
irkomulagi mikinn áhuga. 
Ein af forsendum þess að hægt
sé að reka öflugt sjálfboðastarf
björgunarsveita er að skilningur og
áhugi á því sé til staðar, bæði hjá
ráðamönnum og almenningi. Það er
nokkuð sem við Íslendingar höfum
átt láni að fagna og með réttu má
segja að þessi áhugi og skilningur
sé samofinn íslensku þjóðarsálinni.
Það er ekki sjálfsagt að fjöldi ein-
staklinga sé tilbúinn að nóttu sem
degi til að bregðast við þegar ein-
hver er í nauðum eða þarfnast að-
stoðar. Að taka hagsmuni náungans
fram yfir eigin hagsmuni. Sá áhugi
og vilji þarf að koma innan frá, því
líkt og landsmenn þekkja þiggur
björgunarsveitafólk ekki laun fyrir
störf sín. Enginn reikningur er
sendur þó svo að fjöldi einstaklinga
með mikið af tækjum og búnaði
vinni um langa hríð að leit, björgun
eða aðstoð. Það yrði jafn fámennu
samfélagi og Ísland er
ógerlegt að reka svo
öfluga þjónustu sem
raun ber vitni ef greiða
ætti fyrir hana.
Fólkið í björg-
unarsveitunum
Fólk sem starfar í
björgunarsveitunum
kemur alls staðar að úr
þjóðfélaginu. Þar ligg-
ur einn okkar mesti
styrkur. Mismunandi
reynsla, þekking og
þjálfun sameinast í ein-
um hópi sem er í stakk
búinn að mæta krefj-
andi verkefnum. Ein-
staklingurinn uppfyllir
þörfina fyrir fé-
lagsskap, ævintýraþrá
og fær tækifæri til að
þroska sig og mennta
o.s.frv. Sumir hverfa
fljótt úr starfi. Finna
sér ekki farveg, sem
eðlilegt er. Aðrir
ílengjast í starfinu og
brátt verður það lífs-
stíll. Eftir stærri áföll
verðum við oft fyrir mikilli blóðtöku,
þegar hæft fólk treystir sér ekki til
frekara starfs. Við höfum af biturri
reynslu lært að bregðast við þeim
aðstæðum með áfallahjálp, sem hef-
ur gert mörgum kleift að komast yf-
ir erfiðan hjalla og halda áfram
björgunarsveitastarfinu.
Björgunarstörf kosta peninga
Þrátt fyrir allt það fórnfúsa starf
sem sjálboðaliðar björgunarsveit-
anna leggja af mörkum er kostn-
aður við rekstur björgunarsveitanna
mikill. Það er nauðsynlegt að geta
endurnýjað tæki og búnað sveit-
anna, samfara því að efla menntun
og þjálfun björgunarsveitamanns-
ins. Þetta hefur gengið ágætlega,
fyrst og fremst fyrir skilning al-
mennings á okkar starfi. Góður
skilningur og stuðningur stjórn-
valda á þessu starfi skiptir okkur
einnig miklu máli. 
Flugeldasalan
Nú fer í hönd ein mikilvægasta
fjáröflun björgunarsveita landsins,
flugeldasalan. Það hefur skapast sú
hefð á mörgum heimilum að kaupa
flugelda hjá björgunarsveitunum, til
að styrkja starf þeirra. Und-
anfarnar vikur hafa verið annasam-
ar hjá björgunarsveitafólki og fjöl-
skyldum þeirra, við pökkun á
flugeldum og annan undirbúning
flugeldasölunnar. Flugeldasalan
stendur stutt yfir og því þarf allt að
vera til reiðu.
Vissulega hefur samkeppni í þess-
ari grein sem öðrum farið harðnandi
á undanförnum árum. Ekki ætla ég
að kvarta sérstaklega yfir því, sam-
keppni er öllum heilbrigð í við-
skiptum. Björgunarsveitir og nokk-
ur íþróttafélög hafa lagt grunninn
að þeirri góðu stemningu sem skap-
ast hjá okkur við að skjóta upp flug-
eldum í mesta skammdeginu um
áramót. Einkaaðilar hafa síðan í
auknum mæli verið að reyna að
hasla sér völl á þessum vettvangi á
undanförnum árum. Mér svíður sú
samkeppni. Oft er um að ræða aðila
sem allt árið eru í allt öðrum rekstri.
Ég hefði viljað sjá um það sátt í
þjóðfélaginu að þau félög og fé-
lagasamtök sem lagt hafa grunninn
að þessari sölu fengju að njóta af-
rakstursins ein. Sem betur fer eru
mörg fyrirtæki sem frekar kjósa að
standa við bakið á okkar starfsemi
og lána húsnæði endurgjaldslaust
fyrir flugeldasölu. Allt eru það fyr-
irtæki sem auðveldlega gætu farið í
þessa sölu sjálf en kjósa að fara aðra
leið. 
Lesandi góður! Ég vil hvetja þig
til að hugsa til þess fórnfúsa starfs
sem sjálfboðaliðar í björg-
unarsveitum landsins leggja til sam-
félagsins. Með því að beina flugelda-
kaupum þínum til
björgunarsveitanna leggur þú þitt
af mörkum við björgun verðmæta
og mannslífa.
Að lokum vil ég hvetja alla lands-
menn til að sýna aðgát í meðferð
flugelda. Megum við eiga slysalaus
áramót.
Ber er hver að baki 
nema sér bróður eigi
Jón Gunnarsson fjallar um
starfsemi björgunarsveita
Jón Gunnarsson 
»
Með því að
beina flug-
eldakaupum
þínum til björg-
unarsveitanna
leggur þú þitt af
mörkum við
björgun verð-
mæta og
mannslífa.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
VEGNA skrifa í dagblöð og frétta
í sjónvarpi undanfarið, fæ ég ekki
orða bundist enn og aftur um fyr-
irhugaðan veg á þessu svæði. Ég hef
áður birt tvær greinar um þetta í
Morgunblaðinu, 23. mars 2005 og 27.
apríl 2005. Sjá nánari lýsingar á leið-
um þar.
Í úrskurði Skipu-
lagsstofnunar er lagst
gegn leiðum B og C en
fallist á leið D með skil-
yrðum. Hún telur ?að
þó svo að á Vest-
fjörðum sé hlutfall
birkiskóga mun hærra
en annars staðar á
landinu, eða um 4% af
láglendi, þá dragi það
hvorki úr verndargildi
Teigsskógar né rétt-
læti skerðingu skógar-
ins án þess að fyrst
hafi verið leitað ann-
arra leiða við vegagerð með minni
áhrifum?. Skipulagsstofnun telur
enn fremur að ?ógerningur sé að
leggja veg samkvæmt leið B út vest-
anverðan Þorskafjörð í gegnum
Teigsskóg án þess að það hafi í för
með sér umtalsverð umhverfisáhrif
og veglagning þar samræmist ekki
lögum um náttúruvernd og stefnu-
mörkun stjórnvalda til sjálfbærrar
þróunar?.
Umhverfisstofnun telur ?að fyr-
irhuguð veglagning skv. leið B muni
hafa umtalsverð umhverfisáhrif á
birkiskóga, erni, votlendi, strendur,
lífríki, landslagsheildir og jarðmynd-
anir og er hún að áliti Umhverf-
isstofnunar einnig í andstöðu við
markmið laga um vernd Breiða-
fjarðar vegna áhrifa á lífríki, lands-
lag og jarðmyndanir?.
Stofnunin telur einnig
að leið B ?muni eyði-
leggja Teigsskóg í nú-
verandi mynd, óháð því
hvaða útfærsla á leið-
inni verður valin, og
arnarsetur við Djúpa-
fjörð, auk þess sem
leiðin mun hafa mikil
áhrif á landslag? og að
?Teigsskógur hafi mik-
ið verndargildi og að
það rask á skóginum
sem verður vegna fyr-
irhugaðar vegagerðar
sé með öllu óásættanlegt. Slíkt er
enn fremur niðurstaðan í skýrslu
Náttúrustofu Vestfjarða um gróð-
ur?.
Skógrækt ríkisins segir að ?þétt-
leiki birkisins í Teigskógi sé ein-
stakur. Á stöku stað í miðhluta skóg-
arins má líta stórvaxinn reynivið
sem myndar yfirhæð í frekar lág-
vöxnu birkikjarrinu?. Skógræktin
segir að skógareyðing sem nemur 50
ha sé ?mesta samfellda skógareyð-
ing sem átt hefur sér stað vegna
framkvæmda hér á landi í seinni
tíð?. Skógræktin leggur til leið C.
Fornleifavernd ríkisins telur ?leið
B lakasta kostinn? og að ?leið D sé
besti kosturinn?.
Minnihluti Breiðafjarðarnefndar
telur ?að hafna beri leiðum B og C
þar sem þær leiðir hafi mest nei-
kvæð, óafturkræf áhrif á náttúru
Breiðafjarðar og séu í andstöðu við
markmið laga nr. 54/1995 um vernd
Breiðafjarðar vegna áhrifa á lífríki,
landslag og jarðmyndanir. Minni-
hluti nefndarinnar telur ásættanlegt
að velja leið D með ákveðnum breyt-
ingum?.
Umsagnaraðilar og þeir sem
gerðu athugasemdir minntust á
mörg önnur atriði. Til dæmis að leið
B sé brot á lögum nr. 64/1994 um
fuglavernd (með viðbót frá 2004).
Leirur og sjávarfitjar njóti sér-
stakrar verndar skv. lögum um nátt-
úruvernd nr. 44/1999. Einnig er bent
á að leið B sé á skjön við ákvæði í
Náttúruminjaskrá, Skrá um al-
þjóðlega mikilvæg fuglasvæði, vál-
ista fugla, norrænan lista um mik-
ilvæg strandsvæði, fimmta kafla (35.
gr) náttúruverndarlaga (nr.44/1999)
um landlagsvernd, stefnumörkun
ríkisstjórnarinnar um sjálfbæra þró-
un o.s.frv.
Leið B mun að öllum líkindum
koma í veg fyrir áframhaldandi
þangnám í Djúpafirði. Íbúar í
Djúpadal og Gufudal eru mótfallnir
leið B, enda eru þeir með henni
komnir úr alfaraleið, en þeir hafa
verið að byggja upp ferðaþjónustu
undanfarin ár. Leið B þjónar því
ekki byggðastefnu í vestanverðri
Reykhólasveit.
Árið 2000 sendu sveitarstjórn-
irnar í Vesturbyggð, Tálknafjarð-
arhreppi, Reykhólahreppi, Dala-
byggð og Saurbæjarhreppi
sameiginlegt ákall til samgöngu-
ráðherra þar sem fram kemur að
þær eru mótfallnar því að ?að þvera
þrjá firði og um leið að raska mjög
sérstöku og fallegu landi, sem eru
kjarri vaxin nes og firðir með ein-
stöku fjöru- og fuglalífi. Margt er til
vinnandi til að losna við þá umhverf-
is- og sjónmengun sem óneitanlega
yrði samfara slíkri mannvirkjagerð í
hinni einstöku náttúrufegurð sem er
á þessum slóðum við Breiðafjörð?.
Í bréfi Vegagerðarinnar í kæru-
ferlinu, dags. 14.8.2006, stendur:
?Verði leið C valin er rétt að hafa í
huga að þá verður ekki lengur þörf á
að þvera Djúpafjörð í nágrenni við
varpstaði arna. Miðað við gefnar for-
sendur er hér um að ræða tilvik þar
sem einmitt reynir á tilgang og
markmið ofangreinds lagaákvæðis
[19. gr. laga nr. 64/1994] um að sam-
rýma þurfi verndunarsjónarmið öðr-
um almannahagsmunum. Verður
ekki betur séð en að unnt væri að
finna lausn sem samræmt geti þessi
sjónarmið í anda ofangreinds laga-
ákvæðis?.
Þetta mál snýst því ekki eingöngu
um ?nokkrar birkihríslur? heldur
miklu miklu meira, enda hafa fjöl-
margir einstaklingar og samtök á
borð við Landvernd, Náttúruvernd-
arsamtök Íslands, Fuglavernd og
Náttúruvaktina mótmælt leið B
harðlega.
Ég tel að göng undir Hjallaháls
myndu sætta ólík sjónarmið í þessu
máli og gott betur en það, enda er
leið B langdýrust valkostanna
þriggja og að öllum líkindum dýrari,
en leið D með veggöngum. Í haust sá
ég drög að þessum göngum hjá
Vegagerðinni. Þau geta komið fljótt
ef allir leggjast á eitt.
Vestfjarðavegur 60 um Gufudalssveit
Gunnlaugur Pétursson skrifar
um Vestfjarðaveg
»
Ég tel að göng 
undir Hjallaháls
myndu sætta ólík 
sjónarmið í þessu máli
og gott betur en það
Gunnlaugur Pétursson 
Höfundur er verkfræðingur.
ÍSLENDINGAR búa við nokkuð
sérstakt stjórnarfyrirkomulag hin
síðari árin. Þetta er ekki venjulegt
lýðræði því að sjaldan hefir komið
fyrir að Alþingi fjalli
um skipan nýrrar rík-
isstjórnar heldur er
þingið notað til að
leggja blessun sína yf-
ir þá ríkisstjórn sem
valin hefir verið eða
tilnefnd af formanni
einhvers stjórn-
málaflokks oftast í
samráði við einhvern
annan flokk. Sama til-
nefningarkerfið gildir
um ráðherrana. Þann-
ig tilnefndi Davíð
Oddsson Halldór Ás-
grímsson, en Halldór
síðan Geir Haarde.
Síðan voru þessar rík-
isstjórnir blessaðar af
forsetanum.
Nú hefir Geir
Haarde útnefnt Val-
gerði Sverrisdóttur til
að stjórna utanrík-
isráðuneytinu og
hyggst hún nú láta að
sér kveða þar. Mogg-
inn segir frá því að
ráðherrann hafi nú til-
nefnt þrjá embættismenn til að
taka upp viðræður við Norðmenn
og Dani í næstu viku til að ræða
við þá um varnir landsins og að
viðræður við Breta verði eftir ára-
mótin. Þetta er kallað Nato-
viðræður (á reykvísku Nado-
viðræður). Um Breta er það að
segja að þeir hættu öllu hern-
aðarbrölti við Íslendinga árið 1977
þegar sætzt var á 200 mílna lög-
sögu Íslands til fiskveiða sem
endalok þorskastríðsins. Þótt Dan-
ir erfðu Ísland 1380 og stjórnuðu
því síðan í 600 ár voru þeir þó aldr-
ei sérlega ánægðir með gripinn og
reyndu því að selja Englendingum
sem ekki gekk. Þeir því eiginlega
aldrei mjög áhugasamir um varnir
eða aðra hermennsku. Við höfum
því ekki neitt undan þeim að klaga.
Öðru máli gegnir um Norðmenn
sem sölsað hafa undir sig meg-
inhlutanum af Íslandshafinu austan
landsins og nefna það nú ?Norske
havet.? Þar eiga þeir nú í stöðugu
stríði við Íslendinga og er þetta
eina þjóðin sem op-
inberlega á í stríði við
hagsmuni Íslands.
Þetta tekur ekki að-
eins til fiskveiðanna
heldur jafnframt til
annarra nytja við
Svalbarð þar sem Ís-
lendingum eru meinuð
eðlileg afnot sem við-
urkennd hafa verið af
alþjóðadómstólum en
Norðmenn standa
gegn vegna sjálftöku
þeirra á þessum hags-
munum.
Nú hlýtur að vakna
sú spurning hvort ut-
anríkisráðuneytinu sé
nú ókunnugt um að
Ísland hefir lýst yfir
ævarandi hlutleysi og
ákveðið að hafa engan
her til að verja landið.
Þetta þýðir að Ísland
aðhyllist ekki þá
stefnu að hern-
aðarbandalög skuli
vera úrskurðaraðilar
um innri málefni Ís-
lands og að slíkir úrskurðir skuli
útkljáðir fyrir alþjóðadómstólum.
Það ætti því að vera útilokað að Ís-
land skuli taka upp viðræður um
slíkt við Norðmenn sem eru eina
þjóðin sem enn er vitað um að eigi
opinberlega í stríði við Ísland. Er
ekki kominn tími til að utanrík-
isráðuneytið geri landsmönnum
grein fyrir hinni breyttu stefnu í
ráðuneytinu? Hver er stefna þess-
ara norsksinnuðu stjórnmála-
manna? Þeir eru aðeins að spilla
fyrir málstað Íslands og draga
menn á asnaeyrunum til óhæfu-
verka sem þeim verða aldrei fyr-
irgefin. Ekki einu sinni af fram-
sóknarmönnum. 
Hernaðarbrölt 
utanríkisráðu-
neytisins
Önundur Ásgeirsson skrifar um
utanríkis- og varnarmál
Önundur Ásgeirsson 
»
Er ekki kom-
inn tími til
að utanrík-
isráðuneytið
geri lands-
mönnum grein
fyrir hinni
breyttu stefnu í
ráðuneytinu?
Höfundur er fv. forstjóri Olís.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60