Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						54 LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndahúsin verða lokuð á þor
Sími - 462 3500
Sími - 564 0000
t
t
t
t
tt
tt
t
t
Óskum landsmönnum
Opnum aftur 26.desem
staðurstund
Á
Þorláksmessu milli kl. 16 og 17 árit-
ar Arnaldur Indriðason nýjustu bók
sína Konungsbók í Þjóðmenningarhús-
inu. Arnaldur mun koma sér fyrir nálægt
hinni einu sönnu Konungsbók Eddu-
kvæða, handriti frá síðari hluta 13. aldar,
sem er til sýnis á sýningu Árnastofnunar
Handritin í Þjóðmenningarhúsinu. Í bók
Arnaldar er það einmitt leyndarmál
tengt Konungsbók Eddukvæða sem leiðir
hina æsispennandi atburðarás áfram.
Af þessu tilefni verður aðgangseyrir að sýningum Þjóðmenningarhússins
felldur niður á meðan á áritun stendur svo að gestir geti óhikað notið þess
að skoða Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu og önnur merk-
ishandrit. Á sýningunni er auk þess hægt að kynna sér menningarlegt og
sögulegt hlutverk íslenskra miðaldahandrita og efnisins sem þau geyma..
Bók Arnaldar, Konungsbók, verður til sölu í verslun Þjóðmenningarhúss-
ins á sérstöku afsláttarverði, 3.500 kr., á sama tíma og Arnaldur áritar. Hús-
ið er opið frá kl. 11 til 17.
Söfn
Arnaldur Indriðason áritar bók
sína í Þjóðmenningarhúsinu
Skráning viðburðar í Staður og stund er á
heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos
Skráning viðburða 
Tónlist
Fríkirkjan í Reykjavík | Á aðfangadags-
kvöld munu Páll Óskar söngvari & Monika
hörpuleikari leika jólalög í miðnæturmessu
í Fríkirkjunni í Reykjavík ásamt strengja-
kvartett. Einnig koma fram Anna Sigríður
Helgadóttir sópransöngkona og Carl Möll-
er. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson mun
flytja hugvekju. Aðgangur er ókeypis.
Myndlist
Anima gallerí | Bjarni Sigurbjörnsson, Jón
Óskar og Kristinn Már. Til 23. des.
Art-Iceland.com | Skólavörðustíg 1a er
með smámyndasýningu frá 10. des. 2006
til 14. janúar 2007. Listamennirnar 20 og
galleríið gefa 10% af sölu til Barnaheilla.
Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og
áhugaverð. Vikuna fyrir jól er opið frá 11?21.
Eftir jól frá 12?18. Allir velkomnir. 
Artótek Grófarhúsi | Tryggvagötu 15 1.
hæð. Anna Hallin myndlistarmaður hefur
opnað sýningu á verkum sínum. Anna lærði
myndlist á Íslandi, í Svíþjóð og Bandaríkj-
unum. Hún hefur haldið sýningar víða um
heim og hlotið margvíslegar viðurkenn-
ingar. Anna sýnir teikningar og myndband.
Sjá http://www.artotek.is 
Bananananas | Hye Joung Park sýnir verk-
ið Einskismannsland í Bananananas um
helgina, opið verður frá kl. 16?18, laugar-
daga og sunnudaga til og með 23. desem-
ber. Bananananas er á horni Laugavegar
og Barónstígs, gengið inn um gula hurð
Barónstígsmegin ofan við Laugaveg.
Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með
málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu-
málverk. Sýningin stendur til áramóta. 
Gallerí - Skálinn | Gallerí ? Skálinn, Seyðis-
firði. Garðar Eymundsson og Rúnar Loftur
sýna teikningar, pastelmyndir, vatnslita-
myndir og olíumyndir. Opið eftir hádegi alla
daga til jóla.
Gallerí Úlfur | Sigurdís Harpa Arnarsdóttir
sýnir út des. Opið virka daga kl. 14?18.
Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um
1000 listaverk eftir börn sem unnin voru í
listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starf-
ræktar voru sumrin 1988?2004. Fyrirtæki
og stofnanir geta fengið leigð verk úr safn-
inu til lengri eða skemmri tíma. Til 21. jan.
Sýning á myndskreytingum í íslenskum
barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21.
janúar 2007. Sjá www.gerduberg.is. 
Gerðuberg | Hugarheimar ? Guðrún Bergs-
dóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein
allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og for-
ma; eins og íslensk brekka þakin berjum að
hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum.
Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tján-
ingu sem sprettur fram úr hugarheimi
hennar. Sýningin stendur til 21. janúar. Sjá
www.gerduberg.is.
Grafíksafn Íslands | Samsýning 20 félags-
manna í íslenskri grafík. Opið fimmtudaga -
sunnudaga frá kl. 14?18. Grafíksafn Íslands
?salur íslenskrar grafíkur er í Tryggvagötu
17, hafnarmegin. Sýningin er sölusýning og
stendur til 23. desember.
Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30.
desember. Verkin eru úr bók hans ?Loca-
tions? sem kom út nú fyrir jólin. Sýningin í
Hafnarborg hefur fengið sömu yfirskrift.
Þarna er fyrst og fremst um að ræða
myndir af stöðum sem bera ummerki
mannfólksins.
Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, sýnir í Sverris-
sal og Apóteki. Á sýningunni verða stein-
leirsmyndir og verk unnin á pappír með
akrýl, olíukrít, pastel og bleki. 
Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til
23. desember.
Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir
sýnir í Menningarsal til 8. janúar.
i8 | Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig,
stendur nú yfir í i8 fram að jólum. Opið þri.-
fös. frá kl. 11?17 og laugardaga frá kl. 13?17.
Undir stiganum í i8-galleríi stendur yfir
sýning Péturs Más Gunnarssonar Eins og
að sjálfsögðu. Til 23. des.
Kaffi Sólon | Elena Fitts sýnir málverk á
Sólon. Verkin eru unnin með olíu á striga.
Elena fæddist 1984 í Úkraínu, byrjaði að
teikna mjög ung. Hún flutti til Íslands 1999
og ári síðar hóf hún að nota olíuliti. Til 5.
janúar.
Kling og Bang gallerí | Sirra Sigrún Sig-
urðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís
Sif Gunnarsdóttir og Daníel Björnsson
sýna í Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23.
Sýningin heitir Ljósaskipti-Jólasýning
Kling og Bang og stendur til 28.janúar
2007.
Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des-
ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við
Freyjugötu er alltaf opinn.
Listasafn Íslands | Frelsun litarins/Regard
Fauve, sýning á frönskum expressjónisma í
upphafi 20.aldar. Sýningin kemur frá
Musée des beaux-arts í Bordeaux í Frakk-
landi, 52 verk eftir 13 listamenn. Sýning á
verkum Jóns Stefánssonar í sal 2. Opið frá
kl. 11?17 alla daga, lokað mánudaga. Ókeyp-
is aðgangur.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús |
Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir
af fremstu listamönnum Bandaríkjanna,
sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn-
ingunni. Sýningarstjórarnir eru í fremstu
röð innan hins alþjóðlega myndlistarvett-
vangs. Sýningin hefur farið víða um heim,
m.a. til New York og Lundúna.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Lokað í
desember og janúar.
Listasetur Lafleur | Sölusýning stendur nú
yfir í Listasetri Lafleur á myndverkum
Benedikts S. Lafleur. Benedikt sýnir þar
myndaskúlptúra sína og glerlistaverk.
Myndaskúlptúrarnir eru nýjung í myndlist
þar sem þau sameina listform á frumlegan
hátt. Gestir geta notið bókakaffis Lafleur
útgáfunnar og slakað á í jógarými. Til 23.
des.
Ófeigur listhús | Skólavörðustíg 5. Mál-
verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýningin
stendur til áramóta og er opin á verslunar-
tíma. 
Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir ?Fram-
köllun? í Skaftfelli, menningarmiðstöð á
Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir
vinnuteikningar; ?ég missti næstum vitið?
á Vesturveggnum. www.skaftfell.is
Smiðjan-Listhús | Jólasýning Smiðjunnar-
Listhúss, Ármúla 36, stendur nú yfir.
Gömlu meistararnir í bland við yngri lista-
menn þ.á.m Þorvald Skúlason, Jón Stef-
ánsson, Jóhann Briem, Kjarval, Hafsteinn
Austmann, Valgarð Gunnarsson,og Tolla
svo fátt eitt sé nefnt. Opið virka daga kl.
10?18 og lau. kl. 12?17. Allir velkomnir. 
Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð-
minjasafninu stendur yfir jólasýning með
myndum tvíburabræðranna Ingimundar og
Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga
anda jólanna á sjöunda áratuginum. Margt
í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og
fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina
sönnu jólastemningu bernsku sinnar.
Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis
þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta
Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns,
ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd-
irnar tók hann við störf og ferðalög á tíma-
bilinu 1946?60. Þær eru eins og tímasneið
frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar.
Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir
sýning á útsaumuðum handverkum list-
fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin
byggir á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson
textíl- og búningafræðings. Myndefni út-
saumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna
og kynjadýraveröld fortíðarinnar. 
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend-
ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva-
götu 15, 1. hæð, sýningin ? ? hér er hlið
himinsins? sem Borgarskjalasafn Reykja-
víkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli
Hallgrímskirkju. Sýningin er opin virka
daga kl. 11?19 og um helgar kl. 13?17. Að-
gangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan.
Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla
daga nema mánudaga kl. 10?17. Hljóð-
leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og
sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu-
leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is Sími 586 8066.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð-
deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög-
um til Íslands í gegnum aldirnar. 
Sú þrá að þekkja og nema ? Sýning til
heiðurs Jónasi Jónassyni frá Hrafnagili ?
150 ára minning. Jónas var prestur, rithöf-
undur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk
hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um.
Sýningin spannar æviferill Jónasar. 
Upp á Sigurhæðir ? Matthías Jochumsson
var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar.
Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og
Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir
sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn-
ingin stendur yfir til 31. desember. Sjá
heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is
Norska húsið í Stykkishólmi | Í Norska
húsinu er jólastemningin allsráðandi og
húsið er skreytt hátt og lágt. Heimsókn í
Norska húsið á aðventunni er sannkallað
ævintýri fyrir börn á öllum aldri og ógleym-
anleg upplifun á aðventunni. Í krambúð
hússins er jólakrambúðarstemning og boð-
ið er upp á heitan epladrykk og piparkökur.
Til 23. des.
Þjóðmenningarhúsið | Að vanda eru fjöl-
breyttar sýningar í sölum Þjóðmenning-
arhússins. Þær eru: Íslensk tískuhönnun,
með fatalínum frá níu merkjum eða hönn-
uðum í samhengi við íslenska náttúru.
Berlin Excursion, bókagerðarlist frá forlagi
rithöfunda og myndlistarmanna frá Berlín.
Fyrirheitna landið og Handritin að auki.
Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um
grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ævin-
týralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem
hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í
flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar,
fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna.
Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihúss.
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11?17.
Bækur
Þjóðmenningarhúsið | Upplestrarserían
Jólahrollur í hádeginu fer fram í Þjóðmenn-
ÞAÐ er mikið gleðiefni hversu mikil
vitundarvakning hefur orðið um ís-
lenskan tónlistararf undanfarin ár,
en tónlistarfólk hefur í síauknum
mæli sótt í þann brunn, ýmist í leit að
innblæstri fyrir nýja tónsköpun ell-
egar til úrvinnslu á því efni sem er
fyrir hendi. Nokkrir aðilar úr ís-
lensku tónlistarlífi hafa tekið þátt í
að rannsaka, sem og flytja íslenska
tónlist með það fyrir augum að end-
urvekja hana á lifandi og nýjan en
stundum jafnvel upprunalegan máta,
eftir því sem næst verður komist
samkvæmt núgildandi þekkingu.
Mætti þar t.d. nefna Snorra Sigfús
Birgisson tónskáld, Mörtu Halldórs-
dóttur söngkonu og Örn Magnússon
píanóleikara o.fl., Báru Grímsdóttur
söngkonu, Didda fiðlu og Kvæða-
mannafélagið Iðunni með Steindór
Andersen í broddi fylkingar.
Á hljómdiskinum Fagurt er í fjörð-
um leitast Gerður Bolladóttir, með
aðstoð Sophie Schoonjans hörpuleik-
ara og Hlínar Erlendsdóttur fiðlu-
leikara, við að færa íslensk þjóðlög
frá ýmsum tímum, þekktum sem
óþekktum, nær uppruna sínum með
því notast annars vegar við undirleik
hörpu, hins vegar fiðlu og hafa rödd-
ina í forgrunni. Útsetningarnar sem
leiknar eru á hörpu eru píanóútsetn-
ingar eftir Austurríkismanninn dr.
Ferdinand Rauter, úr bókinni Ís-
lensk þjóðlög, safn Engel Lund en
fiðluútsetningarnar eru nýjar, sér-
staklega samdar af þessu tilefni af
Önnu S. Þorvaldsdóttur, tónskáldi.
Einnig eru þrjú lög sögð í hefð-
bundnu lagformi, sem ég hef aldrei
heyrt um, en hljómar á plötunni sem
fiðlurödd sem spilar að mestu fimm-
und neðar eða raddanir sem gætu
verið hluti af hljómborðs- eða kórút-
setningu. Reyndar er öll lögin sem
Anna útsetur, auk laganna sem eru í
téðu hefðbundu lagformi, einnig að
finna í safni Engel Lund í útsetn-
ingum Rauter (sem hefði mátt koma
fram í bæklingnum).
Þar sem þekking á íslenskri tón-
listarsögu er nokkuð takmörkuð hef-
ur fólk vissulega ólíkar skoðanir á
henni. Ég get verið sammála því að
röddin eigi að vera í forgrunni en skil
ekki að öðru leyti hvers vegna Gerð-
ur ákveður að fara þessa leið í að
[...endurvekja þann forna hljóm sem
álitið er að hafi einkennt íslensk
þjóðlög fyrr á tímum...], eins og segir
í formála Andra Snæs Magnasonar.
Eins veit ég ekki alveg hvað átt er
við með [...að ná fram fornum fínleik
og blæbrigðum í flutningi hennar...]
þar sem í grunninn er um alþýðu-
tónlist að ræða, sem er lifandi hefð,
fín eða gróf og allt þar á milli, allt eft-
ir persónuleika, stétt og stöðu flytj-
andans. 
Til eru heimildir um fiðlur eða
gígjur á Íslandi fyrr á öldum, en
nafngiftir á hljóðfærum eru því mið-
ur oft mjög á reiki í gömlum hand-
ritum; gígja getur t.d. líka þýtt
munngígja eða gitter (forngítar). En
eitt er þó víst að íslenska fiðlan var
frumstætt tveggja strengja strok-
hljóðfæri, harla ólík að gerð og hljóð-
an evrópsku fiðlunni sem Hlín leikur
á, en slík fiðla náði fyrst fótfestu á ís-
landi 1852 þegar Voga-Jón nokkur
fór að kenna Íslendingum að spila
erlend danslög, alls óskyld íslensku
þjóðlögunum. Fátt er vitað um hörp-
ur á Íslandi nema að Jón Ögmund-
son biskup átti að hafa vaknað upp
alspilandi á hörpu kringum 1100 eft-
ir að Davíð vitraðist honum í draumi
og til er vísa eftir Jón Arason biskup,
þar sem hann lýsir því að hann
skemmti heimilisfólki sínu með
hörpu. Dæmi eru um að synfon (svip-
að amerísku hurdígurdí) sé kallað
harpa og jafnvel að hljóðfæri yfir
höfuð séu kölluð hörpur, svo ljóst er
að heimildir um hörpuleik í íslenskri
þjóðlagatónlist eru næsta villandi.
Það sem kæmist nálægt því því að
vera harpa væri Saltari (eins konar
borðsítar) sem er öllu frumstæðara
hljóðfæri og heldur fjarskylt þjóð-
lagahörpunni sem hljómar annars
engilblítt á plötunni. 
Hvað sem öðru líður heyrði hljóð-
færaeign og -leikur til algjörra und-
antekninga hér áður fyrr, fyrir utan
langspilið frá 1700 og grundvallaðist
því þjóðlagahefðin á munnlegri
geymd, sem er í órofa sambandi við
frásagnalistina, þar sem sögur, lýs-
ingar og stemningar eru þunga-
Gælt við upprunann
TÓNLIST
Geisladiskur
Gerður Bolladóttir syngur íslensk þjóðlög
við undirleik Sophie Schoonjans á hörpu
og Hlínar Erlendsdóttur á fiðlu. Nýjar út-
setningar á trúarlegum þjóðlögum með
fiðluundirleik eru eftir Önnu S. Þorvalds-
dóttur en útsetningar á veraldlegum
þjóðlögum eftir Ferdinand Rauter, upp-
runalega fyrir píanóundirleik en hér leikn-
ar á hörpu. Utan eitt, Vísur Vatnsenda-
rósu útsettar af Jóni Ásgeirssyni.
Upptökur fóru fram í Fella- og Hólakirkju,
September 2005. Hljóðritun: Ólafur Elí-
asson. Útgáfufélagið Ljómur gefur út.
Gerður Bolladóttir sópran ? 
Fagurt er í Fjörðum 
Morgunblaðið/ÞÖK
Þjóðlegt Gerður Bolladóttir og Sophie Schoonjans við hörpu Sophie.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60