Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.2007, Blaðsíða 4
Eftir Rögnu Sigurðardóttur ragnahoh@simnet.is É g hitti Pierre Huyghe að máli þar sem hann stóð frammi fyrir málverki eftir Jóhann Briem og talaði um birtu en á sýningu Huyghe munu sýningargestir sjá margar perlur íslenskr- ar málaralistar í nýju ljósi. Sýning verður viðburður RS. Mig langaði að byrja á því að spyrja þig um titil sýningarinnar. PH. Já, titill hennar er „Í beinni“ og „Við- burður verður sýning“ er undirtitill. Í stuttu máli þá er ég með verk í þremur sölum og vinn í einum þeirra með safneignina á ákveðinn máta. Ég sýni þrjár kvikmyndir. Ein myndanna sýnir hátíðahöld í nýju hverfi sem nefnist Streamside, önnur sýnir ferð til Suðurskautslandsins og í framhaldinu var bú- inn til viðburður í Central Park, eins konar birtingarmynd þessarar ferðar og hann var einnig kvikmyndaður. Síðan er mynd um verkefni sem ég vann við Harvard-bygg- inguna í Bandaríkjunum. Hún heitir Nú er ekki tími til að láta sig dreyma, en það var einn forstöðumanna stofnunarinnar sem sagði þessa setningu. Hann vildi ekki að ég yrði viðstaddur fund sem haldinn var um verkefnið og þetta var skýringin sem hann gaf á því, hann áleit listamenn augljóslega týna sér í draumórum. Þarna var ég beðinn um að vinna verk inn í byggingu eftir Le Corbusier, myndlistardeild við Harvard- háskólann. Ég bjó til brúðuleikhús um vinnu mína þar og vinnu Corbusiers við að hanna bygginguna. En ég er ekki að gera heimildarmyndir um raunveruleikann og ég er ekki að skapa skáldskap, fyrst skapa ég raunveruleikann og síðan skráset ég hann. Venjulega þegar kvik- mynd er tekin er fyrst búin til sviðsetning, sem er ekki ekta en í mínu tilfelli er ekki svo. Svo við komum síðan aftur að titli sýning- arinnar, þá er það þannig að ef ég bý til há- tíðahöld, ef ég bý til óperu í Central Park eða geri brúðuleikhús, þá er ég að skapa viðburð, en ekki sýningu. RS: Á ensku skapast ákveðin spenna milli merkingarmismunar orðanna „show“ og „ex- hibition“ sem við höfum síður milli íslensku orðanna viðburður og sýning. Hvernig skil- greinir þú muninn á „show“ og „exhibition“? PH: Ég gæti til dæmis sagt að myndirnar þrjár sýni viðburði (show) sem sjá má á sýn- ingunni (exhibition). Það sem ég held að sé munurinn á sýningu og viðburði er, að ef við hugsum samkvæmt Deleuze um eilífa verð- andi, þá er sýningin verðandi. Ég held að hin verðandi ímynd sýningarinnar sé viðburð- urinn. Ég hef áhuga á sýningunni sem listformi. Hvenær er sýnt, og hvernig. Hvernig sýning getur verið tímatengd. Hver er rauntími sýn- ingar? Ég er að reyna að aðskilja orð sem fólk notar í sífellu án þess að skilja merkingu þeirra í raun og veru. Í Tate-safninu var ég með framsetningu á verkum, innan hennar voru sýningar á heimildarmyndunum. Sýning er ekki viðburður, í þeim skilningi að sýning þarfnast ekki sérstakrar viðhafnar, lýsingar eða slíks. Þegar farið er í leikhús, eða óperu eða bíó er hægt að taka mynd af einhverju, það er tilbúið til að verða ímynd. Ef mynd af manneskju verður ímynd er hún orðin fræg. Það vilja allir í dag, allir vilja verða ímynd. Og sem listamaður vinn ég með þessa stað- reynd. Mig langar til að fjalla um framsetn- ingu listaverka, þau geta birst í hvaða formi sem er, í sjónvarpi eða í bókaformi. RS. Hvað um vinnu þína innan veggja Listasafns Reykjavíkur núna? Er þetta í fyrsta sinn sem þú vinnur með safneign á þennan hátt? PH: Já. Ég hef leikið mér með eitt og eitt listaverk, en aldrei unnið með heila safneign sem slíka, þótt auðvitað noti ég ekki öll verkin hér. Ég vinn með titil sýningarinnar á bók- staflegan máta. Ég er að vinna að sýningu, og kannski verður þessi sýning að viðburði. Sýn- ingin getur hugsanlega, í rauntíma orðið að viðburði, með hjálp ljósakerfis. Lýsingin breytist frá stund til stundar, yfir daginn. Ég skapa tímatengda upplifun á verkum nokk- urra listamanna. Stundum sér áhorfandinn verkin og stundum ekki. Ennfremur breyti ég verkunum með til dæmis rauðu eða bláu ljósi. RS: Hvað réð vali þínu á verkunum? PH: Safnið sendi mér myndir af eign sinni. Ég sá að myndefnið byggðist mjög á daglegu umhverfi, landslag, þorp, hús, fólk, húsdýr … Ég fæst ávallt við samhengi hlutanna, Ant- arktíku, Harvard-bygginguna, og nú Ísland. Þessi verk sýna daglegt umhverfi og ég vil leitast við að sýna það í nýju ljósi. Eins og að skera gat á vegginn, ef ég gerði það sæjum við borgina, eða okkur sem sitjum hér. Það sem ég geri er að nota ljósakerfi til að breyta því hvernig við sjáum þetta daglega um- hverfi. Ég bæti tímaþættinum við rýmisþátt- inn. Það sem ég vildi gjarnan sjá gerast væri að áhorfandinn kæmi inn á sýninguna og upp- lifði hana í fyrstu sem samsýningu, sýningu á verkum fjölda listamanna. En síðan breytist sýningin í viðburð, eitthvað sem krefst sér- stakrar viðhafnar eins og ég nefndi áðan, sér- stakrar lýsingar. Ég vil skapa augnablik óvissu. En síðan sýni ég einnig mitt eigið verk í þessum sal, myndina sem kallast Nú er ekki tími til að láta sig dreyma. Arkitektúr og draumar RS: Hér varst þú beðinn um að skapa lista- verk í byggingu sem ekki var hönnuð fyrir slíkt, eða er það ekki rétt að Le Corbusier vildi engar skreytingar á byggingar sínar? PH: Jú, hann hataði allt slíkt. Og í þessu til- felli leitaðist hann við að fella mismunandi starfsemi bygginganna að hönnun þeirra, þetta er háskólabygging sem þjónar marg- víslegum hlutverkum. Þeir buðu mér að gera eitthvað í samhengi við bygginguna og það voru miklar væntingar. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, þetta reyndist flóknara en ég hafði haldið. En le Corbusier átti einnig við vanda að stríða þegar hann hannaði bygg- inguna. Hann þurfti líka að semja við for- stöðumenn háskólans á þeim tíma. Ég komst yfir bók með öllum upplýsingum um það vinnuferli og fór loks þá leið að láta verkið fjalla um þessi tvö vinnuferli, mitt og hans, og valdi verkinu form brúðuleikhúss. Ég lét byggja nýja kennslustofu þar sem verkið var flutt. Myndin er heimildarmynd um flutning þessa verks. RS: Hvað um le Corbusier, hafðir þú sér- stakan áhuga á verkum hans áður en að þessu verkefni kom? Er arkitektúr hans áberandi í borgarmynd Parísar? PH: Það sem er áberandi eru blokkirnar, háhýsin. Hann hefur fengið sökina fyrir bygg- ingarframkvæmdir bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum sem unnar eru í hans anda, en það er ekki hinn raunverulegi Corbusier. Verk hans hafa hins vegar verið hæfi- leikasnauðu fólki innblástur, fólki sem hefur enga sýn. Þar liggja mistökin, ekki hjá Corbu- sier. Það er tilhneiging til að líta á Corbusier sem þurran rökhyggjumann en það var hann ekki. Hann átti sér drauma og hafði ákveðna útópíska sýn. Ég hef gert verk sem sýnir tvö háhýsi í anda Corbusier. Þar vildi ég birta mynd af einhverju sem var hluti af ímynd sjö- unda áratugarins. Síðar var ég beðinn um að gera þetta verk í tengslum við byggingu hans í Harvard, en tenging mín við hann áður var svo sem engin sérstök. Sköpun raunveruleikans RS: Hvað um Ferðina sem aldrei var farin? Sú mynd fjallar um ferð á Suðurskautið í leit að hvítingjamörgæs og um viðburð í Central Park. Þegar ég fyrst las um verkið var ég ekki viss um hvort ferðin á Suðurskautslandið hefði átt sér stað í raun og veru. PH: Jú, ég fór í raun og veru. En ég kýs að leyfa óvissunni að lifa. Þetta hefst allt á stað- hæfingu, frumskilyrði. Ný eyja, nýtt land- svæði. Þegar ég hef sett fram þá staðhæfingu að á Suðurskautslandinu sé ófundin eyja, þá er ég kominn með ástæðu til að fara þangað. Þetta er goðsagnasköpun. Ég gæti sagt; uppi á hálendi Íslands er nýtt fjall, nú skulum við ná okkur í Landrover og fara þangað. Í þessu tilfelli sagði ég; þarna er ný eyja og ný dýra- tegund lifir þar, við skulum fara og finna hana. Við skulum leigja bát og fara. Og ég fann hana. Ég hef áhuga á að skapa svæði þar sem þekking okkar er ekki bundin rökhyggju, þar sem hægt er að skapa nýjar goðsagnir, nýja siði og athafnir. Ég vil leyfa efanum að vera hluti af verkinu. Síðan kom að því að „endurgera“ ferðalagið og sýna það í Central Park. Þar vildi ég skapa eitthvað sem var óljóst en skýrt samtímis og líka gera úr því óperu! Skapa jafngildi ferð- arinnar til Suðurskautsins. Í Central Park var allt svart en ekki hvítt. Form ísjakanna voru svört, andstæða landslagsins í ferðinni. Því það er ekki hægt að koma með eitthvað ann- ars staðar frá, það er ekki hægt að fara til Afríku og koma til baka með afríska grímu því hitinn verður eftir í Afríku, lyktin o.s.frv. Það er engin leið að endurskapa raunveruleikann. Kannski reyndu impressionistarnir þetta. Þeir leituðust við að skapa myndverk þar sem fjar- lægðin milli málarans og viðfangsefnisins var sú sama og milli áhorfanda og viðfangsefnis. Mig langaði að endurskapa tilfinninguna sem ég hafði upplifað á Suðurskautinu en ég hugs- aði með mér að ég gæti gert það með ein- hverju allt öðru, til dæmis bílum! RS: Hvað um kenningar frönsku heimspek- inganna á borð við Baudrillard, um endurgerð veruleikans, eða skrif Roland Barthes? PH: Baudrillard hefur aldrei verið mik- ilvægur fyrir mér. Barthes er öðruvísi. Hann hefur skrifað um kvikmyndir á dásamlegan máta, ég er hrifinn af honum. Það sem ég vil gera í dag er að skapa fjall, eða blóm. Og kannski teikna blómið. Bara að fara og teikna blómið veldur mér vandræðum. Ég hef ekki áhuga á að vinna með þann raun- veruleika sem er þegar til, ég vil skapa raun- veruleika. Ég vil vinna abstrakt, en ekki í merkingu þeirrar abstrakt listar sem við þekkjum, heldur á lífrænni máta. Og ég vil upplifa þann raunveruleika sem ég skapa í Leikurinn mikli Pierre Huyghe er einn þekktasti myndlist- armaður Frakka í dag. List hans einkennist af fáguðum leik með mörk raunveruleika og skáldskapar. Ég vil virkja kraft ímyndunar- aflsins sem býr í hversdagsleikanum segir hann, skapa nýjar goðsögur. Pierre Huyghe hefur sýnt list sína í mörgum helstu söfnum veraldar, þar á meðal Guggenheim-safninu í New York og á síðasta ári í Tate Modern- safninu í London. Nú sýnir hann í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, undir titlinum Í beinni – viðburður verður sýning. » „Ég vil ekki festast í viðj- um listheimsins. Ég vil ekki vera hluti af sögu sem ég skrifa ekki sjálfur. Ég vil halda leiknum áfram, ég trúi á leikinn. Ég trúi á Dada, ég trúi á Filliou, Pi- cabia, Broodthaers, þeir eru allir þarna. Þeir eru þarna, leikendur hins mikla leiks,“ segir Huyghe sem sýnir nú í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. 4 LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Pétur Gunnarsson peturgun@centrum.is F rakkar og Íslendingar eigasammerkt að vera gjarnt aðlíta til upphafsins, eins- konar heimareits sem alltaf er hægt að fara aftur á til að end- urnýja sig og safna sér saman. Hjá Íslendingum er það land- námið og það hamfarahlaup sköpunar sem fylgdi í kjölfarið. Frakkar aftur á móti miða upphaf sitt við Grikkland til forna, þeim er tamast að byrja þar. „Land“ er vitaskuld ekki eins klárt hugtak hjá meginlandsþjóð og eyþjóð. Frakkland hefur í gegnum tíðina verið eins og harmonikka, inn og út, ýmist náð frá Miðjarðarhafi að Norð- ursjó, en líka skroppið saman í bleðilinn kringum París, eins og þegar Lúðvík 7. missti stóra skák af Frakklandi yfir til Eng- lands þegar hann skildi við drottningu sína, Alienóru af Pourquoi pas? Franskt vor á Íslandi! 22.2.–12.5. 2007 M/M & Gabríela Hönnuðirnir Mathias Aug- ustyniak og Michael Amzalag sýna í Hönn- unarsafni Íslands 23.02 - 12.05 ásamt Gabrí- elu Friðriksdóttur. Encyclopedían Sýning verður á frönskum fræði- ritum í Landsbókasafni - Háskólabókasafni 29.03 - 19.05. Meðal rita á sýn- ingunni er hið þekkta al- fræðirit frá 18. öld En- cyclopédie ou dictionnaire raisonné des sciences sem Denis Dide- rot ritstýrði. Frönsk menning og ís- lensk – í framhjáhlaupi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.