Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 4
Eftir Rögnu Sigurðardóttur ragnahoh@gmail.com V ið Hreinn mælt- um okkur mót á fámennu kaffi- húsi í mið- bænum. Hreinn tekur á móti blaðamanni með brosi og hýr- leika sem yfirgefur hann ekki þessa stund sem við spjöllum saman. Ég byrja á að inna Hrein eftir högum hans. Blm.: Ertu enn búsettur í Amst- erdam? Hreinn: „Já og hef verið það frá 1971. Það er alveg hægt að vera þar eins og einhvers staðar annars staðar. Hins vegar hef ég sama og ekkert gert í myndlistinni í Hol- landi um nokkurt skeið. Ég var með yfirlitssýningu í CIA í Amst- erdam 1992 og hef sýnt nokkrum sinnum í galleríinu hjá honum Kees van Gelder, síðast 1999. Utan Hol- lands hef ég verið hjá galleríi í Par- ís og öðru í Berlín en hér heima hjá i8, svo hafa verið sýningar í Skandínavíu svo eitthvað sé nefnt.“ Blm.: Sýningin í Serpentine, var það yfirlitssýning frá öllum ferl- inum? Hreinn: „Nei, í rauninni ekki. En það eru þarna verk sem ná aftur til sjöunda áratugarins, til dæmis end- urgerð á einu gömlu verki sem þó er ekki endurgert nákvæmlega, heldur er meira eins og saga sem sögð er í annað sinn.“ Hér er Hreinn að tala um þekkt listaverk, „Komið við hjá Jóni Gunnari“, en tilurð þess má rekja til þess þegar Hreinn fékk að taka með sér gamla hurð sem lá í reiði- leysi á vinnustofu Jóns. Eftir að hurðin hafði legið um tíma hjá Hreini gerði hann úr henni ljóð- rænt hugmyndalistaverk, með strangflatarlegu ívafi. Þegar litið er yfir feril Hreins blasir við mikil breidd, ljósmyndir, textar, skúlptúrar og lágmyndir og oftar en ekki fundnir hlutir og textar. Ég velti fyrir mér hvernig valið hafi verið á sýninguna í Ser- pentine. Hreinn: „Sýningin er búin til af sýningarstjórum og stjórnendum Serpentine, svona eins og venjulega er gangur mála. Verkin eru valin úr öllum ferlinum, en þó er þetta fyrst og fremst sýning á verkum sem eru komin dálítið til ára sinna, það er engin sérstök áhersla lögð á ný eða nýrri verk, það er kannski eitt frá síðasta ári, reyndar einn eða tveir titlar frá 2007, en þeir eiga rót sína að rekja aftur í tím- ann. En svo kennir bara svona ým- issa grasa eins og eðlilegt er. Hefði ég verið að gera þetta sjálfur hefði kannski eitthvað verið þarna inni sem var tekið út, það getur verið. En ég var mjög sáttur. Serpentine er fallegur sýningarsalur, gamall garðskáli staðsettur í Hyde Park og þarna kemur mikið af fólki. Ekki síst var ég ánægður með sam- vinnuna við Serpentine, það er númer eitt.“ Blm.: Þú fékkst rífandi góða dóma og sýningin vakti töluverða athygli. Hreinn: „Já, svo var nú það. Það kom svolítið á óvart. Þetta kom mér reyndar allt á óvart. Þessi sýn- ing kom upp á með litlum fyr- irvara. En ég átti góðar stundir þarna og þetta var skemmtilegt, þannig er það reyndar mjög oft. Ég hef allt gott um þetta að segja.“ Blm.: Hvernig líst þér svo á Hafnarhúsið sem sýningarstað? Hreinn: „Nú man ég ekkert hvernig þetta var áður en þessu var breytt. En ég held að þetta sé bara flottur og fínn arkitektúr. Þetta er kassi, og lofthæðin er ekki meiri en hún er, en ég giska á að það sem arkitektarnir hafi gert þarna sé ágætt miðað við það sem þeir höfðu í höndunum. Svo er þetta alveg sama sagan þarna og í Serpentine, en hér er hún sýning- arstjóri hún Ólöf K. Sigurðardóttir. Það er svona eins og venjulega, eft- ir því sem tíminn styttist og þrýst- ingurinn eykst, þá kemur mynd á þetta. Ég hreyfi ekkert við rýminu, geri það sjaldan. Ég bara reyni að vinna með því. En þetta er til- tölulega venjulegt allt saman og hefðbundið. Það þarf lítið að gera. Gráu súlurnar eru auðvitað þarna og það er hægt að láta þær fara í taugarnar á sér. En það er líka hægt að láta bara eins og þær séu ekki þarna, og ég fékk það ráð frá Ólöfu. Annars er maður bara alltaf að reka sig á þær og er með eitt- hvert ergelsi út í þær. Já, þetta húsnæði er bara svona.“ Atómljóð í réttunum Blm.: Hvernig líður þér þegar þú ert í Reykjavík, ertu heima hjá þér hér? Hreinn: „Já, að heilmiklu leyti. Þetta heimamál vefst einhvern veg- inn ekkert fyrir mér. Það gerði það miklu frekar hér á árum áður. Þá fannst mér ég stundum vera í ein- hverju lausalofti. Að koma hingað er að koma heim að einhverju leyti. Þarna hinum megin er það þó líka og kannski meira. En ræturnar eru hér.“ Blm.: Þú ert Dalamaður, frá Bæ í Miðdölum, og fórst ungur í mynd- listarnám. Hreinn: „Ég er sonur Friðfinns Sigurðsonar og Elínar Guðmunds- dóttur, faðir minn var bóndi. Ég var með þessa áráttu, var alltaf að teikna og ég fór í mynd- listarskólann í Reykjavík um fimm- tán ára aldur, en þar áður var ég í farskóla frá tíu ára aldri og fram að fermingu. Ég fylgdist með myndlist eins og hægt var á sveitabæ á þess- um tíma en ég er fæddur 1943. Það voru helst myndir sem birtust í dagblöðunum. Fyrst hreifst ég mest af landslagsmeisturunum okk- ar en mér er líka minnisstæður pínulítill bæklingur með myndum eftir Þorvald Skúlason. Ég var hrifinn af öllu sem var módern og ekki síst atómskáld- unum. Ég man vel eftir því að einu sinni í réttunum þá var strákur á mínum aldri sem fór með fyrir mig kvæðið eftir Stein Steinarr, Ég málaði andlit á vegg. Mér fannst þetta algjört æði þetta ljóð, það var náttúrlega mjög róttækt. Já, maður var ekki einn í heiminum. Og þetta var allt þarna frá upphafi, áhuginn á myndlistinni, ljóðinu, arkitekt- úrnum. En af því að ég teiknaði hvarflaði ekki að mér að skrifa ljóð, ekki af neinni alvöru. Annar mikilvægur atburður í mínu lífi var tímaritið Líf og list sem gefið var út um miðja tutt- ugustu öld. Það fékk ég í bunka og það hafði mikil áhrif. Eins mynd- irnar hans Mondrian. Þá sá ég að þetta var búið mál – við þetta væri engu hægt að bæta, – en kannski hægt að gera einhverjar var- íasjónir. Og svo voru það íslensku abstraktmálararnir.“ Blm.: Þú hefur þá líklega ætlað þér að verða málari? Hreinn: „Ég held það, án þess að hafa tekið nokkra ákvörðun um það. Í Myndlista- og handíðaskól- anum var ég í málaradeild og kenn- arar eins og Sigurður Sigurðsson eru mér minnisstæðir. Hann hafði nú ekki áhuga fyrir því að maður kæmi þarna inn sem fullskapaður geómetrískur abstraktmálari eins og ég var sannfærður um að ég væri! Hann setti mann í uppstill- ingar og módel. Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, hún kom þarna inn kornung. Og fleiri. Sverrir Har- aldsson var heilmikil stjarna. Bragi Ásgeirsson var þá líka kominn í grafíkdeildina. Svo eru það ekki síður félagarnir. Það var til dæmis Tryggvi Ólafsson, Snorri Sveinn heitinn, Róska heitin, Ragnhildur Óskarsdóttir, og Bogga, Borghildur Óskarsdóttir. Upp úr þessu fór ég til London um tíma, það var 1963, við fórum tveir saman, ég og Sigurjón Jó- hannsson. Við fórum þar einhvern skóla sem reyndist síðan alveg hörmulegur! En þá var ýmislegt á seyði í London og eftir að við kom- um aftur heim varð SÚM til og sýningin sem var í Ásmundarsal 1965. Það var fjögurra manna sýn- ing; Haukur Dór, sem var í Ed- inborg, Jón Gunnar, sem var hérna heima, Sigurjón Jóhannsson og ég, en svo hélt SÚM áfram og starf- semi þess var mjög fjölbreytt. 1971 flutti ég til Amsterdam, þá var ég bara í farangri konunnar minnar þáverandi sem var að fara að vinna sem dansari. Það var mjög heppilegt og fínt, þetta var meg- inlandið og gott að vera þarna og er enn, listalífið er mjög fjöl- breytt.“ Leyndarmál Blm.: Einhvers konar endurtekning á sér stundum stað í verkum þín- um, eldri verk ganga í nýjan líf- daga eins og hurðin sem við minnt- umst á áðan. Hreinn: „Þetta er dálítið hringsól hjá mér á köflum, farið til baka stundum, en eitthvað er náttúrlega í mér í dag sem var ekki þá. Ég fer ekki mikið á mínar eigin sýningar eða skoða verkin mín aftur. En stundum er eitthvað óafgreitt og hægt að nota það sem efnivið, ég skoða það þá helst í þeim beina til- gangi að gera eitthvað við það. Eitt slíkt verk gengur undir nafninu Leyndarmál og er birt á síðu 3 í Lesbók í dag.“ Ég spyr Hrein út í sögu þessa verks. Hreinn: „Sagan á bak við það er Dalamaður frá Amsterdam Hreinn Friðfinnsson myndlistarmaður er í fremstu röð íslenskra myndlistarmanna en allt frá sjöunda áratug síð- ustu aldar hafa ljóðræn og tær listaverk hans vakið athygli jafnt innan lands sem utan. Verk hans hafa verið sýnd víða um heim, hann var fulltrúi Íslendinga á Tvíæringnum í Feneyjum 1993, en síðast nú í september fékk hann frábæra dóma fyrir yfirlitssýningu í Serpentine Gallery í London, virtum og heimsþekktum sýningarstað. Nú er Serpentine-sýningin komin til Reykjavíkur en Hreinn opnaði stóra sýningu á verkum sínum í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsi, í gær. 4 LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.