Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.2007, Blaðsíða 5
sú að ’73 eða ’74 var gefið út lista- mannatímarit í Hollandi sem hét Fandangos, það var kólumbískur listamaður sem stóð að því. Ég var einu sinni eða tvisvar með eitthvað í þessu tímariti og eitt sinn útbjó ég litla auglýsingu um að ég safn- aði persónulegum leyndarmálum og bað fólk um að senda þau á ákveðið heimilisfang. Ég fékk nú engin leyndarmál þá. En verkið á upp- runa sinn að rekja til þessa. Leyndarmál lifði síðan í minning- unni hjá fólki. Plakatið fyrir sýn- inguna í ICA í Amsterdam 1992 var mynd af síðunni í Fandangos, með hring utan um auglýsinguna mína. Ég held ég hafi talað um þetta í viðtali við Jean-Hubert Martin, sem síðar varð safnstjóri hjá Pompidou í París, og þannig hafi Eduardo sem sá um sýninguna í ICA vitað af þessu. Þetta var eina skiptið sem verkið birtist aftur þar til núna að Hans Ulrich Obrist, einn af stjórnendum Serpentine, varð til þess að mér var boðið að gera eitt hefti af Point d’Ironie, sem er svona listrænt dreifihefti gefið út af Agnés b. Margir lista- menn hafa unnið verk fyrir heftið en því er dreift ókeypis, í þetta sinn í 200.000 eintökum. Hans Ul- rich hafði heyrt um þetta verk hjá einhverjum listamönnum, þannig hefur þetta þrætt sig í gegnum tímann. Í auglýsingunni kemur fram að ég safni leyndarmálum og fólk geti sent þau til mín, gefið er upp póst- hólf í Reykjavík. Ég les þau leynd- armál sem mér berast og svo ekki söguna meir. Ég geymi ekki gögnin heldur eru þau varðveitt í huga mér. Þetta er hugarmál og já, mér hafa borist bréf.“ Fundnir fjársjóðir Blm.: Hvað geturðu sagt mér um tilurð verka þinna og tengsl þeirra við daglega lífið? Hreinn: „Verkin eru margvísleg, sum úr ýmsum efnum en önnur svolítið málverkakyns, þótt ekki sé málað með pensli. Svo eru textar – þó er minna um frumsamda texta heldur en texta sem ég finn. Þá tek ég oft eitthvað úr samhengi og leita kannski að einhverri svífandi til- finningu. Til dæmis í einu verki klóraði ég á stein setninguna „Soo- ner or later“, setningu sem hefur hvorki aðdraganda né afleiðingu. Stundum rekst ég á texta ein- hvers staðar, upp á síðkastið hef ég notað svolítið úr krossgátum. Í upprunalegu samhengi er þá um raunverulegar vísbendingar að ræða, en í nýju samhengi verða þetta svona dálítið misjöfn atóm- ljóð, þótt ég viti ekki hvað það er sem skáld kalla ljóð. Þetta eru ein- hvers konar mini-prósaverk. Það sem einkennir mjög mikið af mínu dóti er að það er fundið, til dæmis hræristautarnir. Ég heim- sæki ákveðna málningarverslun og fæ hjá þeim stauta sem ég sýni svo eins og þeir koma fyrir, með mis- litri málningunni á. Þetta er spennumál í mínu lífi, stundum fæ ég fullan poka og það er alltaf jafn forvitnilegt að athuga hvað kemur upp úr pokanum. Ég óttast það mjög að búðin hætti einn daginn, – þetta hefur haldið karakter í tíu ár að minnsta kosti. En þessi verk byrjuðu með einu priki á götunni, sem varð að einskonar verki sem heldur áfram að þróast, þetta er ferli sem heldur áfram. Þannig get- ur venjulegasti hlutur allt í einu orðið að besta málverki sem maður hefur séð lengi. Pappakassarnir eru líka svona fundnir hlutir, fjöldaframleiddir eins og umslög eða þess háttar. Ég átti mér pappakassatímabil, fann pappakassa í búðum og klæddi þá að innan með endurskinspappír sem fyllir þá af ljósi, lit og birtu. Þetta eru einnota hlutir, einnota verk og það getur verið erfitt að finna svona kassa með engu áprentuðu.“ Blm.: Hvað óskarðu þér að verk þín færi áhorfendum? Hreinn: „Ég hef ekki hugsað um það og finnst það vera undir áhorf- andanum komið, ég hef engin skila- boð til áhorfenda.“ Úr sveit í borg List Hreins einkennist meðal ann- ars af næmri tilfinningu fyrir birtu og litum og náttúra Íslands er hluti af verkum hans. Í einu af verkum sínum, mögnuðum texta, lýsir hann draumi þar sem hann átti að binda hest við vagn, úr reipi sem gert var úr ljósi sem skinið hafði gegnum hafið. Blm.: Ertu rómantískur í list- inni? Hreinn: „Það er rómantískur þráður þarna á köflum. Ekki laust við að það hafi verið af einhverri uppreisn kannski, í gamla daga. En rómantíkin var þarna í æsku, heið- in og skáldin. Sterk tilfinning fyrir nítjándu öldinni.“ Blm.: Áttu lifandi minningar um náttúruna, tengsl við landslagið? Hreinn: „Já, mjög svo. Náttúran, landið og veðrið er ofboðslega sterkur faktor, og kannski sá sterk- asti. Tilveran byggist svo mikið á þessu, sveitatilveran. Svo eru það allar myndirnar, ólíkustu myndir lifa í bestu vinsemd hlið við hlið, landslagsmyndir og módernismi, maður þurfti ekki að taka afstöðu með öðru hvoru. Og landið, birtan og allt þetta, þetta var stöðugt þarna. Ég málaði þetta líka aðeins, gekk ekkert með olíulitina, en kannski betur með vatnsliti.“ Blm.: „Ég minnist tveggja lands- lagsmynda eftir þig, önnur heitir „Fyrsti glugginn“ en hin „Elsew- here“. Hreinn: „Það er svolítið um glugga í verkunum mínum og mér datt í hug að biðja frænda minn að taka mynd af þessum glugga á hús- inu þar sem við bjuggum í Döl- unum. Svo kom upp í mér svolítil Duchamp-stríðni, en titillinn vísar í verk hans „Fresh Widow“, sem aft- ur er orðaleikur með „French Win- dow“. Það var mikilvæg vídd fyrir mig að kynnast verkum Duchamp. „Elsewhere“ aftur á móti er skyndimynd, dæmigert ljósmynda- augnablik. Þetta er enginn sér- stakur staður, bara ósköp venjulegt síðdegi og sól tekið að halla. Það er svolítill stautur þarna upp úr jörð- inni, þetta eru mannvistarleifar, lík- lega leifar af girðingarhorni. Það er það fyrsta sem sett er niður og það síðasta sem maður rekst á. Þetta er hvort tveggja enginn staður og ákveðið augnablik. En ég geymi landið helst innra með mér. Svo kemur það upp öðru hverju. Og ég á miklu auðveldara með að upplifa það þannig heldur en að fara upp í sveit. Ég vil vera í borginni.“ Morgunblaðið/Kristinn Hreinn Friðfinnsson „En ég geymi landið helst innra með mér. Svo kemur það upp öðru hverju. Og ég á miklu auðveldara með að upplifa það þannig heldur en að fara upp í sveit. Ég vil vera í borginni.“ » Blm.: „Hvað óskarðu þér að verk þín færi áhorfendum?“ Hreinn: „Ég hef ekki hugsað um það og finnst það vera undir áhorfandanum kom- ið, ég hef engin skilaboð til áhorfenda.“ Höfundur er myndlistar- gagnrýnandi við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 2007 5 holar@simnet.is Fyrsti vestur- íslenski feminis tinn Þættir úr bar áttusög u Margr étar J. Benedi ctsson Björ n Jó nsso n BARÁTTU SÖGUR!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.