Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						26 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
?
Bertram
Henry Möller
fæddist í Reykjavík
hinn 11. janúar
1943. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans hinn
20. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðrún
Möller, f. 3.7. 1914,
d. 18. feb. 1994, og
Betram Henry Mal-
let, f. 22.1. 1912.
Systkini Guðrúnar
eru Óttarr, f. 1918,
Jóhann, f. 1920, Agnar, f. 1929,
Kristín, f. 1940, og William, f.
1942. Bertram var einkabarn.
Hinn 30. maí 1964 kvæntist
hann Guðríði Erlu Halldórs-
dóttur, f. 16.2. 1945, frá Hörgs-
landi á Síðu í V-Skaftafells-
sýslu. Foreldrar hennar voru
Sólgerður Magnúsdóttir, f. 23.8.
1916, d. 29.6. 1995, og Halldór
Maríus Einarsson, f. 22.4. 1912,
d. 6.4. 1948. Börn Bertrams og
Melaskóla og Hagaskóla. Að
grunnskóla loknum stundaði
hann nám í Verzlunarskóla Ís-
lands. Bertram hóf störf hjá
Lögreglunni í Reykjavík árið
1964. Árin 1970?1971 starfaði
hann hjá Sameinuðu þjóðunum
í New York. Hann starfaði í
hinum ýmsu deildum Lögregl-
unnar, umferðardeild, al-
mennri deild, slysarannsókn-
ardeild og
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Hann lét af störfum í Lögregl-
unni 1. mars 2003. Tónlistin
átti hug og hjarta Bertrams
alla ævi, enda var hann lands-
þekktur söngvari og hljóð-
færaleikari. Allt frá unglings-
árum söng hann og lék á gítar
á dansleikjum víða um land
með fjölda hljómsveita, m.a.
Falcon, Sextett Berta Möller,
Hljómsveit Árna Elfars og
Hljómsveit Svavars Gests, en
lengst af með Lúdó Sextett.
Bertram var virkur meðlimur
í Frímúrarareglunni frá árinu
1982.
Bertram verður jarðsunginn
frá Hallgrímskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13. 
Erlu eru: 1) Guðrún
Möller, f. 30.10.
1964, maki Ólafur
Árnason, f. 18.10.
1966. Börn þeirra
eru: Kristófer, f.
1987, Erla Alex-
andra, f. 1994,
Birna Ósk, f. 1997,
og Sylvía Sara, f.
2001. 2) Sóley Halla
Möller, f. 29.3.
1969, maki Hjörtur
Bergstað, f. 15.12.
1964. Börn þeirra
eru: Valdimar, f.
1989, og Kristján Henry, f.
1996. 3) Einar Kári Möller, f.
20.4. 1978. Dóttir hans og Krist-
ínar Örnu Ingólfsdóttur er
Andrea Dís, f. 2001. Fyrir átti
Bertram soninn Hákon Gunnar
Möller, f. 29.9. 1962, maki,
Linda Möller. Sonur þeirra er
Jóel Gunnar, þau eru búsett í
Bandaríkjunum.
Bertram ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur og stundaði nám í
Elsku besti pabbi, þetta er svo
sárt. Að þurfa að fylgja þér til grafar
í dag er eitthvað sem við reiknuðum
ekki með. Þú varst bara 64 ára. Frá
því í febrúar á síðasta ári þegar þú
greindist með krabbamein og fram á
síðustu stundu trúðum við því alltaf
að þú myndir sigrast á þessum ill-
víga sjúkdómi. Allt gekk svo vel í
byrjun og þið mamma gátuð nánast
haldið áfram ykkar daglega lífi. Við
gátum ennþá beðið þig um að koma
og bora, negla, setja upp gardínur
eða kíkja á græjurnar en þar varst
þú alltaf á heimavelli. Barnabörnin
gátu alltaf hringt og látið þig vita ef
þau höfðu eitthvað meitt sig og alltaf
svaraðir þú: Afi kemur og kyssir á
báttið...
Við áttum flottasta pabba í heimi.
Þú þeyttist um á mótorhjólum, spil-
aðir á gítar og söngst eins og engill.
Þú kenndir okkur að meta og hvern-
ig á að hlusta á tónlist. Það er nefni-
lega ekki það sama og að dansa við
tónlist. Það skiljum við núna. Þið
mamma gerðuð alltaf allt sem ykkur
langaði til strax og lifðuð góðu lífi í
yndislegu hjónabandi. Það er ómet-
anlegt fyrir okkur að hafa alist upp í
svoleiðis umhverfi.
Þú varst aldrei feiminn við að láta
okkur vita að þú elskaðir okkur, og
að þú elskaðir mömmu af öllu hjarta.
Sú vitneskja var svo góð og veitti
okkur öryggi þegar við þurftum á
því að halda. 
Alltaf gátum við treyst á þig. Þú
varst kletturinn í fjölskyldunni.
Okkur fannst gott að vera saman í
fríum bæði hérlendis og erlendis og
eiga næstu ferðir eftir að verða
skrýtnar, því nú verður þú ekki
nærri til að skipuleggja. 
En þó að þú kaupir ekki miða með
okkur þá erum við viss um að þú
munt verða með okkur í einu og öllu
á ferðum okkar í framtíðinni. 
Það hefur myndast stórt skarð í
fjölskylduna okkar, en við gerum allt
sem við getum til að halda heiðri þín-
um og yndislegum minningum á lofti
og við umvefjum mömmu ást og
hlýju.
Við gætum haldið endalaust áfram
að dásama þig og segja frá yndisleg-
um tíma sem við áttum með þér en
þótt þú sért farinn þá ertu samt hér,
því minningarnar lifa.
Elsku besti pabbi ? takk fyrir
allt og allt. Haltu áfram að láta
drauma þína rætast.
Við söknum þín mikið.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikindaviðjum,
Þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín börn,
Guðrún, Sóley Halla
og Einar Kári.
Það var fyrir rétt um 15 árum að
ég hitti Berta Möller í fyrsta skipti.
Ég hafði verið svo heppinn að kynn-
ast elstu dóttur hans, henni Guð-
rúnu, skömmu áður og nú taldi hún
rétt að kynna drenginn fyrir foreldr-
um sínum. Við Guðrún komum á
Tunguveginn í blíðskaparveðri og
það fyrsta sem ég sé er þessi grá-
hærði, mikli maður, ber að ofan og
búinn að breiða úr sér í dyragætt-
inni. Ég var nú á báðum áttum með
það hvort ég ætti að þora lengra eða
hreinlega láta mig hverfa. En sem
betur fer lét ég slag standa því það
eru forréttindi að fá að kynnast
manni eins og Berta og einfaldlega
ósanngjarnt að barnabörnin hans fái
ekki meiri tíma til að kynnast afa
sínum.
Við lifum í þjóðfélagi sem er drifið
áfram af einstaklingshyggju og
flestir leggja bara áherslu á sjálfan
sig. Það keppast allir við að eignast
sem mest og allt sem skiptir máli er
að einstaklingurinn fái það sem hann
vill og lítill tími er til að ala upp börn
og sinna fjölskyldu sinni. Berti tók
aldrei þátt í þessum leik og passaði
sig að standa honum víðsfjarri.
Hann var með allt sitt á hreinu, hafði
það gott, en það sem skipti hann máli
var að fjölskyldu hans liði vel. Að
stórfjölskyldan væri í góðu sam-
bandi. Að hann þekkti og kynntist
börnunum sínum og barnabörnun-
um. Það var það sem skipti Berta
máli.
Hvernig metur maður ævi ein-
staklings, einstaklings sem kveður
allt of ungur? Er það gert með því að
meta þær veraldlegu eignir sem
hann skilur eftir? Er það með því að
skoða hvort hann hafi náð persónu-
legri frægð? Nei, hvorugur þessara
þátta skiptir máli þegar upp er stað-
ið. Hins vegar segja tár á hvörmum
ættingja og vina mikið um það
hvernig manneskja það er sem er að
kveðja okkar heim. Það hefur verið
mikið um tár í fjölskyldu okkar og
mikið af tárum á meðal vina Berta.
Þeir sem hann þekktu sakna trausts
vinar og félaga. 
Það segir mikið um einstakling
hvernig börnin umgangast hann og
hvernig þau upplifa þann missi sem
þau eru að ganga í gegnum. Berti
var frábær afi og börnin sakna afa
síns. Þau sakna vinar síns, þau sakna
hlýjunnar og ástarinnar sem þau
fengu frá honum alla sína ævi. Það
fyrsta sem þau gerðu eftir að þau
fengu þær sorgarfréttir að afi þeirra
væri farinn, var að ná í myndaal-
búmin og skoða þær fjölmörgu
myndir sem þau áttu af sér með afa
sínum. Erla Alexandra sagði: ?Mun-
ið þið eftir afa í sólbaði á Flórída??
og Birna Ósk sýndi stolt mynd og
sagði: ?Sjáðu þessa mynd, þegar ég
sofnaði með afa í stólnum hans,? og
Kristófer náði í gítarinn og hóf að
spila. Minningarnar eru rifjaðar upp
og gleðiglampi kemur í augun á afa-
börnunum á meðan þau endurlifa öll
þau ævintýri sem þau hafa átt með
afa sínum. En þau skilja ekki hvers-
vegna hann er farinn og af hverju
þau geta ekki leitað til hans þegar á
þarf að halda. ?Pabbi, hver á núna að
slá grasið á Hörgslandi?? ?Pabbi,
mér finnst svo leiðinlegt að hann
muni ekki kitla mig oftar.? ?Pabbi,
nú get ég aldrei aftur dansað við
hann inni í stofu.? ?Pabbi, ég sakna
hans afa.? Þessi orð frá afabörnun-
um segja meira en flest annað um
hann Berta.
Berti þurfti að kveðja okkur allt of
ungur og hann og Erla áttu eftir að
gera svo mikið. Þó að þau hafi verið
búin að vera saman frá því á ung-
lingsárunum þá voru þau ætíð eins
og ástfangnir unglingar. Þau voru
ofboðslega dugleg að ferðast saman
og áttu ekki eftir að heimsækja
marga staði á landinu. Þau áttu ynd-
islegar stundir í bústaðnum á
Hörgslandi, sem er í hugum afa-
barnanna ævintýrastaður. Það var
fátt meira spennandi en að fá að fara
með afa og ömmu í sveitina, koma
við á Hvolsvelli og fá ís og halda svo
áfram austur. Frá Hörgslandi hafa
þau minningar um afa sinn, minn-
ingar sem aldrei verða teknar frá
þeim. Minningar sem þau geta ætíð
geymt í hjarta sínu.
Elsku Erla, engin orð megna að
veita þér huggun á þessari sorgar-
stundu. Ég vona bara af öllu hjarta
að þú finnir þann kjark og styrk sem
þú þarft til að takast á við það að lifa
með þeim breytingum sem nú hafa
orðið á lífi þínu.
Elsku Berti, þú fórst allt of ungur
og það er ekki réttlátt. Það er engin
leið að skilja hvers vegna maður sem
hefur svona mikið að gefa fjölskyldu
sinni, fái ekki nægan tíma til að
fylgja því eftir. Hins vegar náðir þú
að skilja nokkuð eftir sem ekki er öll-
um gefið. Það er að hafa kennt börn-
um þínum, barnabörnum og tengda-
börnum það að fjölskyldan er það
sem skiptir máli í þessari veröld og
það að ást og umhyggja er eitthvað
sem allir eiga að hafa að leiðarljósi.
Allt annað er einfaldlega aukaatriði.
Mín leið til að takast á við þá sorg
sem ég upplifi er að hafa í huga það
sem afabarnið þitt hún Sylvía Sara,
sem er að verða sex ára, sagði með
grátkökk í hálsi og tárvot augu:
?Mér finnst hundleiðinlegt að hann
afi minn sé dáinn og nú kemur hann
ekki í afmælið mitt. En nú er hann
orðinn engill og þá getur hann alltaf
verið í kringum okkur.?
Ólafur Árnason.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund vil ég þakka þér fyrir allar
samverustundirnar og þær hlýju
móttökur sem við Valli fengum í fjöl-
skyldu ykkar og allan þann tíma sem
þú gafst mér til að segja mér frá lífs-
hlaupi þínu og leggja mér lífsregl-
urnar.
Núna þegar ég lít til baka hugsa ég
um rjúpnatúrinn sem við fórum í
núna í haust. Hann lýsti þér svo vel,
þetta var eitthvað sem við ætluðum
okkur að gera og gerðum. Þú sem
varst varla kominn út af sjúkrahús-
inu. Ég man enn eftir glampanum í
augunum þegar þú stökkst af stað á
eftir fuglinum. Þá gleymdirðu öllum
þínum hremmingum. Með þessu ljóði
vil ég kveðja ljúfan vin og tengda-
föður:
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, kæri vinur.
Hjörtur Bergstað.
Elsku afi. Þú varst án efa uppá-
haldstónlistarmaðurinn minn og ég
vona að gítarnöglin muni nýtast þér
vel í framtíðinni. ? (Þinn Kristófer)
Þú ert besti afi í öllum heiminum.
Það var svo gaman að dansa við þig
og þú varst með svo góðan húmor.
Ég sakna þess að geta ekki leikið
mér með þér í sundlauginni á Flór-
ída. ? (Erla Alexandra)
Elsku afi. Þú varst alltaf svo góður
og sætur og alltaf að kitla mig. Þú ert
sko besti afi í heimi og við skrifuðum
bæði með vinstri hendi. Þú ert algjör
stjarna. Ég gleymi þér aldrei. ?
(Birna Ósk)
Ég sakna þín mikið, afi minn. En
ég er glöð að þú skulir nú vera kom-
inn til mömmu þinnar og núna líður
þér betur. ? (Sylvía Sara)
Elsku afi. Nú veit ég að þér líður
betur. Þú ert besti afi í heimi og ég
sakna þín mikið. ? (Kristján Henry)
Elsku afi Berti. Takk fyrir að fá að
vera afadrengurinn þinn líka. Það
var gott að fá að kynnast þér. ?
(Valdimar)
Bless afi. Ég sakna þín mikið og þú
varst alltaf svo góður við mig. ?
(Andrea Dís)
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Kveðja frá afabörnunum.
Kristófer, Erla Alex-
andra, Birna Ósk, Sylvía
Sara, Kristján Henry,
Valdimar og Andrea Dís.
Hann sleit barnsskónum á Há-
vallagötunni í Vesturbænum, flutti á
Birkimelinn og gekk í Melaskóla, fór
í Verzlunarskólann og lagði stund á
prentnám um hríð. Allar götur frá
æskudögum var hljómlist hans líf og
yndi, söngur og gítarspil. Ungur tróð
hann upp og var síðan öll sín ár meira
og í hljómsveitum sem spiluðu á böll-
um og við önnur tækifæri. Ýmsir,
sem til þekkja, segja að hann hafi
verið mjög músíkalskur.
Sem strákur var Berti mörg sumur
í sveit á Suðureyri við Tálknafjörð og
eitt á Húsafelli í Borgarfirði. Hann
var ekki tengdur ættarböndum fólk-
inu á Suðureyri en leit alla tíð á það
og frændur þess og frænkur, ung-
lingana sem voru í sumardvöl með
honum, sem ættingja sína. Það vafð-
ist ekki fyrir neinum í frændgarðin-
um að Berti væri velkominn í hópinn,
þeim þótti öllum vænt um hann. Oft
var Berti lítill strákur hjá okkur í
Hólminum, fór upp á grindverk og
söng fyrir nærstadda á einhverju
hrognamáli sem hann sagði að væri
enska. Hann var á sama aldri og við
tvö yngstu systkinin, sonur hálfsyst-
ur okkar, Guðrúnar. Kristín, systir,
sem var aðeins eldri, þóttist komast
að því fullkeyptu að passa upp á
þennan fjörkálf, frænda sinn. Honum
(okkur báðum) þótti gaman að renna
sér niður kolabing en varð svolítið
svartur á rassinum. Máluðum hjall-
inn rauðan, vorum skammaðir. Hvað
um það, Berti var besti strákur.
Berti valdi sér ævistarf rúmlega
tvítugur, var ráðinn lögreglumaður í
Reykjavík. Lengi var hann í umferð-
ardeild en einnig í almennri deild og
um tíma rannsóknarlögreglumaður.
Starfið er krefjandi, erfitt og lýjandi.
Margir lögreglumenn fá svolítinn
skráp, verða dulir, tala í hálfkæringi,
hafa sérstakan húmor. Líklega var
Berti einn þeirra. Hér áður var engin
áfallahjálp, hver varð sjálfur að taka
á því hvernig hann átti að jafna sig
eftir að hafa í starfi þurft að koma að
slysum eða verða vitni að mannlegum
harmleik og voðaverkum. Berti tók á
því eins og ýmsir fleiri, aðrir guggn-
uðu. Hann átti góða trausta vini með-
al starfsfélaganna í lögreglunni.
Undir skelinni var Berti elskuleg-
ur og hjartahlýr og hafði góða nær-
veru eins og stundum er að orði kom-
ist. Það viðmót hafði hann frá móður
sinni, Guðrúnu, en hún lézt 1994. Það
var einstaklega gaman að heimsækja
Guðrúnu, eða Gunnu systur eins og
við kölluðum hana, notalegt að sitja
og spjalla við hana. Hún bjó lengst af
síðustu árin á efri hæðinni í húsinu
númer 24 við Tunguveg þar sem
Berti og hans fjölskylda bjuggu á
neðri hæðinni.
Það var gæfuspor í lífi Berta þegar
hann kynntist og gekk að eiga konu
sína, Erlu Guðríði Halldórsdóttur.
Það komst enginn hjá því að sjá að
þau voru hamingjusöm hjón. Erla er
einstök kona. Hafi Berta skort ein-
hverja kosti, bætti hún það upp. Þau
bjuggu sér fallegt og hlýlegt heimili á
Tunguveginum og ólu þar upp börnin
sín, Guðrúnu, Sóleyju Höllu og Einar
Kára. Til þeirra var gott að koma.
Þegar Berti lá á spítala fyrir þrem-
ur vikum, fársjúkur, voru mæðgurn-
ar þrjár hjá honum. Hann hafði
þrautir og þær fóru og keyptu dýnu í
rúmið þeirrar gerðar sem hann
þekkti og taldi að sér liði betur að
liggja á. Því er þetta nefnt að í allri
framkomu þeirra og gerðum kom
fram svo mikil ástúð, nærgætni og
umhyggja þegar þær gengu í það
með ágætu hjúkrunarfólki á spítalan-
um að gera allt sem unnt var til þess
að sjúklingnum liði betur. Sömu nær-
gætni og umhyggju sýndu honum í
veikindunum sonurinn, sem heima
býr, og tengdasynirnir. 
Nú, þegar Berti er horfinn úr þess-
um heimi, er hugur okkar móður-
systkina hans, Óttarrs, Jóhanns,
Agnars, Kristínar og undirritaðs og
fjölskyldna okkar, hjá Erlu, börnun-
um og fjölskyldum þeirra. Við Anna
minnumst Berta með söknuði og
virðingu.
William Thomas Möller.
Það var gæfa okkar systkina að
eiga nábýli við Guðrúnu föðursystur
okkar, Berta frænda, Erlu og börn
þeirra á uppvaxtarárum okkar.
Við munum það glöggt þegar þau
fluttu í næsta hús við okkur. Upp frá
því fylgdust fjölskyldurnar að í blíðu
og stríðu um árabil. Við nutum þeirr-
ar gleði og stuðnings sem frændfólk
og vinir, sem jafnframt eru nágrann-
ar, geta einir veitt.
Oftsinnis eftir skóla var haldið í
næsta hús í heimsókn, gengið beint
inn og maður gerði sig heimakominn.
Stefnan stundum tekin til vinstri upp
stigann til Gunnu frænku, sem spurði
margs og kenndi enn meira; oft á tíð-
um var stefnan tekin til hægri inn í
stofu til Erlu og Berta frænda. Þar
ríkti glaðværð, tónlist á fóninum,
margt rætt, skrafað og strítt. 
Þetta voru góðir tímar og góðar
stundir sem við upplifðum í þessu
kærleikssamfélagi frændfólks okkar.
Nú þegar okkar góði frændi er fall-
inn frá munum við þær svo vel. 
Við munum hlýtt faðmlag, kank-
víst og blítt augnaráð, fallegu orðin;
Bertram Henry Möller 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44