Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.2007, Blaðsíða 44
|föstudagur|2. 2. 2007| mbl.is staðurstund Hljómsveitin Trabant er meðal þeirra sem fram koma á Glast onbury-hátíðinni þótt liðsmenn ætli ekki að sigra heiminn. » 45 tónlist Skyldi Sjálfstætt fólk II ein- hvern tímann líta dagsins ljós? Ingveldur Geirsdóttir skrifar listapistil dagsins. » 45 af listum Aðalsmaður vikunnar er Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanó- leikari. Hann færi sem ljósa- staur á grímuball. » 47 aðall Sjötta myndin um hnefaleika- kappann Rocky er meðal þeirra mynda sem frumsýndar eru hér á landi í dag. » 53 kvikmyndir Eflaust hlakka margir til 21. júlí næstkomandi en þá kemur sjö- unda og síðasta bókin um Harry Potter út í Bretlandi. » 53 fólk Ný sýningaröð tileinkuðyngri kynslóð listamannahefur göngu sína í Lista-safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag. Vettvangur lista- mannanna er D-salur Hafnarhússins og dregur sýningaröðin nafn sitt af honum. Sýningaröðin er framtíð- arverkefni safnsins en með henni ætl- ar Listasafn Reykjavíkur að vekja at- hygli á efnilegum myndlistarmönnum sem ekki hafa áður haldið einkasýn- ingu í stærri söfnum landsins. Listamennirnir vinna allir ný verk fyrir salinn og í lok hvers árs verður sýningunum fylgt eftir með útgáfu sýningarskrár. Einhver verður þar Fyrst til að sýna verk sín í D- salnum er Birta Guðjónsdóttir og ber sýning hennar yfirskriftina Einhver verður þar. Í frétt frá safninu segir að í innsetningu sinni noti Birta speglun og tálsýnir til að ögra upplifun áhorf- andans af tíma og rými, og við biðjum hana að útskýra það nánar. „Þetta lýsir frekar því sem ég hef gert áður – ég hef unnið með speglanir í marg- víslegum skilningi. Þetta er þema sem ég hef víkkað út með vísun í spegla sem eru inni í eldri gerð ljós- myndavéla – filmuvélum. Þessi element koma þó líka fyrir í sýningunni nú. Hún samanstendur af ljósmyndum og vídeóverkum. Þetta er innsetning unnin fyrir rýmið; sjálf- stæð verk sem mynda eina heild,“ segir Birta. Sjálfsportrettið í formi ljósmynda hefur lengi verið viðfangsefni lista- konunnar og á sýningunni eru tvær ljósmyndir sem vísa í skynjun á rými og þyngdaraflinu. „Ég nota ýmis trix sem eru svolítið í ætt við leikhús því ég hef nokkurn bakgrunn þar.“ Birta segir aðspurð að rétt sé að staða áhorfandans, upplifun hans og virkni sé mikið til umræðu í íslenskri myndlist og alþjóðlegri. „Útgangs- punkturinn hjá mér er rýmið sjálft. Það er tilfinningin um að skjanna- hvítt rými D-salarins fljóti og brengli rýmisskynjunina sem mig langaði að magna upp. Það er ákveðin upphafn- ing, og í ætt við þær sýningar sem ég hef unnið áður. Það er allur gangur á því hvernig myndlistarmenn vinna úr slíkum hugmyndum, en ég leitast við að skapa rými sem áhorfandinn getur hvergi annars staðar upplifað sig í.“ Pakkhús postulanna upphafið Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri í Listasafni Reykjavíkur, segir að það sé safninu sönn ánægja að geta stutt við bakið á ungum listamönnum sem sannarlega séu einbeittir í list sinni og vilja ná lengra. „Sýningaröð D- salarins má rekja til þeirra stefnu sem safnstjórinn Hafþór Yngvason hefur mótað og með því að leggja áherslu á að gera samtímamyndlist hátt undir höfði í Hafnarhúsinu. Þessi nýbreytni hóf göngu sína með sýning- unni Pakkhúsi postulanna sem opnuð var í september á síðasta ári en segja má að listamenn þeirrar sýningar og listamenn D-salarins hafi álíkan bak- grunn, bæði aldurslega, mennt- unarlega og sýningarlega.“ Soffía segir það er von Listasafnsins að sýn- ingin þar verði listamönnunum enn frekari hvatning til að helga sig myndlistinni um ókomna tíð. Þeir sem sýna í D-salar röðinni fram á haust eru: Geirþrúður Hjörvar, Sig- urður Guðjónsson, Daníel Karl Björnsson og Jóhannes Atli Hinriks- son. Listamannaspjall á sunnudag Birta Guðjónsdóttir útskrifaðist með MA-gráðu frá Rotterdam árið 2004. Sýningarstjóri á sýningu henn- ar er Ólöf K. Sigurðardóttir. Sýning Birtu stendur til 18. mars en á sunnu- daginn kl. 15 bjóða Birta og Ólöf gest- um í listamannsspjall. Vill skapa rými sem áhorfandinn getur hvergi annars staðar upplifað Listakonan .„Ég nota ýmis trix sem eru svolítið í ætt við leikhús.“ Birta Guðjónsdóttir. Morgunblaðið/Sverrir Fljótandi „Þetta er innsetning unnin fyrir rýmið; sjálfstæð verk sem mynda eina heild,“ segir Birta. Birta Guðjónsdóttir ríður á vaðið í nýrri sýn- ingaröð Listasafns Reykjavíkur þar sem ungir listamenn verða kynntir til leiks. Bergþóra Jóns- dóttir spurði Birtu um speglana hennar og stöðu áhorfandans í listinni. TENGLAR .............................................. www.listasafnreykjavikur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.