Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Björg Sigurrós Jóhannsdóttir að þurfa fara frá Mið-Mói var erfitt fyrir alla og það að hringja til ykk- ar nú sl. mánuði og heyra þig ekki svara „Mið-Mór“ í símann var mjög skrítin tilfinning. Þegar ég hugsa samt um samtölin okkar í gegnum símann, byrja ég að brosa út í annað. Þannig var að þegar ég hafði ekkert meira að segja og þú búin að spyrja mig eins og fimm sinnum hvort ekkert væri nú að frétta, þá náðirðu alltaf að toga eitthvað fleira úr mér svo að sam- tölin okkar náðu stundum ágætri lengd. Þá varstu búin að vita allt um vinnuna, skólann, vinina og biluðu bílana mína. Og alltaf heyrð- ist inná milli „Er svo ekkert að frétta.“ Það var alltaf nóg að frétta, kæra amma, enda varstu lagin að rifja það upp með manni. Önnur minning úr sveitinni hjá ykkur afa var þegar ég gerði bú í kindabílnum hans Jonna og varð að fá hjá þér allar skyrdollur og djús- brúsa sem til voru undir drull- umallið, svo var ég vön að tína handa þér sóleyjar og fífla, alltaf varðstu jafn glöð og hissa þegar ég kom færandi hendi inn um dyrnar. Settir þú fallegu blómin í vatn við eldhúsgluggann og geymdir þau þar til ég kom með fleiri næsta dag. Og svo má ég ekki gleyma öll- um ullarsokkunum og ullarvettling- unum sem þú hefur prjónað á okk- ur í gegnum tíðina. Ég hef nú reyndar alltaf verið mjög lagin að týna vettlingunum. Enda varstu líka vön að spyrja mig hvort ég væri nokkuð búin að týna nýjasta parinu. En núna fylgir ekki lengur ullarsokkapar jólapakkanum frá fjölskyldunni í Mið-Mó og hvorki ég né Ragna Björg getum prjónað né stoppað í. En kannski er komin tími á að takast á við þessa iðju. Öll vorum við systkinin vön að fara í sveitina til ykkar þegar við vorum lítil og dvelja þar sumar- langt. Held ég að við höfum öll haft okkar hlutverki og skyldum að gegna þar enda margt um að vera. Mitt hlutverk held ég að hafi snúist mikið um kettina enda með gælu- nafn enn fast við mig í dag vegna þessa. En með hverju og einu okk- ar lastu bænirnar á hverju kvöldi og gleymast þær seint og því vil ég enda þessi kveðjuorð mín til þín á bæn sem ég rakst á. Þegar ég las hana yfir fann ég að þér hefði ef- laust líkað hún. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kæra amma, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Ég veit að þú hef- ur það gott þar sem þú ert nú kom- in við hlið Jonna frænda, á góðan stað og fylgist með niður til okkar. Kveð ég þig með þeim sömu orð- um og þú ávallt kvaddir mig. Guð blessi þig og varðveiti, og lát Drottin halda verndarhendi yfir þér. Þín Anna Katrín. Björg systir mín lést á gjör- gæsludeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri hinn 3. þ.m. á 84. aldursári eftir skamma sjúkdóms- legu. Það væri svo margt sem ég vildi segja um þessa systir mína en það verður að bíða um sinn. Frá árinu 1944 hefur hún staðið fyrir búi þeirra hjóna, fyrstu árin á Laugarlandi hjá þeim sæmdarhjón- um Valeyjar Benediktsdóttur og Jónmundi Guðmundssyni, fóstur- bróður Páls Guðmundssonar, eig- inmanns systur minnar, en árið 1945 festu þau kaup á jörðinni Mið- Mói og fluttu þangað 1947. Þar hafa þau búið síðan en á liðnu hausti fluttu þau á Sauðárkrók. Tveimur árum áður byggðu þau hús þar til að hafa athvarf ef á þyrfti að halda. Þau hjón áttu þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Mið-Mós heimilið var rómað fyr- ir gestrisni. Það var sama hvenær þangað var komið; eftir skamma stund var tilbúið hlaðborð af alls- konar brauði með kaffinu og matur ef maður var á matmálstímum. Systir mín var ákaflega greiðvikin og vildi hvers manns vanda leysa ef nokkur möguleiki var á. Hún bar ekki á torg þau góðverk sem hún innti af hendi við samborgara sína og það vita fáir um þau nema sem nutu. Þau hjón voru samhent í öllu sem laut að búskap og heimilinu. Páll Guðmundsson eiginmaður Bjargar er einstakt ljúfmenni og sérlega góður í umgengni við hvern sem á í hlut. Það var mikill harmur er Jónmundur sonur þeirra féll frá, en þau báru harm sinn í hljóði. Þau báru ekki tilfinningar sínar á torg og ekki heyrði ég þau kvarta þrátt fyrir að Björg systir mín væri ekki heil heilsu síðustu árin og gekk við hækjur en það kom fyrir að hún mátti ekki vera að því að nota þær. Sömuleiðis hefur Páll verið veill fyrir brjósti og hefur verið með súrefni daga og nætur síðan í haust. Að leiðarlokum vildi ég kveðja þig kæra systir með eft- irfarandi erindi eftir Hallgrím Pét- ursson, Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. Ég og fjölskylda mín, sendum Páli eiginmanni Bjargar innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir allar stundir í gleði og sorg, Guð- mundi frænda mínum og fjölskyldu hans og Sigríði frænku eru færðar samúðarkveðjur. Það er huggun harmi gegn að öll eiga þau góðar minningar um kærleiksríka eigin- konu, móður, tengdamóður og ömmu, sem þau geta ornað sér við er fram líða stundir. Hvíl þú í friðarfaðmi og falin þeim Guði sem gaf þér lífið. Ólafur Jóhannsson. Ég vil hér með nokkrum orðum minnast föðursystur minnar Bjarg- ar Jóhannsdóttur eða Boggu eins og hún var kölluð í daglegu tali. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn þriðja febrúar síð- astliðinn eftir stutt veikindi. Ég kynntist henni Boggu þegar ég fór til hennar í sveit að Mið-Mói í Fljótum, fjögurra ára gamall, á meðan móðir mín vann í síld á Siglufirði um sumarið. Bogga og Palli tóku á móti mér með bros á vör og buðu mig velkominn. Ég var síðan í sveit hjá þeim á Mið-Mói í tíu sumur og það má segja að þetta séu bestu og lærdómsríkustu ár ævi minnar. Þetta voru ár sem mótuðu líf mitt til framtíðar. Ég tel það hafa verið forréttindi að hafa verið í sveit á Mið-Mói á þessum tíma, þar sem maður kynntist bæði gamla og nýja tímanum í sveitinni og lærði að vinna og bjarga sér. Það var töluverð fyrirferð í mér sem barn, en þrátt fyrir það tók Bogga mig að sér með glöðu geði. Hún var frábær manneskja sem vildi öllum vel og var öllum hjálp- leg ef svo bar undir. En hún var líka mjög ákveðin og fylgin sér. Það var alltaf gaman hjá Boggu þegar hún komst á mannamót því hún naut þess að samfagna með fjölskyldunni. Bogga var trúuð kona og kenndi mér fyrstu bæn- irnar. Hún lagði mikla áherslu á að ég færi með mínar bænir á kvöldin og hefði hreina hugsun gagnvart öðrum. Bogga og Palli voru sérlega gestrisin og var ævinlega gest- kvæmt á Mið-Mói á sumrin, því bera allar gestabækurnar vitni. Það var mikill missir fyrir Boggu og Palla þegar Jonni sonur þeirra dó fyrir rúmum tveimur árum, langt um aldur fram. Hann var þeirra stoð og stytta ásamt Siggu og Munda við að halda áfram bú- skap á Mið-Mói. Mundi og Sigga hafa staðið sig frábærlega við að aðstoða foreldra sína til að geta verið á Mið-Mói eftir fráfall Jonna en þetta er samheldin fjölskylda sem tekur á vandamálunum saman. Íbúðarkaup þeirra hjóna á Sauð- árkróki var þeim stór ákvörðun en þar ætluðu þau að eyða síðustu ævidögum sínum saman. Þangað fluttu þau rétt fyrir síðustu jól. Það má því segja að viðvera Boggu hafi verið á stutt Sauðárkróki en hún var loksins farin að njóta sín í nýju íbúðinni. Þau hjónin Bogga og Palli hafa reynst mér afar vel í gegnum tíðina og því vil ég þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Minning Boggu lifir í hjarta mínu. Þannig kveð ég Boggu frænku mína og bið henni Guðs blessunar. Ég sendi Palla, Siggu, Munda og fjölskyldu mínar bestu samúðarkveðjur. Jón Stefánsson. Með þessum örfáu orðum viljum við kveðja elskulegu frænku okkar, hana Boggu og þakka henni fyrir allt gott, sérstaklega öll árin okkar saman í Fljótunum. Þú munt alltaf eiga sérstakan sess í hjörtum okk- ar allra. Guð geymi þig, Bogga mín, og skilaðu kveðju til Jonna. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku Palli, Sigga, Mundi, Gunna og börn, okkar innilegustu samúðarkveðjur Inga Jóna, Sigríður, Bjarni, Heiðrún, Selma og Stefán Þór. Þegar ég rifja upp allar minning- arnar um ömmu, þá koma upp margar og góðar stundir. Amma var kona af gömlu kynslóðinni sem hafði sitt á hreinu og þótt að ég hafi nú ekki séð mikið af því þá sá ég að hún var þrjósk og einbeitt kona sem hefur greinilega skilað sér áfram í næstu kynslóðir. Hún var nægjusöm og séð og verslaði mikið inn í einu af brauði og kexi og var alltaf með fulla frystikistu af kjöt og fiski, enda passaði amma alltaf uppá það að matur beið á borðum þegar inn var komið eftir erfiðan dag í heyskap, girðinga- vinnu eða útmokstri, en líka þegar ég einfaldleg bara kom í heimsókn. Hún lét mann sko ekki fara út svangan. Ég hlakkaði alltaf til að fara í sveitina og fá ískalda kúa- mjólk enda held ég það að amma hafi oft þurft að fylla á mjólk- urbirgðirnar í skápnum þegar ég var hjá henni, en það var alltaf til nóg af mjólk í sveitinni. Man ég það vel þegar amma, afi, Sigga frænka og ég fórum niður að sjó á bláa rússajeppanum til að vitja um netin, þá fékk ég ekki að fara með afa og Siggu í bátinn því ég var of lítill og þurfti því að bíða á ströndinni en þarna sátum við amma og spjölluðum og hlógum. Mér þótti alltaf gaman að heyra hláturinn í þér og sjá brosið því það kom mér til að líða vel. Amma, ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert búin að sam- einast Jonna frænda og mun ekki fara illa um ykkur, sérstaklega þegar þú hefur hann til að gefa ást þína og hlýju, því þannig þekki ég þig best og þannig mun ég minnast þín. Kristófer Freyr. ✝ Ásgeir Sigurðs-son fæddist í Kerlingardal í Mýr- dal 10. október 1929. Hann lést á Landspítalanum að- faranótt sunnudags- ins 11. febrúar síð- astliðins. Hann var sonur hjónanna Sig- urðar Sverrissonar og Ástríðar Bárð- ardóttur. Ásgeir var elstur sjö systkina, næst honum var Oddbjörg Sesselja, f. 27. feb. 1932, d. 16. júlí. 2001, Sigríður, f. 19. jan. 1934, Jóhanna Bára, f. 17. mars 1935, Sverrir, f. 3. okt. 1936, d. 11. nóv. 1967, Þór- hildur, f. 14. okt. 1939 og Sig- ursveinn Ástþór, f. 10. júlí 1941. Fjölskyldan fluttist að Jórvík II í Álftaveri árið 1933 og bjó þar til ársins 1952 er þau fluttust að Ljótarstöðum í Skaftártungu. Ás- geir gekk í barnaskóla á Herjólfs- stöðum í Álftaveri og tók þaðan fullnaðarpróf 1943. Hann vann við bú foreldra sinna frá unga aldri og fimmtán ára gamall fór hann að starfa í vegavinnu hluta úr árinu. Upp úr tvítugu fór Ás- geir að stunda sjómennsku að vetrarlagi en hélt áfram að vinna við bú foreldra sinna og síðar Sverris bróður síns allt til ársins 1967 er hann gerðist ráðsmaður á Ljót- arstöðum hjá Helgu Bjarnadóttur, ekkju Sverris. Helga er fædd í Reykjavík 9. febrúar 1941, dóttir hjónanna Jóhönnu Haraldsdóttur og Bjarna Bjarnason- ar. Árið 1970 hófu þau Helga svo sam- búð á Ljótarstöðum. Dætur Ásgeirs og Helgu eru Fanney, f. 7. ágúst 1971, dóttir hennar er María Ösp Árnadóttir, f. 25. desember 1995 og Heiða Guðný, f. 26. apríl 1978. Fósturdætur Ásgeirs eru Stella Sverrisdóttir, f. 23. maí 1960, gift Herði Jónssyni, börn þeirra eru Arndís Jóhanna, Helga Þórunn, Hörður Daníel, Linda Líf og Birta Rós. Ásta Sverrisdóttir, f. 8. feb. 1962, gift Gísla Halldóri Magn- ússyni, synir þeirra eru Stefnir, Arnar Páll og Ármann Daði. Arn- dís Sverrisdóttir, f. 31. ágúst 1963, d. 26. janúar 1982. Ásgeir greindist með krabba- mein í árslok 2004 Útför Ásgeir verður gerð frá Grafarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kulda þreytir kylja stinn, hverfa blóm úr spori órór leitar andi minn eftir sól og vori. Þá skal syngja sólskinsljóð, sálarfingrum hörpu stilla, svo að yngist aldrað blóð óðshendingar skreyta og gylla. (S. H. ) Það var þorrablót í Skaftár- tungu, nýlokið skemmtilegri dag- skrá og dansinn dunaði þegar fréttin kom. Ásgeir á Ljótarstöðum var allur. Eins og heilsu hans var orðið háttað, mátti búast við þess- um fréttum hvenær sem var, og ekki hefði hann viljað að fólk léti þær hafa áhrif á gleði sína. En á þessum tímamótum sækja minn- ingar á og margt sem fólk sagði við mig um nóttina vakti hugmyndir að kveðjugrein. Ásgeir var að vissu leyti löngu orðin þjóðsagnapersóna í lifanda lífi, og ég hef þá trú að eitthvað af frægustu tilsvörum hans og orða- tiltækjum eigi eftir að lifa góðu lífi, löngu eftir að við, sem nú erum uppi, verðum gleymd og grafin. Ekki ætla ég að nefna nein dæmi hér, enda kannski ekki öll innan ýtrustu velsæmismarka. En óum- deilanlega var íslensk orðsins list hans sérgrein. Hann var mikill sagnaþulur, sagði sögur, hafði yndi af að heyra góðar sögur, ég minnist þess úr bernsku þegar útvarpið var tekið með eftir hádegið og tekin pása til að hlusta á miðdegissöguna og ég tala nú ekki um hvað kvöld- sagan var tekin alvarlega á vet- urna. Og að morgni voru hnyttiyrði sögunar oft svo rík í huga hans að hann endurtók þau í hálfum hljóð- um með sjálfum sér. Hann las ekki mikið, en mér er sem ég heyri enn þegar mamma las upphátt úr bók- um þar sem íslenskan naut sín órit- skoðuð, og Ásgeir veltist um af hlátri. Einnig hafði hann sérstakt yndi af að heyra vel gerðar vísur og af öllum kveðskap og söng og safnaði að sér vísum sem voru lagðar á minnið og þar gat hann jafnan gripið til þeirra er rétta til- efnið gafst. Hann raulaði oft fyrir munni sér eða talaði við sjálfan sig, sem okkur systrum fannst að sjálf- sögðu „óendanlega hallærislegt á okkar pæjuárum“, en nú held ég að það hafi verið aðferðin til að festa sér í minni það sem vel var sagt og ort. Sögurnar hans Ásgeirs voru stundum þannig að einstaka þröng- sýnir fóru að fetta fingur út í sann- leiksgildið, en þannig er það bara að stundum veitir hversdagsleik- anum ekkert af því að litir hans séu skerptir örlítið. Og eins er með há- tíðlegar samkomur, þeim hættir til að vera dálítið þvingaðar framan af en oft fór að lifna yfir þeim þegar heyrðist álengdar að Ásgeir var farinn að spjalla og fóru þá ýmsir að færa sig nær. Svo þegar hann var orðin í essinu sínu þurfti ekk- ert að hafa fyrir því, því manninum lá sérlega hátt rómur og gullkornin misstu sjaldnast marks. Ég fullyrði að velsæmismarkið var það eina sem þau áttu stundum í basli með. Sögurnar byrjuðu oftar en ekki á „Alltaf man ég þegar“ … o.s.frv. og nú getum við sagt með sanni og lengi enn: Alltaf man ég t.d. – Þor- láksmessuferðirnar til Víkur – Án- inguna í Álftavatnakofanum með tilheyrandi vísnaskrifum í gesta- bókina (enn koma velsæmismörkin lítillega við sögu) – orðaleppa og athugasemdir upp úr svefnpoka- opinu í Hólakofanum – andlits- grettuna þegar Rússinn eða Litli jeppinn hossuðust óþyrmilega í ut- anvegaakstri á eftir fé – stell- inguna þegar hann sat í hnakk og sönglaði fyrir munni sér og fasið þegar hann var að leggja á hest til að fylgja á götu ferðamönnum og pelinn oftar en ekki með í för. Ásgeir var ekki maður einveru og naut sín vel þegar hann heim- sótti sveitungana og þá sína gömlu kæru sveit Álftaverið enda sér- stakur hljómur í orðunum „suð’rí Ver“ í hans munni. Hann var alltaf glaðastur í margmenni en ef lítið var um að vera sótti á hann bölsýni og þungir þankar. Þá dugði honum best að taka sér smáferðalag á hendur, og ég man vel hvað hey- skapurinn niðri í Álftaveri gaf hon- um mikla ánægju enda tilbreyting, þó hún sýnist ekki mikil, að heyja í tveimur sveitum í stað einnar. Og svo þegar búskapurinn var af hans herðum þá gerði hann sér tilbreyt- ingu ef hann þurfti til Reykjavíkur. Þá fór hann kannski hálfa leið fyrsta daginn og gisti hjá kunn- ingjum. Hann dvaldi um tíma á Reykjalundi og þar eins og alltaf eignaðist hann kunningja og starfsfólkið á Klausturhólum mat hann sem ættingja og vildi stöðugt frétta af þeim. Hann naut þess líka ríkulega í veikindum sínum þegar hann var ekki ferðafær að systkini hans, sveitungar og kunningjar voru mjög duglegir að heimsækja hann og hringja og verður þeim seint fullþakkað. Í sínum ströngu veik- indum bar hann sig vel og neytti ýtrustu krafta til að fylgjast með öllu sem bar við í sveitinni. Meira að segja var borið undir hann efni þorrablótsdagskrár, sem svo var í gangi þegar hann kvaddi. Og viti menn, síðast þegar ég hitti hann Ásgeir Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.