Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 13 ERLENT FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is RIGOBERTA Menchú, handhafi friðarverðlauna Nóbels og einn helsti leiðtogi indíána í Mið-Ameríkuríkinu Guatemala, hyggst bjóða sig fram í forsetakosningum sem fram fara í í septembermánuði. Sigri hennar í kosningunum yrði einungis jafnað við pólitískan jarðskjálfta í Guatemala þar sem hvítir og blandaðir afkom- endur Evrópumanna hafa verið við völd frá 16. öld. Að sögn dagblaðsins El Periodico („Blaðsins“), sem gefið er út í Guate- mala, hafði Menchú átt í tveggja vikna samningaviðræðum við leiðtoga flokks miðju og vinstri manna sem nefnist „Encuentro por Guatemala“ („Fundur vegna Guatemala“). Sam- komulag náðist á miðvikudag og verð- ur Menchú frambjóðandi flokksins auk þess sem hún getur reitt sig á stuðning eigin liðsmanna í Winaq- samtökunum sem hún stofnaði nýver- ið. Winaq er flokkur indíána en kem- ur of seint fram á sjónarsviðið til að unnt sé að bjóða fram í nafni hans 9. september. Umdeild ævisaga Menchú, sem fagnaði 48 ára afmæli sínu 9. janúar, hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1992 fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum indíána á tímum skelfilegrar borgarstyrjaldar sem geisaði í Guatemala í heil 36 ár, frá 1960 til 1996. Menchú er dóttir fá- tækra bænda og tók ung að berjast fyrir auknum réttindum indíána og kvenna, að því er fram kemur í ævi- sögu hennar „Ég, Rigoberta Menchú“. Ævisagan, sem kom út árið 1982, vakti mikla athygli víða um heim og átti án nokkurs vafa þátt í því að hún var sæmd friðarverðlaununum. Bókin er nú umdeild og hefur því verið hald- ið fram að ýmislegt sem þar er að finna standist ekki skoðun. Í bók sinni segir hún miklar skelfingarsögur af grimmdarverkum stjórnarhersins í Guatemala og lýsir því m.a. þegar bróðir hennar var brenndur lifandi. Sjálf segist hún hafa tekið þátt í bar- áttunni gegn herstjórninni. Í bók eftir bandaríska mannfræðinginn David Stoll er því haldið fram, að reynslu- sögur Rigoberta Menchú séu flestar tilbúningur. Í útlegð til Mexíkó Menchú nýtur engu að síður álits og virðingar víða og ekki verður því á móti mælt að hún hefur verið dug- mikil baráttukona fyrir réttindum indíána, sem sætt hafa mismunun í Guatemala frá ómunatíð þrátt fyrir að vera þar í meirihluta. Menchú, sem er Quiche-indíáni, neyddist til að halda í útlegð til Mexíkó árið 1981 þar sem hún vakti fyrst athygli umheims- ins. Eftir að borgarastríðinu lauk var m.a. stuðst við framburð hennar í réttarhöldum yfir fyrrum herforingj- um, sem höfðu öll ráð landsmanna í höndum sér áratugum saman. Átti það m.a. við um Fernando Romeo Lucas García, sem var forseti Guate- mala frá 1978 til 1982. Árið 1999 ákærði spænskur dómari hann fyrir að bera ábyrgð á aðgerðum stjórn- arhersins þegar mótmælendur tóku spænska sendiráðið í Guatemala- borg á sitt vald árið 1980. Kveikt var í byggingunni og 36 manns týndu lífi þeirra á meðal Vicente, faðir Rigo- berta Menchú. Nokkrum mánuðum síðar var móðir hennar handtekinn og hefur hún ekki sést síðan. Lucas García lést í fyrra án þess að réttað væri í máli hans. Menchú skýrði frá ákvörðun sinni á miðvikudag, tveimur dögum áður en nýtt ár hófst samkvæmt tímatali Ma- ya-indíána. „Ég tel að nýja tímaskeið- ið sem hefst á föstudag muni reynast okkur blessunarríkt og gefa okkur tækifæri til að láta okkur dreyma um betri heim,“ sagði Menchú. „Von okk- ar er sú að íbúar Guatemala geri sér ljóst að við erum samhentur hópur og við heitum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að leiða þjóðina inn á nýjar og gæfulegri brautir," bætti Nóbelsverðlaunahafinn við. Hún á ábyggilega erfiða baráttu fyrir höndum og valdastéttin mun ekki taka framboði hennar fagnandi. Með því að gerast frambjóðandi Encuentro-flokksins getur hún ekki reitt sig á stuðning hins rótgróna vinstri flokks Guatemala, sem til varð úr hreyfingu skæruliða í borgara- styrjöldinni. Þá er og líklegt að henni reynist erfitt að tryggja sér stuðning ýmissa samtaka smábænda og verka- lýðsfélaga. Innvígðir telja margir sýnt að djúp sár muni opnast á ný. Á meðal mótframbjóðenda Menchú verður gamall hershöfðingi, Otto Pe- rez Molina, sem var herforingi í Qu- cihe-héraði þegar borgarastyrjöldin var háð af hvað mestri grimmd. Þar fæddist Menchú og hroðaleg illvirki voru þar framin. Vinni Rigoberta Menchú mun hún feta í fótspor Evo Morales, sem í fyrra var kjörinn forseti Bólivíu, fyrstur indíána. Friðarverðlaunahafi hefur einu sinni áður verið kjörinn forseti ríkis í Rómönsku-Ameríku. Þar ræðir um Óscar Arias, forseta Costa Rica frá 1986 til 1990, sem kjör- inn var forseti öðru sinni í fyrra. Friðarverðlaunahafi í framboð Rigoberta Menchú hefur ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosningum sem fram fara í september- mánuði í Guatemala  Búast má við óvæginni baráttu sem ýfa kann upp gömul sár Í HNOTSKURN »Rigoberta Menchú Tumfæddist 9. janúar 1959. Hún hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1992 fyrir barátt- un sína fyrir auknum rétt- indum indíána í Guatemala og Mið-Ameríku. » Í Mið-AmeríkuríkinuGuatemala búa um 13 milljónir manna. Íbúarnir tala spænsku auk þess sem 20 tungumál indíána eru töluð. »Talið er að rúmlega200.000 manns hafi týnt lífi í borgarastríðinu skelfi- lega sem geisaði frá 1960 til 1996. Reuters Umdeild Rigoberta Menchú á fundi með blaðamönnum er hún gerði grein fyrir forsetaframboði sínu. Ævisaga Menchú hefur lengi sætt gagnrýni. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is FRANSKI þjóðernissinninn Jean- Marie Le Pen hóf í gær baráttu sína fyrir forsetakosningarnar í vor. Le Pen, sem er 78 ára, verður í framboði í fimmta skipti. Félagar í Þjóðfylkingu Le Pens komu saman í borginni Lille í Norð- ur-Frakklandi. Alls sækja um 1.000 fulltrúar flokksþingið að þessu sinni. í Frakklandi háttar svo til að frambjóðandi í forsetakosningum þarf að safna stuðningsundirskrift- um 500 bæjar- og borgarstjóra til að teljast gjaldgengur. Le Pen sagði í ræðu að þeir embættismenn sem lof- að hefðu stuðningi hefðu sætt þrýst- ingi af hálfu pólitískra andstæðinga sinna. Miður geðfelld símtöl hefðu borist. Enn hefur Le Pen ekki náð að safna undirskriftunum 500. Óþjóðleg leiðindi Marine, dóttir Le Pens, flutti upp- hafsræðu flokksþingsins og lýsti yfir því að djúpstæðra breytinga væri þörf í samfélaginu. „Frakkland er á leið í hundana,“ sagði hún og bætti við að þörf væri á framsýnum leið- toga sem fært gæti þjóðinni fullveldi sitt á ný. „Franska þjóðin er við það að glata gleðinni sem fylgir því að vera Frakki,“ sagði hún. Í Lille eru kjör manna ýmist kyrr eða kröpp. Efnahagur svæðisins er dapurlegur og þar hefur þjóðernis- sinnaður málflutningur Le Pen löngum fallið í frjóan svörð. Le Pen varpaði réttnefndri sprengju inn í frönsk stjórnmál árið 2002 þegar hann náði að skjóta fram- bjóðanda sósíalista ref fyrir rass og komast í síðari umferð forsetakosn- inganna sem Jacques Chirac sigraði með miklum yfirburðum. Le Pen hlaut þá um 17% atkvæðanna. Fylgið mælist minna nú, um 13%, og telst Le Pen í fjórða sæti. Stuðn- ingur við hann hefur hins vegar til- hneigingu til að skila sér ekki í skoð- anakönnunum og vara innvígðir við því að hrapað sé að ályktunum í þessu efni. Forystu hafa þau Segolene Royal, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, og Nicolas Sarkozy, frambjóðandi helsta flokks hægrimanna. Í þriðja sæti er nú miðjumaðurinn Francois Bayrou. Fylgi við hann mælist 17%. Marine Le Pen, sagði í viðtali við franska fjölmiðla í gær að hún væri full bjartsýni um gott gengi föður síns. Að sögn franska dagblaðsins L’Express spáði hún að Le Pen myndi fá meira fylgi en árið 2002 í fyrstu umferð frönsku forsetakosn- inganna sem fram fer í aprílmánuði. Marine Le Pen er 38 ára og vara- forseti Þjóðfylkingarinnar ásamt nokkrum öðrum. Hún tekur nú virk- an þátt í pólitískri baráttu föður síns og þykir hafa mildað nokkuð áherslur flokksins. Hald sumra er að Marine hyggist taka við af föður sín- um sem þykir ekki líklegur til að fara með sigur af hólmi í glímunni við Elli kerlingu fremur en aðrir dauðlegir menn. Ógeð á Evrópusambandi Í stefnuskrá Þjóðfylkingar Le Pens er einkum lögð áhersla á að brugðist verði við „innflytjenda- vandanum“. Innflytjendum vill leið- toginn fækka og senda úr landi. Að auki vill hann að bótakerfið franska sinni eingöngu frönskum ríkisborg- urum. Hann hefur viðbjóð á Evrópu- sambandinu og við Bandaríkjamenn vill hann sem minnst samskipti hafa. Segir Frakkland vera á glötunarbraut Reuters Þjóðernishyggja Jean-Marie Le Pen ávarpar stuðningmenn sína á þinginu. Hann boðar að Frakkland eigi að vera fyrir Frakka, aðra ekki. Jean-Marie Le Pen hefur baráttu vegna forseta- kosninganna í vor La Paz. AFP | Að minnsta kosti 35 hafa látist í flóðum í Bólivíu að undanförnu, tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín og sjúkdómar breiðast út. Erlendar björgunarsveitir eru komnar á vettvang en aurflóð hamla aðgerð- um. Flóðin eru sögð þau mestu í ald- arfjórðung og hörmungarnar eru þær mestu í sögu landsins. Fjár- hagslegt tjón hleypur á milljónum dollara, þúsundir nautgripa hafa drepist og landsvæði eru einöngr- uð. Drykkjarvatn er af skornum skammti og það er víða mengað. Rauði krossinn segir að flóðin hafi snert að minnsta kosti 350.000 manns með einum eða öðrum hætti. Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir 9,2 milljóna dollara al- þjóðlegri aðstoð vegna þessa. Reuters Allt á floti Íbúi í Bólivíu reynir að bjarga eigum sínum í Villa Monasterios í úthverfi Trinidad, um 400 kílómetra norðaustur af La Paz. Banvæn flóð í Bólivíu Varsjá. AFP. | Pól- verjar mótmæltu í gær fyrirhug- aðri en umdeildri vegagerð í gegn- um verndað svæði nálægt Augustow í norð- austurhluta landsins. Veg- urinn er hugs- aður sem hluti af þjóðvegakerfi Evrópu og hefur ver- ið á dagskrá í meira en áratug, en Evrópusambandið hefur lagst gegn þessari vegagerð og almenningur sýndi hug sinn í verki í gær. For- sætisráðherra landsins er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Vegagerð mótmælt Nei Fyrirhugaðri vegagerð mótmælt. AÐ minnsta kosti 20 létust og um 120 manns er saknað eftir að kvikn- aði í ferju á leið frá Jakarta til Bangka-eyju fyrir helgi. Um 250 manns hefur verið bjargað. Um 120 saknað EKKI er enn ljóst hvað olli lest- arslysinu í Cumbria á Englandi á föstudag, þegar einn lést og 11 slös- uðust alvarlega. Um 700 staðir í brautarkerfinu hafa verið skoðaðir. Ókunn ástæða VLADIMIR Gusinsky, fyrrum eig- andi fjölmiðlasamsteypu í Rúss- landi, er þar eftirlýstur fyrir pen- ingaþvætti, en hann er kominn með spænskan ríkisborgararétt og er því friðhelgur. Rússi friðhelgur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.