Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 21
hugsjónum sínum og draumum er mynd sem er fjarri. Stebbi segir hæðnislega: „Já, GusGus er hljómveit sem spilar fyr- ir Þjóðverja í annarlegu ástandi! Ótrúlegt. Að líkja endalaust ein- hverju sem maður þekkir ekki við eiturlyf er út í hött og svona alhæf- ingar bera vott um fáfræði og hræðslu. Aldrei er talað um þessa hluti í tengslum við djassara t.d.“ Biggi segir að fólk stökkvi á ein- faldar skýringar. „Tónlist okkar, og teknótónlist almennt, fylgir ekki þessu hefðbundna popplagasniði. Við erum að spila tilfinninga- þrungna tónlist sem helst í hendur við frumstæðar, líkamlegar tilfinn- ingar. Sumir virðast halda að það þurfi alltaf að örva sig með efnum um leið en það er engan veginn for- senda eða skilyrði.“ Þeir félagar eru auðsýnilega spenntir yfir þessari nýju plötu, og eru þeir báðir eldri en tvævetur í þessum efnum. Hvað drífur þá áfram? Stebbi segir að fjöl- breytileiki GusGus- ævintýrisins sé það sem skipt- ir hann mestu. „Maður er að skipta sér af öllu og mér finnst það mjög gaman. Ég myndi segja að ég þekkti þennan bransa inn og út í dag, og ég veit hvað þarf að gera til að drífa þessa hluti áfram. Það er vinna sem mér finnst mjög skemmtileg. Það er þó ekkert eins skemmtilegt og að sýsla í sjálfri tónlistinni.“ Biggi segir að það sem komi hon- um á fætur á morgnana sé hin eilífa leit að hinum fullkomna tóni. „Maður er þræll sköpunarinnar. Það eru gríðarleg forréttindi að fá að skapa og það að búa til tónlist er bara stórkostlegt. Þessar tilfinn- ingalegu upplifanir sem hún veitir, að prufa sig áfram með hana, er það sem gefur manni tilgang.“ Á Íslandi er mikið talað um hvort þessi eða hin hljómsveitin sé að gera það gott úti í löndum, og oft er eins og það skipti aðalmáli, skítt með tónlistina. „Maður býr til tónlist fyrst og fremst fyrir sjálfan sig,“ segir Biggi. „Hún á alltaf að vera númer eitt. Ef einhver annar tilgangur er með sköpuninni ertu strax kominn í vandræði. Ég prófaði einhvern tíma að vinna auglýsingastef og svona og mér fannst það algerlega ömurlegt. Að vera að vinna að tónlist, sem svo átti að þjóna einhverjum öðrum, var nokkuð sem hugnaðist mér engan veginn og ég hætti því strax.“ Á tónleikum Tónleikar GusGus eru um margt sérstæðir. Biggi lýsir verklaginu sem sveitin hefur á þeim „Það loðir við þessa raftónlist að hún eigi að vera mjög fastmótuð á tónleikum, allt komi af segulbandi og slíku. Það er alls ekki svo með GusGus. Þar erum við laus við form og getum farið með lögin þangað sem við viljum. Við spinnum út frá grunni laganna eins og hentar og höfum farið með lögin í ótrúlegustu áttir. Þetta er allt öðruvísi en hjá öðrum rafsveitum og jafnvel rokk- sveitum sem eru að keyra á sama prógramminu trekk í trekk. Eitt lag getur kannski farið upp í tuttugu mínútur og einu sinni á NASA spil- uðum við tíu lög í tvo og hálfan tíma. Það var rosa gaman en kannski full- mikið fyrir suma (brosir).“ Stebbi hristir hausinn. „Að standa fremst á sviðinu í allan þenn- an tíma og kýla fólkið linnulaust áfram … ég var gjörsamlega búinn eftir þetta.“ Biggi segir að með þessu sé hægt að taka mið af þeirri stemningu sem er í salnum hverju sinni. „Og þetta gengur upp á tón- leikum, en ekki á plötu … maður er kannski með bassatrommuna í gangi eina og sér í mínútu á meðan Urður er að spinna eitthvað. Það er ákveðið samspil í gangi á milli hljómsveitar og áhorfenda, fólkinu er lyft á sama plan og við erum á. Allir tónleikar eru mismunandi út af þessu, í hvert skipti get ég reynt eitthvað nýtt. Maður getur prófað sig áfram með eitthvað nýtt á hverj- um tónleikum. Ég held að áhorfand- inn finni þetta, hann er ekki að hlusta á sömu tónlistina og á síðustu tónleikum. Þetta heldur okkur líka áhugasömum. Þess vegna er alltaf jafngaman að stíga á svið því að framundan er spennandi verkefni sem þarf að leysa.“ GusGus fer í Evróputúr í apríl og maí og spilar m.a. í Þýskalandi, Spáni og Rússlandi. Í sumar treður hún upp á ýmsum tónlistarhátíðum, þar á meðal hinni frægu Gla- stonbury-hátíð. Forever kom út á Íslandi 1. mars, í Japan, Þýskalandi, Sviss og Aust- urríki hinn 23. febrúar og í Bret- landi og annars staðar í Evrópu 26. febrúar. Hún kemur út í lok apríl í Bandaríkjunum og Kanada. Útgáfutónleikar GusGus verða á NASA 24. mars. Petter & The Pix (Petter Winnberg úr Hjálmum) hita upp. Útgáfufyrirtæki GusGus, Pineapple Records, gaf út fyrstu plötu hans, Easily Tricked, á síð- asta ári og stýrir President Bongo þar upptökum. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi og á www.midi.is. TENGLAR ..................................................... www.gusgus.com www.myspace.com/gusgus MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 21 OFANLEITI 2 • HÖFÐABAKKI 9 • KRINGLAN 1 SÍMI: 599 6200 www.hr.is F A B R IK A N 2 0 0 7 Nýtt meistaranám í alþjóðaviðskiptum Í haust hefst nýtt og krefjandi meistaranám í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem undirbýr metnaðarfulla einstaklinga fyrir spennandi störf í alþjóðlegum fyrirtækjum. Lögð er áhersla á jafnvægi á milli fræðilegrar þekkingar og hagnýtrar þjálfunar. Framúrskarandi íslensk útrásarfyrirtæki standa með Háskólanum í Reykjavík að þróun og framgangi námsins. Almennur kynningarfundur um námið fimmtudaginn 8. mars kl. 12-13 að Ofanleiti 2. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR NÚNA Kíktu á www.hr.is og fáðu nánari upplýsingar. Langar þig í alþjóðaviðskipti? Alþjóðlegt Námið er kennt á ensku af erlendum og íslenskum sérfræðingum. Allir nemendur starfa eina önn í útlöndum á námstímanum. Sveigjanlegt Flestir eru í fullu námi en hægt er að stunda námið meðfram vinnu. Sérhæfing Nemendur hafa tækifæri til að sérhæfa sig í mismunandi markaðssvæðum, í rann- sóknum í viðskiptafræði eða í alþjóðamarkaðsfræði. Tungumál Hluti námsins er tungumálanám og val á tungumáli tengist sérhæfingu í markaðssvæðum. Metnaður Námið er sniðið fyrir dugmikla einstaklinga sem sækjast eftir spennandi störfum í alþjóðaviðskiptum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.