Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.03.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 3 Íslandsmeistarar FH í knatt-spyrnu endurnýjuðu í gær samninga við fjóra af lykilmönnum liðsins. Tryggvi Guðmundsson gerði samning til loka tímabilsins 2010 líkt og Daði Lárusson mark- vörður en þeir Freyr Bjarnason og Davíð Þór Viðarsson skrifuðu undir samning um að leika með FH næstu þrjú sumur. Við sama tæki- færi endurnýjaði félagið samning sinn við Adidas og gerði samning við sjö leikmenn úr 2. flokki.    FH lagði síðanVíking R. að velli, 3:2, í deildabikarnum í Egilshöllinni í gærkvöld. Það blés þó ekki byr- lega því Grétar Sigfinnur Sig- urðarson og Jón B. Hermannsson komu Víkingum í 2:0 á fyrstu 10 mínútunum. Sig- urvin Ólafsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu og Atli Guðnason tryggði FH sigurinn með tveimur mörkum um miðjan síðari hálfleik.    KR lagði ÍA, 3:1, í Akraneshöll-inni í gærkvöld, þrátt fyrir að Sigþór Júlíusson fengi rauða spjaldið fyrir að slá til mótherja þegar staðan var 1:1. Andri Júl- íusson kom ÍA yfir snemma í leikn- um en Jóhann Þórhallsson, Grétar Hjartarson og Dalibor Pauletic skoruðu fyrir KR-inga í síðari hálf- leiknum.    Gunnar ÞórGunnarsson skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir sænska knatt- spyrnuliðið Hammarby. Hann skoraði þá beint úr auka- spyrnu þegar lið- ið vann 1. deild- arfélagið Norrköping, 3:2, í æfingaleik. Heiðar Geir Júlíusson lék ekki með Hammarby og Stefán Þ. Þórðarson var ekki í liði Norr- köping vegna meiðsla. Þar var hins- vegar Garðar B. Gunnlaugsson í fremstu víglínu.    Þóra Björg Helgadóttir lands-liðsmarkvörður gat ekki leikið með Íslandi gegn Írlandi í Algarve- bikarnum í Portúgal í gær. Hún þurfti að fara til Belgíu vegna at- vinnu sinnar. Þóra kom aftur til Portúgals í gærkvöld og verður með íslenska liðinu mótið á enda.    Sif Atladóttir meiddist í upphituníslenska liðsins fyrir leikinn gegn Írlandi í gær og gat ekki spil- að með. Greta Mjöll Samúelsdóttir og Ásta Árnadóttir meiddust á æf- ingu fyrir leikinn og gátu ekki spil- að. Ekki er ljóst hvort þessar þrjár spila meira með Íslandi á mótinu í Portúgal.    Vignir Svavarsson skoraði 7mörk fyrir Skjern og Vil- hjálmur Halldórsson 4 þegar lið þeirra tapaði á heimavelli, 25:30, fyrir AaB í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Jón Þorbjörn Jó- hannsson náði ekki að skora fyrir Skjern. Fannar Þorbjörnsson skor- aði eitt mark fyrir Fredericia sem vann Ringsted, 30:28.    Halla Gunnarsdóttir, sem bauðsig fram til formennsku í KSÍ fyrr á þessu ári, hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla þjálfar lið í 1. deild en áður hefur hún þjálfað yngri flokka, auk þess sem hún lék með Aftur- eldingu, Þrótti Reykjavík og Leikni frá Fáskrúðsfirði. Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Páll varð að játa sig sigraðan í undan- úrslitum gegn Fram og þrátt fyrir að hann sé „hundsvekktur“ að vera ekki sjálfur með sitt lið í úrslitaleiknum ætlar Páll ekki að missa af úrslita- leiknum. „Strákarnir í báðum liðum hafa lagt mikið á sig til þess að komast í úrslitaleikinn í Laugardalshöll. Þessi leikur er stórhátíð fyrir alla hand- boltamenn og -konur landsins. Ég ætla ekki að missa af þessari hátíð.“ Eins og áður hefur verið minnst á er liðsheildin sterk hjá Fram og telur Páll að fátt muni breytast hjá Guð- mundi Guðmundssyni þjálfara Fram í úrslitaleiknum. „Framliðið er með marga góða leikmenn sem vinna vel saman í vörn sem sókn. Sigfús Sigfússon er lyk- ilmaður í sóknarleiknum hjá þeim þrátt fyrir að hann sé ekki sá marka- hæsti. Samvinna hans og Jóhanns Einarssonar er mjög góð í sókninni og Jóhann þarf að fá slíka aðstoð til þess að blómstra. Helstu einkenni Fram í sóknarleiknum eru hraðar klippingar og það losnar oft um marga leikmenn sem kunna að nýta sér þau tækifæri sem gefast.“ Patrekur besti varnarmaðurinn Patrekur Jóhannesson leikmaður Stjörnunnar, er mikilvægasti hlekkur liðsins að mati Páls. „Patrekur er einn besti varnarmaður deildarinnar og í sóknarleiknum hefur hann þann hæfileika að geta tekið af skarið þeg- ar mest á reynir. Það verður gaman að fylgjast með Tite Kalandadze, stórskyttu Stjörnunnar. Hann er öfl- ugasta skytta landsins. Það er engin spurning en Tite hefur ekki náð sér almennilega á strik í vetur vegna meiðsla en þetta er leikur þar sem hann gæti blómstrað. Einstaklingsframtakið er helsti styrkur Stjörnunnar og stundum get- ur það einnig verið helsti veikleiki liða. Ég á samt sem áður ekki von á öðru en að Stjarnan verði á réttu róli í þessum leik.“ Páll var inntur eftir helsta veikleika Fram og sagði hann að veikleikar liðsins væru ekki marg- ir. „Framliðið hefur ekki fengið nóg af mörkum úr stöðu vinstri skyttu og Sergej Serenko hefur ekki náð að leika eins vel og í fyrra vegna meiðsla. Andri Berg Haraldsson hefur leyst sitt hlutverk eins vel og hann getur í þessari stöðu. Framliðið þarf á meiri ógnun að halda úr þessari stöðu og meiðsli Serenko hafa gert liðinu erf- iðara um vik í sókninni.“ Björgvin og Magnús vinna vel saman Markvarslan verður að sjálfsögðu mikilvægasti þátturinn í leik beggja liða og þar telur Páll að jafnt sé á komið með liðunum. „Björgvin Gúst- avsson og Magnús Erlendsson hafa skipst á að leika hjá Fram og þeir hafa náð að vinna vel saman í vetur. Ef annar þeirra finnur sig ekki tekur hinn við keflinu. Þetta er mikill styrk- ur fyrir Fram og ég er viss um að þeir verða í góðum gír á laugardaginn. Hjá Stjörnunni er Róland Eradze í aðalhlutverki í markinu og þar er á ferðinni einn besti markvörður lands- ins. Roland þarf að mínu mati að eiga toppleik ef Stjarnan á að ná að verja titilinn.“ Páll var spurður að því hvaða áhrif það hefði á leikmenn Stjörnunnar að mæta til leiks á laugardaginn sem bikarmeistaraliðið frá því í fyrra. „Ég er ekki í vafa um að Kristján Hall- dórsson þjálfari Stjörnunnar mun leggja það upp að þeir séu mættir til þess að sækja bikarinn og titilinn á ný. Það er alltaf erfiðara að verja sinn hlut og hugarfarið verður oft ekki rétt í slíkum tilvikum. Ég er viss um að leikmenn Stjörnunnar mæta til þess að sækja og það gera leikmenn Fram einnig,“ sagði Páll Ólafsson. Mjög ólík lið eigast við Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rimma Stefán Baldvin Stefánsson, leikmaður Fram, og Stjörnumaðurinn David Kekelia eigast við. FRAM og Stjarnan eru mjög ólík lið þar sem að liðsheildin og leik- skipulagið er helsti styrku Fram. Stjarnan er hinsvegar með nokkra frábæra einstaklinga sem geta tekið af skarið þegar mest á reynir en ég held að það sé vonlaust að spá fyrir um hvort liðið nær að landa bik- artitlinum í dag,“ sagði Páll Ólafsson þjálfari Hauka þegar Morgunblaðið óskaði eftir því að hann myndi rýna í kristalskúluna og spá fyrir um úr- slitaleikinn í SS-bikarkeppninni í karlaflokki. Í HNOTSKURN »Fram sat yfir í 32-liða úr-slitum en á leið sinni í úr- slitaleikinn hefur liðið lagt þessi lið að velli; Fylki, Ak- ureyri og Hauka. »Stjarnan sigraði HK íhörkuleik í 32-liða úrslit- um. Stjarnan vann Þrótt úr Vogum, ÍBV og ÍR á leið sinni í úrslitaleikinn. »Haukar og Stjarnan áttustvið í úrslitum í fyrra þar sem Stjarnan hafði betur, 24:20. „Leikskipulagið er styrkur Fram og einstaklingsframtak er helsta vopn Stjörn- unnar,“ segir Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, um bikarslaginn í Laugardalshöllinni ndsliðsmaður í dögunum nýju sínu í Noregi, ngur hans við árslok og for- halda Stefáni í r hann verið í tvö ár, eftir að avík. ki þessu tilboði um möguleikum er. Það er stað- er með samning að komast eitt- ar til að breyta angt um líður. unnar í Evrópu en ég útiloka alls ekki að spila áfram í Nor- egi og með Lyn. Ég veit að félög, innan Noregs og utan, hafa haft samband við Lyn og gert félaginu tilboð í mig án þess að það hafi farið lengra. En það sem ég ætla mér fyrst og fremst að gera á komandi tímabili er að spila nægi- lega vel til að vekja áhuga annarra liða,“ sagði Stefán við Morgunblaðið í gær. Hann hefur spilað 50 af 52 deildaleikjum Lyn eftir að hann kom til félagsins, alla í byrjunarliði. Vålerenga og Lilleström áhugasöm Hann þótti einn besti miðjumaður norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta ári og tvö af sterkustu félögum Noregs óskuðu þá formlega eftir því við Lyn að fá að ræða við hann um samning. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru það Lilleström og Vålerenga. Stefán, sem er 26 ára gamall Eskfirð- ingur, tók við stöðu fyrirliða Lyn á miðju síðasta tímabili, þegar Tommy Bendtsen meiddist, og gegnir henni allavega þar til hann verður leikfær á ný, en óvíst er að það verði áður en keppni í norsku úrvals- deildinni hefst í apríl. „Við höfum rætt málin á jákvæðan hátt við Stefán. Það er ekki slæmt fyrir okkur að vera með metnaðarfullan leikmann í okkar röðum sem vill sýna allar sínar bestu hliðar,“ sagði Torgeir Bjarmann, framkvæmdastjóri Lyn, við Nettavisen í gær. n hafnaði tilboði Lyn Stefán Gíslason XAVI, miðjumaður Barcelona, og Victor Valdes, markvörður spænska liðsins, eru ekki sáttir við um- mæli Eiðs Smára Guðjohnsens í spænskum fjöl- miðlum í fyrradag. Eiður gagnrýndi þá lið Barce- lona í kjölfarið á brotthvarfinu úr meistaradeildinni og sagði að leikmenn þyrftu að leggja sig meira fram í öllum leikjum. Hann skoraði sigurmarkið gegn Liverpool, 1:0, á Anfield en það dugði liðinu ekki. „Það á að ræða um þessa hluti í búningsklefanum. Þetta eru málefni liðsins og það er ekki neinum í lið- inu til framdráttar þegar rætt er um þau í fjöl- miðlum,“ sagði Xavi. „Ég er ekki sammála því sem hann sagði. Ég tel að það sé mikil samstaða í liðinu og við styðjum hver annan. En ég virði skoðanir félaga minna al- gjörlega. Hver og einn hefur sína skoðun á hlut- unum og hvernig þeir telja að fótboltinn eigi að vera,“ sagði Valdes. Ekki sáttir við ummæli Eiðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.