Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 LAUGARDAGUR 10. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
L50776 ÍR vann fyrstu opinberu körfu-
knattleikskeppni sem fram fór hér
á landi og hlaut silfurbikar að
launum. Mótið fór fram á Kefla-
víkurflugvelli með þátttöku fimm
liða helgina 28.?29. apríl 1951. Það
var haldið að tilstuðlan Lockheed
Aircraft Overseas Corporation og
afhenti aðstoðarforstjóri fyrirtæk-
isins ÍR sigurlaunin.
L50776 ÍR-ingar léku einir íslenskra
liða við fyrsta ameríska körfu-
boltaliðið sem kom til landsins.
Var það háskólaliðið ?Eagles? frá
American University í Wash-
ington sem kom á vegum varn-
arliðsins um áramótin 1951??52.
Leikurinn fór fram á Hálogalandi
4. janúar 1952. Var um að ræða
mjög þekkt lið í Bandaríkjunum
er unnið hafði marga stórkeppn-
ina. 
L50776 ÍR-ingurinn Einar Eyfells var í
hópi fimm skautahlaupara sem
fyrstir fengu viðurkennd Íslands-
met í skautahlaupi. Fékk hann
heiðursmerki fyrir metið í afmæl-
ishófi ÍSÍ 28. jan. 1951.
L50776 ÍR-ingurinn Örn Clausen setti
Norðurlandamet í tugþraut, 7.452
stig, í spennandi einvígi við
Frakkann Heinrich á Melavelli 29.
og 30. júlí 1951. Sigraði Heinrich
með 23 stigum. Var árangur Arn-
ar þriðja besta afrekið í heiminum
og stóð Norðurlandametið lengi.
L50776 ÍR átti annan mann í mark, Em-
il Jónsson, í fyrsta landsmóti í
hjólreiðum sem fram fór á Akra-
nesi 1951. Vegalengdin var 33 km
og hjólað kringum Akrafjall rang-
sælis. Emil hjólaði á 1:15.56,6 klst.
Þórarinn Magnússon skósmiður
[faðir Guðmundar frjálsíþrótta-
þjálfara] var yfirdómari.
L50776 ÍR-mót í sundi í nóvember 1954
komst í fréttir sakir þess að þar
var froskköfun sýnd í fyrsta sinn
hér á landi en hún var að ryðja sér
mjög til rúms í heiminum. Gamall
sundmaður ÍR, Guðmundur Guð-
jónsson, nam þessa aðferð fyrstur
Íslendinga úti í Kaupmannahöfn
og var að byrja feril sinn sem kaf-
ari hér á landi með þessari aðferð.
L50776 ÍR-ingur vann til fyrstu ólymp-
íuverðlauna Íslendinga, en þar er
að sjálfsögðu átt við silfurverðlaun
Vilhjálms Einarssonar í þrístökki
á Ólympíuleikunum í Melbourne í
Ástralíu 1956. Vilhjálmur stökk
16,26 metra sem var Norðurlanda-
met og jafnframt ólympíumet um
stund.
L50776 ÍR-ingurinn Valdimar Örnólfs-
son gerði sér lítið fyrir og sigraði í
svigi á alþjóðlegu skíðamóti stúd-
enta sem fram fór í franska alpa-
bænum Alped?Huez 2. og 3. febr-
úar 1957. Þessi árangur
Valdimars mun vera fyrsti sigur
skíðamanns á erlendri grund.
L50776 ÍR-ingurinn Hrafnhildur Guð-
mundsdóttir varð 14 ára gömul
yngsta konan sem setur Íslands-
met fullorðinna í sundi. Það gerði
hún á alþjóðlegu sundmóti ÍR í
Sundhöllinni í apríl 1958. Það var
hennar fyrsta met, en tugir meta
fylgdu í kjölfarið.
L50776 ÍR-sundgarpurinn Guðmundur
Gíslason varð annar íþróttamað-
urinn á eftir Finnbirni til að setja
tíu met á ári. Það lék hann eftir ár-
ið 1958 og einnig 1959. Guðmund-
ur er fremsti sundmaður Íslend-
inga fyrr og síðar, varð 92 sinnum
Íslandsmeistari og setti 152 Ís-
landsmet og eru boðsundsmet þá
ekki meðtalin. Þá setti Guðmund-
ur 37 drengjamet árið 1957 eitt og
sér.
L50776 ÍR-ingurinn Vilhjálmur Ein-
arsson jafnaði gildandi heimsmet í
þrístökki á Laugardalsvelli 1960
er hann stökk 16,70 metra. Eng-
inn stökkvari hefur komist í tæri
við það síðan og er afrek Vilhjálms
langelsta núgildandi Íslandsmetið.
L50776 ÍR-ingurinn Gunnlaugur
Hjálmarsson var á sínum tíma
meðal bestu handknattleiksmanna
heims. Hann varð þriðji marka-
hæsti maður HM 1961 og var val-
inn í heimslið eftir þá keppni,
fyrstur Íslendinga. Gunnlaugur
lék 24 ár í meistaraflokki ÍR á ár-
unum 1954?77.
Eftir Sigmundur Ó. Steinarsson
sos@mbl.is
ÍR-ingar tryggðu sér fyrst Íslands-
meistaratitilinn 1954 og aftur 1955
og 1957. Þess má til gamans geta að
frjálsíþróttakappinn Finnbjörn Þor-
valdsson lék með meistaraliði ÍR
1954. Þessi fjölhæfi íþróttamaður
var einnig í Íslandsmeistaraliði ÍR í
handknattleik 1946 ? í eina skiptið
sem ÍR hefur orðið meistari. Hann
skoraði þá sigurmarkið í úrslitaleik
gegn Haukum, 20:19.
Fyrra gulltímabil ÍR-inga, er þeir
urðu meistarar fimm ár í röð, hófst
undir stjórn Helga, sem var leik-
maður og þjálfari, 1960. Með liðinu
þá leikmenn eins og Helgi sjálfur ?
sem var frægur fyrir sveifluskot sín,
Einar, Guðmundur Þorsteinsson,
Hólmsteinn Sigurðsson, Þorsteinn
Hallgrímsson, sem hafði árið áður
leikið sinn fyrsta landsleik, 16 ára,
og kornungur leikmaður, Einar
Bollason, sem átti síðan eftir að vera
lykilmaður hjá KR. ÍR-liðið var
byggt upp á leikmönnum úr vest-
urbæ Reykjavíkur og var æft í ÍR-
húsinu við Túngötu.
Agnar og ?fjölin?
Agnar Friðriksson hóf að leika
með ÍR 1962. Hann var skytta góð
og stórhættulegur þegar hann ?fann
fjölina sína? ? þá geigaði ekki skot
utan af hægri kantinum.
Einn besti leikmaður Evrópu
Þorsteinn Hallgrímsson vakti
mikla athygli á Norðurlandamótinu,
Polar Cup, í Finnlandi í apríl 1964.
Hann var langstigahæsti leikmaður
mótsins og var Þorsteinn talinn einn
besti leikmaður Norðurlanda og
blaðamenn sem fjölluðu um mótið,
töldu hann tvímælalaust einn af
bestu leikmönnum Evrópu.
Var alltaf í sigurliði
Guðmundur Þorsteinsson, sem er
að margra mati einn allra besti mið-
herji sem Ísland hefur átt, þurfti að
leggja skóna á hilluna vegna veik-
inda, aðeins 22 ára að aldri, 1964.
Hann vann það til frægðar að tapa
aldrei leik í móti á Íslandi með ÍR.
?Ég mundi vilja fá Guðmund í
skólalið mitt,? sagði bandaríski
þjálfarinn Clarence Hodgers Wyatt,
sem var hér á landi um tíma hausið
1961 á vegum Körfuknattleikssam-
bands Íslands.
47 sigurleikir í röð
Einar Ólafsson var orðinn þjálfari
ÍR-liðsins ásamt Helga 1962 og þá
komu ungir leikmenn fram í sjón-
arsviðið, sem Einar hafði kennt
galdra körfuknattleiksins í Lang-
holtsskólanum, eins og Anton
Bjarnason, Jón Jónasson og Birgir
Jakobsson, sem styrktu liðið mikið.
Birgir var öflugur varnarmaður og
skytta góð. Einstefnuakstur ÍR-inga
var mikill. Leikskipulag liðsins undir
stjórn þeirra Helga og Einars var
geysilegt.
Það var ekki fyrr en 1965 sem sig-
urganga ÍR var stöðvuð óvænt af
KR-ingum. ÍR-liðið hafði þá leikið 32
leiki í röð á Íslandsmóti án taps og
47 sigurleiki í röð gegn íslenskum
liðum.
Þorsteinn meistari í Danmörku
Þorsteinn fór í verkfræðinám til
Danmerkur og varð Danmerkur-
meistari með SISU 1966 og 1967.
Gulllið Íslandsmeistarar Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR 1962. Frá vinstri: Haukur Hannesson, Einar Ólafsson, Agnar Friðriksson, Hólmsteinn Sigurðsson,
Guðmundur Þorsteinsson, Helgi Jóhannsson, Sigurður P. Gíslason, Þorsteinn Hallgrímsson, Tómas Zoëga og Steindór Guðjónsson.
Kóngarnir Helgi Jóhannsson og Einar Ólafsson stjórnuðu sigursælum 
ÍR-ingum, sem urðu Íslandsmeistarar í körfuknattleik 15 sinnum á 23 árum
Fimm prinsar á 
ferð á gullárum ÍR
Morgunblaðið/G.Rúnar
Meistarinn Kristinn Jörundsson, fyrrverandi fyrirliði ÍR.
ÞAÐ er á engan hallað ? af fjölmörgum afreksmönnum sem Íþróttafélag
Reykjavíkur, ÍR, hefur átt í 100 ár, þegar sagt er að flaggskip ÍR-inga sé og
hafi verið körfuknattleikslið ÍR í karlaflokki, sem varð fimmtán sinnum Ís-
landsmeistari á aðeins 23 árum ? 1954 til 1977. Þá réðu ríkjum kóngarnir
tveir, Helgi Jóhannsson og Einar Ólafsson, þjálfarar á tveimur fimm ára
gulltímabilum og prinsarnir fimm ? Þorsteinn Hallgrímsson, Guðmundur
Þorsteinsson, Agnar Friðriksson, Birgir Jakobsson og Kristinn Jörunds-
son, sem voru afar fjölhæfir leikmenn í hæsta gæðaflokki. Kvennalið ÍR lét
einnig að sér kveða og varð Íslandsmeistari ellefu sinnum á 19 árum.
?ÍR-ingar voru afar heppnir að
hafa þjálfara eins og Helga Jó-
hannsson og Einar Ólafsson í
herbúðum sínum. Þeir voru báð-
ir ávallt yfirvegaðir og rólegir,
eða eins og þegar þeir léku með
meistaraliði ÍR-inga ? höfðu
ekki hátt, heldur menn sem létu
verkin tala. Báðir tveir voru frá-
bærir persónuleikar,? sagði
Kristinn Jörundsson um þá
þjálfara sem réðu ríkjum á gull-
aldartímabili ÍR-inga í körfu-
knattleik.
?Ég var aðeins átta ára þegar
ég hóf að æfa körfuknattleik
undir stjórn Einars í Langholt-
skólanum, sem var kallaður út-
ungunarvél leikmanna ÍR-
liðsins. 
Einar var afar farsæll þjálf-
ari, sem þjálfaði á mjög fagleg-
an hátt. Undirbjó leikmenn sína
vel fyrir leiki, var skipulagður,
vel lesinn og fylgdist vel með
öllum nýjungum. Hann vann
ekki starf sitt með hrópum og
látum, heldur yfirvegun. Það
var mjög gott að æfa og leika
undir hans stjórn. Einar lét okk-
ur endurtaka ýmsar æfingar aft-
ur og aftur. Við æfðum mikið að
vera undir pressu, sem kom
okkur afar vel þegar út í leiki
var komið. Við vorum yfirleitt
miklu sterkari undir körfunni ?
í látum og hraða, en andstæð-
ingar okkar,? sagði Kristinn.
Þess má geta Helgi og Einar
urðu báðir landsliðsþjálfarar. 
?Þeir létu verkin tala?
KRISTINN Jörundsson, einn af
prinsunum fimm á gullald-
artímabili ÍR-liðsins í körfuknatt-
leik ? varð Íslandsmeistari sjö sinn-
um á aðeins níu árum¸ 1969?1973,
1975 og 1977. Hann var afar fjöl-
hæfur leikmaður; sterkur bæði í
sókn og vörn. Kristinn varð ekki
aðeins Íslandsmeistari með ÍR á
þessum árum ? hann var Íslands-
meistari í tveimur íþróttagreinum
1972. Með ÍR-liðinu í körfuknattleik
og Fram í knattspyrnu, en þá skor-
aði hann sjö mörk fyrir Fram í 1.
deildarkeppninni.
Kristinn var einnig hetja Fram-
liðsins 1970 á Melavellinum er hann
skoraði bæði mörk liðsins í úrslita-
leik Bikarkeppni KSÍ gegn ÍBV,
2:1.
Stuttu eftir þann leik átti hann
hvað mestan þátt í að ÍR varð
Reykjavíkurmeistari, einu sinni
sem oftar á gullaldarárunum ? varð
stigahæsti maður mótsins og besta
vítaskyttan.
Meistari
Kristinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8